Fleiri fréttir

Martha Hermannsdóttir: Við erum ekki að spila undir neinni pressu

„Þetta var frábært, mér finnst svona KA/Þór liðið vera komið aftur. Við tókum góðan fund eftir síðasta leik þar sem við höfum ekki verið sjálfum okkur líkar, vantaði einhvern veginn gleði og að finna aftur að við erum ekki að spila undir neinni pressu,“ sagði Martha Hermannsdóttir fyrirliði KA/Þórs eftir góðan sigur á móti Haukum í KA heimilinu í kvöld.

Elín Jóna fann sig ekki í stóru tapi

Elín Jóna Þorsteinsdóttir og stöllur hennar í danska liðinu Ringkøbing máttu þola stórt tap er liðið heimsótti Ajax frá Kaupmannahöfn í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta. Lokatölur 30-21, Ajax í vil.

„Betri heima en á parketinu í Safamýri“

„Á meðan hún stendur sig á parketinu eins og hún gerði í síðasta leik að þá er þetta þess virði. Þú þarft að vinna svolítið fyrir því að fá þessar pásur frá krakkanum,“ grínast Þorgrímur Smári Ólafsson sem er heimavinnandi húsfaðir á meðan að Karen Knútsdóttir blómstrar á toppi Olís-deildarinnar.

Ómar hélt sigur­göngu Mag­deburg gangandi | Leikur Melsun­gen flautaður af

Fjórir leikir í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta fóru fram fyrr í dag og það voru Íslendingar í eldlínunni í þeim öllum. Magdeburg hefur nú unnið alla níu leiki sína, en leikur Hamburg og Melsungen var flautaður af um miðjan fyrri hálfleik eftir að stuðningsmaður slasaðist í stúkunni.

Janus og Sigvaldi kynntir hjá Kolstad

Kolstad tilkynnti í dag um sex leikmenn sem munu ganga til liðs við félagið á næstu tveim árum. Meðal þeirra eru íslensku landsliðsmennirnir Janus Daði Smárason og Sigvaldi Björn Guðjónsson.

Teitur skoraði þrjú í jafntefli

Teitur Örn Einarsson og félagar hans í Flensburg gerðu 30-30 jafntefli er liðið heimsótti Göppingen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Sigrar hjá Íslendingaliðunum

Bergischer vann stórsigur á Leipzig í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta og Íslendingalið Gummersbach er á toppi B-deildarinnar.

Teitur valinn í úrvalslið Meistaradeildarinnar

Selfyssingurinn Teitur Örn Einarsson var valinn í úrvalslið sjöttu umferðar Meistaradeldar Evrópu eftir frábæra frammistöðu sína í fyrsta Mistaradeildarsigri Flensburg síðastliðinn fimmtudag.

Aron og félagar snéru taflinu við í seinni hálfleik

Aron Pálmarsson og félagar hans í Álaborg unnu góðan endurkomusigur er liðið heimsótti Bjerringbro-Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag. Eftir að hafa verið fimm mörkum undir í hálfleik komu Aron og félagar til baka og unnu góðan eins marks sigur, 31-30.

Elín Jóna fór á kostum í Íslendingaslag

Elín Jóna Þorsteinsdóttir átti frábæran leik í marki Ringkøbing er liðið vann góðan átta marka sigur, 28-20, gegn Steinunni Hansdóttur og liðsfélögum hennar í Skanderborg í danska handboltanum í kvöld.

Leik Selfoss og Gróttu frestað vegna veirunnar

Kórónaveiran hefur sett strik í reikning Olís-deildar karla í handbolta eftir að smit greindist í herbúðum Selfyssinga. Leik liðsins gegn Gróttu sem átti að fara fram á morgun hefur verið frestað.

Stigalausir Mosfellingar stríddu toppliðinu

Stigalaust lið Aftureldingar tapaði gegn toppliði Fram í Olís-deild kvenna í kvöld er liðin mættust í Mosfellsbæ. Lokatölur 29-25, en það tók Framara rúmar 50 mínútur að hrista Mosfellinga af sér.

Ýmir hafði betur í Íslendingaslag

Ýmir Örn Gíslason og félagar hans í Rhein-Neckar Löwen unnu öruggan 11 marka sigur, 34-23, er liðið tók á móti Daníel Þór Ingasyni og félögum hans í HBW Balingen-Weilstetten í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. 

Öruggur Meistaradeildarsigur Orra Freys og félaga

Orri Freyr Þorkelsson og félagar hans í norska liðinu Elverum fóru til Hvíta-Rússlands þar sem þeir heimsóttu Meshkov Brest í sjöttu umferð Meistaradeildarinnar í handbolta. Orri Freyr og félagar náðu yfirhöndinni snemma og unnu að lokum góðan þriggja marka sigur, 30-27.

Sjá næstu 50 fréttir