Fleiri fréttir

Ráðning Hughes staðfest

Fulham hefur staðfest ráðningu Mark Hughes sem knattspyrnustjóra liðsins en hann skrifaði í dag undir tveggja ára samning við félagið.

Mark Hughes tekur við Fulham

Mark Hughes verður næsti knattspyrnustjóri Fulham. Hann tekur við af Roy Hodgson sem fór til Liverpool í sumar.

Cesc fer ekki fet - Sögunni lokið?

Sögunni endalausu um Cesc Fabregas er lokið. Arsene Wenger segir að félagið vilji ekki selja, eins og það hefur sagt í allt sumar.

Nicklas Bendtner áfram meiddur - missir af byrjun tímabilsins

Nicklas Bendtner er ekki orðinn góður af nárameiðslunum og Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að danski landsliðsmaðurinn muni missa af byrjun tímabilsins. Hinn 22 ára framherji hefur aldrei náð sér að fullu eftir að hafa farið í náraaðgerð í nóvember á síðasta ári.

Markmaður Álasunds á óskalista Man. Utd?

Manchester United er eitt þeirra félaga sem hafa áhuga á danska markmanninum Anders Lindegaard hjá norska félaginu Álasund. Enskir fjölmiðlar grípa stöðu hans á vellinum og þjóðernið á lofti og kalla hann hinn nýja Peter Schmeichel.

Enginn Gerrard eða Cole með Liverpool á morgun

Steven Gerrard, Jamie Carragher, Glen Johnson og Joe Cole fóru ekki með Liverpool til Makedóníu þar sem liðið keppir í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA á morgun.

Luke Young á leiðinni til Liverpool

Luke Young er líklega á leiðinni til Liverpool frá Aston Villa. Young er 31 árs gamall varnarmaður sem getur spilað bæði sem vinstri eða hægri bakvörður.

Sir Alex getur keypt ef hann vill

Alex Ferguson getur keypt heimsklassa leikmann til Manchester United í sumar. Þetta segir David Gill, framkvæmdastjóri félagsins.

Martin Jol fær Mido aftur til Ajax

Stjóri Ajax, Martin Jol, hefur ákveðið að semja við egypska framherjann Mido. Hann spilaði áður með Ajax sem samdi einnig við Mounir El Hamdaoui í dag.

Bolton kaupir bakvörð frá Real Madrid

Bolton hefur fest kaup á Marco Alonso frá Real Madrid. Hann er nítján ár gamall vinstri bakvörður sem spilaði með aðalliðinu á síðustu leiktíð.

Robinho skipað að mæta á fund hjá City

Robinho hefur verið skipað að fara aftur til Manchester. Þar á hann að ganga frá framtíð sinni hjá City en hann er enn í láni hjá Santos í heimalandinu sínu.

Tottenham vill líka ÓL-leikvanginn

Tottenham hefur áhuga á að flytja sig á Ólympíuleikvanginn sem nú er í byggingu í London. Hann verður allur hinn glæsilegasti en West Ham hefur þegar boðið opinberlega í völlinn.

Mascherano sagður á leið frá Liverpool

Javier Mascherano er sagður hafa fengið þau skilaboð frá forráðamönnum Liverpool að þeir myndu ekki standa í vegi fyrir að hann færi frá liðinu.

Clarke missir líklega af tímabilinu

Nýliðar Blackpool í ensku úrvalsdeildinni hafa orðið fyrir mikilli blóðtöku en útlit er fyrir að framherjinn Billy Clarke missi af öllu tímabilinu í deildinni.

Redknapp stressaður yfir Woodgate og King

Harry Redknapp viðurkennir að vera stressaður yfir heilsu varnarmanna sinna Ledley King og Jonathan Woodgate fyrir nýja tímabilið. Skal engan undra.

Vinaleg barátta milli Given og Hart

Shay Given og Joe Hart eru báðir frábærir leikmenn. Þeir berjast um markmannsstöðuna hjá Manchester City og hvorugur þeirra ætlar sér að sitja á bekknum á komandi tímabili.

Ancelotti segir Mourinho að gleyma Ashley Cole

Carlo Ancelotti, þjálfari Chelsea, hefur sagt Jose Mourinho að hætta að hugsa um Ashley Cole. Þessi 29 ára vinstri bakvörður er ofarlega á óskalista Mourinho hjá Real Madrid.

Bandaríkjaferð Portsmouth varð að martröð

Hrakfarir Portsmouth ætla engan enda að taka en æfingaferð liðsins í Bandaríkjunum hefur snúist út í martröð. Frestun á flugi, þrumuveður og týndar töskur hafa heldur betur sett strik í reikninginn.

Sjá næstu 50 fréttir