Allt annað en sáttur með dómarana: Eins og að spila á Balkanskaganum fyrir tuttugu árum Anton Ingi Leifsson skrifar 21. desember 2020 13:31 Jesper Jensen byrjar vel sem þjálfari danska landsliðsins. Jan Christensen/Getty Jesper Jensen, þjálfari danska kvennalandsliðsins í handbolta, var ekki hrifinn af dómgæslunni er Króatía vann sigur á Danmörku, 25-19, í leiknum um þriðja sætið á EM. Danska liðið hafði hrifið marga á heimavelli en liðið tapaði fyrir Evrópumeisturunum í Noregi í undanúrslitunum á föstudagskvöldið. Í gær tapaði liðið svo leiknum um bronsið og þar var dómgæslan ekki merkileg að mati Jesper. „Þetta var fáránlegt. Ótrúlegt,“ voru fyrstu viðbrögð Jesper þegar hann var spurður út í frammistöðu dómarana í leikslok. „Þetta var eins og að spila á Balkanskaganum fyrir tuttugu árum þegar maður vissi að það yrði svindlað á manni áður en leikurinn byrjaði.“ „Við höfðum talað um gæðin á dómgæslunni væri ekki mikil en mér fannst þetta allt falla með Króötunum í dag. Hefðum við spilað okkar besta leik hefði það væntanlega dugað en fyrir tuttugu árum hefði maður ekki átt möguleika. Við fengum þennan möguleika í dag.“ Dómarateymi leiksins í gær kom frá Svartfjallalandi en þær Jelena Mitrovic og Andjelina Kazanegra dæmdu leikinn. Jesper bætti þó við að það hafi ekki verið vegna dómaranna sem danska liðið tapaði. Danir skoruðu einungis tvö mörk síðustu tuttugu mínútur leiksins en staðan var jöfn 18-18 er tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þetta var fyrsta stórmót Jespers með danska liðið eftir að hafa tekið við liðinu fyrr á árinu. Jesper Jensen er stolt trods sammenbrud i semifinale - https://t.co/YJN1V5pW46 pic.twitter.com/J8qrX3yOll— HBOLD.dk (@HBOLDdk) December 20, 2020 EM 2020 í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira
Danska liðið hafði hrifið marga á heimavelli en liðið tapaði fyrir Evrópumeisturunum í Noregi í undanúrslitunum á föstudagskvöldið. Í gær tapaði liðið svo leiknum um bronsið og þar var dómgæslan ekki merkileg að mati Jesper. „Þetta var fáránlegt. Ótrúlegt,“ voru fyrstu viðbrögð Jesper þegar hann var spurður út í frammistöðu dómarana í leikslok. „Þetta var eins og að spila á Balkanskaganum fyrir tuttugu árum þegar maður vissi að það yrði svindlað á manni áður en leikurinn byrjaði.“ „Við höfðum talað um gæðin á dómgæslunni væri ekki mikil en mér fannst þetta allt falla með Króötunum í dag. Hefðum við spilað okkar besta leik hefði það væntanlega dugað en fyrir tuttugu árum hefði maður ekki átt möguleika. Við fengum þennan möguleika í dag.“ Dómarateymi leiksins í gær kom frá Svartfjallalandi en þær Jelena Mitrovic og Andjelina Kazanegra dæmdu leikinn. Jesper bætti þó við að það hafi ekki verið vegna dómaranna sem danska liðið tapaði. Danir skoruðu einungis tvö mörk síðustu tuttugu mínútur leiksins en staðan var jöfn 18-18 er tuttugu mínútur voru til leiksloka. Þetta var fyrsta stórmót Jespers með danska liðið eftir að hafa tekið við liðinu fyrr á árinu. Jesper Jensen er stolt trods sammenbrud i semifinale - https://t.co/YJN1V5pW46 pic.twitter.com/J8qrX3yOll— HBOLD.dk (@HBOLDdk) December 20, 2020
EM 2020 í handbolta Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Svona meiddist Elvar Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti „Mér líður bara ömurlega“ Handbolti „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti Fleiri fréttir Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Svona meiddist Elvar „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ Sjá meira