Fleiri fréttir

Rodgers var bara að passa upp á Agger

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, ætlaði sér aldrei að nota danska miðvörðinn Daniel Agger á móti hvít-rússneska liðinu Gomel í forkeppni Evrópudeildarinnar í gær. Liverpool vann þá fyrri leikinn 1-0 á útivelli.

Real Madrid fór illa með Los Angeles Galaxy

Real Madrid byrjaði undirbúningstímabilið sitt með látum þegar spænsku meistararnir unnu 5-1 sigur á Los Angeles Galaxy í æfingaleik í Bandaríkjunum í nótt.

Bjarni samdi við Silkeborg til fjögurra ára

Knattspyrnumaðurinn Bjarni Viðarsson hefur samið við danska úrvalsdeildarliðið Silkeborg en hann var áður í herbúðum Mechelen í Belgíu. Bjarni, sem er 24 ára gamall miðjumaður, hóf atvinnumannaferilinn hjá enska úrvalsdeildarliðinu Everton en hann hefur einnig leikið í Hollandi með Twente og Roeselare.

Ferguson: Ég græði ekkert á aukningu hlutafjár

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sendi í dag breskum fjölmiðlum yfirlýsingu. Þar þvertekur hann fyrir að hagnast nokkuð á nýjustu fjárhagsaðgerðum Glazer-fjölskyldunnar, eigenda félagsins.

Downing hetja Liverpool í Hvíta-Rússlandi

Stewart Downing skoraði sigurmark Liverpool sem lagði FC Gomel 1-0 í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í Hvíta-Rússlandi í kvöld.

Heiðar Helguson genginn til liðs við Cardiff

Framherjinn Heiðar Helguson hefur gengið frá eins árs samningi við velska knattspyrnufélagið Cardiff City. Heiðar staðfesti þetta í samtali við íþróttadeild Stöðvar 2 í dag.

Slær Bjarni föður sinn út úr undanúrslitunum annað árið í röð?

Bjarni Guðjónsson, fyrirliði KR og faðir hans Guðjón Þórðarson, þjálfari Grindavíkur, verða í sviðsljósinu í kvöld þegar Grindavíkur og KR mætast í undanúrslitum Borgunarbikars karla. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Valur fær langmest frá Knattspyrnusambandi Evrópu

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að þau félög sem áttu leikmenn í landsliðum sem tóku þátt í Evrópukeppni landsliða 2012 fái hlutdeild í hagnaði keppninnar, alls 100 milljónir evra. Þetta kemur fram á heimasíðu KSÍ og þar kemur líka fram að Valsmenn fá langstærsta hluta þessarar upphæðar. Hér hefur mest að segja að með Valsliðinu léku nokkrir færeyskir landsliðsmenn.

Jóni Páli sagt upp störfum hjá Fylki

Jóni Páli Pálmasyni, þjálfara meistaraflokks kvenna hjá Fylki, hefur verið sagt upp störfum. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Ásgrímur Helgi Einarsson og Kjartan Stefánsson stýra liði Fylkis út tímabilið.

Arsenal að fá tvo sterka landsliðsmenn

Forráðamenn Arsenal vinna hörðum höndum þessa stundina að ganga frá kaupum á Santi Cazorla frá Malaga og lánssamningi við Nuri Sahin frá Real Madrid. Ljóst er að þessir tveir sterku leikmenn væru mikill liðstyrkur fyrir lið Arsene Wenger.

Deildarkeppnin í forgangi hjá Brendan Rodgers

Brendan Rodgers, knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Liverppol, segir að deildarkeppnin sé í algjörum forgangi hjá liðinu á næsta tímabili. Liverpool leikur í kvöld fyrri leikinn í Evrópudeild UEFA gegn FC Gomel frá Hvíta-Rússlandi í þriðju umferð í kvöld.

Cardiff hefur áhuga á að fá Heiðar Helguson

Samkvæmt frétt Daily Mail á Englandi eru líkur á því að Heiðar Helguson framherji enska úrvalsdeildarliðsins QPR yfirgefi félagið og leiki með Cardiff í næst efstu deild á næstu leiktíð. Heiðar, sem var kjörinn íþróttamaður ársins 2011 á Íslandi, er 34 ára gamall og Mark Hughes knattspyrnustjóri QPR virðist ekki hafa not fyrir Heiðar í ensku úrvalsdeildinni.

Alfreð skoraði og lagði upp tvö í Meistaradeildinni | Myndband

Alfreð Finnbogason og félagar í Helsingborg unnu 3-0 sigur á pólsku meisturunum Śląsk Wrocław í fyrri viðureign liðanna í 3. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu en leikið var í Póllandi. Alfreð skoraði og lagði upp hin mörk sænska liðsins.

Arbeloa fékk nýjan samning hjá Real Madrid

Spænski landsliðsbakvörðurinn Alvaro Arbeloa verður áfram hjá Real Madrid næstu árin því hann er búinn að ganga frá nýjum samningi til ársins 2016. Arbeloa verður 33 ára gamall þegar samningurinn rennur út.

Neymar og Messi saman í liði eftir ÓL?

Jose Maria Bartomeu, varaforseti Barcelona, segir að Barcaelona ætli að reyna að sannfæra Brasilíumanninn Neymar um að ganga til liðs við félagið eftir Ólympíuleikanna í London en mikið hefur verið látið með þennan tvítuga strák.

Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Þróttur 3-0 | Stjarnan í bikarúrslit

Stjarnan mun leika til úrslita í Borgunar-bikarnum í fyrsta sinn eftir góðan 3-0 sigur á Þrótti í undanúrslitum á Samsung-vellinum í kvöld. Stjarnan vann fyllilega verðskuldaðan sigur og var hreinlega einu númeri of stórir fyrir 1. deildar lið Þróttar R. sem barðist þó vel og hefði með smá heppni getað komið sér inn í leikinn.

Ingvar: Þetta var meira í framtíðardraumunum

"Ég fékk bara að heyra af þessu í gærkvöldi," sagði Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar og nú íslenska landsliðsins eftir að Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins, valdi hann í hóp sinn fyrir vináttuleik á móti Færeyjum.

Framtíð Modric ræðst þegar Tottenham-liðið kemur aftur til Englands

Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Tottenham enduðu æfingaferð sína til Bandaríkjanna með 2-1 sigri á New York Red Bulls í nótt. Gylfi Þór skoraði glæsilegt sigurmark og lagði einnig upp fyrra markið en góð frammistaða Íslendingsins dugði þó ekki til að fá enska fjölmiðla til að hætta að spyrja Andre Villas-Boas um Króatann Luka Modric.

Cazorla á leið í læknisskoðun hjá Arsenal

Spænski landsliðsmaðurinn Santi Cazorla verður væntanlega orðinn leikmaður Arsenal fyrir helgi en Sky Sports segir frá því að hann muni gangast undir læknisskoðun á Emirates í vikunni.

Andy Carroll ekki í leikmannahópi Liverpool í Evrópudeildinni

Andy Carroll er ekki í leikmannahópi Liverpool fyrir Evrópudeildarleikinn í Hvíta-Rússlandi á morgun og framtíð hans á Anfield er áfram í óvissu. Carroll var fyrr í vikunni sagður á leið til West Ham á láni en hann vill ekki fara til London og dreymir enn um endurkomu til Newcastle. BBC sagði fyrst frá því að Carroll yrði með í leiknum en dró það síðan til baka.

Sjá næstu 50 fréttir