Fleiri fréttir

Breiðablik gerði góða ferð til Keflavíkur

Breiðablik gerði sér lítið fyrir og lagði Keflavík í Iceland Express deild karla í kvöld. KR og Grindavík unnu einnig sína leiki og eru ósigruð á toppi deildarinnar. Jón Arnór Stefánsson var með þrefalda tvennu í sigri KR-inga.

Stórleikur í vesturbænum í kvöld

Fjórðu umferðinni í Iceland Express deild karla í körfubolta lýkur í kvöld með þremur leikjum. Stórleikur verður í vesturbænum þar sem KR tekur á móti Snæfelli í DHL höllinni.

Houston byrjar vel

Þrír leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Houston hafði betur gegn grönnum sínum Dallas 112-102.

Þriðji sigur Tindastóls

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í kvöld. Tindastóll vann sinn þriðja leik af fjórum í deildinni og er í efsta sæti deildarinnar ásamt KR og Grindavík sem eru bæði taplaus eftir þrjá leiki.

Bynum framlengir við Lakers

Miðherjinn ungi Andrew Bynum hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við LA Lakers sem tekur gildi næsta vetur. Samningurinn gæti fært honum 58 milljónir dollara í laun á samningstímanum samkvæmt LA Times.

Pétur Guðmundsson fimmtugur í dag

Pétur Karl Guðmundsson, leikmaður aldarinnar og eini Íslendingurinn sem hefur spilað í NBA-deildinni, er fimmtugur í dag, 30. október.

Þrír leikir í úrvalsdeildinni í kvöld

Fjórða umferðin í Iceland Express deildinni í körfubolta hefst í kvöld með þremur leikjum. Njarðvíkingar sækja ÍR-inga heim í Seljaskóla, Tindastóll tekur á móti Stjörnunni á Sauðárkróki og Þór og FSu mætast á Akureyri. Allir leikir hefjast 19:15.

Oden frá í 2-4 vikur

Miðherjinn Greg Oden hjá Portland Trailblazers er enn að berjast við meiðsladrauginn sem hefur elt hann frá því hann var valinn fyrstur í nýliðavalinu í NBA í fyrrasumar.

NBA: Phoenix lagði San Antonio

Fjöldi leikja var á dagskrá í NBA deildinni í nótt. Phoenix vann góðan útisigur á San Antonio 103-98 og hefndi þar fyrir tapið gegn heimamönnum í úrslitakeppninni í vor.

Hamar enn ósigrað á toppnum

Hamar heldur áfram góðu gengi sínu í Iceland Express deild kvenna í kvöld með sigri á Grindavík á útivelli, 83-80.

Toppslagur í kvennakörfunni í kvöld

Tveir leikir eru á dagskrá í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Topplið Hamars sækir Grindavík heim og Valur tekur á móti Snæfelli.

Shaq: Ég er enn besti miðherjinn í NBA

Miðherjinn Shaquille O´Neal hjá Phoenix Suns segist enn vera besti miðherjinn í NBA deildinni þrátt fyrir að vera kominn af léttasta skeiði sem leikmaður.

Boston byrjaði með sigri - Oden meiddist aftur

Keppnistímabilið í NBA deildinni hófst í nótt með þremur leikjum. Leikmenn Boston fengu afhenta meistarahringana sína fyrir sigurinn síðasta sumar og lögðu svo Cleveland að velli 90-85 á heimavelli.

Keflavík vann stórsigur á Fjölni

Einn leikur var í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Fjölnir tók á móti Keflavík og urðu lokatölur 54-87.

Luber á förum frá Tindastóli

Benjamin Luber, leikmaður Tindastóls í Iceland Express deildinni, er á förum frá félaginu. Þetta staðfestir Kristinn Friðriksson þjálfari liðsins á vefsíðunni feykir.is.

Chicago-Milwaukee beint á NBA TV í kvöld

Keppnistímabilið í NBA deildinni hefst í kvöld með þremur leikjum. Leikur Chicago Bulls og Milwaukee Bucks verður sýndur beint á NBA TV rásinni á Digital Ísland klukkan 00:30.

Hitað upp fyrir NBA-deildina

Deildakeppnin í NBA körfuboltanum fer á fullt aðfaranótt 29. október. Vísir fer ofan saumana á öllum liðum deildarinnar og hitar upp fyrir átökin.

NBA upphitun: Suðvesturriðillinn

Leiktíðin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi átök og tekur hér fyrir Suðvesturriðilinn í Vesturdeildinni.

NBA upphitun: Kyrrahafsriðilinn

Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og tekur hér fyrir Kyrrahafsriðilinn í Vesturdeildinni.

NBA upphitun: Norðvesturriðill

Deildarkeppni NBA hefst aðfararnótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Norðvesturriðilinn í Vesturdeildinni.

NBA upphitun: Suðausturriðillinn

Deildakeppnin í NBA deildinni hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir leiktíðina og tekur hér fyrir Suðausturriðilinn sem átti tvo fulltrúa í úrslitakeppninni síðasta vor.

NBA upphitun: Miðriðillinn

Deildakeppnin í NBA hefst aðfaranótt miðvikudagsins 29. október. Vísir spáir í spilin fyrir komandi leiktíð og skoðar hér Miðriðilinn þar sem Cleveland og Detroit munu líklega berjast um efsta sætið.

NBA upphitun: Atlantshafsriðilinn

Deildakeppnin í NBA hefst með látum aðra nótt. Vísir spáir í spilin fyrir komandi tímabil og byrjar á riðli meistara Boston Celtics, Atlantshafsriðlinum.

Grindavík og KR taplaus á toppnum

KR og Grindavík sitja á toppi Iceland Express deildarinnar í körfubolta eftir þrjár umferðir. Grindavík vann stórsigur á Tindastól 113-95 í uppgjöri tveggja taplausra liða og KR valtaði yfir Breiðablik 108-72 í Kópavogi.

Grindavík hefur yfir í hálfleik

Grindavík hefur yfir 53-50 gegn Tindastól í toppslagnum í Iceland Express deildinni þegar flautað hefur verið til hálfleiks. KR er að bursta Breiðablik á útivelli 67-30 og Snæfell hefur yfir 33-30 gegn Þórsurum á heimavelli sínum.

Fyrsti sigur Njarðvíkur

Þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvík vann sinn fyrsta leik í vetur þegar liðið skellti Stjörnunni í Garðabæ 86-77.

NBA: Houston hættir aftur - Hughes meiddur

Bakvörðurinn Allan Houston hjá New York Knicks mistókst annað árið í röð að vinna sér sæti í liðinu og fullkomna þannig endurkomu sína í NBA deildina.

20 ár og meira en 1400 leikir

Kristinn Óskarsson fagnar í dag 20 ára starfsafmæli sem körfuknattleiksdómari. Hann á meira en 1400 leiki að baki en sagði í samtali við Vísi að þessi tími hafi liðið ógnarhratt.

Meiðsli Bryant ekki alvarleg

Kobe Bryant gat dregið andann léttar í dag þegar í ljós kom að hnémeiðslin sem hann varð fyrir í leik gegn Charlotte í gærkvöld eru minniháttar.

Hamar á toppnum eftir 60 stiga sigur á Fjölni

Lið Hamars er á toppi Iceland Express deildar kvenna eftir leiki kvöldsins. Liðið vann þriðja sigur sinn í röð í deildinni með því að gjörsigra Fjölni 95-34 í kvöld.

Framkvæmdastjórar tippa á Lakers

Keppnistímabilið í NBA deildinni hefst þann 28. október. Framkvæmdastjórar í deildinni tippa á að Los Angeles Lakers standi uppi sem sigurvegari næsta sumar.

Kobe Bryant meiddur á hné

Kobe Bryant meiddist á hné í leik með LA Lakers í gær og er óvitað hversu lengi hann verður frá vegna meiðslanna.

Grindavík vann í Njarðvík

Þrír leikir voru í Iceland Express deild karla í kvöld en það unnust útisigrar í þeim öllum. Grannaslagur var í Njarðvík þar sem heimamenn tóku á móti Grindavík en leikurinn fór 84-98.

Sigurður: Þetta var þeirra dagur

"Það er eðlilegt að menn haldi upp á þetta, það er ekki á hverjum degi sem menn vinna stóran sigur á Keflavík," sagði Sigurður Ingimundarson þjálfari Keflavíkur í samtali við Vísi þegar hann gekk af velli innan um káta KR-inga í kvöld.

Jón Arnór: Þetta var aldrei spurning

"Við vorum miklu betri, þetta var aldrei spurning," sagði Jón Arnór Stefánsson í samtali við Vísi eftir að hans menn í KR unnu 93-72 stórsigur á Keflavík í kvöld.

Meistaraefnin taka á móti meisturunum

Það verður sannkallaður stórleikur í Iceland Express deildinni í körfubolta í kvöld þegar KR-ingar taka á móti Íslandsmeisturum Keflavíkur klukkan 19:15 í DHL höllinni í vesturbænum.

Hamar skellti KR

Önnur umferðin í Iceland Express deild kvenna í körfubolta hófst í dag með þremur leikjum. Hamar skellti KR í DHL höllinni 76-65 og hefur unnið báða leiki sína til þessa.

Meistararnir byrjuðu á sigri

Íslandsmeistarar Keflavíkur hófu titilvörn sína í kvöld með því að leggja Þór frá Akureyri þegar að fyrstu umferð Iceland Express deildarinnar lauk í kvöld.

Valur Ingimundar: Við erum á byrjunarreit

"Það er alltaf gott að vera sleginn niður annað slagið, það vekur mann," sagði Valur Ingimundarson þjálfari Njarðvíkur eftir að hans menn fengu 103-78 skell gegn nýliðum FSu í gær.

KR-ingar tróðu með tilþrifum (myndband)

Nokkur glæsileg tilþrif litu dagsins ljós í leik KR og ÍR í DHL höllinni í gærkvöldi. Ingi Þór Steinþórsson klippti saman tvær fallegar troðslur frá Jason Dourisseau og Baldri Ólafssyni í leiknum og birti á heimasíðu KR.

Óvæntur sigur FSu á Njarðvík

Iceland Express deild karla fór af stað í kvöld með þremur leikjum. Óvæntustu úrslitin voru á Selfossi þar sem að FSu vann 25 stiga sigur á Njarðvík, 103-78.

Sjá næstu 50 fréttir