Fleiri fréttir

Ødegaard sá yngsti til að byrja mótsleik

Norska ungstirnið Martin Ødegaard varð í gær yngsti leikmaðurinn í sögunni til að byrja inná í undankeppni Evrópumóts, en þessi 16 ára og 101 daga gamli leikmaður byrjaði inná gegn Króatíu í gær.

Schmeichel hvetur Van Gaal til að krækja í Zlatan

Manchester United goðsögnin, Peter Schmeichel, hefur hvatt Louis van Gaal til þess að gera tilboð í sænska framherja PSG, Zlatan Ibrahimovic. Zlatan hefur spilað með liðum á borð við Ajax, Juventus og Barcelona, en aldrei spilað í ensku úrvalsdeildinni.

22 skot hjá Argentínu og tvö í netið

Argentína vann El Salvador í æfingarleik á FedEx vellinum í Maryland. Argentína hafði öll tök á vellinum, en mörkin tvö komu bæði í síðari hálfleik.

Dzeko sá um Andorru | Belgar skoruðu fimm

Bosnía og Belgíu unnu örugga sigri í undankeppni EM í Frakklandi 2016. Ítalía tapaði mikilvægum stigum þegar liðið gerði jafntefli við Búlgaríu í Búlgaríu.

Hvernig klúðruðu Lettar þessu? | Myndband

Lettland gerði jafntefli við Tékkland í riðli okkar Íslendinga, en lokatölur urðu 1-1. Vaclav Pilar jafnaði metin fyrir Tékkland í uppbótartíma, en rétt áður fengu gestirnir tækifæri til að gera út um leikinn.

Hannes Þór: Fagmannlega spilaður leikur eftir markið

Hannes Þór Halldórsson, markvörður íslenska landsliðsins, hélt marki sínu hreinu í fjórða sinn í fimm leikjum í undankeppni EM 2016 í kvöld þegar Ísland vann 3-0 sigur á Kasakstan á Astana-leikvanginum.

Birkir Bjarna: Gæti ekki verið betra

Birkir Bjarnason skoraði tvö mörk í 3-0 sigri á Kasakstan á Astana-leikvanginum í kvöld og hann var að vonum kátur í leikslok eftir flottan sigur.

Þrjú mörk og þrjú stig í Astana

Ísland komst upp að hlið Tékklands á toppi A-riðils í undankeppni EM 2016 með öruggum 0-3 sigri á Kasakstan í Astana í dag. Birkir Bjarnason skoraði tvö marka Íslands og Eiður Smári Guðjohnsen eitt.

Rosengård úr leik þrátt fyrir mark Söru

Sara Björk Gunnarsdóttir var á skotskónum fyrir FC Rosengård sem datt út fyrir Wolfsburg í Meistaradeild Evrópu í dag, en lokatölur urðu 3-3. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli og því Rosengård úr leik á útivallarmörkum.

Twitter logar eftir mark Eiðs

Samskiptavefurinn Twitter gjörsamlega logaði eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom Íslandi yfir gegn Kazakstan, en leikið er ytra. Markið kom eftir tuttugu mínútna leik, en staðan í leiknum er 1-0 þegar þetta er skrifað.

Markaleikur í sigri Vals á Þór

Valur fór langleiðina með að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum Lengjubikars karla með 3-2 sigri á Þórsurum í dag. Leikið var í Egilshöll.

Auðvelt hjá Blikum gegn FH | Jeppe sá um Keflavík

Breiðablik og Stjarnan unnu leiki sína í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Breiðablik lagði Ísladsmeistaraefnin í FH af velli 3-0 og Stjarnan skoraði tvö mörk gegn engu hjá Keflavík.

Jón Daði og Hörður Bjögvin eiga harma að hefna

Tveir leikmenn í íslenska landsliðshópnum á móti Kasakstan eru mættir til landsins í annað skiptið á einu ári því þeir voru einnig með 21 árs landsliðinu þegar liðið spilaði í Astana í fyrra.

Sterling, Baines og Milner meiddust í gær

Raheem Sterling, Leighton Baines og James Milner munu ekki spila með enska landsliðinu í vináttuleiknum gegn Ítalíu á þriðjudag eftir að hafa meiðst í 4-0 sigrinum gegn Litháen í gær. Einnig er óvíst með Danny Welbeck.

Fyrsti landsleikur Emils með tattú af pabba heitnum

Emil Hallfreðsson mætir ekki alveg eins til leiks í dag og í síðasta landsleik í nóvember. Hann ákvað að minnast föður síns með sérstökum hætti þegar hann fékk sér húðflúr með honum á handlegginn.

Þetta er alveg ný spenna

Eiður Smári Guðjohnsen mun setja nýtt met um leið og hann kemur inn á völlinn á móti Kasakstan í dag.

Draumabyrjun hjá Harry Kane

Landsliðsferill Harry Kane byrjaði með ótrúlegum látum. Það tók hann 80 sekúndur að skora sitt fyrsta landsliðsmark.

Sjá næstu 50 fréttir