

Körfuboltamaðurinn Jón Arnór Stefánsson verður í nærmynd í þættinum Utan vallar á Stöð 2 Sport klukkan 20:35 í kvöld.
Ellefu leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers vann 108-97 sigur á grönnum sínum í LA Clippers þar sem Andrew Bynum spilaði besta leik sinn á ferlinum til þessa.
Haukar unnu í kvöld sigur á Hamar í Iceland Express deild kvenna, 81-72, og styrktu þar meðs töðu sína á toppi deildarinnar.
Fjórir leikir fóru fram í NBA í nótt og unnust þrír þeirra á heimavelli. Atlanta skellti Chicago 105-102 á útivelli og vann því alla leiki liðanna í vetur.
Ekkert varð af því að Njarðvíkingar fengju til sín framherjann Kevin Jolley eins og til stóð. Ekki tókst að fá Bandaríkjamanninn lausan frá samningi sínum í Portúgal og því er hann farinn heim á leið á ný.
Barack Obama tekur í dag við embætti forseta Bandaríkjanna og hefur NBA deildin boðist til að innrétta körfuboltavöll í fullri stærð inni í Hvíta húsinu af því tilefni.
Tólf leikir fóru fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt þar sem hæst bar stórsigur LA Lakers á Cleveland Cavaliers 105-88 í Los Angeles.
Þrír leikir voru í Iceland Express-deild karla í körfubolta í kvöld og unnust þeir allir á útivöllum. Keflavík vann ÍR í Seljaskóla 96-81. Sigur Keflvíkinga var verðskuldaður en þeir voru með forystuna allan leikinn.
LeBron er verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni það sem af er leiktíðinni. Þetta sagði núverandi handhafi titilsins, Kobe Bryant, í samtali við LA Times um helgina.
Þjálfarinn Jerry Sloan hefur framlengt samning sinn við Utah Jazz út næstu leiktíð, sem þýðir væntanlega að hann muni stýra liðinu samfleytt í 22 ár.
Spænska bakverðinum Rudy Fernandez hjá Portland Trailblazers hefur verið boðið að taka þátt í troðkeppninni um stjörnuhelgina í NBA sem fram fer í febrúar.
Tveir leikir voru í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Phoenix lagði Toronto 117-113 í fjörlegum leik í Kanada og Miami skellti Oklahoma á útivelli 104-94.
Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Stjarnan náði ekki að vinna sinn fjórða leik röð í kvöld þar sem liðið tapaði fyrir Njarðvík á útivelli, 90-76.
Njarðvíkingar hafa ákveðið að styrkja sig fyrir komandi átök í Iceland Express deild karla og fengið til liðs við sig erlendan leikmann að nafni Kevin Jolley.
KR-ingar leika í kvöld án þeirra Jóns Arnórs Stefánssonar og Helga Más Magnússonar þegar topplið Iceland Express deildar karla tekur á móti Blikum í DHL-Höllinni. Jón Arnór og Helgi Már eiga báðir við meiðsli að stríða og geta því ekki verið með í leiknum.
Orlando vann í nótt sigur á Denver, 106-88, og vann þar með fjórða útisigurinn í röð í ferð sinni um vestrið. Hedo Turkoglu var stigahæstur með 31 stig.
KR vann í dag fremur auðveldan sigur á Fjölni, 90-57, eftir að hafa lent undir að loknum fyrsta leikhluta, 23-19.
Cleveland vann í nótt enn einn heimasigurinn í NBA-deildinni í körfubolta - í þetta sinn gegn New Orleans Hornets, 92-78.
KR hélt sigurgöngu sinni áfram í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið vann öruggan sigur á Keflavík 97-88 í Keflavík.
"Við spiluðum vel. Við byrjuðum vel í vörninni og hittum vel fyrir utan. Það var mikilvægt að byrja vel," sagði Jakob Sigurðarsson í samtali við Stöð 2 Sport eftir sigur KR-inga á Keflavík í kvöld.
Vince Carter, leikmaður New Jersey Nets í NBA deildinni, trúði ekki eigin augum þegar hann leit út um gluggann hjá sér í gærkvöldi og varð vitni að því þegar Airbus þota US Airways nauðlenti á Hudson-fljótinu í New York.
Ekki er loku fyrir það skotið að framherjinn Elton Brand spili í nótt sinn fyrsta leik með Philadelphia 76ers síðan 17. desember þegar liðið tekur á móti San Antonio Spurs í NBA deildinni.
Körfuboltaáhugamenn fá svo sannarlega eitthvað fyrir sinn snúð á Stöð 2 Sport í kvöld þegar tveir toppleikir verða sýndir beint á stöðinni.
Nick Bradford er á leiðinni til Grindavíkur og mun spila með liðinu það sem eftir lifir vetrar.
Cleveland tapaði aðeins sínum sjöunda leik í NBA-deildinni í nótt er liðið tapaði fyrir Chicago í framlengdum leik, 102-93.
Nú er kominn hálfleikur í leikjunum fjórum sem standa yfir í Iceland Express deild karla í körfubolta.
Stjarnan vann í kvöld þriðja leik sinn í röð í Iceland Express deildinni síðan Teitur Örlygsson þjálfari tók við liðinu.
Þær fréttir berast nú úr herbúðum Houston Rockets í NBA deildinni að Yao Ming og aðrir leikmenn í liðinu séu búnir að fá nóg af óslitinni meiðslasögu Tracy McGrady og vilji hann jafnvel burt frá félaginu.
Grindvíkingar hafa náð samningi við framherjann öfluga Nick Bradford sem var lykilmaður í meistaraliði Keflavíkur á árunum 2004-05.
Til stóð að fá Damon Johnson til að spila með Keflavík til loka leiktíðarinnar hér heima en ekkert varð úr því.
Sacramento vann sigur á Golden State, 135-133, í þríframlengdum leik liðanna í NBA-deildinni í nótt. Þá tapaði LA Lakers fyrir San Antonio.
Þrettánda umferðinn í Iceland Express deild kvenna í körfubolta fór fram í kvöld. KR vann öruggan 77-53 sigur á Val og hirti þar með fjórða sætið af Valsliðinu.
Grindvíkingar skoða nú alvarlega þann möguleika að bæta við sig erlendum leikmanni í baráttunni í Iceland Express deildinni.
Dregið var í undanúrslit Subway-bikarkeppni karla og kvenna í dag. Tvö efstu liðin í Iceland Express deild karla, KR og Grindavík, mætast í karlaflokki.
Orlando Magic er eitt allra heitasta liðið í NBA-deildinni og leikmenn sýndu í nótt hversu þeir eru megnugir er þeir skoruðu 139 stig gegn Sacramento.
Átta liða úrslitum Subway-bikars karla lauk í kvöld með leik Njarðvíkur og Hauka. Heimamenn í Njarðvík unnu þar sigur 77-62. Staðan í hálfleik var 38-29.
Bæði Boston og New Jersey unnu sína leiki í framlengingu en alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt.
Grindvíkingar eru komnir í undanúrslit Subway-bikars karla eftir sigur á ÍR-ingum á heimavelli í kvöld 105-78. Átta liða úrslitum keppninnar lýkur annað kvöld með viðureign Njarðvíkur og Hauka.
Vefsíðan karfan.is greinir frá því í dag að Snæfell hafi gert munnlegt samkomulag við bandaríska leikstjórnandann Lucious Wagner. Leikmaðurinn lék með Hlyni Bæringssyni og Sigurði Þorvaldssyni í Hollandi á sínum tíma.
Orlando vann San Antonio, 105-98, í NBA-deildinni í nótt. Dwight Howard skoraði 24 stig og Jameer Nelson 22, þar af átta á síðustu tveimur mínútum leiksins.
KR-ingar eru komnir í undanúrslitin í Subway bikarnum í körfubolta eftir stórsigur á Íslandsmeisturum Keflavíkur á heimavelli í kvöld, 95-64.
Ray Allen var sjóðandi heitur þegar Boston vann nauman 94-88 sigur á Toronto í fyrsta leik kvöldsins í NBA deildinni. Allen hitti úr 8 af 10 þristum í leiknum og skoraði 36 stig.
KR-stúlkur gerðu sér lítið fyrir og burstuðu Hauka 93-65 á Ásvöllum í 8-liða úrslitum Subway bikarsins í körfubolta í kvöld.
Framherjinn Carlos Boozer hjá Utah Jazz verður ekki með liði sínu næstu fjórar vikurnar í það minnsta eftir að hafa gengist undir uppskurð á hné.
Brandon Roy spilaði með liði sínu Portland á ný í nótt og skoraði 19 stig í sigri liðsins á Golden State. Roy hafði misst úr fjóra leiki vegna meiðsla á læri og tapaði Portland tveimur þeirra.