Handbolti

Fyrrum leikmenn Aftureldingar keppa á Ólympíuleikunum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Þeir Chris McDermott og Mark Hawkins voru í dag báðir valdir í breska handboltalandsliðið sem keppir á Ólympíuleikunum í Lundúnum sem hefjast síðar í mánuðinum.

McDermott og Hawkins léku báðir með Aftureldingu í N1-deild karla á síðasta tímabili en komu reyndar lítið við sögu. McDermott er línumaður og skoraði fjögur mörk í níu leikjum. Hawkins spilar í vinstra horninu og skoraði fjögur mörk í sjö leikjum.

Ísland mun mæta Bretlandi á leikunum en liðin eru saman í riðli ásamt Frakklandi, Svíþjóð, Argentínu og Túnis.

Fyrirliði Breta verður markvörðurinn Bob White en óhætt er að fullyrða að leikmenn breska liðsins séu ekki þeir þekktustu í handboltaheiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×