Fleiri fréttir

Stelpurnar okkar spila seint á kvöldin á HM í Brasilíu

Alþjóðahandboltasambandið er búið að gefa út leikjaplanið fyrir HM kvenna í Brasilíu sem fer fram í desember næstkomandi en íslensku stelpurnar eru nú með á heimsmeistaramóti fyrst íslenskra kvennalandsliðs.

Anton og Hlynur í úrtökuhópnum fyrir EM í Serbíu

Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson eru meðal sextán dómarapara sem munu taka þátt í námskeiði í Vínarborg um helgina sem er á vegum evrópska handboltasambandsins vegna komandi Evrópumóts í Serbíu í byrjun næsta árs.

Aron tryggði Kiel þýska Ofurbikarinn í kvöld

Alfreð Gíslason og lærisveinar hans í Kiel unnu þýska Ofurbikarinn í kvöld með því að vinna 24-23 sigur á HSV Hamburg í árlegum leik þýsku meistarana og þýsku bikarmeistarana. Þetta er í sjötta sinn sem Kiel vinnur Ofurbikarinn þar af í annað sinn undir stjórn Alfreðs.

Dzomba leggur skóna á hilluna

Handknattleiksmaðurinn, Mirza Dzomba, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna, en hann hefur verið einn allra besti hornamaður í heiminum undanfarinn ár.

Leikmennirnir vildu halda áfram

Stjarnan verður með í N1-deild kvenna í vetur þrátt fyrir yfirlýsingar um annað. Þetta var staðfest í gærmorgun eftir að skipt hafði verið um stjórn í handknattleiksdeild félagsins.

Valsstúlkur töpuðu fyrstu tveimur leikjum sínum í Tékklandi

Kvennalið Vals í handknattleik tapaði í dag með einu marki, 35-34, gegn heimaliðinu HC Zlin frá Tékklandi á æfingamóti ytra. Valskonur mæta danska liðinu Tvis Holstebro klukkan 17 í síðari leik dagsins. Með liðinu leika landsliðskonurnar Rut Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir.

Yfirlýsing frá Garðabæ

Bæjaryfirvöld í Garðabæ hafa sent frá sér yfirlýsingu vegna umræðu um fjárveitingar til handknattleiksdeildar Stjörnunnar í fjölmiðlum.

Ólafur frá vegna meiðsla

Ólafur Stefánsson, leikmaður íslenska landsliðsins og AG Kaupmannahafnar, er nú frá keppni vegna hnémeiðsla. Hann er staddur hér á landi og fer í speglun í dag.

Sigurður: Gerðu lítið úr starfi Stjörnunnar

Sigurður Bjarnason, varaformaður Stjörnunnar og núverandi formaður handknattleiksdeildar félagsins, harmar atburði síðustu daga og segir að þeir hafi ekki verið félaginu til framdráttar.

Stjarnan verður með þrátt fyrir allt

Aðalstjórn Stjörnunnar í Garðabæ hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fyrri yfirlýsing er dregin til baka og tilkynnt að kvennalið félagsins í handbolta verði með í N1-deild kvenna í vetur.

Baldur: Vöknuðu af værum blundi

Allt útlit er fyrir að kvennalið Stjörnunnar í handknattleik verði með í N1-deild kvenna í vetur. Formaður og varaformaður handknattleiksdeildar félagsins sögðu af sér í gær.

HSÍ harmar brotthvarf kvennaliðs Stjörnunnar

Einar Þorvarðarson, framkvæmdarstjóri HSÍ, segir það slæmt að Stjarnan hafi ákveðið að draga kvennalið sitt í handknattleik úr keppni í N1-deild kvenna í vetur. Þetta var tilkynnt formlega í gær.

Hanna Guðrún: Trúi þessu varla

Landsliðskonan Hanna Guðrún Stefánsdóttir segist varla trúa því að Stjarnan verði ekki með á næsta tímabili. Hún heyrði tíðindin á æfingu síðdegis í dag.

AG Kaupmannahöfn vann fyrsta titil tímabilsins

AG Kaupmannahöfn lagði Århus GF í viðureign dönsku meistaranna og bikarmeistaranna í Bröndby í kvöld. Lokatölurnar voru 30-27 Íslendingaliðinu í vil en liðið leiddi í hálfleik 16-10.

Aron með tvö mörk þegar Kiel vann Schlecker-bikarinn

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk í öruggum sjö marka sigri Kiel á AG kaupmannahöfn, 27-20, í úrslitaleik Schlecker-bikarsins sem er geysisterkt æfingamót þar sem tóku þátt mörg af bestu handboltaliðum Evrópu.

AGK mætir Kiel í úrslitaleiknum í Schlecker-bikarnum

AG Kaupmannahöfn vann tvo sigra í Schlecker-bikarnum í gær og tryggði sér sæti í úrslitaleik mótsins sem verður á móti Alfreð Gíslasyni og lærisveinum hans í Kiel sem unnu tvo örugga sigra í sínum leikjum.

Guif vann alla leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu

Eskilstuna Guif, lið Kristján Andréssonar, vann alla þrjá leiki sína á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta sem lauk í dag. Guif vann öruggan níu marka sigur á Val, 34-25, í lokaleik sínum en hafði áður unnið bæði FH (31-27) og Hauka (24-21). Haukar urðu í öðru sæti á mótinu eftir 26-20 sigur á FH í hreinum úrslitaleik um annað sætið í dag en Valsmenn töpuðu öllum leikjum sínum og ráku lestina.

Guif lagði Hauka

Tveir leikir fóru fram á Hafnarfjarðarmótinu í handbolta í dag. Sænska liðið Guif, sem Kristján Andrésson þjálfari, vann þriggja marka sigur á Haukum, 24-21. Þá vann FH góðan sigur á Val, 25-20, eftir að hafa verið marki undir í hálfleik.

Patrekur að taka við austurríska landsliðinu - munnlegur samningur í höfn

Patrekur Jóhannesson er nú undir smásjá austurríska handboltasambandsins með það fyrir augum að hann taki við austurríska landsliðinu og geri tveggja ára samning. Viðræður hafa staðið yfir í nokkurn tíma en samkvæmt heimildum fréttastofu mun hafa verið gengið frá málinu munnlega en Patrekur á þó eftir að skrifa undir samninginn.

Bjarte Myrhol með krabbamein í eista

Bjarte Myrhol, einn besti línumaður heims og lykilmaður hjá bæði Rhein-Neckar Löwen og norska landsliðinu, greindist með krabbamein í eista fyrir viku síðan og er búinn að fara í aðgerð.

Kristján Andrésson kemur með lið sitt Guif á Hafnarfjarðarmótið

Hið árlega Hafnarfjarðarmót fer fram 18. ágúst til 20. ágúst. Fjögur lið taka þátt í mótinu eins og undanfarin ár og eru þau: FH, Haukar, Valur og sænska úrvalsdeildarliðið Ekilstuna Guif, sem er undir stjórn Kristjáns Andréssonar. Einnig leikur bróðir Kristjáns, miðjumaðurinn Haukar Andrésson með liðinu.

Karen Ösp gengur til liðs við Fram

Handknattleiksdeild Fram hefur gengið frá samningi við Karen Ösp Guðbjartsdóttur, en leikmaðurinn gerir tveggja ára samning við Safamýraliðið.

Elvar Friðriksson til liðs við Hammarby

Handknattleikskappinn Elvar Friðriksson er genginn til liðs við sænska úrvalsdeildarliðið Hammarby. Elvar skrifaði undir eins árs samning við sænska félagið.

Ólafur Víðir kominn heim til HK - þriggja ára samningur

Handknattleikskappinn Ólafur Víðir Ólafsson er snúinn aftur heim í Kópavoginn og leikur með HK á næstu leiktíð. Ólafur Víðir, sem lék með Haugesund í norska handboltanum á síðustu leiktíð, skrifaði undir þriggja ára samning við HK.

Elísabet Gunnarsdóttir til liðs við Fram

Línumaðurinn Elísabet Gunnarsdóttir er genginn til liðs við Fram. Elísabet, sem kemur úr Stjörnunni, skrifaði undir tveggja ára samning við Safamýrarliðið.

AG ætlar að spila Meistaradeildarleiki í Parken í vetur

Íslendingaliðið AG Kaupmannahöfn vakti mikla athygli í vor þegar liðið spilaði úrslitaleikinn um danska meistaratitilinn í handbolta á fótboltavellinum í Parken. Framundan eru leikir í Meistaradeild Evrópu og það hefur verið ákveðið að "flottustu" heimaleikirnir fari fram í Parken.

Haraldur og Kristján til Stjörnunnar

Handknattleiksmennirnir Haraldur Þorvarðarson og Kristján Svan Kristjánsson hafa gengið frá samningum við Stjörnuna og leika með liðinu á næsta keppnistímabili. Haraldur leikur á línunni og Kristján Svan í hægra horninu.

Ingimundur: Þarf bara að smyrja ryðgaða sleggjuna

Íslenski landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson gekk í gær til liðs við Fram. Ingimundur skrifaði undir eins árs samning en hann mun einnig koma að þjálfun hjá yngri flokkum félagsins.

Ingimundur Ingimundarson í Fram

Landsliðsmaðurinn Ingimundur Ingimundarson er genginn til liðs við Fram. Ingimundur var kynntur á blaðamannafundi í Safamýrinni fyrir stundu.

Logi leggur skóna á hilluna

Logi Geirsson hefur ákveðið að ljúka ferli sínum í handbolta vegna þrálátra meiðsla sem hann hefur mátt berjast við undanfarin tvö ár. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér í dag.

Hammerseng er ekki kona einsömul

Hin norska Gro Hammerseng, ein besta handknattleikskona heims, á von á barni og mun því lítið spila á næstu leiktíð.

Sigurður Eggertsson til liðs við Fram

Handknattleiksmaðurinn Sigurður Eggertsson hefur skrifað undir tveggja ára samning við Fram. Sigurður kemur til liðsins frá Gróttu sem vann sér sæti í efstu deild á síðustu leiktíð.

Sjá næstu 50 fréttir