Fleiri fréttir

Sjáðu mörkin er Blikar féllu úr leik í Skot­landi

Breiðablik tapaði með eins marks mun gegn Aberdeen í síðari leik liðanna í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Aberdeen vann einvígið samtals 5-3 en Blikar stóðu svo sannarlega upp í hárinu á einu besta liði Skotlands.

Birkir Bjarna á­fram í bláu er hann heldur til Tyrk­lands

Birkir Bjarnason, landsliðsmaður Íslands í knattspyrnu, hefur samið til tveggja ára við Adana Demirspor í Tyrklandi. Liðið leikur í efstu deild eftir að hafa unnið B-deildina á síðustu leiktíð. Fyrsti leikur tímabilsins er núna á sunnudaginn gegn stórliði Fenerbahçe.

FH með tveggja stiga forskot á toppi Lengjudeildarinnar

Fjórir leikir fóru fram í Lengjudeild kvenna í kvöld. FH náði tveggja stiga forskoti á toppnum með 1-0 sigri gegn ÍA á meðan að KR gerði 3-3 jafntefli gegn Grindavík. Afturelding fer upp í annað ætið eftir 4-2 sigur gegn Gróttu og HK lyfti sér upp úr fallsæti með 2-1 sigri gegn Haukum.

Óskar Hrafn: Fengum færin til að komast yfir

Óskar Hrafn Þorvaldsson þjálfari Breiðabliks var ánægður með frammistöðu sinna manna í einvíginu gegn Aberdeen í Sambandsdeild Evrópu þar sem Skotarnir fóru áfram eftir 5-3 sigur samanlagt.

Björn Bergmann tryggði Molde framlengingu en tapaði í vítaspyrnukeppni

Björn Bergmann Sigurðarson og félagar hans í Molde tóku á móti Trabzonspor í seinni leik liðanna í Sambandsdeild Evrópu í kvöld. Grípa þurfti til framlengingar og vítaspyrnukeppni til að skera úr úm sigurvegara eftir að endaði 1-1 eftir venjulegan leiktíma, þar sem að gestirnir höfðu betur.

Reynir Haraldsson um þrennuna gegn Fjölni: Þetta er bara rugl

ÍR-ingurinn Reynir Haraldsson sá til þess að lið hans er komið í átta liða úrslit Mjólkurbikarsins þegar hann skoraði þrennu á fimm mínútum gegn Fjölni síðasta þriðjudag. ÍR leikur í 2. deild og Reynir segir það spennandi að taka þátt í svona bikarævintýri.

Alfons Sampsted og félagar snéru einvíginu við og eru komnir áfram

Alfons Sampsted spilaði allan leikinn í liði Bodø/Glimt sem tók á móti Prishtina frá Kósovó í seinni viðureign liðanna í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu. Prishtina unnu fyrri leikinn 2-1, en Alfons og félagar höfðu nú betur á heimavelli, 2-0, og unnu því einvígið samtals 3-2.

Lukaku er genginn aftur í raðir Chelsea

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku er genginn í raðir enska knattspyrnufélagsins Chelsea frá Ítalíumeisturum Inter Milan. Chelsea staðfestir þetta á heimasíðu sinni.

Danski turninn ekki lengur dýr­lingur heldur refur

Daninn Jannik Vestergaard hefur ákveðið að söðla um og færa sig um set í ensku úrvalsdeildinni. Hann hefur leikið með Southampton undanfarin ár en er nú á leið til Leicester City.

Grealish og Messi „peð“ í pólitískri pissukeppni

Nýleg kaup stórliðanna Manchester City og Paris Saint-Germain á Jack Grealish og Lionel Messi hafa vakið mikla athygli. Merkilegt þykir að félögin geti eytt eins miklum peningum og raun ber vitni á meðan önnur félög berjast í bökkum eftir fjárhagsleg áhrif kórónuveirufaraldursins.

Hafa selt 13 þúsund miða fyrir leikinn við Breiðablik

Skoska liðið Aberdeen býst við fleiri áhorfendum en sést hafa í langan tíma á Pittodrie-vellinum er Breiðablik kemur í heimsókn annað kvöld. Liðin eigast við í síðari leik einvígis síns í þriðju umferð í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu en Aberdeen leiðir einvígið 3-2.

Kepa kom inn fyrir vítakeppnina og tryggði Chelsea Ofurbikarinn

Chelsea vann Villarreal 6-5 í vítaspyrnukeppni til að tryggja sér Ofurbikar Evrópu í fótbolta á Windsor Park í Belfast í kvöld. Leiknum lauk með 1-1 jafntefli eftir venjulegan leiktíma og framlengingu en Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, gerði skiptingu undir lok framlengingar sem hafði mikið að segja um úrslitin.

Sjá næstu 50 fréttir