Lakers og Atlanta enn taplaus 12. nóvember 2008 09:15 Kobe Bryant skoraði 9 af 27 stigum sínum í fjórða leikhlutanum NordicPhotos/GettyImages Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers og Atlanta Hawks fögnuðu bæði sigri í nótt og eru einu taplausu liðin í deildinni með sex sigra. Atlanta lagði Chicago á útivelli 113-108 þar sem Al Horford skoraði 27 stig og hirti 17 fráköst fyrir Atlanta, en Derrick Rose var með 26 stig hjá Chicago. Þetta var fjórði útisigur Atlanta í röð. LA Lakers vann Dallas 106-99 á útivelli. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers en Jason Terry setti 21 stig hjá Dallas og Jason Kidd var með þrennu númer 101 á ferlinum þegar hann skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Dallas var án Josh Howard í leiknum. Lakers liðið var lengst af undir í leiknum en læddist fram úr á lokasprettinum og hefur ekki byrjað betur síðan það byrjaði 7-0 árið 2001 þegar það varð meistari. Utah endurheimti leikstjórnandann Deron Williams úr meiðslum og vann 99-93 sigur á Philadelphia á útivelli þrátt fyrir að vera án miðherjans Mehmet Okur sem er í leyfi í heimalandi sínu Tyrklandi. Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir Utah en Andre Miller 25 fyrir Philadelphia. LeBron James skoraði 41 stig fyrir Cleveland þegar liðið lagði Milwaukee 99-93 á útivelli. Richard Jefferson skoraði 19 stig fyrir Milwaukee. Cleveland hefur unnið sex af fyrstu átta leikjum sínum. Denver vann þriðja leikinn í röð með Chauncey Billups í sínum röðum þegar það skellti Charlotte á útivelli 88-80. Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir Denver en Jason Richardson var með 23 stig fyrir Charlotte. San Antonio lagði New York á heimavelli 92-80. Tin Duncan skoraði 23 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá San Antonio sem lék án Tony Parker og Manu Ginobili sem báðir eru meiddir. Jamal Crawford skoraði 28 stig fyrir New York. Detroit vann loksins sigur með Allen Iverson innanborðs. Liðið skellti Sacramento á útivelli 100-92 og skoraði Iverson 20 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Spencer Hawes skoraði 19 stig fyrir Sacramento. Loks vann Golden State 113-110 sigur á Minnesota í framlengdum leik. Stephen Jackson skoraði 30 stig fyrir Golden State en Al Jefferson skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota. NBA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira
Átta leikir voru á dagskrá í NBA deildinni í körfubolta í nótt. LA Lakers og Atlanta Hawks fögnuðu bæði sigri í nótt og eru einu taplausu liðin í deildinni með sex sigra. Atlanta lagði Chicago á útivelli 113-108 þar sem Al Horford skoraði 27 stig og hirti 17 fráköst fyrir Atlanta, en Derrick Rose var með 26 stig hjá Chicago. Þetta var fjórði útisigur Atlanta í röð. LA Lakers vann Dallas 106-99 á útivelli. Kobe Bryant skoraði 27 stig fyrir Lakers en Jason Terry setti 21 stig hjá Dallas og Jason Kidd var með þrennu númer 101 á ferlinum þegar hann skoraði 16 stig, hirti 11 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Dallas var án Josh Howard í leiknum. Lakers liðið var lengst af undir í leiknum en læddist fram úr á lokasprettinum og hefur ekki byrjað betur síðan það byrjaði 7-0 árið 2001 þegar það varð meistari. Utah endurheimti leikstjórnandann Deron Williams úr meiðslum og vann 99-93 sigur á Philadelphia á útivelli þrátt fyrir að vera án miðherjans Mehmet Okur sem er í leyfi í heimalandi sínu Tyrklandi. Carlos Boozer skoraði 19 stig og hirti 16 fráköst fyrir Utah en Andre Miller 25 fyrir Philadelphia. LeBron James skoraði 41 stig fyrir Cleveland þegar liðið lagði Milwaukee 99-93 á útivelli. Richard Jefferson skoraði 19 stig fyrir Milwaukee. Cleveland hefur unnið sex af fyrstu átta leikjum sínum. Denver vann þriðja leikinn í röð með Chauncey Billups í sínum röðum þegar það skellti Charlotte á útivelli 88-80. Carmelo Anthony skoraði 25 stig fyrir Denver en Jason Richardson var með 23 stig fyrir Charlotte. San Antonio lagði New York á heimavelli 92-80. Tin Duncan skoraði 23 stig, hirti 9 fráköst og gaf 7 stoðsendingar hjá San Antonio sem lék án Tony Parker og Manu Ginobili sem báðir eru meiddir. Jamal Crawford skoraði 28 stig fyrir New York. Detroit vann loksins sigur með Allen Iverson innanborðs. Liðið skellti Sacramento á útivelli 100-92 og skoraði Iverson 20 stig, gaf 9 stoðsendingar og hirti 7 fráköst. Spencer Hawes skoraði 19 stig fyrir Sacramento. Loks vann Golden State 113-110 sigur á Minnesota í framlengdum leik. Stephen Jackson skoraði 30 stig fyrir Golden State en Al Jefferson skoraði 25 stig og hirti 12 fráköst fyrir Minnesota.
NBA Mest lesið „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Körfubolti „Þær eru hræddar við hana“ Íslenski boltinn Segja Römer klára tímabilið með KA Íslenski boltinn Glugganum lokað: Upptalning á öllu sem átti sér stað Enski boltinn Isak dýrastur í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti EM í dag: Helgin frá helvíti Körfubolti Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Fleiri fréttir „Við getum ekki þagað yfir þessu“ Þýskaland vann Bretland með 63 stiga mun EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Sjá meira