Handbolti

Strákarnir okkar töpuðu gegn Spánverjum

Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu.
Ólafur var markahæstur í íslenska liðinu.
Íslenska landsliðið í handknattleik tapaði fyrir Spáni, 30-26, á fjögurra þjóða æfingamóti í Frakklandi í kvöld. Spánverjar leiddu 14-12 í hálfleik og létu forskotið aldrei af hendi.

Ísland mun mæta Túnis í leik um þriðja sætið á mótinu en Frakkar unnu Túnis í kvöld, 31-24, og spila við Spánverja í úrslitunum.

Mörk Íslands: Ólafur Stefánsson 7, Snorri Steinn Guðjónsson 4, Arnór Atlason 3, Kári Kristján Kristjánsson 3, Alexander Petersson 3, Róbert Gunnarsson 3, Aron Pálmarsson 1, Ásgeir Örn Hallgrímsson 1, Vignir Svavarsson 1.

Íslenska liðið er á lokasprettinum á undirbúningi sínum fyrir ÓL í London. Fyrir leikana í Peking unnu strákarnir aðeins einn af fimm undirbúningsleikjum sínum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×