Fleiri fréttir

Wilshere spilar ekkert fyrr en í október

Endurkomu Jack Wilshere seinkar enn og nýjustu fréttir af stráknum eru þær að hann verði ekkert með Arsenal-liðinu fyrr en í fyrsta lagi í október. Wilshere missti af öllu síðasta tímabili og hefur hvað eftir annað orðið fyrir bakslagi í endurkomu sinni inn á fótboltavöllinn.

Arsenal náði bara jafntefli á móti meisturunum frá Hong Kong

Arsenal gerði 2-2 jafntefli á móti meisturunum frá Hong Kong, KitChee, í æfingaleik í dag en þetta var síðasti leikur enska liðsins í æfingaferð sinni til Asíu. Theo Walcott og Thomas Eisfeld skoruðu mörk Arsenal og jöfnuðu metin í bæði skiptin.

Villas-Boas reiður Charlie Adam fyrir ljóta tæklingu á Gareth Bale

Gareth Bale meiddist í æfingaleik Tottenham og Liverpool í Bandaríkjunum í gær eftir að hafa lent í ljótri tæklingu frá Liverpool-manninum Charlie Adam. André Villas-Boas, stjóri Tottenham, var allt annað en sáttur með Skotann í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn.

Shevchenko skiptir fótboltanum út fyrir pólitíkina

Úkraínumaðurinn Andriy Shevchenko hefur ákveðið að leggja fótboltaskóna á hilluna og snúa sér að stjórnmálum í heimalandinu. Hann tilkynnti þetta formlega í fréttatilkynningu seint í gærkvöldi sem var send í gegnum félag hans Dynamo Kyiv.

Mancini: Það eru nýir leikmenn á leiðinni á næstu tveimur vikum

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur verið rólegur á leikmannamarkaðnum það sem af er sumars en hann boðar leikmannakaup á næstu tveimur vikum í viðtali við Sky Sports. City-menn hafa verið óhræddir við að eyða pening í leikmenn undanfarin sumur og því hefur komið á óvart hversu rólegir þeir hafa verið í sumar.

Fimm þjóðir komnar áfram í kvennafótboltanum á ÓL

Fimm þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í átta liða úrslitum í kvennafótboltakeppni Ólympíuleikanna og það þótt að enn sé ein umferð eftir. Bandaríkin, Brasilía, Bretland, Svíþjóð og Japan eru öll komin í átta liða úrslitin eftir leiki dagsins.

Oscar til í að spila hvar sem er á vellinum hjá Chelsea

Brasilíumaðurinn Oscar, nýjasti meðlimur Evrópumeistaraliðs Chelsea, segist vera að til í að spila hvar sem er á vellinum hjá Chelsea eða bara sem að Roberto Di Matteo vill láta hann spila. Chelsea keypti kappann frá Internacional í vikunni en hann er þessa stundina á fullu með Ólympíuliði Brasilíumanna.

Gunnar Heiðar og Alfreð skoruðu báðir í Íslendingaslag

Gunnar Heiðar Þorvaldsson og Alfreð Finnbogason voru báðir á skotskónum þegar lið þeirra mættust í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. IFK Norrköping, lið Gunnars Heiðars, vann þá 2-1 útisigur á Helsingborg, liði Alfreðs.

Ólafsvíkur-Víkingar með tveggja stiga forskot á toppi 1. deildar karla

Guðmundur Steinn Hafsteinsson tryggði Víkingi Ólafsvík 2-1 heimasigur á Tindastól í dag og þar með tveggja stiga forskot á toppi 1. deildar karla í fótbolta. Haukar náðú á sama tíma aðeins markalausu jafntefli á móti Hetti á heimavelli en liðin voru efst og jöfn fyrir leiki dagsins.

Villas-Boas: Ekkert nógu gott tilboð í Modric

Andre Villas-Boas, stjóri Tottenham, segir að félaginu hafi ekki borist nein frekari tilboð í Króatann Luka Modric sem hefur verið orðaður við spænsku meistarana í Real Madrid í allt sumar. Tottenham vill fá mun meira fyrir leikmanninn en Real var tilbúið að borga.

Leiknismenn sluppu úr botnsæti 1.deildar

Leiknir vann 2-1 sigur á KA fyrir norðan í kvöld í 13. umferð 1. deildar karla og lærisveinar Willums Þórs Þórssonar komust fyrir vikið upp úr botnsæti deildarinnar og hoppuðu alla leið upp í 9. sætið.

Julio Cesar ekki í Evrópudeildarhópi Inter

Julio Cesar og Giampaolo Pazzini voru ekki valdir í leikmannahóp Inter í Evrópudeildinni í vetur. Flest bendir til þess að þeirra tími sem lykilmenn í liði Inter sé liðinn.

Enska knattspyrnusambandið ákærir Terry | Neitar sök

Enska knattspyrnusambandið hefur ákært John Terry, miðvörð Chelsea, fyrir orðbragð sitt í garð Antons Ferdinand, leikmanns QPR, í viðureign liðanna í ensku úrvalsdeildinni í október. Terry hefur neitað sök og óskað eftir fundi með aganefnd sambandsins.

Mascherano búinn að gera nýjan samning við Barcelona

Argentínumaðurinn Javier Mascherano hefur samþykkt að gera nýjan samning við Barcelona og mun nýi samningurinn ná til ársins 2016. Mascherano lék áður með Liverpool en kom til Barca fyrir tveimur árum.

Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur - 0-2 | Valur í úrslit fimmta árið í röð

Valsarar tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna með sigri á KR, 2-0, í Frostaskjólinu. Johanna Rasmussen gerði fyrra mark Vals í leiknum en það síðara kom í uppbótartíma þegar Rakel Logadóttir skoraði glæsilegt mark. Þetta er fimmta árið í röð sem Valur kemst í úrslit bikarsins.

Manchester City vann Arsenal á Ólympíuleikvanginum í Peking

Englandsmeistarar Manchester City unnu Arsenal 2-0 í æfingaleik liðanna á Ólympíuleikvanginum í Peking í dag en bæði félögin eru á æfingaferðalagi í Asíu. Pablo Zabaleta og Yaya Touré skoruðu mörk City-liðsins í leiknum.

Koscielny vildi frekar vera áfram hjá Arsenal en að fara til Barcelona

Það er draumur flestra knattspyrnumanna að fá að spila með Barcelona en franski miðvörðurinn Laurent Koscielny vildi frekar vera áfram hjá Arsenal en að fara suður til Spánar. Koscielny talaði um þetta í viðtalið við franska blaðið http://edit.visir.is/apps/pbcsedit.dll/red#L'Equipe.

Fabio Capello: Ég hefði gert betri hluti með enska liðið á EM

Fabio Capello er tekinn við þjálfun rússneska landsliðsins og hann notaði tækifærið til að tjá sig um árangur enska landsliðsins á EM í sumar. Capello átti að stýra enska liðinu á mótinu en hætti óvænt í febrúar eftir ósætti við enska knattspyrnusambandið um þá ákvörðun að taka fyrirliðabandið af John Terry.

Robben og Ribery orðnir vinir á ný

Arjen Robben og Franck Ribery leika á sitthvorum vængnum hjá þýska stórliðinu Bayern München og eru báðir taldir vera í hópi bestu fótboltamanna heims. Það hafði því mikil áhrif á liðið þegar allt fór upp í háaloft á milli þeirra í hálfleik á undanúrslitaleik Meistaradeildarinnar síðasta vor.

Ryan Giggs kvartaði undan tæklingum Senegalanna

Ryan Giggs, fyrirliði breska Ólympíuliðsins, var ekki sáttur við harðar tæklingar leikmanna Senegal í leik þjóðanna í gær. Bretland og Senegal gerðu þá 1-1 jafntefli en Afríkumennirnir létu finna vel fyrir sér í leiknum.

Hverjar komast í bikarúrslitaleikinn?

Í kvöld ræðst það hvaða tvö lið munu mætast í bikarúrslitaleik kvenna í ár en undanúrslitaleikir Borgunarbikars kvenna fara þá fram og hefjast báðir klukkan 19.15.

Fyrsti leikur Brendan Rodgers verður í Hvíta-Rússlandi

Hvít-Rússarnir í FC Gomel tryggðu sér í kvöld leiki á móti Liverpool í 3. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar þegar liðið sló út FK Renova frá Makedóníu. FC Gomel komst upp með það að tapa seinni leiknum á heimavelli og vann 2-1 samanlagt.

Aðeins einn Íslendingur fagnaði í Krikanum í kvöld - myndir

FH-ingum tókst ekki að nýta sér góð úrslit úr fyrri leik sínum á móti sænska liðinu AIK og eru úr leik í Evrópudeildinni eftir 0-1 tap á móti sænska liðinu á Kaplakrikavelli í kvöld. FH náði 1-1 jafntefli í Svíþjóð og nægði því markalaust jafntefli.

Breska fótboltalandsliðinu tókst ekki að vinna Senegal

Bretar byrja fótboltakeppni Ólympíuleikanna ekki nógu vel því breska liðið náði bara 1-1 jafntefli á móti Senegal á Old Trafford í Manchester. Leikur Breta var allt annað en sannfærandi á móti frísku og baráttuglöðu liði Senegala en Afríkumennirnir létu vel finna fyrir sér í leiknum.

Brassarnir næstum því búnir að missa niður þriggja marka forystu

Brasilíumenn lentu í óvæntum vandræðum á móti Egyptalandi í fyrsta leik sínum í fótboltakeppni Ólympíuleikanna í London. Brassarnir skoruðu þrjú mörk á fyrsta hálftímanum en fengu á sig tvö mörk í seinni hálfleik og sluppu á endanum með eins marks sigur, 3-2.

Bandaríkjamaður til bjargar Leikni

Bandaríski framherjinn Samuel Petrone hefur samið við Leikni í 1. deild karla og verður löglegur með liðinu gegn KA annað kvöld. Þetta kemur fram á Fótbolti.net.

Umfjöllun: Þór - Mlada Boleslav 0-1 | Þórsarar klikkuðu á tveimur vítum

Þór frá Akureyri er dottið úr leik í Evrópudeildinni í knattspyrnu eftir 0-1 tap fyrir FK Mladá Boleslav frá Tékklandi. Lukas Magera skoraði eina mark gestanna sem voru ívið sterkari. Þór klúðraði þó tveimur vítaspyrnum í leiknum og hefðu með smá heppni getað gert einvígið spennandi.

West Ham búið að bjóða í Andy Carroll

West Ham United, nýliðarnir í ensku úrvalsdeildinni, hafa gert Liverpool tilboð í enska landsliðsframherjann Andy Carroll, samkvæmt heimildum BBC. Carroll myndi fara á láni til að byrja með en West Ham gengi síðan frá kaupunum næsta sumar.

Sjá næstu 50 fréttir