Haukur Þrastar: Yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2021 10:01 Haukur Þrastarson er kominn af stað að nýju eftir erfitt ár. Vísir/Vilhelm Handboltamaðurinn Haukur Þrastarson er kominn til Íslands til að taka þátt í æfingum íslenska handboltalandsliðsins sem er að byrja undirbúning sinn fyrir Evrópumótið í janúar. Haukar átti að vera kominn í risastórt hlutverk með íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti en örlögin tóku í taumana. Haukur missti af heimsmeistaramótinu í byrjun ársins eftir að hafa slitið krossband í byrjun fyrsta tímabils síns sem atvinnumaður hjá pólska liðinu Vive Kielce. Haukur er nú kominn aftur af stað og hitti Henry Birgi Gunnarsson fyrir æfingu landsliðsins í gær. „Það er yndislegt að vera kominn aftur af stað. Maður var búinn að bíða ansi lengi og orðinn óþolinmóður. Það var yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn. Það er búið að vera erfitt að vera svona lengi frá og reynir mikið á. Þetta er því bara frábært,“ sagði Haukur Þrastarson. Klippa: Haukur: Vonandi betri tímar framundan „Ég get alveg viðurkennt það að þetta reyndi mikið á og þá sérstaklega á hausinn. Ég er þarna kominn á nýjan stað og þetta gerist fljótlega eftir að ég kem út. Ég myndi segja að ég hafi náð að sinna þessu vel og þetta gekk vel. Ég fékk að vera á Íslandi í góðum höndum sem var mikilvægt. Með fjölskylduna með mér og það var því gott að komast heim,“ sagði Haukur. „Ég fékk góðan tíma heima í endurhæfingunni. Ég hef samt verið lengi að komast í gang á þessu tímabili en það er frábært að komast aftur á völlinn,“ sagði Haukur. „Ég get ekki sagt það að ég sé hundrað prósent. Frá því að við byrjuðum í sumar þá hefur þetta verið svolítið „on off“ og alls ekki hundrað prósent. Ég er því ekki enn orðinn það en ég finn að þetta hefur verið að koma síðustu vikur og tilfinningin er orðin betri. Ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Haukur. „Ég fer mjög varlega sérstaklega af því að þetta var svo langur tími í burtu. Það er bara eðlilegt. Það eru alls konar hlutir sem fylgja þessu. Þú ferð ekki bara beint inn á völlinn og allt er búið. Það tekur tíma að komast í gang og fá tilfinninguna aftur,“ sagði Haukur. „Það eru vonandi betri tímar framundan. Þetta er búið að vera aðeins annað en maður gerði ráð fyrir og var búinn að sjá fyrir sér. Það er bara upp á við eftir það og maður lærir af þessu,“ sagði Haukur. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan. EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira
Haukar átti að vera kominn í risastórt hlutverk með íslenska landsliðinu á síðasta stórmóti en örlögin tóku í taumana. Haukur missti af heimsmeistaramótinu í byrjun ársins eftir að hafa slitið krossband í byrjun fyrsta tímabils síns sem atvinnumaður hjá pólska liðinu Vive Kielce. Haukur er nú kominn aftur af stað og hitti Henry Birgi Gunnarsson fyrir æfingu landsliðsins í gær. „Það er yndislegt að vera kominn aftur af stað. Maður var búinn að bíða ansi lengi og orðinn óþolinmóður. Það var yndisleg tilfinning að komast aftur inn á völlinn. Það er búið að vera erfitt að vera svona lengi frá og reynir mikið á. Þetta er því bara frábært,“ sagði Haukur Þrastarson. Klippa: Haukur: Vonandi betri tímar framundan „Ég get alveg viðurkennt það að þetta reyndi mikið á og þá sérstaklega á hausinn. Ég er þarna kominn á nýjan stað og þetta gerist fljótlega eftir að ég kem út. Ég myndi segja að ég hafi náð að sinna þessu vel og þetta gekk vel. Ég fékk að vera á Íslandi í góðum höndum sem var mikilvægt. Með fjölskylduna með mér og það var því gott að komast heim,“ sagði Haukur. „Ég fékk góðan tíma heima í endurhæfingunni. Ég hef samt verið lengi að komast í gang á þessu tímabili en það er frábært að komast aftur á völlinn,“ sagði Haukur. „Ég get ekki sagt það að ég sé hundrað prósent. Frá því að við byrjuðum í sumar þá hefur þetta verið svolítið „on off“ og alls ekki hundrað prósent. Ég er því ekki enn orðinn það en ég finn að þetta hefur verið að koma síðustu vikur og tilfinningin er orðin betri. Ég er bara bjartsýnn á framhaldið,“ sagði Haukur. „Ég fer mjög varlega sérstaklega af því að þetta var svo langur tími í burtu. Það er bara eðlilegt. Það eru alls konar hlutir sem fylgja þessu. Þú ferð ekki bara beint inn á völlinn og allt er búið. Það tekur tíma að komast í gang og fá tilfinninguna aftur,“ sagði Haukur. „Það eru vonandi betri tímar framundan. Þetta er búið að vera aðeins annað en maður gerði ráð fyrir og var búinn að sjá fyrir sér. Það er bara upp á við eftir það og maður lærir af þessu,“ sagði Haukur. Það má sjá allt viðtalið hér fyrir ofan.
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Skylda að klippa vel neglur í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Sjá meira