Fleiri fréttir

Rúnar áfram í Þýskalandi

Rúnar Sigtryggsson mun stýra Þýska 2. deildarliðinu Aue áfram eftir áramót. Rúnar tók við þýska handknattleiksfélaginu tímabundið vegna veikinda þjálfara liðsins fyrr í þessum mánuði en nú hefur verið staðfest að hann verði áfram við stjórnvölin. Allavega fram í febrúar.

Aron þurfti að sætta sig við silfur

Aron Pálmarsson og samherjar hans í Barcelona töpuðu í kvöld úrslitaleiknum í Meistaradeild Evrópu í handbolta, 33-28, er Kiel hafði betur gegn Börsungum.

PSG tók bronsið

PSG náði bronsinu í Meistaradeild Evrópu í handbolta tímabilið 2019/2020 eftir fimm marka sigur á Veszprém, 31-26, í leiknum um þriðja sætið.

Sjáðu áramótabombur Arons gegn PSG

Aron Pálmarsson átti stórleik þegar Barcelona tryggði sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu með sigri á Paris Saint-Germain, 37-32, í Köln í gær.

Ekberg skaut Kiel í úr­slitin eftir fram­lengingu

Kiel er komið í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir framlengdan undanúrslitaleik gegn Telekom Veszprém í Köln í kvöld. Lokatölur urðu 36-35, þýska liðinu í vil, eftir að staðan var 29-29 eftir venjulegan leiktíma.

Aron verður með Barcelona í dag

Aron Pálmarsson er í leikmannahópi Barcelona sem mætir Paris Saint-Germain í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í Köln í dag.

Selfoss eina liðið sem kom til greina á Íslandi

Handboltamaðurinn Ragnar Jóhannsson segir að það hafi ekkert endilega verið á stefnuskránni að koma heim en fyrst það hafi gerst hafi ekkert annað íslenskt lið en Selfoss komið til greina.

Ragnar heim á Selfoss

Ragnar Jóhannsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Selfoss. Hann kemur til Íslandsmeistaranna frá þýska úrvalsdeildarliðinu Bergischer.

Aron gæti misst af HM í hand­bolta

Aron Pálmarsson er meiddur á hné og næstu dagar munu skera úr um það hvort hann verði leikfær fyrir leikina gegn Portúgal sem og þegar HM í handbolta fer fram í Egyptalandi.

Ómar Ingi frá­bær í sigri Mag­deburg

Ómar Ingi Magnússon átti frábæran leik í átta marka sigri Magdeburg á Hannover-Burgdorf í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag, lokatölur 33-25.

Ólafur Andrés sá þriðji besti í Sví­þjóð

Landsliðsmaðurinn Ólafur Andrés Guðmundsson var þriðji í kosningu yfir besta leikmann sænsku úrvalsdeildarinnar í handbolta. Aftonbladet stóð fyrir kosningu og birti í dag lista yfir bestu leikmenn deildarinnar.

Viktor Gísli og fé­lagar enn á toppnum

GOG heldur toppsæti dönsku úrvalsdeildarinnar í handbolta eftir nauman tveggja marka sigur á Ringsted, 33-31. Á sama tíma vann Álaborg öruggan sex marka sigur á Sveini Jóhannssyni og félögum í SönderjyskE.

Steinunn og Aron handboltafólk ársins 2020

Stjórn Handknattleikssambands Íslands hefur valið Steinunni Björnsdóttur og Aron Pálmarsson handknattleiksfólk ársins 2020. Þetta er í fimmta sinn sem Aron hlýtur þessa nafnbót en í fyrsta sinn sem Steinunn fær hana.

Þórir Evrópu­meistari með Noreg

Noregur er Evrópumeistari í handbolta eftir 22-20 sigur á Frakklandi í úrslitaleiknum í Herning í kvöld. Þetta er sjöunda gull Þóris Hergeirssonar með norska liðið.

Viggó markahæstur í tapi gegn Kiel

Viggó Kristjánsson, Elvar Ásgeirsson og félagar í Stuttgart áttu ekki roð í topplið Kiel í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.