Handbolti

Kiel og Atletico Madrid saman í riðli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Kiel bar sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð.
Kiel bar sigur úr býtum í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images
Í dag var dregið í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í handbolta en liðin sem mættust í úrslitaleik keppninnar í vor eru nú saman í riðli.

Kiel, lið Alfreðs Gíslasonar, drógst í sterkan B-riðil ásamt Atletico Madrid frá Spáni. Kiel vann úrslitaleik liðanna í vor og kórónaði þannig frábært tímabil þar sem liðið vann nánast allt sem hægt var að vinna.

Aron Pálmarsson leikur með Kiel og þá mun Guðjón Valur Sigurðsson ganga til liðs við félagið nú í sumar.

Veszprem frá Ungverjalandi, Celje Laske frá Slóveníu og sænska liðið Sävehof eru einnig í riðlinum sem er gríðarlega sterkur.

AG Kaupmannahöfn frá Danmörku er í C-riðli ásamt Kielce frá Póllandi, liði Þóris Ólafssonar. Snorri Steinn Guðjónsson og Arnór Atlason leika með AGK sem og Ólafur Stefánsson en enn er óvíst með þátttöku hans á næsta tímabili.

Dagur Sigurðsson og lærisveinar hans í Füchse Berlin eru líka í erfiðum riðli, meðal annars með Barcelona, Croatia Zagreb og Pick Szeged.

Enn á eftir að spila í forkeppninni en þar er keppt í fjórum riðlum. Þá er einnig spilað um aukasæti í svokölluðum Wild Card-riðli.

A-riðill:

Montpellier, Frakklandi

Chehovski Medvedi, Rússlandi

SG Flensburg-Handewitt, Þýskalandi

Ademar Leon, Spáni

Sigurvegari Wild Card-riðilsins

Sigurvegari 1. riðils í undankeppninni

Gruppe B:

THW Kiel, Þýskalandi

MKB Veszprem, Ungverjalandi

Atletico Madrid, Spáni

IK Sävehof, Svíþjóð

Celje Pivovarna Lasko, Slóveníu

Sigurvegari 3. riðils í undankeppninni

Gruppe C:

FC Kopenhagen, Danmörku

RK Gorenje Velenje, Slóveníu

KS Vive Targi Kielce, Póllandi

Chambery HB, Frakklandi

St. Petersburg, Rússlandi

Sigurvegari 2. riðils í undankeppninni

Gruppe D:

FC Barcelona, Spáni

Croatia Osiguranje Zagreb, Króatíu

Kadetten Schaffhausen, Sviss

Füchse Berlin, Þýskalandi

Pick Szeged, Ungverjalandi

Sieger Qualifikationsturnier 4




Fleiri fréttir

Sjá meira


×