Fleiri fréttir Drogba með þrennu í sigri Chelsea Englandsmeistarar Chelsea tóku Watford í bakaríið 4-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem framherjinn Didier Drogba fór á kostum og skoraði þrennu. 11.11.2006 17:02 Tveir leikir í beinni í kvöld Tveir leikir verða sýndir beint úr spænska boltanum á Sýn í kvöld, en sjónvarpsstöðin er með sannkallaða íþróttaveislu í beinum útsendingum í dag og nótt. Leikur Atletico Madrid og Villarreal verður sýndur klukkan 18:50 og klukkan 20:50 tekur Valencia á móti Atletico Bilbao. 11.11.2006 16:40 Drogba í stuði Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Didier Drogba er búinn að skora bæði mörk Chelsea sem hefur yfir 2-0 gegn Watford á heimavelli. Wigan hefur yfir gegn Charlton 2-0 og Aston Villa er yfir 1-0 á Goodison Park gegn Everton. Markaskorara í dag má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðunni. 11.11.2006 15:52 Liverpool mætir Arsenal Í dag var dregið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins í knattspyrnu. Þar ber hæst að Liverpool fékk heimaleik gegn Arsenal, Newcastle mætir Chelsea, Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Wycombe og þá tekur Tottenham á móti liði Southend í 1. deildinni sem óvænt sló Manchester United úr keppni á dögunum. 11.11.2006 15:08 Jafnt hjá City og Newcastle Manchester City og Newcastle skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en gestirnir frá Newcastle sýndu ekki lífsmark fyrr en á lokamínutum leiksins, þar sem þeir voru klaufar að tryggja sér ekki sigurinn. 11.11.2006 14:49 Scholes og Ferguson bestir í október Sir Alex Ferguson og Paul Scholes hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. United vann alla fjóra leiki sína í mánuðinum og hefur þriggja stiga forskot á Chelsea á toppnum. Þetta er í 18 skipti sem Ferguson fær þessi verðlaun á ferlinum. 10.11.2006 19:10 Gerir tilkall til sætis í byrjunarliði Real David Beckham þótti senda þjálfara sínum Fabio Capello hjá Real Madrid ákveðin skilaboð í gær þegar hann skoraði mark og lék mjög vel í auðveldum sigri Real á Ecija í bikarkeppninni í gær. Beckham hefur ekki náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu það sem af er leiktíðinni. 10.11.2006 17:27 Micah Richards í hópnum Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur valið 28 manna hóp sinn sem mætir Hollendingum í vináttuleik á miðvikudag. Einn nýliði er í hópnum, hinn 18 ára gamli Micah Richards frá Manchester City, en hann hefur aðeins spilað þrjá U-21 árs landsleiki. 10.11.2006 17:00 Gremst að Mourinho skuli fá sérmeðferð Sir Alex Ferguson er afar ósáttur við að Jose Mourinho, stjóra Chelsea, hafi verið veittur fundur með yfirmanni knattspyrnudómara á Englandi í kjölfar þess að stjórinn var ósáttur við dómgæslu Graham Poll í leik gegn Tottenham um síðustu helgi. Ferguson segir þetta algjört bull. 10.11.2006 16:45 Fjölskyldan hefði afneitað mér fyrir leikaraskap Dómarar í ensku knattspyrnunni hafa nú fengið stuðning úr ólíklegri átt, en harðjaxlinn Roy Keane lét hafa eftir sér í dag að þeir svartklæddu væru ekki öfundsverðir af því að dæma leiki nú á dögum vegna bellibragða og leikaraskapar knattspyrnumanna. 10.11.2006 15:14 Laursen verður frá í þrjá mánuði Danski varnarmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa hefur fengið þær frættir að hann verði frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Laursen hefur lítið sem ekkert geta spilað með Villa vegna meiðsla síðan hann kom frá Milan árið 2004. 10.11.2006 15:03 Cardiff og Leeds vilja fá Smith að láni Leeds United hefur nú farið þess á leit að fá fyrrum leikmann sinn Alan Smith að láni frá Manchester United, en fyrr í dag hafði United samþykkt lánstilboð Cardiff í framherjann. 10.11.2006 14:57 Real Madrid búið að kaupa arftaka Roberto Carlos Real Madrid hefur gengið frá kaupum á vinstri bakverðinum Marcelo frá brasilíska liðinu Fluminense, samkvæmt spænskum blöðum. Kaupverðið er talið vera um sex milljónir evra, eða um 522 milljónir íslenskra króna. Sevilla var einnig með augastað á Marcelo en nú virðist Real Madrid hafa haft betur. 10.11.2006 13:45 Eggert var í slagtogi með Cottee en lét hann róa Baráttaun um völdin í West Ham vekur mikla athygli í Bretlandi og fjölmiðlar þar í landi virðast á einu máli um að Eggert Magnússon og félagar leiði kapphlaupið um völdin í félaginu. Breska blaðið The Independent greinir frá því að líklegt sé að Eggert leggi fram formlegt tilboð í næstu viku þegar hans fólk verður búið að skoða bókhald félagsins. 10.11.2006 11:30 Frank Posch yfirgefur Fram Þýski varnarmaðurinn Frank Posch er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ. Posch lék með Fram í sumar við góðan orðstír og lék alla leiki liðsins, en Fram vann fyrstu deildina með þónokkrum yfirburðum. 10.11.2006 06:15 Páll undir feldi fram að áramótum Knattspyrnukappinn Páll Einarsson er lagstur undir feld og búinn að breiða vel yfir höfuðið á meðan hann íhugar hvort hann á að halda áfram knattspyrnuiðkun. 10.11.2006 06:00 Nýjar reglur greiða leið ungra þjálfara Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa samþykkt nýja reglugerð sem auðveldar yngri mönnum að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá félögum í deildinni, en reglur þessu tengdar hafa verið mikið í umræðunni vegna stjóra Middlesbrough og Newcastle. 9.11.2006 20:51 Englendingar mæta Spánverjum í febrúar Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Englendingar og Spánverjar muni leika vináttulandsleik í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester þann 7. febrúar á næsta ári. Þetta verður fyrsti leikur þjóðanna á Englandi síðan í febrúar árið 2001 en þar höfðu enskir 3-0 sigur í fyrsta leik Sven-Göran Eriksson sem landsliðsþjálfara. 9.11.2006 18:54 Enskir sektaðir fyrir ólæti í Zagreb Knattspyrnusamband Evrópu hefur sektað knattspyrnusambönd Englands og Króatíu vegna óláta stuðningsmanna landsliðanna fyrir leik þeirra í Zagreb í síðasta mánuði. Króötum var gert að greiða rúm 4000 pund í sekt en Króötum 21000 pund. Yfir 200 stuðningsmenn liðanna voru handteknir í ólátunum. 9.11.2006 18:28 Sissoko verður frá í þrjá mánuði Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur greint frá því að miðjumaðurinn Mohamed Sissoko verði frá keppni í þrjá mánuði eftir að hann fór úr axlarlið í leik gegn Birmingham í gærkvöld. Sissoko fer í aðgerð vegna meiðsla sinna í næstu viku og hefur Rafa Benitez þegar lýst yfir áhyggjum sínum af yfirvofandi fjarveru þessa duglega leikmanns sem spilar flesta leiki með liðinu. 9.11.2006 18:20 Orðinn leiður á ásökunum um leikaraskap Enski landsliðsmaðurinn Andy Johnson hjá Everton segist vera orðinn leiður á því að vera sakaður um leikaraskap í vítateigum andstæðinganna og segist vísvitandi vera búinn að breyta leikstíl sínum til að reyna að afsanna það orðspor sem hann hefur skyndilega fengið á sig í úrvalsdeildinni. 9.11.2006 16:53 Forssell í hnéuppskurð Lið Birmingham í ensku 1. deildinni verður án finnska framherjans Mikael Forssell næstu þrjá mánuðina eða svo eftir að hann fór í aðgerð vegna hnémeiðsla. Þetta er ekki sama hné og hélt honum frá keppni í átta mánuði fyrir tveimur árum, en það er líklega það eina sem forráðamenn Birmingham geta huggað sig við í dag. 9.11.2006 16:47 Benitez vill fara til Ítalíu Breska dagblaðið Sun hefur það eftir umboðsmanni Rafa Benitez, knattspyrnustjóra Liverpool, að Rafa hafi mikinn áhuga á því að þjálfa á Ítalíu því knattspyrnan þar í landi henti hans leikstíl best. 9.11.2006 16:15 Hedman til reynslu hjá Chelsea Englandsmeistarar Chelsea hafa fengið fyrrum landsliðsmarkvörð Svía, Magnus Hedman, til reynslu hjá félaginu í kjölfar meiðsla Petr Cech. Hedman lék áður með skoska liðinu Celtic auk þess sem hann spilaði með Coventy á Englandi. Hann er 33 ára gamall, en hann lagði skóna á hilluna í fyrra. 9.11.2006 15:24 Knattspyrnusambandið rannsakar meint veðmál Enska knattspyrnusambandið ætlar að hefja formlega rannsókn í kjölfar þess að fyrrum starfsmaður hjá veðmangarafyrirtækinu Victor Chandler hélt því fram að fleiri en einn knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni stundaði að veðja á úrslit leikja í deildinni, en slíkt er með öllu óheimilt. 9.11.2006 14:43 McFadden neitar sökum Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll var enn og aftur í sviðsljósinu í gær þegar hann vísaði James McFadden hjá Everton af velli eftir aðeins 19 mínútur í bikarleiknum gegn Arsenal í gærkvöld. Poll gaf þá skýringu að McFadden hafi brúkað munn við sig, en leikmaðurinn vísar því alfarið á bug. 9.11.2006 14:33 Enn meiðist Martin Laursen Danski varnarmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa verður frá keppni í nokkurn tíma eftir að hafa þurft að fara meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea í gær. Laursen hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða allar götur síðan hann gekk í raðir enska liðsins árið 2004. Leikmaðurinn sjálfur segir meiðslin ekki alvarleg, en Villa missti Gareth Barry einnig í meiðsli í gær. 9.11.2006 14:28 Freddy Adu verður til reynslu hjá United Manchester United er nú í viðræðum við bandaríska úrvalsdeildarliðið DC United um að fá framherjann efnilega Freddy Adu til reynslu í þessum mánuði. Adu þessi er aðeins 17 ára gamall og talinn mikið efni. Hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea og talið er að félögin muni jafnvel gera kauptilboð í hann í janúar. 9.11.2006 14:23 Sissoko frá í mánuð Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko verður frá keppni í að minnsta kosti einn mánuð eftir að hann fór úr axlarlið í bikarleiknum gegn Birmingham í gærkvöldi. Sissoko er landsliðsmaður Malí og hefur verið nokkuð óheppinn með meiðsli síðan hann gekk í raðir Liverpool. 9.11.2006 14:16 Bayern tapaði fyrir botnliðinu Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen töpuðu mjög óvænt 1-0 fyrir botnliði Hannover í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var Szabolcs Huszti sem skoraði mark félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar eftir varnarmistök Bayern, sem er nú sex stigum á eftir toppliði Werder Bremen. Stuttgart er í öðru sætinu eftir 2-0 sigur á Hamburg í gær. 8.11.2006 23:52 Tottenham áfram eftir framlengingu Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld þegar liðið lagði Port Vale 3-1 á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Tom Huddlestone skoraði tvö marka Tottenham og Jermain Defoe eitt. 8.11.2006 23:31 Auðvelt hjá Chelsea Chelsea burstaði Aston Villa 4-0 í enska deildarbikarnum í kvöld og er komið áfram í næstu umferð keppninnar líkt og Liverpool sem vann Birmingham 1-0 og Arsenal sem lagði Everton 1-0. Leikur Tottenham og Port Vale fór í framlengingu þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. 8.11.2006 21:51 Liverpool yfir gegn Birmingham Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Birmingham þegar flautað hefur verið til leikhlés í virðureign liðanna í enska deildarbikarnum. Það var danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger sem skoraði mark Liverpool í uppbótartíma, en Mohamed Sissoko þurfti að fara meiddur af velli eftir 26 mínútur. Leikurinn hefur verið fjörlegur og er í beinni útsendingu á Sýn. 8.11.2006 20:36 Bindur miklar vonir við íslenska knattspyrnumenn Einn litríkasti knattspyrnumarkvörður heims, Bruce Grobbelaar segir að Ísland verði á meðal sterkustu knattspyrnuþjóða innan tíu ára. Grobbelar dúkkaði óvænt upp á knattspyrnumóti í Egilshöll um síðustu helgi. 8.11.2006 20:18 Björgólfur staðfestir samstarf við Eggert Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann staðfestir að hann sé maðurinn sem standi á bak við meirihluta þess fjármagns sem Eggert Magnússon hefur verið að raka saman til að gera kauptilboð í enska knattspyrnufélagið West Ham. 8.11.2006 18:51 Farinn aftur til Tottenham Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur nú snúið aftur til London þar sem hann ætlar sér að halda áfram að vinna sér sæti í liði Totteham. Emil gerði gott mót með Malmö í Svíþjóð sem lánsmaður á síðustu mánuðum, en samkvæmt heimasíðu félagsins hefur hann ákveðið að reyna aftur fyrir sér á Englandi. 8.11.2006 18:30 Malbranque í byrjunarliði Tottenham Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque verður að öllum líkindum í byrjunarliði Tottenham í kvöld þegar liðið mætir Port Vale í enska deildarbikarnum. Malbranque hefur enn ekki spilað leik fyrir Tottenham síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar eftir uppskurð við kviðsliti. 8.11.2006 18:00 Veigar tilnefndur sem besti leikmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hjá norska liðinu Stabæk er einn þriggja leikmanna sem tilnefndir hafa verið sem leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni. Þeir Robert Koren hjá Lilleström og Steffen Iversen hjá Rosenborg eru einnig tilnefndir sem leikmenn ársins. 8.11.2006 17:24 Birmingham verður í hefndarhug Rafa Benitez reiknar fastlega með því að lið Birmingham verði í miklum hefndarhug í kvöld þegar liðið tekur á móti Liverpool í enska deildarbikarnum, en þessi lið mættust í bikarkeppninni á síðustu leiktíð og þá sigraði Liverpool 7-0. 8.11.2006 16:42 Beckham varð fyrir áfalli Fabio Capello segir að erfiðleikar David Beckham á knattspyrnuvellinum undanfarið stafi af því að hann hafi orðið fyrir sálrænu áfalli við það að segja af sér sem fyrirliði enska landsliðsins og að það hafi fengið á hann að vera ekki valinn í liðið síðan á HM. 8.11.2006 16:30 Tveir bikarleikir á Sýn í kvöld: Leikur Birmingham og Liverpool í enska deildarbikarnum verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Þá verður síðari leikur Barcelona og Badalona í spænska bikarnum sýndur beint þar á eftir. 8.11.2006 15:15 Xavier skrifar undir hjá Boro Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier hefur skrifað undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough og gildir hann til loka leiktíðarinnar. Xavier hefur nýlokið við að afplána 12 mánaða keppnisbann vegna lyfjanotkunar og er 33 ára gamall. Hann hefur staðið sig vel á æfingum með liðinu að undanförnu og því ákváðu forráðamenn félagsins að bjóða honum stuttan samning. 8.11.2006 14:53 Wenger og Pardew kærðir Enska knattspyrnusambandið hefur kært knattspyrnustjórana Arsene Wenger hjá Arsenal og Alan Pardew hjá West Ham fyrir ósæmilega hegðun á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust í úrvalsdeildinni um helgina. Vallarverðir þurftu að skilja þá félaga í sundur og lá við handalögmálum. Þeir hafa frest til 23. nóvember til að svara fyrir sig. 8.11.2006 14:47 Leiktíðinni lokið hjá Ameobi? Glenn Roeder, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Shola Ameobi þurfi líklega að fara til Ameríku í skurðaðgerð vegna þrálátra meiðsla á mjöðm sem hafa haldið framherjanum frá keppni í tvær vikur. Roeder segir að ef hann þurfi í uppskurðinn, þýði það væntanlega að hann spili ekki meira með liðinu á leiktíðinni. 8.11.2006 14:40 Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne hefur verið handtekinn af lögreglu vegna gruns um líkamsárás á næturklúbbi í Kensington í Lundúnum. Gascoigne er 39 ára gamall og hefur um árabil átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. 43 ára gamall karlmaður hefur lagt fram kæru til lögreglu og heldur því fram að á sig hafi verið ráðist. Málið er í rannsókn. 8.11.2006 14:36 Sjá næstu 50 fréttir
Drogba með þrennu í sigri Chelsea Englandsmeistarar Chelsea tóku Watford í bakaríið 4-0 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu þar sem framherjinn Didier Drogba fór á kostum og skoraði þrennu. 11.11.2006 17:02
Tveir leikir í beinni í kvöld Tveir leikir verða sýndir beint úr spænska boltanum á Sýn í kvöld, en sjónvarpsstöðin er með sannkallaða íþróttaveislu í beinum útsendingum í dag og nótt. Leikur Atletico Madrid og Villarreal verður sýndur klukkan 18:50 og klukkan 20:50 tekur Valencia á móti Atletico Bilbao. 11.11.2006 16:40
Drogba í stuði Nú er kominn hálfleikur í leikjunum sex sem standa yfir í ensku úrvalsdeildinni. Didier Drogba er búinn að skora bæði mörk Chelsea sem hefur yfir 2-0 gegn Watford á heimavelli. Wigan hefur yfir gegn Charlton 2-0 og Aston Villa er yfir 1-0 á Goodison Park gegn Everton. Markaskorara í dag má sjá á Boltavaktinni hér á íþróttasíðunni. 11.11.2006 15:52
Liverpool mætir Arsenal Í dag var dregið í 8-liða úrslit enska deildarbikarsins í knattspyrnu. Þar ber hæst að Liverpool fékk heimaleik gegn Arsenal, Newcastle mætir Chelsea, Hermann Hreiðarsson og félagar í Charlton taka á móti Wycombe og þá tekur Tottenham á móti liði Southend í 1. deildinni sem óvænt sló Manchester United úr keppni á dögunum. 11.11.2006 15:08
Jafnt hjá City og Newcastle Manchester City og Newcastle skildu jöfn 0-0 í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Leikurinn var ekki mikið fyrir augað, en gestirnir frá Newcastle sýndu ekki lífsmark fyrr en á lokamínutum leiksins, þar sem þeir voru klaufar að tryggja sér ekki sigurinn. 11.11.2006 14:49
Scholes og Ferguson bestir í október Sir Alex Ferguson og Paul Scholes hjá Manchester United voru í dag útnefndir knattspyrnustjóri og leikmaður októbermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. United vann alla fjóra leiki sína í mánuðinum og hefur þriggja stiga forskot á Chelsea á toppnum. Þetta er í 18 skipti sem Ferguson fær þessi verðlaun á ferlinum. 10.11.2006 19:10
Gerir tilkall til sætis í byrjunarliði Real David Beckham þótti senda þjálfara sínum Fabio Capello hjá Real Madrid ákveðin skilaboð í gær þegar hann skoraði mark og lék mjög vel í auðveldum sigri Real á Ecija í bikarkeppninni í gær. Beckham hefur ekki náð að vinna sér sæti í byrjunarliðinu það sem af er leiktíðinni. 10.11.2006 17:27
Micah Richards í hópnum Steve McClaren, landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu, hefur valið 28 manna hóp sinn sem mætir Hollendingum í vináttuleik á miðvikudag. Einn nýliði er í hópnum, hinn 18 ára gamli Micah Richards frá Manchester City, en hann hefur aðeins spilað þrjá U-21 árs landsleiki. 10.11.2006 17:00
Gremst að Mourinho skuli fá sérmeðferð Sir Alex Ferguson er afar ósáttur við að Jose Mourinho, stjóra Chelsea, hafi verið veittur fundur með yfirmanni knattspyrnudómara á Englandi í kjölfar þess að stjórinn var ósáttur við dómgæslu Graham Poll í leik gegn Tottenham um síðustu helgi. Ferguson segir þetta algjört bull. 10.11.2006 16:45
Fjölskyldan hefði afneitað mér fyrir leikaraskap Dómarar í ensku knattspyrnunni hafa nú fengið stuðning úr ólíklegri átt, en harðjaxlinn Roy Keane lét hafa eftir sér í dag að þeir svartklæddu væru ekki öfundsverðir af því að dæma leiki nú á dögum vegna bellibragða og leikaraskapar knattspyrnumanna. 10.11.2006 15:14
Laursen verður frá í þrjá mánuði Danski varnarmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa hefur fengið þær frættir að hann verði frá keppni í að minnsta kosti þrjá mánuði vegna hnémeiðsla. Laursen hefur lítið sem ekkert geta spilað með Villa vegna meiðsla síðan hann kom frá Milan árið 2004. 10.11.2006 15:03
Cardiff og Leeds vilja fá Smith að láni Leeds United hefur nú farið þess á leit að fá fyrrum leikmann sinn Alan Smith að láni frá Manchester United, en fyrr í dag hafði United samþykkt lánstilboð Cardiff í framherjann. 10.11.2006 14:57
Real Madrid búið að kaupa arftaka Roberto Carlos Real Madrid hefur gengið frá kaupum á vinstri bakverðinum Marcelo frá brasilíska liðinu Fluminense, samkvæmt spænskum blöðum. Kaupverðið er talið vera um sex milljónir evra, eða um 522 milljónir íslenskra króna. Sevilla var einnig með augastað á Marcelo en nú virðist Real Madrid hafa haft betur. 10.11.2006 13:45
Eggert var í slagtogi með Cottee en lét hann róa Baráttaun um völdin í West Ham vekur mikla athygli í Bretlandi og fjölmiðlar þar í landi virðast á einu máli um að Eggert Magnússon og félagar leiði kapphlaupið um völdin í félaginu. Breska blaðið The Independent greinir frá því að líklegt sé að Eggert leggi fram formlegt tilboð í næstu viku þegar hans fólk verður búið að skoða bókhald félagsins. 10.11.2006 11:30
Frank Posch yfirgefur Fram Þýski varnarmaðurinn Frank Posch er genginn í raðir Stjörnunnar í Garðabæ. Posch lék með Fram í sumar við góðan orðstír og lék alla leiki liðsins, en Fram vann fyrstu deildina með þónokkrum yfirburðum. 10.11.2006 06:15
Páll undir feldi fram að áramótum Knattspyrnukappinn Páll Einarsson er lagstur undir feld og búinn að breiða vel yfir höfuðið á meðan hann íhugar hvort hann á að halda áfram knattspyrnuiðkun. 10.11.2006 06:00
Nýjar reglur greiða leið ungra þjálfara Forráðamenn ensku úrvalsdeildarinnar hafa samþykkt nýja reglugerð sem auðveldar yngri mönnum að taka við stöðu knattspyrnustjóra hjá félögum í deildinni, en reglur þessu tengdar hafa verið mikið í umræðunni vegna stjóra Middlesbrough og Newcastle. 9.11.2006 20:51
Englendingar mæta Spánverjum í febrúar Enska knattspyrnusambandið hefur staðfest að Englendingar og Spánverjar muni leika vináttulandsleik í knattspyrnu á Old Trafford í Manchester þann 7. febrúar á næsta ári. Þetta verður fyrsti leikur þjóðanna á Englandi síðan í febrúar árið 2001 en þar höfðu enskir 3-0 sigur í fyrsta leik Sven-Göran Eriksson sem landsliðsþjálfara. 9.11.2006 18:54
Enskir sektaðir fyrir ólæti í Zagreb Knattspyrnusamband Evrópu hefur sektað knattspyrnusambönd Englands og Króatíu vegna óláta stuðningsmanna landsliðanna fyrir leik þeirra í Zagreb í síðasta mánuði. Króötum var gert að greiða rúm 4000 pund í sekt en Króötum 21000 pund. Yfir 200 stuðningsmenn liðanna voru handteknir í ólátunum. 9.11.2006 18:28
Sissoko verður frá í þrjá mánuði Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool hefur greint frá því að miðjumaðurinn Mohamed Sissoko verði frá keppni í þrjá mánuði eftir að hann fór úr axlarlið í leik gegn Birmingham í gærkvöld. Sissoko fer í aðgerð vegna meiðsla sinna í næstu viku og hefur Rafa Benitez þegar lýst yfir áhyggjum sínum af yfirvofandi fjarveru þessa duglega leikmanns sem spilar flesta leiki með liðinu. 9.11.2006 18:20
Orðinn leiður á ásökunum um leikaraskap Enski landsliðsmaðurinn Andy Johnson hjá Everton segist vera orðinn leiður á því að vera sakaður um leikaraskap í vítateigum andstæðinganna og segist vísvitandi vera búinn að breyta leikstíl sínum til að reyna að afsanna það orðspor sem hann hefur skyndilega fengið á sig í úrvalsdeildinni. 9.11.2006 16:53
Forssell í hnéuppskurð Lið Birmingham í ensku 1. deildinni verður án finnska framherjans Mikael Forssell næstu þrjá mánuðina eða svo eftir að hann fór í aðgerð vegna hnémeiðsla. Þetta er ekki sama hné og hélt honum frá keppni í átta mánuði fyrir tveimur árum, en það er líklega það eina sem forráðamenn Birmingham geta huggað sig við í dag. 9.11.2006 16:47
Benitez vill fara til Ítalíu Breska dagblaðið Sun hefur það eftir umboðsmanni Rafa Benitez, knattspyrnustjóra Liverpool, að Rafa hafi mikinn áhuga á því að þjálfa á Ítalíu því knattspyrnan þar í landi henti hans leikstíl best. 9.11.2006 16:15
Hedman til reynslu hjá Chelsea Englandsmeistarar Chelsea hafa fengið fyrrum landsliðsmarkvörð Svía, Magnus Hedman, til reynslu hjá félaginu í kjölfar meiðsla Petr Cech. Hedman lék áður með skoska liðinu Celtic auk þess sem hann spilaði með Coventy á Englandi. Hann er 33 ára gamall, en hann lagði skóna á hilluna í fyrra. 9.11.2006 15:24
Knattspyrnusambandið rannsakar meint veðmál Enska knattspyrnusambandið ætlar að hefja formlega rannsókn í kjölfar þess að fyrrum starfsmaður hjá veðmangarafyrirtækinu Victor Chandler hélt því fram að fleiri en einn knattspyrnustjóri í ensku úrvalsdeildinni stundaði að veðja á úrslit leikja í deildinni, en slíkt er með öllu óheimilt. 9.11.2006 14:43
McFadden neitar sökum Enski knattspyrnudómarinn Graham Poll var enn og aftur í sviðsljósinu í gær þegar hann vísaði James McFadden hjá Everton af velli eftir aðeins 19 mínútur í bikarleiknum gegn Arsenal í gærkvöld. Poll gaf þá skýringu að McFadden hafi brúkað munn við sig, en leikmaðurinn vísar því alfarið á bug. 9.11.2006 14:33
Enn meiðist Martin Laursen Danski varnarmaðurinn Martin Laursen hjá Aston Villa verður frá keppni í nokkurn tíma eftir að hafa þurft að fara meiddur af velli í leiknum gegn Chelsea í gær. Laursen hefur átt við þrálát hnémeiðsli að stríða allar götur síðan hann gekk í raðir enska liðsins árið 2004. Leikmaðurinn sjálfur segir meiðslin ekki alvarleg, en Villa missti Gareth Barry einnig í meiðsli í gær. 9.11.2006 14:28
Freddy Adu verður til reynslu hjá United Manchester United er nú í viðræðum við bandaríska úrvalsdeildarliðið DC United um að fá framherjann efnilega Freddy Adu til reynslu í þessum mánuði. Adu þessi er aðeins 17 ára gamall og talinn mikið efni. Hann hefur einnig verið orðaður við Chelsea og talið er að félögin muni jafnvel gera kauptilboð í hann í janúar. 9.11.2006 14:23
Sissoko frá í mánuð Miðjumaðurinn Mohamed Sissoko verður frá keppni í að minnsta kosti einn mánuð eftir að hann fór úr axlarlið í bikarleiknum gegn Birmingham í gærkvöldi. Sissoko er landsliðsmaður Malí og hefur verið nokkuð óheppinn með meiðsli síðan hann gekk í raðir Liverpool. 9.11.2006 14:16
Bayern tapaði fyrir botnliðinu Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen töpuðu mjög óvænt 1-0 fyrir botnliði Hannover í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það var Szabolcs Huszti sem skoraði mark félaga Gunnars Heiðars Þorvaldssonar eftir varnarmistök Bayern, sem er nú sex stigum á eftir toppliði Werder Bremen. Stuttgart er í öðru sætinu eftir 2-0 sigur á Hamburg í gær. 8.11.2006 23:52
Tottenham áfram eftir framlengingu Enska úrvalsdeildarliðið Tottenham var síðasta liðið til að tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum enska deildarbikarsins í kvöld þegar liðið lagði Port Vale 3-1 á heimavelli sínum eftir framlengdan leik. Tom Huddlestone skoraði tvö marka Tottenham og Jermain Defoe eitt. 8.11.2006 23:31
Auðvelt hjá Chelsea Chelsea burstaði Aston Villa 4-0 í enska deildarbikarnum í kvöld og er komið áfram í næstu umferð keppninnar líkt og Liverpool sem vann Birmingham 1-0 og Arsenal sem lagði Everton 1-0. Leikur Tottenham og Port Vale fór í framlengingu þar sem staðan var 1-1 að loknum venjulegum leiktíma. 8.11.2006 21:51
Liverpool yfir gegn Birmingham Liverpool hefur yfir 1-0 gegn Birmingham þegar flautað hefur verið til leikhlés í virðureign liðanna í enska deildarbikarnum. Það var danski landsliðsmaðurinn Daniel Agger sem skoraði mark Liverpool í uppbótartíma, en Mohamed Sissoko þurfti að fara meiddur af velli eftir 26 mínútur. Leikurinn hefur verið fjörlegur og er í beinni útsendingu á Sýn. 8.11.2006 20:36
Bindur miklar vonir við íslenska knattspyrnumenn Einn litríkasti knattspyrnumarkvörður heims, Bruce Grobbelaar segir að Ísland verði á meðal sterkustu knattspyrnuþjóða innan tíu ára. Grobbelar dúkkaði óvænt upp á knattspyrnumóti í Egilshöll um síðustu helgi. 8.11.2006 20:18
Björgólfur staðfestir samstarf við Eggert Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbankans, sendi í dag frá sér yfirlýsingu þar sem hann staðfestir að hann sé maðurinn sem standi á bak við meirihluta þess fjármagns sem Eggert Magnússon hefur verið að raka saman til að gera kauptilboð í enska knattspyrnufélagið West Ham. 8.11.2006 18:51
Farinn aftur til Tottenham Landsliðsmaðurinn Emil Hallfreðsson hefur nú snúið aftur til London þar sem hann ætlar sér að halda áfram að vinna sér sæti í liði Totteham. Emil gerði gott mót með Malmö í Svíþjóð sem lánsmaður á síðustu mánuðum, en samkvæmt heimasíðu félagsins hefur hann ákveðið að reyna aftur fyrir sér á Englandi. 8.11.2006 18:30
Malbranque í byrjunarliði Tottenham Franski miðjumaðurinn Steed Malbranque verður að öllum líkindum í byrjunarliði Tottenham í kvöld þegar liðið mætir Port Vale í enska deildarbikarnum. Malbranque hefur enn ekki spilað leik fyrir Tottenham síðan hann gekk í raðir liðsins í sumar eftir uppskurð við kviðsliti. 8.11.2006 18:00
Veigar tilnefndur sem besti leikmaðurinn Veigar Páll Gunnarsson hjá norska liðinu Stabæk er einn þriggja leikmanna sem tilnefndir hafa verið sem leikmaður ársins í norsku úrvalsdeildinni. Þeir Robert Koren hjá Lilleström og Steffen Iversen hjá Rosenborg eru einnig tilnefndir sem leikmenn ársins. 8.11.2006 17:24
Birmingham verður í hefndarhug Rafa Benitez reiknar fastlega með því að lið Birmingham verði í miklum hefndarhug í kvöld þegar liðið tekur á móti Liverpool í enska deildarbikarnum, en þessi lið mættust í bikarkeppninni á síðustu leiktíð og þá sigraði Liverpool 7-0. 8.11.2006 16:42
Beckham varð fyrir áfalli Fabio Capello segir að erfiðleikar David Beckham á knattspyrnuvellinum undanfarið stafi af því að hann hafi orðið fyrir sálrænu áfalli við það að segja af sér sem fyrirliði enska landsliðsins og að það hafi fengið á hann að vera ekki valinn í liðið síðan á HM. 8.11.2006 16:30
Tveir bikarleikir á Sýn í kvöld: Leikur Birmingham og Liverpool í enska deildarbikarnum verður sýndur beint á Sýn í kvöld og hefst útsending klukkan 19:35. Þá verður síðari leikur Barcelona og Badalona í spænska bikarnum sýndur beint þar á eftir. 8.11.2006 15:15
Xavier skrifar undir hjá Boro Portúgalski varnarmaðurinn Abel Xavier hefur skrifað undir samning við enska úrvalsdeildarfélagið Middlesbrough og gildir hann til loka leiktíðarinnar. Xavier hefur nýlokið við að afplána 12 mánaða keppnisbann vegna lyfjanotkunar og er 33 ára gamall. Hann hefur staðið sig vel á æfingum með liðinu að undanförnu og því ákváðu forráðamenn félagsins að bjóða honum stuttan samning. 8.11.2006 14:53
Wenger og Pardew kærðir Enska knattspyrnusambandið hefur kært knattspyrnustjórana Arsene Wenger hjá Arsenal og Alan Pardew hjá West Ham fyrir ósæmilega hegðun á hliðarlínunni þegar lið þeirra mættust í úrvalsdeildinni um helgina. Vallarverðir þurftu að skilja þá félaga í sundur og lá við handalögmálum. Þeir hafa frest til 23. nóvember til að svara fyrir sig. 8.11.2006 14:47
Leiktíðinni lokið hjá Ameobi? Glenn Roeder, stjóri Newcastle, segir að framherjinn Shola Ameobi þurfi líklega að fara til Ameríku í skurðaðgerð vegna þrálátra meiðsla á mjöðm sem hafa haldið framherjanum frá keppni í tvær vikur. Roeder segir að ef hann þurfi í uppskurðinn, þýði það væntanlega að hann spili ekki meira með liðinu á leiktíðinni. 8.11.2006 14:40
Handtekinn vegna gruns um líkamsárás Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Gascoigne hefur verið handtekinn af lögreglu vegna gruns um líkamsárás á næturklúbbi í Kensington í Lundúnum. Gascoigne er 39 ára gamall og hefur um árabil átt við áfengis- og fíkniefnavanda að stríða. 43 ára gamall karlmaður hefur lagt fram kæru til lögreglu og heldur því fram að á sig hafi verið ráðist. Málið er í rannsókn. 8.11.2006 14:36