Fleiri fréttir

Steven Pienaar aftur til Everton

Suður-afríski miðjumaðurinn Steven Pienaar hefur gengið frá félagaskiptum til Everton. Liverpool Echo greinir frá þessu.

Sænskur framherji til Þór/KA

Topplið Þór/KA í Pepsi-deild kvenna hefur fengið liðsstyrk í titilbaráttunni. Sænski framherjinn Rebecca Johnson hefur gengið til liðs við félagið.

Shaneka hetja Eyjakvenna gegn Blikum

Shaneka Gordon skoraði bæði mörk ÍBV í 2-1 útisigri á Breiðablik í 12. umferð Pepsi-deildar kvenna í dag. Sigurmarkið kom í viðbótartíma en Blikar höfðu ráðið gangi mála lengst af í leiknum.

Umræða um brot Kjartans Henrys

Umdeilt atvik átti sér stað í viðureign KR og ÍA í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu og sýnist sitt hverjum.

Þróttur endurheimtir uppalda leikmenn

Hjálmar Þórarinsson, Sigmundur Kristjánsson og Haraldur Hróðmarsson hafa gengið í raðir 1. deildarliðs Þróttar. Leikmennirnir eru uppaldir hjá félaginu og snúa því aftur á kunnulegar slóðir.

Andy Carroll vill ekki fara til West Ham

Þótt Liverpool og West Ham hafi komist að samkomulagi um leigusamning Carroll til Lundúnarfélagsins er málið langt í frá í höfn. Framherjinn virðist ekki vilja fara til West Ham.

"Hlægilegt hjá greyið manninum"

Kjartan Henry Finnbogason, framherji KR, gefur ekki mikið fyrir þau orð sem Þórður Þórðarson, þjálfari ÍA, lét falla eftir leik liðanna í Pepsideildinni í gærkvöld. Þar sakaði Þórður, Kjartan um "óþverraskap" þegar sá síðarnefndi steig ofan á hönd Guðjóns Sveinssonar með þeim afleiðingum að 18 spor þurfti til að sauma saman sárið.

Heil umferð í Pepsi-deild kvenna | Breiðablik - ÍBV á Stöð 2 sport

Heil umferð fer fram í kvöld í Pepsi-deild kvenna í fótbolta. Leikur Breiðabliks og ÍBV verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 sport og einnig á Vísi. Breiðablik er í öðru sæti deildarinnar með 23 stig en Þór/KA er í efsta sæti með 28 stig. ÍBV er í fimmta sæti með 19 stig.

Lennon ristarbrotinn | tímabilið á enda hjá framherjanum

"Ég verð líklega frá í tvo mánuði,“ sagði Steven Lennon í viðtali við Hjört Hjartarson í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu 977 í dag. Framherjinn sterki meiddist illa undir lok leiksins gegn FH í gær þar sem að Jón Ragnar Jónsson varnarmaður FH braut klaufalega á Lennon. "Ég verð í gifsi í fjórar vikur,“ sagði Lennon en hann er ristarbrotinn og fjarvera hans er mikið áfall fyrir Fram sem berst fyrir lífi sínu í Pepsi-deild karla.

Pepsi-mörkin: Markaregnið úr 13. umferð

Þrír leikir fóru fram í gær í Pepsi-deild karla og var 13. umferðin gerð upp í Pepsi-mörkunum á Stöð 2 sport. Smashing Pumpkins sá um tónlistina, lagið heitir 1979.

Aguero í aðalhlutverki í sigri City

Sergio Agüero skoraði eitt mark og lagði upp tvö í 3-1 sigri Manchester City á úrvalsliði Malasíu í æfingaleik í Kuala Lumpur í dag.

Joe Tillen til Vals

Enski kantmaðurinn Joe Tillen er genginn í raðir Valsmanna frá Selfossi. Tillen skrifaði undir tveggja ára samning við Val.

Annar KR-ingur lánaður til Selfoss

Selfyssingar hafa fengið Dofra Snorrason að láni frá Íslands- og bikarmeisturum KR í knattspyrnu. Sunnlenska.is greinir frá þessu.

Chevrolet framan á treyju United

Enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United tilkynnti í dag að félagið hefði gert auglýsingasamning við General Motors.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Grindavík 2-1

Keflvíkingar unnu í kvöld verðskuldaðan 2-1 sigur á nágrönnum sínum úr Grindavík, í 13. umferð Pepsi-deildarinnar. Það var Magnús Sverrir Þorsteinsson sem tryggði sínum mönnum sigurinn með glæsilegu marki undir lok leiks. Útlitið því orðið verulega dökkt fyrir Grindvíkinga en þeir eru sem fyrr í neðsta sæti deildarinnar.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fram - FH - 0-1

FH stal sigrinum gegn Fram í Laugardalnum í kvöld þegar þeir skoruðu sigurmarkið á lokamínútu leiksins, en Hólmar Örn Rúnarsson gerði eina mark leiksins og því lauk honum með 1-0 sigri Fimleikafélagsins.

Reiknað með Wilshere í október í fyrsta lagi

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir að enski miðjumaðurinn Jack Wilshere snúi ekki aftur á knattspyrnuvöllinn fyrr en í október í fyrsta lagi. Guardian greinir frá þessu.

Jensen ekki með ÍA í kvöld-Kjartan Henry með KR

Danski leikmaðurinn, Jesper Jensen sem skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning við ÍA um helgina, verður ekki með liðinu í leik liðsins gegn KR í Pepsideildinni í kvöld. Þetta kom fram í viðtali við Þórð Þórðarson, þjálfara ÍA í útvarpsþættinum Boltanum á X-inu í morgun.

Newcastle undirbýr tilboð í Carroll

Newcastle United yndirbýr nú tilboð í Andy Carroll leikmann Liverpool samkvæmt fréttum í ensku fjölmiðlum í dag. Liverpool keypti Carroll fyrir 18 mánuðum frá Newcastle á 35 milljónir punda sem nemur 6,6 milljörðum ísl. kr. en leikmaðurinn hefur ekki náð að sanna sig hjá rauða hernum.

Alberto Aquilani fer frá Liverpool til Fiorentina

Alberto Aquilani er á förum til ítalska liðsins Fiorentina. Aquilani sem Liverpool keypti frá Roma árið 2009 fyrir 20 milljónir punda sem nemur um 3,8 milljarða kr, var í láni á síðustu leiktíð hjá AC Milan. Leiktíðina þar á undan var hann einnig í láni frá Liverpool og þá hjá Juventus.

Skoraði sigurmarkið í fyrsta leiknum

Breiðablik vann í gær frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sex leikja sigurgöngu ÍBV í deildinni.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Selfoss - Valur 0-1

Matthías Guðmundsson tryggði Valsmönnum þrjú stig á Selfossi þegar hann skoraði eina markið í leik liðanna í 13. umferð Pepsi-deild karla. Valsmenn komust upp í sjöunda sætið með þessu sigri en Selfyssingar eru áfram í næstneðsta sæti.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Stjarnan 3-3

Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fylkismönnum stig á móti Stjörnunni í 13. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld þegar hann jafnaði metin í 3-3 átta mínútum fyrir leikslok. Stjörnumenn hefðu náð toppliði KR að stigum með sigri en eins og áður í sumar þá gengur þeim illa að komast í tæri við toppsætið. Fylkismenn sýndu mikinn karakter með því að jafna metin þrisvar sinnum.

Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍBV 1-0

Breiðablik vann frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sigur göngu ÍBV í deildinni.

Sex marka jafnteflsleikur í Árbænum - myndir

Fylkir og Stjarnan gerðu 3-3 jafntefli á Fylkisvelli í Árbæ í kvöld þegar liðin mættust í 13. umferð Pepsi-deildar karla. Stjörnumenn komust þrisvar yfir í leiknum en Fylkismenn jöfnuðu í öll skiptin. Ingimundur Níels Óskarsson tryggði Fylki að lokum stig með jöfnunarmarki átta mínútum fyrir leikslok.

Þrjú rauð og Þróttarasigur í Laugardalnum - myndir

Það var hart tekist á í Laugardalnum í dag þegar Þróttarar unnu Þórsara á Valbjarnarvellinum í síðasta leik 13. umferðar 1. deildar karla. Þróttarar skoruðu sigurmarkið sitt úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en enduðu leikinn með níu menn inn á vellinum.

Sjá næstu 50 fréttir