Fleiri fréttir

Framundan á NBA TV

Klukkan 23:00 í kvöld verður NBA TV rásin á Fjölvarpinu með beina útsendingu frá leik Toronto Raptors og Chicago Bulls á æfingatímabilinu í NBA deildinni. Chicago hefur unnið tvo af þremur leikjum sínum á undirbúningstímabilinu til þessa en Toronto hefur unnið tvo af sínum fjórum.

Keflavík lagði Snæfell í æsilegum leik

Iceland Express deild karla hefur farið mjög vel af stað og á því varð engin breyting í kvöld þegar Keflvíkingar unnu sigur á Snæfelli 113-109 eftir æsilegan og framlengdan leik í Stykkishólmi.

Fjölnir lagði Stjörnuna

Fjölnir vann sinn fyrsta leik í í Iceland Express deild karla í körfubolta í kvöld með því að skella nýliðum Stjörnunnar 85-75 á heimavelli sínum í Grafarvogi.

Stjarnan leiðir í hálfleik

Nú er kominn hálfleikur í viðureign Fjölnis og Stjörnunnar í Iceland Express deild karla í körfubolta. Stjarnan hefur verið með frumkvæðið lengst af í Grafarvogi og hefur yfir í hálfleik 46-39 eftir að hafa leitt 23-20 eftir fyrsta leikhlutann.

Stórleikur í Hólminum í kvöld

Annari umferð Iceland Express deildar karla í körfubolta lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Fjölnir tekur á móti Stjörnunni í Grafarvogi og Keflvíkingar eiga fyrir höndum erfiða ferð í Stykkishólm þar sem liðið mætir Snæfelli.

Grindavík lagði KR í frábærum leik

Grindvíkingar unnu í kvöld góðan sigur á KR í fjörugum og æsispennandi leik í Grindavík þar sem úrslitin réðust ekki fyrr en í blálokin. Fylgst var með gangi mála hér á Vísi í kvöld.

Fékk svarið sem ég beið eftir

Þjálfarar Grindavíkur og KR voru miskátir með sína menn í kvöld eins og gefur að skilja. Friðrik Ragnarsson sagði sína menn í Grindavík hafa svarað tapinu ljóta gegn Keflavík á fullkominn hátt, en Benedikt Guðmundsson var hundóánægður með varnarleik sinna manna.

Vísir verður í Grindavík

Fjórir leikir fara fram í Iceland Express-deild karla í kvöld og mun Vísir fylgjast sérstaklega með gangi mála í leik Grindavíkur og KR.

Indiana - Memphis í beinni í kvöld

Æfingatímabilið í NBA deildinni stendur nú sem hæst og í kvöld klukkan 23 verður bein útsending frá leik Indiana og Memphis á NBA TV rásinni á Fjölvarpinu.

Haukar lögðu Hamar

Einn leikur fór fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta í kvöld. Íslandsmeistarar Hauka gerðu góða fer í Hveragerði og lögðu Hamar 85-76 eftir að hafa verið einu stigi undir í hálfleik 42-41. Haukar hafa unnið báða leiki sína í deildinni til þessa en Hamarsstúlkur eru án sigurs.

Naumur sigur hjá meisturunum

Íslandsmeistarar Hauka unnu nauman sigur á nýliðum KR 74-71 í kvöld þegar þrír leikir fóru fram í Iceland Express deild kvenna í körfubolta. Keflvíkingar burstuðu Fjölni 88-51 og Grindavík vann auðveldan sigur á Hamri 94-65.

LeBron James meiddist á öxl

Sex leikir voru á dagskrá á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni í nótt. LeBron James þurfti að fara af velli meiddur á öxl þegar lið hans Cleveland tapaði fyrir Seattle.

Stjarnan vann Skallagrím

Stjörnumenn komu á óvart í kvöld með góðum sigri á Skallagrími í Iceland Express deild karla.

Toronto tapaði fyrir Real Madrid

Átta æfingaleikir fóru fram í NBA deildinni í nótt og þar af voru þrír þeirra gegn liðum utan deildarinnar. Toronto tapaði naumlega fyrir spænska liðinu Real Madrid 104-103.

Njarðvík vann Snæfell örugglega

Njarðvík vann í kvöld öruggan þrettán stiga sigur á Snæfelli í fyrsta stórslag vetrarins í Iceland Express-deild karla í körfubolta.

Friðrik spilar með Njarðvík í kvöld

Miðherjinn Friðrik Stefánsson verður með Njarðvíkingum í kvöld þegar liðið tekur á móti Snæfelli í fyrstu umferð Iceland Express deild karla í körfubolta.

Tilbúinn að skoða tilboð í Kobe Bryant

Jerry Buss, eigandi Los Angeles Lakers, segir að allt sé enn opið í sambandi við að skipta hinum ósátta Kobe Bryant í burtu frá félaginu. Bryant sagðist í sumar vilja fara frá Lakers en ekkert varð úr því.

Skrítið að sjá Kevin Garnett í grænu

Það var mikið um dýrðir í London í gærkvöldi þar sem Boston Celtics og Minnesota Timberwolves leiddu saman hesta sína í æfingaleik á undirbúningstímabilinu í NBA deildinni. Lewis Hamilton og Didier Drogba voru á meðal áhorfenda, sem skemmtu sér vel.

Houston semur við Knicks

Stórskyttan Allan Houston hefur gert samkomulag við forráðamenn New York Knicks um að leika með liðinu í vetur. Houston hefur ekki leikið í NBA í tvö ár og ekki heilt tímabil í fjögur ár vegna meiðsla sem knúðu hann til að leggja skóna á hilluna. Hann segist í toppformi nú og sagðist vilja klára ferilinn með sæmd frekar en að láta meiðsli neyða sig til þess.

Óvíst um þáttöku Friðriks

Fyrirliðinn Friðrik Stefánsson hefur enn ekki tekið endanlega ákvörðun um hvort hann muni leika með körfuknattleiksliði Njarðvíkur í vetur. Hann fór í hjartaþræðingu á dögunum og þjáist af hjartameini sem kallast gáttaflökt.

Durant náði sér ekki á strik

Nýliðinn Kevin Durant hjá Seattle Supersonics náði sér ekki á strik í nótt þegar lið hans tapaði fyrir Sacramento 104-98 í æfingaleik. Alls fóru fram átta æfingaleikir í nótt, þar af einn á Malaga á Spáni.

Beinar útsendingar frá NBA hefjast í nótt

NBA TV sjónvarpsstöðin á Fjölvarpinu byrjar í nótt beinar útsendingar frá æfingatímabilinu í NBA deildinni, en deildarkeppnin sjálf hefst í lok þessa mánaðar. Í nótt verður leikur Sacramento og Seattle sýndur beint klukkan 2 eftir miðnætti.

Verða að ryðja okkur úr vegi til að ná í dolluna

Það er alltaf pressa á menn að standa sig, alveg sama hjá hvaða liði þeir eru í þessari deild og þegar maður er hjá stórveldi eins og KR er alltaf pressa á að ná árangri," sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Íslandsmeistara KR í samtali við Vísi þegar spáin lá fyrir.

KR spáð titlinum

Íslandsmeistarar KR munu verja titil sinn í karlaflokki ef marka má spá þjálfara, fyrirliða og forráðamanna liðanna sem birt var á kynningarfundi fyrir Icelan Express deildina í dag. Deildin hefst á fimmtudaginn.

Lewis fór af velli með krampa í fyrsta leik

Undirbúningstímabilið í NBA hófst á fullu í Bandaríkjunum í nótt þegar þrír leikir voru á dagskrá. Nokkrir leikir verða á dagskránni í kvöld og þar af verður fyrsta beina útsending NBA TV sjónvarpsstöðvarinnar frá leik Sacramento og Seattle klukkan 2 í nótt.

Stern útilokar ekki NBA í Evrópu

David Stern, forseti og alráður NBA deildarinnar í körfubolta, útilokar ekki að deildin muni einn daginn teygja anga sína alla leið til Evrópu.

Handalögmál á verðlaunaafhendingu

Til handalögmála kom milli tveggja landsliðskvenna í körfubolta eftir úrslitaleik Keflavíkur og Hauka í Meistarakeppninni í gær. Keflavík vann öruggan sigur í leiknum en nokkur hiti var í leikmönnum eftir að flautað var.

Bowen framlengir við Spurs

Varnarjaxlinn Bruce Bowen hefur framlengt samning sinn við NBA meistara San Antonio Spurs og verður því væntanlega hjá félaginu þangað til hann leggur skóna á hilluna. Bowen var valinn í varnarúrval NBA fjórða árið í röð í vor.

Toronto framlengir við Bargnani

Ítalski framherjinn Andrea Bargnani, sem valinn var fyrstur í nýliðavalinu í NBA í fyrra, verður samningsbundinn liði Toronto Raptors í NBA út leiktíðina 2009. Liðið nýtti sér í dag réttinn til að framlengja samning hans í þrjú ár.

Del Piero heimsótti Boston menn í Róm

Knattspyrnukappinn Alessandro del Piero hjá Juventus lagði á sig 1400 km ferðalag til að hitta Kevin Garnett og félaga í liði Boston þegar þeir voru við æfingar í Róm á mánudaginn.

Jackson gerður að fyrirliða Warriors

Villingurinn Stephen Jackson hjá Golden State Warriors hefur nú verið gerður að fyrirliða liðsins ásamt þeim Baron Davis og Matt Barnes. Jackson mun missa af fyrstu sjö leikjum liðsins í deildarkeppninni sem hefst í lok þessa mánaðar þar sem hann verður í banni.

Jeff Green tekur við Hetti

Ný-sjálenski þjálfarinn hefur tekið við 1. deildarliði Hattar. Green er afar umdeildur í heimalandi sínu en segist stefna á Íslandsmeistaratitilinn með Hetti.

Sjá næstu 50 fréttir