Fleiri fréttir

Ísland tapaði í Finnlandi

Íslenska karlalandsliðið í körfubolta tapaði í dag fyrir Finnum í B-deild Evrópukeppni landsliða 85-66 en leikurinn fór fram í Finnlandi. Íslenska liðið átti ágæta spretti í leiknum en það dugði þó ekki til gegn sterku liði Finna.

Viljum hafa sem flesta KR-inga úti

Benedikt Guðmundsson, þjálfari KR hefur ekki áhyggjur af því þótt önnur félög á Íslandi séu að bera víkjurnar í Jakob Örn Sigurðarson og Helga Már Magnússon. Ef að þeir verða heima þá spila þeir með KR.

Joanna Skiba til Grindavíkur

Körfubolti Kvennalið Grindavíkur hefur samið við Joanna Skiba, bandarískan bakvörð af pólskum ættum sem hefur evrópskt vegabréf.

NBA dómari gæti átt yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm

Tim Donaghy, fyrrverandi dómari í NBA deildinni hefur játað sig sekan um að hjálpa tveimur félögum sínum að veðja á leiki sem hann dæmdi sjálfur. Donaghy veitti þeim trúnaðarupplýsingar eins og um líkamlegt ástand sérstakra leikmanna og hvaða dómarar myndu dæma hvaða leiki. Donaghy getur átt allt að 25 ára fangelsi yfir höfði sér, en búist er við vægari dómi vegna samstarfs hans við saksóknara í málinu. Donaghy hefur verið leystur úr haldi gegn tæplega 17 milljóna króna tryggingargjaldi.

Landsliðshópur kvenna valinn

Guðjón Skúlason, landsliðsþjálfari kvenna, hefur valið 14 leikmenn sem munu taka þátt í þremur leikjum í Evrópukeppni landsliða í september. Þetta er seinni hluti keppnarinnar sem liðið tók þátt í síðastliðið haust. Fyrsti leikurinn mun fara fram á Ásvöllum þann 1. september gegn Hollandi, en hollensku stelpurnar eru efstar í riðlinum. Í kjölfarið fylgja útileikir gegn Noregi (8. sept) og gegn Írlandi (15. sept).

Cavs vilja Allan Houston

Cleveland Cavs eru nú á höttunum eftir skotbakverðinum Allan Houston sem gerði garðinn frægan á árum áður með New York Knicks. Houston var neyddur til að leggja skóna á hilluna fyrir tveimur árum vegna hnémeiðsla. Hann er nú búinn að jafna sig á meiðslunum og segist ólmur í að komast aftur í NBA deildina.

Benedikt bjartsýnn á komandi tímabil

Benedikt Guðmundsson þjálfari Íslandsmeistara KR í körfubolta, segir í samtali við Vísi.is að hann sé bjartsýnn á komandi leiktímabil. Benedikt segir undirbúningstímabilið vera komið á fullt og að liðin séu að undirbúa sig fyrir komandi átök. KR-ingar hafa fengið til sín nýja útlendinga sem að lofa góðu.

Landsliðshópurinn klár fyrir komandi leikjahrinu í körfunni

Sigurður Ingimundarson, landsliðsþjálfari Íslands í körfubolta, hefur valið þá 14 leikmenn sem verða í hópnum í leikjahrinu sem er framundan hjá liðinu. Liðið spilar fjóra leiki á næstu vikum, meðal annars við lið Georgíu en Zaza Pacchulia, leikmaður Atlanta Hawks, verður þar fremstur í flokki.

Spilar með KR í vetur ef ekkert breytist

Helgi Már Magnússon, landsliðsmaður í körfubolta, gæti vel hugsað sér að spila með Íslandsmeisturum KR á næsta tímabili ef hann fær ekki freistandi tilboð erlendis frá.

Kevin Garnett til Boston Celtics

NBA stjörnuleikmaðurinn Kevin Garnett, hefur verið seldur til Boston Celtics, en þetta var tilkynnt á blaðamannafundi í gær. Garnett hefur leikið með Minnesota Timberwolves síðastliðin 12 tímabil og var meðal annars kjörinn besti leikmaður deildarinnar árið 2004.

Sjá næstu 50 fréttir