Fleiri fréttir

Monaco vann án Eiðs Smára

Franska félagið AS Monaco komst aftur á sigurbraut í kvöld er liðið tók á móti Stade Rennes. Monaco vann leikinn, 1-0.

Malouda: Höfum lært af mistökunum

Franski vængmaðurinn Florent Malouda hjá Chelsea hefur engar áhyggjur af því að Chelsea muni missa dampinn þó svo liðið hafi ekki unnið síðustu fjóra leiki.

Lehmann meiddur og í leikbanni

Þýski markvörðurinn Jens Lehmann hefur mikið verið í fréttum síðustu daga enda hefur hann verið að láta reka sig út af og svo kastaði hann af sér vatni í leik um daginn.

Konungsfjölskyldan í Arabíu vill kaupa í Liverpool

Fram kemur í Daily Mirror í dag að Liverpool gæti átt von á miklum peningum í rekstur félagsins því blaðið heldur því fram að konungsfjölskyldan í Sádi-Arabíu stefni að því kaupa í enska félaginu.

Liverpool tekur á móti Wigan í kvöld

Fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og eru þeir allir frekar áhugaverðir. Liverpool fær tækifæri til þess að lyfta sér upp úr áttunda sæti deildarinnar er liðið tekur á móti Wigan sem er í fjórtánda sæti.

Beckham vill mæta United í Meistaradeildinni

David Beckham vonast til þess að mæta fyrrum félögum sínum í Man. Utd í Meistaradeildinni í ár. Beckham gengur í raðir AC Milan eftir áramót og félagið gæti vel dregist gegn United í sextán liða úrslitum keppninnar.

Alfreð og Arnór áfram hjá Blikum

Blikum bárust góð tíðindi í dag þegar staðfest var að þeir Alfreð Finnbogason og Arnór Sveinn Aðalsteinsson hefðu skrifað undir nýjan samning við félagið.

Gunnar Heiðar til Reading

Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur verið lánaður frá Esbjerg í Danmörku til Reading á Englandi eftir því sem kemur fram á heimasíðu fyrrnefnda félagsins.

Arnór: Þýðir ekkert að hengja haus

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsen, segir engan bilbug að finna á Eiði Smára þrátt fyrir að allt hafi ekki gengið að óskum hjá franska liðinu Monaco í haust.

Torres býst við að Benitez verði áfram

Fernando Torres á ekki von á því að Rafael Benitez muni hætta hjá Liverpool á miðju tímabili þó svo að gengið hafi verið ekki verið í samræmi við væntingar.

Alex McLeish: Þurfti að líta tvisvar á stigatöfluna

Alex McLeish, stjóri Birmingham, var í skýjunum eftir fimmta sigur liðsins í röð í ensku úrvalsdeildinni. Birmingham vann 2-1 heimasigur á Blackburn þar sem Cameron Jerome skoraði bæði mörkin, eitt í upphafi hvors hálfleiks.

Manchester United upp að hlið Chelsea á toppnum

Manchester United þurfti ekki mikið að hafa fyrir því að vinna varalið Wolves í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. United vann sannfærandi 3-0 sigur og náði Chelsea að stigum í efsta sæti deildarinnar.

Þrír stjórnarmenn hjá Watford sögðu af sér í kvöld

Það er ekki gott ástand hjá enska B-deildarliðinu Watford sem glímir við mikinn fjárhagsvanda þessa daganna. Þrír stjórnarmenn félagsins sögðu af sér í kvöld á árlegum aðalfundi félagsins en framtíð Watford ræðst af því hvort félagið geti reddað 5,5 milljónum punda fyrir júní 2010.

Mark Hughes: Erum á eftir sæti Liverpool í Meistaradeildinni

Mark Hughes, stjóri Manchester City í ensku úrvalsdeildinni, er örugglega að reyna að setja enn meiri pressu á Rafael Benitez, stjóri Liverpool, með því að gefa það út að Manchester City ætli sér að ná í Meistaradeildarsæti Liverpool. Hughes er á því að Manchester United, Chelsea og Arsenal verði ekki haggað úr efstu þremur sætunum.

Wenger: Opnasta toppbaráttan í öll mín þrettán ár í Englandi

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er á því að baráttan um enska meistaratitilinn hafi ekki verið svona opin í þau þrettán ár sem hann hefur stjórnað enska liðinu. Arsenal er í þriðja sæti deildarinnar, sex stigum á eftir toppliði Chelsea en á leik inni.

FH fær 60 milljónir frá UEFA

Íslandsmeistarar FH fá um sextíu milljónir króna frá Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir þátttöku sína í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Lionel Messi æfði á ströndinni í Abu Dhabi

Besti knattspyrnumaður Evrópu, Lionel Messi, æfði í morgun á ströndinni í Abu Dhabi til þess að reyna að ná sér góðum að ökklameiðslunum sem hann varð fyrir í Meistaradeildinni í síðustu viku.

Henke Larsson orðinn þjálfari Landskrona

Henrik Larsson, fyrrum framherji Celtic, Barcelona og Manchester United, er orðinn þjálfari sænska 2. deildarliðsins Landskrona Bois. Hinn 38 ára gamli larsson lagði skóna á hilluna í vetur eftir að hafa klárað ferillinn hjá Helsingborg.

Backe hættur hjá Notts County

Svo virðist sem að ævintýrið um Notts County sé að breytast í martröð. Nú hefur Svíinn Hans Backe ákveðið að hætta sem knattspyrnustjóri liðsins eftir aðeins sjö vikur í starfi.

Berbatov: Erfitt að standa undir væntingum

Dimitar Berbatov segir að það hafi verið erfitt að standa undir þeim væntingum sem gerðar voru til hans eftir að hann var keyptur til Manchester United á 30 milljónir punda frá Tottenham í fyrra.

Neville frá í þrjár vikur

Gary Neville, fyrirliði Manchester United, á von á því að hann verði frá vegna meiðsla næstu þrjár vikurnar.

Suarez vill fara til Barcelona

Luis Suarez, leikmaður Ajax í Hollandi, hefur greint frá því að hann dreymir um að fá að spila einn daginn með Barcelona á Spáni.

Gattuso lýkur ferlinum hjá Milan

Umboðsmaður Gennaro Gattuso segir að leikmaðurinn muni ljúka ferlinum sínum hjá AC Milan. Gattuso samdi við félagið í gær til loka tímabilsins 2012.

Arshavin hefur trú á Liverpool

Andrey Arshavin segir að Liverpool geti vel náð sér á strik og endað tímabilið í einu af þremur efstu sætum deildarinnar.

Hætt við rannsókn á Assou-Ekotto

Stuðningsmaðurinn sem ásakaði Benoit Assou-Ekotto, leikmann Tottenham, um að hafa slegið sig hefur dregið ásökunina til baka.

Giggs: Ég hætti á undan Ferguson

Ryan Giggs á von á því að Alex Ferguson verði enn við stjórnvölinn hjá Manchester United þegar hann leggur sjálfur skóna á hilluna.

Tveir nýir íslenskir FIFA-dómarar staðfestir

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, hefur staðfest íslenskar tilnefningar á FIFA-lista yfir dómara og aðstoðardómara fyrir árið 2010. Þorvaldur Árnason og Þóroddur Hjaltalín eru báðir orðnir FIFA-dómarar í fyrsta sinn og þá er Andri Vigfússon fyrstur íslenskra Futsal dómara á alþjóðlegan lista.

Mourinho rýfur þögnina á morgun

Jose Mourinho er sagður ætla að ræða aftur við ítalska fjölmiðla á morgun er haldinn verður blaðamannafundur fyrir leik Inter og Livorno í ítölsku bikarkeppninni.

West Ham á eftir Hutton

West Ham hefur áhuga á að fá varnarmanninn Alan Hutton í sínar raðir en hann hefur fá tækifæri fengið hjá Tottenham í ár.

Gattuso framlengir til 2012

Gennaro Gattuso hefur framlengt samning sinn við ítalska úrvalsdeildarfélagið AC Milan til loka tímabilsins 2012.

Brynjar Björn: Opinn fyrir því að spila í Skandínavíu

Brynjar Björn Gunnarsson er líklega á förum frá enska liðinu Reading og samkvæmt frétt á Stöð 2 í kvöld þá er alveg eins líklegt að hann sé á leiðinni í norræna fótboltann á nýjan leik tíu árum eftir að hann fór yfir til Englands.

Arshavin gat ekki notað hægri fótinn alla vikuna

Arsenal-maðurinn Andrei Arshavin var enn á ný örlagavaldur Liverpool á Anfield í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar hann skoraði sigurmark Arsenal í 2-1 sigri. Tapið gerði endanlega út um allar meistaravonir hjá Liverpool en í fyrra skoraði Arshavin einmitt fernu á Anfield.

Sjá næstu 50 fréttir