Fleiri fréttir

Ég var aldrei í fýlu

Snæfellingarnir Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson hafa báðir gefið kost á sér í íslenska körfuboltalandsliðið.

Oddaleikur hjá San Antonio og New Orleans

Meistarar San Antonio knúðu í nótt fram oddaleik í einvígi sínum við New Orleans Hornets í undanúrslitum Vesturdeildarinnar í NBA með 99-80 sigri í sjötta leik liðanna í San Antonio.

Terry Porter ræðir við Suns

Leit Phoenix Suns að nýjum þjálfara er nú í fullum gangi og heimildir ESPN greina frá því í kvöld að Steve Kerr forseti félagsins hafi rætt við fyrrum liðsfélaga sinn Terry Porter um að taka við starfinu.

Carlisle tekinn við Dallas

Rick Carlisle hefur verið ráðinn þjálfari Dallas Mavericks í NBA deildinni í körfubolta. Hann tekur við af fyrrum þjálfara ársins, Avery Johnson, sem var rekinn eftir að liðið féll úr leik í fyrstu umferð úrslitakeppninnar.

Mark Jackson efstur á blaði hjá Suns

Mark Jackson verður fyrsti maðurinn sem forráðamenn Phoenix Suns ræða við til að taka við þjálfun liðsins af Mike D´Antoni ef marka má frétt Arizona Republic í kvöld.

Barkley sagður skulda spilavíti yfir 30 milljónir

Fyrrum körfuboltamaðurinn og sjónvarpsmaðurinn Charles Barkley verður kærður til lögreglu ef hann gerir ekki upp ríflega 31 milljón króna skuld sína við spilavíti í Las Vegas. Þetta segir saksóknari í borginni.

Þrír nýliðar í landsliðshópi Sigurðar

Sigurður Ingimundarsson landsliðsþjálfari hefur valið 22 manna hóp sem tekur þátt í undirbúningi fyrir Evrópukeppni landsliða í körfubolta í haust. Þrír nýliðar eru í hópi Sigurðar að þessu sinni.

Gibson verður ekki með í næsta leik

Bakvörðurinn Daniel Gibson getur ekki leikið með liði sínu Cleveland Cavaliers þegar það mætir Boston Celtics í sjötta leik liðanna í undanúrslitum Austurdeildarinnar annað kvöld.

NBA: Enn hafa liðin betur á heimavelli

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt og unnust þeir báðir á heimavelli eins og allir leikirnir í viðkomandi rimmum til þessa.

Ken Webb framlengir við Skallagrím

Körfuknattleiksdeild Skallagríms hefur náð samkomulagi við bandaríska þjálfarann Ken Webb um að stýra liðinu áfram næsta vetur. Þetta kom fram á heimasíðu félagsins í dag.

Boston-Cleveland í beinni á miðnætti

Fimmti leikur Boston Celtics og Cleveland Cavaliers í undanúrslitum Austurdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á NBA TV sjónvarpsrásinni á miðnætti í kvöld.

D´Antoni vill láta Knicks spila hratt

Mike D´Antoni, fyrrum þjálfari Phoenix Suns, var í dag formlega ráðinn þjálfari New York Knicks. Hann ætlar að breyta nokkuð um áherslur og vill láta New York liðið spila hraðar en verið hefur, ekki ósvipað því og Suns-liðið gerði undir hans stjórn.

Hvað gera meistararnir í nótt?

Fimmti leikur New Orleans Hornets og meistara San Antonio Spurs í úrslitakeppni NBA verður sýndur beint á NBA TV rásinni klukkan 1:30 í nótt. New Orleans vann fyrstu tvo leikina á heimavelli sínu en San Antonio jafnaði með tveimur öruggum sigrum í Texas.

NBA: Enn tapar Boston á útivelli

Cleveland náði í nótt að jafna metin í undanúrslitarimmu liðsins við Boston í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í Austurdeildinni.

Horry jafnaði met Abdul-Jabbar

Robert Horry, leikmaður San Antonio, jafnaði síðustu nótt met Kareem Abdul-Jabbar í NBA-deildinni þegar hann lék sinn 237. leik í úrslitakeppninni.

San Antonio og Utah jöfnuðu

San Antonio og Utah unnu sigra í leikjum næturinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar. Bæði lið hafa því jafnað metin í viðureignum sínum.

NBA: Cleveland minnkaði muninn

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Cleveland vann Boston og Detroit vann nauman sigur á Orlando.

Hlynur og Pálína best

Hlynur Bæringsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru valin bestu leikmenn Iceland Express deilda karla og kvenna á lokahófi KKÍ í gærkvöldi.

Utah minnkaði muninn

Í nótt fór fram einn leikur í úrslitakeppni NBA deildarinnar. Utah Jazz vann heimasigur á LA Lakers 104-99. Carlos Boozer átti stórleik hjá Utah en hann skoraði 27 stig, tók 20 fráköst og átti 3 stoðsendingar.

Anthony falur hjá Denver?

Forráðamenn Denver Nuggets eru tilbúnir að ræða málin ef þeir fá góð tilboð í stjörnuleikmanninn Carmelo Anthony í sumar. Þetta kemur fram á Denver Post í dag.

Tapar Lakers fyrsta leiknum í nótt?

Þriðji leikur Utah Jazz og LA Lakers í undanúrslitum Vesturdeildar NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt eftir miðnætti í nótt. Lakers-liðið hefur ekki tapað leik í úrslitakeppninni til þessa, en verkefnið í kvöld verður liðinu væntanlega erfitt.

Kobe Bryant fékk flest atkvæði í úrvalslið NBA

Í gær var tilkynnt hvaða leikmenn hefðu verið valdir í úrvalslið NBA deildarinnar í vetur. Kobe Bryant, nýkjörinn verðmætasti leikmaður ársins, fékk fullt hús atkvæða í fyrsta úrvalslið deildarinnar.

NBA: Celtics vann aftur

Boston Celtics vann í nótt sinn annan sigur á Cleveland á meðan að San Antonio vann loks sinn fyrsta leik gegn New Orleans Hornets.

Hack-a-Shaq fyrirbærið til skoðunar í NBA

David Stern, forseti NBA, segir að mótanefnd deildarinnar ætli sér að taka fyrirbærið Hack-a-Shaq til skoðunar þegar hún kemur saman í Orlando í næsta mánuði.

Lakers taplaust í úrslitakeppninni

Lið Los Angeles Lakers vann í nótt 120-110 sigur á Utah í öðrum leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA og hefur 2-0 forystu í einvíginu. Orlando rétti hlut sinn gegn Detroit.

Carlisle ráðinn til Dallas fyrir helgi?

Miklar líkur eru taldar á því að Dallas Mavericks muni ganga frá ráðningu á þjálfaranum Rick Carlisle fyrir helgina. Hann hefur þegar átt fund með forráðamönnum Mavericks og er annar fundur bókaður fyrir helgi.

Jón Arnar og Hreggviður framlengja við ÍR

Þjálfarinn Jón Arnar Ingvarsson hefur framlengt samning sinn við körfuknattleiksdeild ÍR og mun því stýra liðinu næsta vetur. Þá hefur Hreggviður Magnússon gert nýjan tveggja ára samning við félagið.

Bryant verðmætasti leikmaðurinn

Kobe Bryant, stórstjarna LA Lakers, var í gær formlega útnefndur verðmætasti leikmaður ársins í NBA deildinni. Hann fór fyrir liði sínu sem náði besta árangrinum í Vesturdeildinni.

Boston vann nauman sigur á Cleveland í fyrsta leik

Deildarmeistarar Boston Celtics unnu í nótt nauman 76-72 sigur á Cleveland í fyrsta leik liðanna í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA deildinni. Harður varnarleikur og barátta einkenndi leikinn og voru flestar stórstjörnunar langt frá sínu besta í sóknarleiknum.

Wade æfir með einkaþjálfara Jordan

Skotbakvörðurinn Dwyane Wade hjá Miami Heat vinnur nú hörðum höndum að því að ná fyrri styrk eftir erfið meiðsli undanfarin tvö ár.

NBA: Meistararnir 2-0 undir gegn New Orleans

Tveir leikir fóru fram í úrslitakeppninni í NBA deildinni í nótt. Detroit náði 2-0 forystu gegn Orlando og New Orleans vann öruggan sigur á meisturum San Antonio.

Justin Shouse í Stjörnuna

Körfuknattleiksdeild Stjörnunnar í Garðabæ hefur samið við leikstjórnandann Justin Shouse um að leika með liðinu næsta vetur. Þetta staðfesti Gunnar Sigurðsson formaður kkd Stjörnunnar í samtali við Vísi.

Jón og Pálína best hjá Keflavík

Jón Norðdal Hafsteinsson og Pálína Gunnlaugsdóttir voru um helgina útnefnd bestu leikmenn vetrarins á lokahófi Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur. Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar í karla- og kvennaflokki.

D´Antoni í viðræðum við New York og Chicago

Nú þykir líklegt að Mike D´Antoni þjálfari Phoenix muni hætta hjá félaginu í sumar. Útvarpsstöð í Phoenix greindi frá því í gærkvöld að þjálfarinn hefði fengið leyfi frá stjórn félagsins um að ræða við Chicago og New York, en þessi félög eru bæði þjálfaralaus.

CSKA Moskva Evrópumeistari

Lið CSKA frá Moskvu varð í gær Evrópumeistari félagsliða í sjötta sinn þegar liðið lagði Maccabi Tel Aviv 91-77 í úrslitaleik keppninnar. Trajan Langdon var stigahæstur hjá rússneska liðinu með 21 stig og var valinn maður helgarinnar.

New Orleans - San Antonio í beinni í nótt

Tveir leikir fara fram í úrslitakeppni NBA deildarinnar í nótt og verður annar leikur New Orleans og San Antonio sýndur beint á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu. Leikurinn hefst klukkan 1:30 eftir miðnætti. Þá mætast Detroit og Orlando öðru sinni í nótt.

Boston valtaði yfir Atlanta

Deildarmeistarar Boston Celtics urðu nú í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA þegar liðið rótburstaði Atlanta 99-65 í sjöunda leik liðanna í Boston.

NBA: New Orlenas vann San Antonio

Fyrstu leikirnir í annarri umferð úrslitakeppninnar í NBA-deildinni fóru fram í gær. New Orleans vann San Antonio og Detroit vann Orlando.

Kobe er bestur

Samkvæmt frétt Los Angeles Times hefur Kobe Bryant verið valinn verðmætasti leikmaður NBA-deildarinnar þetta tímabilið en þetta er í fyrsta sinn sem hann hlýtur útnefninguna.

Brynjar Þór til Bandaríkjanna

KR-ingurinn Brynjar Þór Björnsson mun leika í bandaríska háskólaboltanum næstu fjögur árin en hann hefur þegið skólastyrk frá High Point-háskólanum í Norður-Karólínuríki.

NBA: Ótrúlegur sigur Atlanta

Það var nóg um að vera í NBA-deildinni í nótt. Atlanta vann Boston og jafnaði rimmunna í 3-3 en Utah og Cleveland komust áfram í aðra umferð.

Tvíhöfði í beinni í NBA í nótt

Körfuboltaáhugamenn fá nóg fyrir sinn snúð í kvöld þegar hægt verður að sjá tvo leiki í úrslitakeppninni í beinni útsendingu í sjónvarpi. Sjötta viðureign Atlanta og Boston verður sýnd beint á miðnætti á Stöð 2 Sport og strax þar á eftir verður bein útsending frá sjötta leik Utah og Houston á NBA TV. Leikurinn hefst um kl. 02:30.

Durant nýliði ársins

Kevin Durant, leikmaður Seattle, var kjörinn nýliði ársins í NBA-deildinni í körfubolta. Al Horford hjá Atlanta varð í öðru sæti.

Sjá næstu 50 fréttir