Fleiri fréttir

Úrslitin ráðast á heimavelli Dags

Handknattleikssamband Evrópu hefur tilkynnt að úrslitahelgin í EHF-bikarkeppninni, svokallað Final Four, fer fram í Berlín í Þýskalandi þetta tímabilið.

Hættur að svekkja sig á landsliðsvalinu

Bjarki Már Elísson komst aldrei þessu vant ekki á blað með Eisenach um helgina. Nýliðarnir eru í basli á botninum en Bjarki segir liðið á góðu róli.

Aron í banastuði | Góður dagur Íslendingaliði

Kiel, Flensburg og PSG unnu öll góða sigra í Meistaradeildinni í handbolta í dag. Aron Pálmarsson fór á kostum þegar Kiel skellti Orlen Wisla Plock 34-25 á heimavelli og skoraði 9 mörk fyrir lærisveina Alfreðs Gíslasonar.

Mikilvægur sigur hjá Ljónunum hans Guðmundar

Rhein-Neckar Löwen vann mikilvægan sigur á Melsungen í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag 30-27 í sannkölluðum fjögurra stiga leik. Guðmundur Guðmundsson þjálfar Löwen en Alexander Petersson skoraði 3 mörk í leiknum.

Gunnar Steinn og Snorri Steinn markahæstir

Landsliðsmaðurinn Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sjö mörk fyrir GOG Håndbold í 31-25 sigri á Skive í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Ekkert íslenskt mark í stóru tapi

Hvorki Bjarki Már Elísson né Hannes Jón Jónsson komust á blað þegar Eisenach steinlá gegn Magdeburg í þýska handboltanum í dag.

Töpuðu en komust áfram

Ólafur Guðmundsson skoraði fjögur mörk fyrir IFK Kristianstad sem beið lægri hlut 27-23 í síðari leik sínum gegn rúmenska liðinu Stiinta Municipal Dedeman Bacau í EHF-bikarnum í handbolta í dag.

„Frussaði næstum pulsunni“

ÍR-ingar vígðu nýjan varamannabekk í sigrinum gegn HK á fimmtudag. Aðeins annar bekkurinn af tveimur var tilbúinn fyrir leikinn og hugðust Breiðhyltingar færa bekkinn í hálfleik. Það fór öfugt ofan í eftirlitsdómara leiksins.

Ágúst: Voru frábærar í 40 mínútur

Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðsþjálfari kvenna í handbolta, var ánægður með margt sem hann sá í naumum eins marks sigri á Svisslendingum í kvöld.

Stella má ekkert æfa í viku

Stella Sigurðardóttir gat ekki spilað með Íslandi gegn Sviss í kvöld vegna meiðsla sem hún hlaut á auga í leik liðanna í gær.

Vísa ummælum Norðanmanna á bug

Forráðamenn kvennaliðs HK í handbolta furða sig á ummælum formanns handknattleiksdeildar KA/Þórs vegna frestunar á viðureignum liðanna í mánuðinum.

„Skítlegt af HK og HSÍ“

Forráðamenn KA/Þórs í Olísdeild kvenna í handbolta eru afar ósáttir við vinnubrögð Handknattleikssambands Íslands og HK. Segja þeir landsbyggðarliðin og liðin á höfuðborgarsvæðinu ekki sitja við sama borð.

Stelpurnar töpuðu fyrir Sviss

Fyrsti æfingaleikur íslenska kvennalandsliðsins af þremur gegn Sviss fór fram í Hertz-höllinni á Seltjarnarnesi í kvöld. Þar höfðu Svisslendingar betur, 20-17.

Flensburg aftur á toppinn

Flensburg endurheimti toppsæti þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld en Kiel er þó enn skammt undan. Rúnar Kárason heldur áfram að gera það gott með sínu nýja liði.

Klína í vinkilinn

Jonas Nielsen skoraði stórbrotið mark fyrir IK Skovbakken í c-deild danska handboltans á dögunum.

Drátturinn í bikarkeppni HSÍ

Nú í hádeginu var dregið í sextán liða úrslit í bikarkeppni HSÍ - Coca Cola-bikarnum. Aðeins ein úrvalsdeildarviðureign verður í þessari umferð.

Dagur á toppinn í Þýskalandi

Füchse Berlin skellti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með öruggum sigri á Bergischer, 36-25.

Mikilvægur sigur hjá Erlingi

Erlingur Richardson og lærisveinar hans í austurríska félaginu Westwien unnu í dag nauman en mikilvægan sigur á Fivers Margareten í kvöld, 30-28.

Þjálfarar Kára reknir

Kári Kristjánsson og félagar í danska handboltaliðinu Bjerringbro-Silkeborg eru þjálfaralausir eftir að félagið rak í dag þjálfarann Claus Uhrenholt og aðstoðarmann hans Bo Tolstrup.

Kolding vann Kielce aftur

Aðeins viku eftir að danska liðið Kolding vann Póllandsmeistara Kielce í Danmörku í B-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta vann Kolding viðureign liðanna í Póllandi í dag 26-25 í hörkuleik.

Drengir Dags í toppformi

Strákarnir hans Dags Sigurðssonar í Füchse Berlin komust upp að hlið Kiel í dag er liðið vann fínan heimasigur, 27-23, á Wetzlar í þýska handboltanum í dag.

Flensburg á toppinn eftir sigur á Kiel

Flensburg gerði sér lítið fyrir í dag og pakkaði Þýskalandsmeisturum Kiel saman, 34-30. Yfirburðir Flensburg miklir og markvörður þeirra, Mattias Andersson, átti ótrúlegan leik.

Rúnar sló í gegn í fyrsta leik

Rúnar Kárason byrjaði feril sinn hjá Hannover-Burgdorf með látum í kvöld. Hann var þá valinn maður leiksins er liðið gerði 28-28 jafntefli við Kadetten Schaffhausen í EHF-bikarnum.

Olís-deild kvenna: Öruggt hjá ÍBV

ÍBV komst upp að hlið Fram í Olís-deild kvenna í dag er liðið vann öruggan heimasigur á KA/Þór sem er eftir sem áður í níunda sæti.

Umfjöllun og viðtöl: Haukar - ÍBV 30-24 | Haukar á toppinn

Haukar sigruðu ÍBV, 30-24, á heimavelli í Olís-deild karla í handbolta. Frábær vörn og hraðar sóknir skiluðu þessum punktum í hús. Eyjamenn áttu ágætis kafla í tvisvar í leiknum en það dugði ekki til gegn sterku Haukaliðið sem skellir sér á toppinn með sigrinum.

Sjá næstu 50 fréttir