Fleiri fréttir

Patrekur segir Íslendinga mega vera sátta með dráttinn á HM

Patrekur Jóhannesson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta, segir að íslenska landsliðið eigi góða möguleika á að berjast um sigur í riðlinum á Heimsmeistaramótinu í janúar á næsta ári. Dregið var í riðlana fjóra í morgun og er Ísland í riðli með Danmörku, Makedóníu, Rússlandi, Katar og Ástralíu.

Íslendingar með Dönum og Rússum í riðli á HM 2013

Íslendingar verða í B-riðli á heimsmeistaramótinu í handbolta karla sem fram fer á Spáni í janúar á næsta ári. Mótherjar Íslands í riðlakeppninni eru: Danmörk, Makedónía, Katar, Rússland og Síle. Sýnt verður frá mótinu á Stöð 2 sport.

Hvaða lið verða mótherjar Íslands á HM 2013? - Í beinni

Í dag verður dregið í riðla fyrir heimsmeistaramótið í handbolta karla sem fram fer á Spáni í janúar á næsta ári. Ísland er í þriðja styrkleikaflokk en athöfnin fer fram í Madríd. Alls verða 24 þjóðir sem taka þátt á HM 2013. Hægt er að fylgjast með drættinum í beinni útsendingu á Stöð 2 sport.

Guðmundur: Óli hefur ekki verið svona góður í tíu ár

Guðmundur Guðmundsson hrósar landsliðsfyrirliðanum Ólafi Stefánssyni í hástert. Ólafur er í ótrúlegu formi og skoraði tíu mörk í ellefu skotum gegn Túnis í gær. Hreiðar Levý Guðmundsson sneri þá töpuðum leik við með hreint út sagt magnaðri markvörslu á síðustu fimmtán mínútum leiksins.

Hreiðar Levý bjargaði strákunum okkar gegn Túnis

Strákarnir okkar höfnuðu í þriðja sæti á æfingamóti í Frakklandi. Þeir unnu bronsleikinn gegn Túnis, 31-27, en Túnis er einn af andstæðingum íslenska liðsins á ÓL í London. Hreiðar Levý Guðmundsson markvörður kom til bjargar er staðan var orðin mjög slæm.

U-20 ára liðið endaði í ellefta sæti

Íslenska U-20 ára landsliðið í handknattleik hafnaði í ellefta sæti á EM í Tyrklandi. Ísland lagði Pólland, 32-28, í lokaleik sínum í dag.

Strákarnir okkar töpuðu gegn Spánverjum

Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir Spáni, 30-26, á fjögurra þjóða æfingamóti í Frakklandi í kvöld. Spánverjar leiddu 14-12 í hálfleik og létu forskotið aldrei af hendi.

Jesper Nielsen hættur hjá AGK | Félagið komið í sölu

Jesper Nielsen, eigandi danska handknattleiksfélagsins AG Kaupmannahafnar, er hættur sem stjórnarformaður félagsins. Þá hefur hann auk fjölskyldu sinnar sett ráðandi eignarhlut sinn í félaginu í sölu. Ekstrabladet greinir frá þessu í dag.

Abalo semur við Paris | Átta nýir leikmenn komnir

Franski landsliðsmaðurinn Luc Abalo er búinn að skrifa undir fjögurra ára samning við hið nýríka franska félag Paris Handball. Hann er áttundi leikmaðurinn sem kemur til félagsins í sumar.

Serbneskur markvörður til Akureyrar

Akureyri, sem leikur í efstu deild karla í handbolta, hefur gengið frá samningi við sebneska markvörðinn Jovan Kukobat. Hann skrifaði undir tveggja ára samning en greint er frá tíðindunum á heimasíðu félagsins.

Loks sigur hjá 20 ára landsliði Íslands

Íslenska karlalandsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann í dag eins marks sigur 24-23 á Serbíu á Evrópumeistaramótinu í Tyrklandi.

Guðmundur: Mjög erfitt að velja hópinn

"Það var gríðarlega erfitt að velja hópinn og ekki síður erfitt að tjá þeim leikmönnum sem ekki fara með frá ákvörðun minni," sagði Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari í handknattleik, en hann tilkynnti í morgun hvaða 15 leikmenn hann tekur með sér á ÓL í London.

Dinart gengur í raðir Paris Handball

Félag þeirra Róberts Gunnarssonar og Ásgeirs Arnar Hallgrímssonar, Paris Handball, heldur áfram að styrkjast en nú hefur franska varnartröllið Didier Dinart ákveðið að semja við liðið.

Strákarnir töpuðu öllum leikjunum

Íslenska U-20 landsliðið í handbolta hefur lokið keppni á EM í Tyrklandi en strákarnir töpuðu öllum sínum leikjum í riðlakeppninni.

Onesta hefur valið franska landsliðshópinn

Claude Onesta, landsliðsþjálfari Frakklands, hefur valið þá fimmtán leikmenn sem fara á Ólympíuleikana í Lundúnum síðar í mánuðinum en Frakkar eru með Íslandi í riðli.

U20 ára strákarnir steinlágu gegn Svíum

Íslenska landsliðið í handknattleik skipað leikmönnum 20 ára og yngri tapaði með þrettán marka mun gegn Svíum í öðrum leik sínum á Evrópumótinu í handknattleik í Tyrklandi í dag, 36-23.

Ísland í þriðja styrkleikaflokki á HM

Íslenska handboltalandsliðið má eiga von á erfiðum riðli á HM á Spáni á næsta ári en strákarnir okkar verða í þriðja styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla.

Kiel og Atletico Madrid saman í riðli

Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta en liðin sem mættust í úrslitaleik keppninnar í vor eru nú saman í riðli.

Tap í fyrsta leik

Íslenska U-20 landsliðið í handbolta tapaði sínum fyrsta leik í úrslitakeppni EM sem nú fer fram í Tyrklandi. Strákarnir töpuðu fyrir Dönum með sex marka mun, 28-22.

Sjá næstu 50 fréttir