Fleiri fréttir

KR lagði Grindavík í uppgjöri toppliðanna

KR vann tveggja stiga sigur 82-80 á Grindavík í toppslag Iceland Express deildar karla í kvöld. KR-ingar höfðu yfirhöndina lengst af en Grindvíkingar komust vel inn í leikinn undir lok leiksins.

Ótrúlegur endasprettur hjá Þór á Akureyri

Tveimur leikjum er lokið í Iceland Express deild karla. Þór vann ótrúlegan sigur á Stjörnunni þar sem liðið skoraði síðustu fimmtán stig leiksins og vann tíu stiga sigur. Þá var leikur Keflavíkur og FSu framlengdur.

Boston á eftir McDyess?

Meistarar Boston Celtics eru sagðir hafa mikinn áhuga á að fá framherjann Antonio McDyess í sínar raðir. McDyess hefur leikið með Detroit síðustu ár en hefur verið skipt til Denver ásamt Chauncey Billups fyrir Allen Iverson.

Parker með 55 stig og flautukörfu í ótrúlegum sigri

Tony Parker bætti sitt persónulega met í NBA-deildinni er hann skoraði 55 stig og skoraði flautukörfu í ótrúlegum sigri San Antonio á Minnesota, 129-125, í tvíframlengdum leik í NBA-deildinni. Þrettán leikir fóru fram í deildinni í nótt.

KR yfir gegn Grindavík í hálfleik

KR-ingar hafa betur í hálfleik í toppslagnum við Grindavík. Staðan er 45-39 en bæði lið eru taplaus í deildinni. Leikurinn fer fram í DHL höllinn í vesturbænum og er vel mætt á leikinn.

Sigurganga Hamars heldur áfram

Kvennalið Hamars er á mikilli siglingu í Iceland Express deild kvenna og í kvöld vann liðið fimmta leikinn sinn í röð í deildinni. Hamar lagði Val 67-51 í Hveragerði í kvöld.

NBA molar: Besta hittni í átta ár

Leikmenn Phoenix Suns voru heldur betur í stuði í nótt þegar þeir unnu 114-86 stórsigur á New Jersey á útivelli í NBA deildinni.

Bakvörður í borgarstjórastól

Fyrrum NBA leikmaðurinn Kevin Johnson hefur verið kjörinn borgarstjóri í Sacramento í Kaliforníu. Hann verður fyrsti þeldökki maðurinn til að gegna því embætti í höfuðborg ríkisins.

NBA í nótt: Enn tapar San Antonio

San Antonio Spurs hefur tapað öllum sínum þremur leikjum til þessa í NBA-deildinni en í nótt tapaði liðið fyrir Dallas, 98-81, á heimavelli.

Arnar Freyr í banni gegn KR

Arnar Freyr Jónsson, leikstjórnandi Grindavíkur, getur ekki tekið þátt í toppslagnum gegn KR á fimmtudagskvöld þar sem hann tekur út leikbann. Þetta er mikil blóðtaka fyrir Grindvíkinga.

Breiðablik vann stigalausa ÍR-inga

Breiðablik vann ÍR 75-71 í Iceland Express deildinni í kvöld. Þetta var annar sigur Blika í röð en þeir sitja í fjórða sæti deildarinnar. Breiðhyltingar eru hinsvegar enn stigalausir á botninum.

ESPN: Allen Iverson á leið til Detroit

ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum greinir frá því nú síðdegis að Denver Nuggets og Detroit Pistons hafi samþykkt að gera með sér áhugaverð leikmannaskipti.

Fyrsti sigur Oklahoma

Oklahoma City Thunder, sem áður hér Seattle Supersonics, vann sinn fyrsta sigur í NBA-deildinni í nótt er liðið vann Minnesota, 88-85.

Harrington vill fara frá Warriors

Framherjinn Al Harringon virðist ekki eiga framtíð fyrir sér hjá Golden State Warriors í NBA deildinni. Hann fór fram á að vera skipt frá félaginu fyrir skömmu og þjálfari hans Don Nelson virðist vera alveg til í að losna við hann.

Indiana skellti meisturunum

Fjórtán leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Óvæntustu úrslit kvöldsins voru líklega stórsigur Indiana á meisturum Boston 95-79.

Hugarfarið lykillinn að sigri Blika í Keflavík

"Þetta er nú kannski bara það skemmtilega við körfuboltann. Það er ýmislegt óvænt í þessu," sagði Einar Árni Jóhannsson þjálfari Breiðabliks eftir að hans menn unnu góðan sigur á Keflavík 107-86 á útivelli í gær.

Garnett vann sigur í 1000. leiknum

Sjö leikir fóru fram í NBA deildinni í nótt. Kevin Garnett spilaði sinn 1000. leik á ferlinum þegar hann fór fyrir liði Boston í 96-80 sigri liðsins á Chicago.

Sjá næstu 50 fréttir