Fleiri fréttir

Eyjamenn unnu sjómannadagsslaginn við Grindvíkinga - myndasyrpa

Eyjamenn unnu þriðja útisigurinn í röð í Pepsi-deild karla í gær þegar þeir sóttur þrjú stig til Grindavíkur. Eyjamenn komust upp í annað sætið í þrjá tíma með 2-1 sigri en Framarar endurheimtu annað sætið með sigri á Selfoss seinna um kvöldið.

Gummi Ben: Markið frá þeim lá í loftinu

Guðmundur Benediktsson, þjálfari Selfyssinga, var ekki ánægður með hvernig sínir menn komu inn í seinni hálfleikinn í kvöld. Lið hans tapaði 1-2 fyrir Fram.

Auðun Helgason: Okkar besti leikur í sumar

„Þetta er okkar besti leikur í sumar og það er margt jákvætt en við erum að klikka á mikilvægum stundum í leiknum. Við erum ekki klárir á ögurstundum og það er það sem skilur á milli liðanna í dag," sagði Auðun Helgason, leikmaður Grindavík, eftir 1-2 tap liðsins gegn Eyjamönnum en liðin mættust í Pepsi-deild karla fyrr í dag.

Eyþór Helgi: Það er allt að smellpassa hjá okkur

„Góð þrjú stig. Að sigra Grindvíkinga hér á sjómannadaginn er magnað, gerist ekki betra," sagði Eyþór Helgi Birgisson, leikmaður ÍBV, eftir sigur gegn Grindavík en liðin mættust í Pepsi-deild karla fyrr í dag.

Umfjöllun: Sterkur útisigur Framara á Selfossi

Hjálmar Þórarinsson tryggði Frömurum útisigur á Selfossi í kvöld, úrslitin 1-2. Enn og aftur sýndi Safamýrarliðið mikla seiglu en heimamenn tóku forystuna smenna leiks.

Elva með tvö mörk í sigri Þór/KA í Krikanum

Elva Friðjónsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Þór/KA þegar liðið vann 4-1 sigur á FH í fyrsta leik sjöttu umferðar Pepsi-deildar kvenna. Þór/KA-liðið fór upp í annað sætið með þessum sigri en Blikar eiga leik inni á þriðjudaginn.

Umfjöllun: Eyjamenn kláruðu Grindvíkinga einum fleiri

ÍBV sigraði Grindavík, 1-2, er liðin áttust við á Grindavíkurvelli í Pepsi-deild karla. Eyjamenn kláruðu leikinn einum fleiri en heimamenn misstu mann útaf þegar að hálftími var eftir og það reyndist of mikið fyrir Grindavíkinga sem þurftu að játa sig sigraða eftir fínan leik liðsins.

Fengu fjögur gul og þrjú rauð eftir að leiknum lauk

Eftir leikinn lyfti dómari leiksins, Pétur Guðmundsson, rauða spjaldinu þrívegis. Páll Guðlaugsson, þjálfari Fjarðabyggðar, og leikmennirnir Grétar Örn Ómarsson og Jóhann Ragnar Benediktsson fengu allir rautt.

Gunnleifur í fámennum hópi

Landsliðsmarkvörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson átti mestan þátt í því að FH-ingar urðu í fyrrakvöld fyrsta liðið í tuttugu ár til að slá bikarmeistara í vítakeppni. Íslandsmeistarar FH unnu 3-1 sigur á bikarmeisturum Blika í vítaspyrnukeppninni eftir að leikurinn endaði með 1-1 jafntefli.

Fyrstu bikarmeistarnir í 20 ár til að detta út í vítakeppni

Titilvörn bikarmeistara Breiðabliks endaði strax í fyrsta leik í gær þegar liðið tapaði í vítakeppni á móti Íslandsmeisturum FH á heimavelli sínum í Kópavogi. Þetta er í fimmta sinn á síðustu sjö árum þar sem bikarmeistarnir komast ekki í átta liða liða úrslitin.

Gunnleifur: Var heppinn að þeir skutu bara í mig

“Í vítaspyrnukeppnum getur þetta dottið hvoru megin sem er. Ég var svo heppinn að velja rétt horn og þeir skutu bara í mig,” sagði hógvær Gunnleifur Gunnleifsson, hetja FH í bikarsigrinum á Blikum í kvöld.

Heimir hefur aldrei stjórnað FH á heimavelli í bikarnum

Heimir Guðjónsson og lærisveinar hans í FH, sækja bikarmeistara Blika heim í kvöld í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla. Þetta verður tíundi útileikur FH-inga í röð í bikarnum sem hafa ekki spilað bikarleik í Kaplakrikanum síðan sumarið 2006.

Yngvi: Þvílíkur mannskapur sem KR er með

Eyjamaðurinn Yngvi Magnús Borgþórsson segir að það hafi verið svekkjandi að tapa fyrir KR í kvöld og falla þar með úr leik í VISA-bikarkeppni karla.

Heimir: Svekktur og sár

„Ég er einfaldlega bara svekktur og sár,“ sagði Heimir Hallgrímsson, þjálfari ÍBV, eftir að liðið tapaði fyrir KR, 1-0, í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld.

Logi: Góður stígandi í liðinu

Logi Ólafsson var ánægður með sína menn í KR eftir 1-0 sigur á ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í Vestmannaeyjum í kvöld. Kjartan Henry Finnbogason skoraði eina mark leiksins.

Guðlaugur: Þurfti að dreifa álaginu

Guðlaugur Baldursson var nokkuð sáttur með spilamennsku sinna manna í kvöld og sýndi varamönnum liðsins mikið traust þegar hann gerði sjö breytingar á byrjunarliði ÍR í kvöld. Liðið tapaði þó fyrir Fram, 2-1, í 32-liða úrslitum bikarkeppninnar.

Þorvaldur: Vil vinna alla leiki

Þorvaldur Örlygsson þjálfari Fram var nokkuð sáttur í leikslok eftir sigur sinna manna en hann tefldi fram mjög sterku liði gegn 1. deildarliði ÍR.

Umfjöllun: Sanngjarn sigur Fram

Framarar áttu ekki í miklum erfiðleikum með ÍR í 32-liða úrslitum Visa-bikarsins í kvöld en unnu þó nauman sigur 2-1, en þau úrslit gefa ekki rétta mynd af gangi leiksins.

Fram og KR áfram í bikarnum

KR vann sinn fyrsta leik á tímabilinu er liðið vann 1-0 sigur á ÍBV í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla í kvöld.

Umfjöllun: Fylkisstelpur að komast á beinu brautina

Fylkir vann í kvöld góðan 2-1 sigur á Þór/KA á heimavelli með mörkum þeirra Fjólu Dröfn Friðriksdóttur og Önnu Bjargar Björnsdóttur. Danka Podovac svaraði fyrir Þór/KA en það dugði ekki til.

Andrés Ellert: Gríðarleg seigla í þessum stelpum

Andrés Ellert Ólafsson, þjálfari Stjörnunnar, var sáttur með stig á Valsvellinum eftir jafntefli sinna stúlkna gegn núverandi meisturum Vals. Hann var þó að vonum vonsvikinn með að fá á sig mark á síðustu stundu.

Freyr: Ósáttur við að tapa tveimur stigum

„Ég er sáttur við eitt stig en jafnframt ósáttur við að hafa tapað tveimur.“ sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, eftir að hans leikmenn náðu að tryggja sér 1-1 jafntefli gegn baráttuglöðum Stjörnustelpum á síðustu andartökum leiksins. Þetta voru fyrstu stigin sem Valur tapar í ár.

Haukar biðjast afsökunar

Haukarnir Kristján Ómar Björnsson og Guðjón Pétur Lýðsson hafa beðist afsökunar á framferði sínu í leik liðsins gegn Stjörnunnar í gær.

Stöð 2 Sport og KSÍ undirrita viðamikinn samstarfssamning

Stöð 2 og KSÍ hafa gert með sér samkomulag um samstarf sem m.a. er ætlað að stórauka stuðning og umfjöllun um fóboltaiðkun æskunnar. Í samningnum felst m.a. að Stöð 2 Sport skuldbindur sig til a.m.k. 35 beinna útsendinga frá leikjum í Pepsi-deild karla, 5 leikja í Visa-bikarkeppni karla, útsendinga frá útileikjum A – landsliðs karla og vináttulandsleikjum þess á Íslandi.

Myndasyrpa af leikjum gærkvöldsins

Fjórir leikir fóru fram í Pepsi-deild karla í gærkvöldi. Þar mátti meðal annars sjá Val vinna 5-2 stórsigur á Fylki og Hauka ná dramatísku jafntefli við Stjörnuna.

Sjá næstu 50 fréttir