Fleiri fréttir Schaaf ætlar að koma Barcelona á óvart Lið Werder Bremen hefur ekki unnið sigur í fimm síðustu leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu en Thomas Schaaf þjálfari ætlar sér að koma Evrópumeisturum Barcelona á óvart í kvöld þegar liðin mætast í A-riðli á Westerstadion í Bremen. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30. 27.9.2006 17:35 Sögulegur leikur í Moskvu í kvöld Leikur Spartak Moskvu og Sporting Lissabon á Luzhniki Stadium verður kannski ekki stærsti leikurinn sem verður á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en hann verður þó merkilegur fyrir þær sakir að þetta verður í fyrsta sinn sem leikur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verður háður á gervigrasvelli. 27.9.2006 17:25 Ólafur Þórðarson nýr þjálfari Fram Ólafur Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Fram í knattspyrnu. Samningur Ólafs við Fram er til þriggja ára. Framarar tryggðu sér sæti í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð með sigri í fyrstu deild. 27.9.2006 16:40 Vekur reiði samkynhneigðra Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United hefur vakið upp nokkra gremju meðal baráttumanna fyrir jafnrétti samkynhneigðra eftir að hann var sakaður um að hafa látið niðrandi orð um samkynhneigða falla í kjölfar þess að hann var spjaldaður í leiknum gegn Benfica í meistaradeildinni í gær. 27.9.2006 16:34 Ætlar að skála í kvöld Ítalski landsliðsmaðurinn Francesco Totti hjá Roma vill ólmur næla í þrjú stig með liði sínu þegar það sækir Valencia heim í D-riðli meistaradeildarinnar í kvöld, því hann segist vilja skála við félaga sína í fluginu heim til Ítalíu og halda þannig upp á þrítugsafmæli sitt sem er í dag. 27.9.2006 16:28 Titus Bramble heldur sæti sínu Hinn seinheppni varnarmaður Newcastle, Titus Bramble, heldur sæti sínu í liðinu fyrir Evrópuleikinn gegn Levadia Tallinn. Bramble varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að hafa verið valinn í lið vikunnar, hjá ESPN, eftir síðasta leik gegn Everton. Hið vafasama er hann var valinn í liðið fyrir hönd andstæðinga sinna í leiknum, en hann þótti hafa verið besti leikmaður Everton í leiknum. 27.9.2006 14:45 Yfirtökutal hefur truflandi áhrif á liðið Alan Pardew segir að endalausar vangaveltur um að gert verði yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið West Ham séu farnar að hafa truflandi áhrif á liðið. West Ham hefur gengið afleitlega síðan Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez gengu í raðir félagsins á sínum tíma, en síðan hefur aðeins einn sigur unnist. 27.9.2006 14:43 Barclays framlengir styrktarsamning Barclays bankinn hefur framlengt styrktarsamning sinn við ensku úrvalsdeildina til ársins 2010, en þetta er tveggja ára framlenging á gildandi samningi. Þetta mun færa deildinni tæpar 66 milljónir punda í tekjur. 27.9.2006 14:38 Lætur ummæli þjálfara Levski Sofia ekki á sig fá Stanimir Stoilov, knattspyrnustjóri Levski Sofia, lét hafa eftir sér að Chelsea spilaði ekki nálægt því eins fallega knattspyrnu og Evrópumeistarara Barcelona, en Jose Mourinho segist ekki taka þetta nærri sér. 27.9.2006 14:30 Sjálfstraust leikmanna vex stöðugt Arsene Wenger segir að 2-0 sigur Arsenal á Porto í kvöld beri þess merki að sjálfstraust leikmanna sé að vaxa til muna og að liðið sé nú að finna taktinn eftir fremur dapra byrjun á leiktíðinni. 26.9.2006 21:57 Mark Saha var frábært Sir Alex Ferguson sá aðeins það jákvæða við leik sinna manna í sigrinum á Benfica í meistaradeildinni í kvöld og hrósaði frábæru einstaklingsframtaki Louis Saha sem á endanum réði úrslitum í leiknum. 26.9.2006 21:38 Einstaklingsframtak Saha tryggði United sigur Franski framherjinn Louis Saha skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United náði fram hefndum á Benfica og kom sér í góð mál í riðli sínum með 1-0 sigri. Enska liðið var fjarri sínu besta í leiknum, en Cristiano Ronaldo var maður vallarins og í raun eini maðurinn sem spilaði vel í kvöld. 26.9.2006 20:52 Hættið að reyna að vera Roy Keane Framherjinn Dwight Yorke hefur skorað á félaga sína í liði Sunderland að hætta að reyna að vera Roy Keane á knattspyrnuvellinum með því að tækla í allar áttir eins og óðir menn. Sunderland tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Keane um helgina og þótti Yorke félagar sínir taka full harkalega á andstæðingunum. 26.9.2006 20:00 Real í góðum málum Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í meistaradeildinni. Ekkert mark hefur verið skorað í leik Benfica og Manchester United, þar sem gestirnir frá Englandi hafa verið hreint út sagt lélegir. Betur gengur hjá Arsenal, þar sem fyrirliðinn Thierry Henry hefur komið liðinu yfir gegn Porto á Emirates vellinum. Þá hafa þeir Ruud van Nistelrooy, Jose Antonio Reyes og Raul komið Real Madrid í 3-0 gegn Dynamo frá Kænugarði. 26.9.2006 19:24 CSKA lagði Hamburg Rússneska liðið CSKA frá Moskvu lagði þýska liðið Hamburg 1-0 í kvöld í fyrsta leiknum sem fram fór í meistaradeildinni. Það var Brasilíumaðurinn Dudu sem skoraði sigurmark CSKA á 59. mínútu og varamaðurinn Benjamin Lauth fékk að líta rauða spjaldið í liði Hamburg aðeins 6 mínútum eftir að honum var skipt inn á. Hamburg hefur því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í G-riðlinum, þar sem liðið leikur ásamt CSKA, Arsenal og Porto. 26.9.2006 18:37 Tvær breytingar hjá United Sir Alex Ferguson hefur gert tvær breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Reading fyrir einvígið gegn Benfica í Portúgal sem er að hefjast í beinni á Sýn nú klukkan 18:45. John O´Shea og Louis Saha koma inn í liðið á ný og þá er Alan Smith á varamannabekknum og gæti spilað sinn fyrsta leik síðan hann fótbrotnaði illa á síðustu leiktíð. 26.9.2006 18:24 Martröðin heldur áfram hjá Delaney Meiðslakálfurinn Mark Delaney hjá Aston Villa þarf enn að bíða eftir því að geta unnið sér sæti í liðinu eftir að í ljós kom að hann þarf að fara í annan hnéuppskurðinn á skömmum tíma. Delaney gat lítið sem ekkert spilað með Villa á síðustu leiktíð, en spilaði landsleik fyrir Wales í síðasta mánuði. Það vildi ekki betur til en að nú þarf kappinn í uppskurð á ný. 26.9.2006 18:15 Á von á stórleik frá Rooney og Ronaldo Alex Ferguson á von á stórleik frá þeim Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney í meistaradeildinni í kvöld þegar Manchester United sækir Benfica heim, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 18:30. 26.9.2006 17:45 Ég verð að dreifa álaginu Rafa Benitez hefur nú enn á ný þurft að bera hendur fyrir höfuð sér vegna sífelldra breytinga sem hann gerir á byrjunarliði Liverpool, en ljóst þykir að hann muni stokka upp í hópnum fyrir leikinn gegn Galatasaray annað kvöld og verður það 93. leikurinn í röð þar sem Liverpool teflir fram breyttu byrjunarliði. 26.9.2006 17:15 Benfica - Man Utd í beinni á Sýn í kvöld Það verður mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld eins og venjulega þegar spilað er í meistaradeild Evrópu. Aðalleikur kvöldsins verður viðureign Benfica og Manchester United sem sýndur er á Sýn, en auk þess verða leikir Arsenal - Porto og Real Madrid og Dynamo Kiev sýndir beint á aukarásum Sýnar klukkan 18:30. 26.9.2006 16:19 Björgólfur bestur í síðustu umferðunum Framherjinn Björgólfur Takefusa hjá KR var í dag útnefndur besti leikmaður 13.-18 umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Teitur Þórðarson hjá KR var kjörinn besti þjálfarinn og Garðar Örn Hinriksson var kjörinn besti dómarinn. Þá þóttu stuðningsmenn Víkings þeir bestu í síðustu umferðunum og Skagamenn áttu flesta leikmenn í úrvali umferðanna. 26.9.2006 15:52 Ætlar að berjast fyrir ferlinum Kevin Bond, fyrrverandi aðstoðamaður Glen Roeder, sem var rekin í dag af Newcastle, segir félagið ekki hafa farið nógu vel yfir málið áður en ákveðið var að láta hann fara. 26.9.2006 15:45 Umboðsmaður Cole settur í bann og sektaður Jonathan Barnett, umboðsmaður Ashley Cole hjá Chelsea, hefur verið settur í 18 mánaða bann, þar af 9 skilorðsbundna, fyrir þátt sinn í því þegar Chelsea ræddi ólöglega við leikmanninn þegar hann var samningsbundinn Arsenal á sínum tíma. Cole og Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafa þegar tekið út refsingu sína vegna þessa. Barnett var auk þessa gert að greiða 100 þúsund punda sekt. 26.9.2006 15:24 Newcastle að landa Waterreus Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle er nú við það að landa til sín fyrrum landsliðsmarkverði Hollendinga, Ronald Waterreus, sem áður lék m.a. með Celtic og Manchester City. Waterreus er 36 ára gamall og verður ætlað að vera varamarkvörður Steve Harper sem fyllir skarð Shay Given eftir að sá þurfti í uppskurð á dögunum. 26.9.2006 14:50 Meistaradeildin er óklárað verkefni Arsene Wenger segir hungur í velgengni í meistaradeildinni svo mikið að það yrði ekki nóg fyrir sig að vinna keppnina þrjú ár í röð. Arsenal krækti í silfurverðlaun á síðustu leiktíð, en það er fjarri því að nægja Wenger. Arsenal mætir Porto í keppninni í kvöld og verður leikurinn í beinni á Sýn Extra klukkan 18:30. 26.9.2006 14:40 Ólafur Jóhannesson er besti þjálfarinn Ólafur Jóhannesson er besti þjálfarinn í Landsbankadeild karla að mati íþróttafréttamanna Sýnar og Fréttablaðsins , en Ólafur skrifaði undir nýjan eins árs samning við FH - inga í gær. Næstir í kjörinu voru Teitur Þórðarson þjálfari KR - inga og bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. 26.9.2006 14:11 Mannabreytingar hjá ÍA Ný rekstrarstjórn hefur tekið við ÍA en fráfarandi stjórn hefur óskað eftir því að vera leyst undan störfum. Félagið sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis nú fyrir skömmu. 26.9.2006 13:15 Liverpool býr sig undir átökin Það var létt yfir leikmönnum Liverpool á æfingu í morgun. Þeir eru að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Galatasaray í C-riðli Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á Anfield á morgun. Þessar myndir voru teknar af ljósmyndurum AP fréttastofunnar í morgun. 26.9.2006 12:15 Newcastle rekur Kevin Bond Kevin Bond, aðstoðarmaður Glen Roeder knattspyrnustjóra Newcastle, hefur verið leystur frá störfum. Brottreksturinn kemur í kjölfar ásakana sem fram komu í heimildaþættinum Panorama á BBC í síðustu viku. Bond var ráðinn til starfa í júlí mánuði síðastliðnum. 26.9.2006 11:13 Ósigurinn í París hjálpar okkur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir þá staðreynd að lið hans var aðeins 13 mínútum frá því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, hjálpi liðinu nú til að ná enn betri árangri í keppninni. Viljinn til að ná árangri gegn líkunum hafi meðal annars fengið Thierry Henry til að vera áfram hjá félaginu. 25.9.2006 15:51 Lauflétt uppgjör í kvöld Landsbankadeild karla verður gerð upp á léttu nótunum í sérstökum sjónvarpsþætti klukkan 20:30 á Sýn í kvöld. "Þetta verður lauflétt uppgjör," sagði Guðjón Guðmundsson umsjónamaður þáttarins. "Við fáum góða gesti í heimsókn, förum yfir leikina og markverð atvik". 25.9.2006 14:48 Það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt. 25.9.2006 12:00 Væri ekki líft í Kópavogi hefði Breiðablik fallið Steinþór Freyr Þorsteinsson átti mjög góðan leik fyrir Breiðablik á laugardaginn þegar lokaumferð Landsbankadeildarinnar fór fram. Hann hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar af Fréttablaðinu. 25.9.2006 11:45 Velti fyrir sér að yfirgefa Old Trafford Cristiano Ronaldo sagði eftir heimsmeistarakeppnina að hann yrði hugsanlega að yfirgefa Manchester United. Þetta sagði hann skömmu eftir að Portúgalar slógu Englendinga út úr keppninni. Nú hinsvegar hefur hann sett stefnuna á að verða einn af allra bestu leikmönnunum sem leikið hafi í rauðu treyjunni. 25.9.2006 11:30 Skýrist í dag? "Við erum alveg rólegir yfir þessu, það virðist vera mikill áhugi á þessu starfi," sagði Brynjar Jóhannesson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Fram, aðspurður um þjálfaramál félagsins. Ákveðið var að framlengja ekki samninginn við Ásgeir Elíasson sem stýrði Fram til sigurs í 1. deildinni í sumar og er verið að leita að manni til að stýra liðinu í Landsbankadeildinni á næsta ári. 25.9.2006 11:15 Ronaldo getur orðið sá besti Cristiano Ronaldo býr yfir það miklum hæfileikum að hann getur orðið besti leikmaður heims í nánustu framtíð. Þetta er mat Carlos Queiroz, aðstoðarþjálfara Manchester United. Queiroz lét orðin falla eftir jafnteflisleikinn gegn Reading á laugardag, en þá var það Ronaldo sem skoraði mark Man. Utd. 25.9.2006 11:00 Orðsporið er varanlega skaðað Sam Allardyce, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, telur að sú mynd sem birtist af honum í spillingarþættinum hafi komið varanlegum skaða á orðspor sitt. Allardyce var sterklega orðaður við enska landsliðið í vor og var almennt talinn einn af heitustu knattspyrnustjórunum í landinu. 25.9.2006 10:15 Þetta hefur verið versti tími lífs míns Craig Allardyce, sonur Sam Allardyce hjá Bolton og umboðsmaðurinn sem var í aðalhlutverki í spillingarþætti BBC um ensku knattspyrnuna í síðustu viku, segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér fyrir að bregðast föður sínum og allri fjölskyldu sinni með framkomu sinni í þættinum. 25.9.2006 09:45 Létu mikið að sér kveða Íslenskir leikmenn settu mark sitt á norska boltann um helgina en Marel Baldvinsson og Veigar Páll Gunnarsson voru báðir á skotskónum. Marel opnaði markareikning sinn hjá Molde með því að skora fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Lilleström. Sigurinn var afar dýrmætur því með honum kom Molde sér af mesta fallsvæðinu. Veigar Páll heldur áfram að spila eins og engill og í gær skoraði hann sigurmark Stabæk gegn Fredriksstad þar sem lokatölur urðu 3-2. 25.9.2006 09:30 Inter skaust á toppinn Ítalíumeistararnir í Inter unnu 4-3 sigur á Chievo í gær í ótrúlegum leik á heimavelli sínum. Með þessum sigri komst Inter á toppinn en það munaði litlu að liðið glopraði niður forskoti sínu eftir að hafa komist í 4-0. Á seinasta stundarfjórðungi leiksins skoraði Chievo þrjú mörk og fékk færi í viðbótartíma til að ná jafntefli. 25.9.2006 09:00 Hugsaði út í það að hætta David James segist hafa íhugað það alvarlega að leggja hanskana á hilluna þegar hann missti sæti sitt í enska landsliðinu. Hann var tekinn út úr liðinu eftir að hafa gert hrikaleg mistök í leik gegn Austurríki í september 2004. James er nú hjá Portsmouth en á þessum tíma lék hann fyrir Manchester City. 25.9.2006 07:30 Fallhlífarstökk í auglýsingu Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, er fleira til lista lagt en að búa til góð fótboltalið. Nýlega lék hann í sjónvarpsauglýsingu fyrir BPI-bankann í Portúgal þar sem hann stekkur úr flugvél í jakkafötum en opnar síðan fallhíf þegar hann nálgast jörðina. Mourinho þykir minna um margt á sjálfan James Bond þegar hann lendir fullkomnlega í bakgarði glæsilegs einbýlishúss í Portúgal. En Mourinho hefur nú viðurkennt að það hafi ekki verið hann sjálfur sem stökk úr flugvélinni. 25.9.2006 07:00 Árangurinn var óásættanlegur Hreinn Hringsson, fyrirliði knattspyrnuliðs KA, er mjög óánægður með spilamennsku liðsins í sumar og segir árangurinn á tímabilinu vera óásættanlegan. Þetta segir hann í viðtali við heimasíðu KA. „Sumarið fótboltalega séð var engan veginn nógu gott og árangur sumarsins þar af leiðandi slakur og óásættanlegur,“ segir Hreinn meðal annars en bætir því við að væntingarnar til liðsins hafi ef til vill verið of miklar, enda hafi miklar breytingar verið gerðar á liðinu frá því í fyrra. 25.9.2006 06:30 Ég er ekki svona rosalega góður Síðan Sigþór Júlíusson kom til KR frá Völsungi hinn 31. júlí sl. hefur verið mikill uppgangur á spilamennsku liðsins. Liðið hefur unnið sex leiki, gert tvö jafntefli og engum leik tapað. 25.9.2006 05:30 Barcelona 1-1 Valencia Barcelona og Valencia gerðu 1-1 jafntefli á Camp Nou leikvanginum í Barcelona. Það var David Villa sem skoraði fyrir Valencia en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Barcelona. Eiður Smári Guðjohnsen sat á bekknum og kom ekki inn á. Önnur úrslit á Spáni: 24.9.2006 20:57 Sjá næstu 50 fréttir
Schaaf ætlar að koma Barcelona á óvart Lið Werder Bremen hefur ekki unnið sigur í fimm síðustu leikjum sínum í Meistaradeild Evrópu en Thomas Schaaf þjálfari ætlar sér að koma Evrópumeisturum Barcelona á óvart í kvöld þegar liðin mætast í A-riðli á Westerstadion í Bremen. Leikurinn verður sýndur beint á Sýn Extra og hefst útsending klukkan 18:30. 27.9.2006 17:35
Sögulegur leikur í Moskvu í kvöld Leikur Spartak Moskvu og Sporting Lissabon á Luzhniki Stadium verður kannski ekki stærsti leikurinn sem verður á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í kvöld, en hann verður þó merkilegur fyrir þær sakir að þetta verður í fyrsta sinn sem leikur í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verður háður á gervigrasvelli. 27.9.2006 17:25
Ólafur Þórðarson nýr þjálfari Fram Ólafur Þórðarson hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks Fram í knattspyrnu. Samningur Ólafs við Fram er til þriggja ára. Framarar tryggðu sér sæti í Landsbankadeildinni á næstu leiktíð með sigri í fyrstu deild. 27.9.2006 16:40
Vekur reiði samkynhneigðra Fyrrum landsliðsmaðurinn Paul Scholes hjá Manchester United hefur vakið upp nokkra gremju meðal baráttumanna fyrir jafnrétti samkynhneigðra eftir að hann var sakaður um að hafa látið niðrandi orð um samkynhneigða falla í kjölfar þess að hann var spjaldaður í leiknum gegn Benfica í meistaradeildinni í gær. 27.9.2006 16:34
Ætlar að skála í kvöld Ítalski landsliðsmaðurinn Francesco Totti hjá Roma vill ólmur næla í þrjú stig með liði sínu þegar það sækir Valencia heim í D-riðli meistaradeildarinnar í kvöld, því hann segist vilja skála við félaga sína í fluginu heim til Ítalíu og halda þannig upp á þrítugsafmæli sitt sem er í dag. 27.9.2006 16:28
Titus Bramble heldur sæti sínu Hinn seinheppni varnarmaður Newcastle, Titus Bramble, heldur sæti sínu í liðinu fyrir Evrópuleikinn gegn Levadia Tallinn. Bramble varð þess vafasama heiðurs aðnjótandi að hafa verið valinn í lið vikunnar, hjá ESPN, eftir síðasta leik gegn Everton. Hið vafasama er hann var valinn í liðið fyrir hönd andstæðinga sinna í leiknum, en hann þótti hafa verið besti leikmaður Everton í leiknum. 27.9.2006 14:45
Yfirtökutal hefur truflandi áhrif á liðið Alan Pardew segir að endalausar vangaveltur um að gert verði yfirtökutilboð í knattspyrnufélagið West Ham séu farnar að hafa truflandi áhrif á liðið. West Ham hefur gengið afleitlega síðan Argentínumennirnir Javier Mascherano og Carlos Tevez gengu í raðir félagsins á sínum tíma, en síðan hefur aðeins einn sigur unnist. 27.9.2006 14:43
Barclays framlengir styrktarsamning Barclays bankinn hefur framlengt styrktarsamning sinn við ensku úrvalsdeildina til ársins 2010, en þetta er tveggja ára framlenging á gildandi samningi. Þetta mun færa deildinni tæpar 66 milljónir punda í tekjur. 27.9.2006 14:38
Lætur ummæli þjálfara Levski Sofia ekki á sig fá Stanimir Stoilov, knattspyrnustjóri Levski Sofia, lét hafa eftir sér að Chelsea spilaði ekki nálægt því eins fallega knattspyrnu og Evrópumeistarara Barcelona, en Jose Mourinho segist ekki taka þetta nærri sér. 27.9.2006 14:30
Sjálfstraust leikmanna vex stöðugt Arsene Wenger segir að 2-0 sigur Arsenal á Porto í kvöld beri þess merki að sjálfstraust leikmanna sé að vaxa til muna og að liðið sé nú að finna taktinn eftir fremur dapra byrjun á leiktíðinni. 26.9.2006 21:57
Mark Saha var frábært Sir Alex Ferguson sá aðeins það jákvæða við leik sinna manna í sigrinum á Benfica í meistaradeildinni í kvöld og hrósaði frábæru einstaklingsframtaki Louis Saha sem á endanum réði úrslitum í leiknum. 26.9.2006 21:38
Einstaklingsframtak Saha tryggði United sigur Franski framherjinn Louis Saha skoraði eina mark leiksins þegar Manchester United náði fram hefndum á Benfica og kom sér í góð mál í riðli sínum með 1-0 sigri. Enska liðið var fjarri sínu besta í leiknum, en Cristiano Ronaldo var maður vallarins og í raun eini maðurinn sem spilaði vel í kvöld. 26.9.2006 20:52
Hættið að reyna að vera Roy Keane Framherjinn Dwight Yorke hefur skorað á félaga sína í liði Sunderland að hætta að reyna að vera Roy Keane á knattspyrnuvellinum með því að tækla í allar áttir eins og óðir menn. Sunderland tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Keane um helgina og þótti Yorke félagar sínir taka full harkalega á andstæðingunum. 26.9.2006 20:00
Real í góðum málum Nú er kominn hálfleikur í viðureignum kvöldsins í meistaradeildinni. Ekkert mark hefur verið skorað í leik Benfica og Manchester United, þar sem gestirnir frá Englandi hafa verið hreint út sagt lélegir. Betur gengur hjá Arsenal, þar sem fyrirliðinn Thierry Henry hefur komið liðinu yfir gegn Porto á Emirates vellinum. Þá hafa þeir Ruud van Nistelrooy, Jose Antonio Reyes og Raul komið Real Madrid í 3-0 gegn Dynamo frá Kænugarði. 26.9.2006 19:24
CSKA lagði Hamburg Rússneska liðið CSKA frá Moskvu lagði þýska liðið Hamburg 1-0 í kvöld í fyrsta leiknum sem fram fór í meistaradeildinni. Það var Brasilíumaðurinn Dudu sem skoraði sigurmark CSKA á 59. mínútu og varamaðurinn Benjamin Lauth fékk að líta rauða spjaldið í liði Hamburg aðeins 6 mínútum eftir að honum var skipt inn á. Hamburg hefur því tapað fyrstu tveimur leikjum sínum í G-riðlinum, þar sem liðið leikur ásamt CSKA, Arsenal og Porto. 26.9.2006 18:37
Tvær breytingar hjá United Sir Alex Ferguson hefur gert tvær breytingar á liði sínu frá leiknum gegn Reading fyrir einvígið gegn Benfica í Portúgal sem er að hefjast í beinni á Sýn nú klukkan 18:45. John O´Shea og Louis Saha koma inn í liðið á ný og þá er Alan Smith á varamannabekknum og gæti spilað sinn fyrsta leik síðan hann fótbrotnaði illa á síðustu leiktíð. 26.9.2006 18:24
Martröðin heldur áfram hjá Delaney Meiðslakálfurinn Mark Delaney hjá Aston Villa þarf enn að bíða eftir því að geta unnið sér sæti í liðinu eftir að í ljós kom að hann þarf að fara í annan hnéuppskurðinn á skömmum tíma. Delaney gat lítið sem ekkert spilað með Villa á síðustu leiktíð, en spilaði landsleik fyrir Wales í síðasta mánuði. Það vildi ekki betur til en að nú þarf kappinn í uppskurð á ný. 26.9.2006 18:15
Á von á stórleik frá Rooney og Ronaldo Alex Ferguson á von á stórleik frá þeim Cristiano Ronaldo og Wayne Rooney í meistaradeildinni í kvöld þegar Manchester United sækir Benfica heim, en leikurinn verður sýndur beint á Sýn og hefst útsending klukkan 18:30. 26.9.2006 17:45
Ég verð að dreifa álaginu Rafa Benitez hefur nú enn á ný þurft að bera hendur fyrir höfuð sér vegna sífelldra breytinga sem hann gerir á byrjunarliði Liverpool, en ljóst þykir að hann muni stokka upp í hópnum fyrir leikinn gegn Galatasaray annað kvöld og verður það 93. leikurinn í röð þar sem Liverpool teflir fram breyttu byrjunarliði. 26.9.2006 17:15
Benfica - Man Utd í beinni á Sýn í kvöld Það verður mikið um dýrðir á sjónvarpsstöðinni Sýn í kvöld eins og venjulega þegar spilað er í meistaradeild Evrópu. Aðalleikur kvöldsins verður viðureign Benfica og Manchester United sem sýndur er á Sýn, en auk þess verða leikir Arsenal - Porto og Real Madrid og Dynamo Kiev sýndir beint á aukarásum Sýnar klukkan 18:30. 26.9.2006 16:19
Björgólfur bestur í síðustu umferðunum Framherjinn Björgólfur Takefusa hjá KR var í dag útnefndur besti leikmaður 13.-18 umferðar Landsbankadeildar karla í knattspyrnu. Teitur Þórðarson hjá KR var kjörinn besti þjálfarinn og Garðar Örn Hinriksson var kjörinn besti dómarinn. Þá þóttu stuðningsmenn Víkings þeir bestu í síðustu umferðunum og Skagamenn áttu flesta leikmenn í úrvali umferðanna. 26.9.2006 15:52
Ætlar að berjast fyrir ferlinum Kevin Bond, fyrrverandi aðstoðamaður Glen Roeder, sem var rekin í dag af Newcastle, segir félagið ekki hafa farið nógu vel yfir málið áður en ákveðið var að láta hann fara. 26.9.2006 15:45
Umboðsmaður Cole settur í bann og sektaður Jonathan Barnett, umboðsmaður Ashley Cole hjá Chelsea, hefur verið settur í 18 mánaða bann, þar af 9 skilorðsbundna, fyrir þátt sinn í því þegar Chelsea ræddi ólöglega við leikmanninn þegar hann var samningsbundinn Arsenal á sínum tíma. Cole og Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hafa þegar tekið út refsingu sína vegna þessa. Barnett var auk þessa gert að greiða 100 þúsund punda sekt. 26.9.2006 15:24
Newcastle að landa Waterreus Enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle er nú við það að landa til sín fyrrum landsliðsmarkverði Hollendinga, Ronald Waterreus, sem áður lék m.a. með Celtic og Manchester City. Waterreus er 36 ára gamall og verður ætlað að vera varamarkvörður Steve Harper sem fyllir skarð Shay Given eftir að sá þurfti í uppskurð á dögunum. 26.9.2006 14:50
Meistaradeildin er óklárað verkefni Arsene Wenger segir hungur í velgengni í meistaradeildinni svo mikið að það yrði ekki nóg fyrir sig að vinna keppnina þrjú ár í röð. Arsenal krækti í silfurverðlaun á síðustu leiktíð, en það er fjarri því að nægja Wenger. Arsenal mætir Porto í keppninni í kvöld og verður leikurinn í beinni á Sýn Extra klukkan 18:30. 26.9.2006 14:40
Ólafur Jóhannesson er besti þjálfarinn Ólafur Jóhannesson er besti þjálfarinn í Landsbankadeild karla að mati íþróttafréttamanna Sýnar og Fréttablaðsins , en Ólafur skrifaði undir nýjan eins árs samning við FH - inga í gær. Næstir í kjörinu voru Teitur Þórðarson þjálfari KR - inga og bræðurnir Arnar og Bjarki Gunnlaugssynir. 26.9.2006 14:11
Mannabreytingar hjá ÍA Ný rekstrarstjórn hefur tekið við ÍA en fráfarandi stjórn hefur óskað eftir því að vera leyst undan störfum. Félagið sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis nú fyrir skömmu. 26.9.2006 13:15
Liverpool býr sig undir átökin Það var létt yfir leikmönnum Liverpool á æfingu í morgun. Þeir eru að undirbúa sig fyrir leikinn gegn Galatasaray í C-riðli Meistaradeildar Evrópu sem fram fer á Anfield á morgun. Þessar myndir voru teknar af ljósmyndurum AP fréttastofunnar í morgun. 26.9.2006 12:15
Newcastle rekur Kevin Bond Kevin Bond, aðstoðarmaður Glen Roeder knattspyrnustjóra Newcastle, hefur verið leystur frá störfum. Brottreksturinn kemur í kjölfar ásakana sem fram komu í heimildaþættinum Panorama á BBC í síðustu viku. Bond var ráðinn til starfa í júlí mánuði síðastliðnum. 26.9.2006 11:13
Ósigurinn í París hjálpar okkur Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segir þá staðreynd að lið hans var aðeins 13 mínútum frá því að sigra Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð, hjálpi liðinu nú til að ná enn betri árangri í keppninni. Viljinn til að ná árangri gegn líkunum hafi meðal annars fengið Thierry Henry til að vera áfram hjá félaginu. 25.9.2006 15:51
Lauflétt uppgjör í kvöld Landsbankadeild karla verður gerð upp á léttu nótunum í sérstökum sjónvarpsþætti klukkan 20:30 á Sýn í kvöld. "Þetta verður lauflétt uppgjör," sagði Guðjón Guðmundsson umsjónamaður þáttarins. "Við fáum góða gesti í heimsókn, förum yfir leikina og markverð atvik". 25.9.2006 14:48
Það var erfiðast að eiga við Ronaldo og Rooney Ívar Ingimarsson fær 7 í einkunn hjá Sky Sports fréttastöðinni fyrir frammistöðu sína í jafnteflisleiknum gegn Manchester United á laugardaginn og Brynjar Björn Gunnarsson, sem kom inn á sem varamaður þegar um 20 mínútur voru eftir, fær 5 í einkunn. Enn fremur segir í umfjöllun að Ívar hafi verið mjög öflugur í vörninni ásamt félaga sínum Ibrahima Sonko en að Brynjar Björn hafi verið „allt í lagi“ eins og það segir orðrétt. 25.9.2006 12:00
Væri ekki líft í Kópavogi hefði Breiðablik fallið Steinþór Freyr Þorsteinsson átti mjög góðan leik fyrir Breiðablik á laugardaginn þegar lokaumferð Landsbankadeildarinnar fór fram. Hann hefur verið valinn leikmaður umferðarinnar af Fréttablaðinu. 25.9.2006 11:45
Velti fyrir sér að yfirgefa Old Trafford Cristiano Ronaldo sagði eftir heimsmeistarakeppnina að hann yrði hugsanlega að yfirgefa Manchester United. Þetta sagði hann skömmu eftir að Portúgalar slógu Englendinga út úr keppninni. Nú hinsvegar hefur hann sett stefnuna á að verða einn af allra bestu leikmönnunum sem leikið hafi í rauðu treyjunni. 25.9.2006 11:30
Skýrist í dag? "Við erum alveg rólegir yfir þessu, það virðist vera mikill áhugi á þessu starfi," sagði Brynjar Jóhannesson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Fram, aðspurður um þjálfaramál félagsins. Ákveðið var að framlengja ekki samninginn við Ásgeir Elíasson sem stýrði Fram til sigurs í 1. deildinni í sumar og er verið að leita að manni til að stýra liðinu í Landsbankadeildinni á næsta ári. 25.9.2006 11:15
Ronaldo getur orðið sá besti Cristiano Ronaldo býr yfir það miklum hæfileikum að hann getur orðið besti leikmaður heims í nánustu framtíð. Þetta er mat Carlos Queiroz, aðstoðarþjálfara Manchester United. Queiroz lét orðin falla eftir jafnteflisleikinn gegn Reading á laugardag, en þá var það Ronaldo sem skoraði mark Man. Utd. 25.9.2006 11:00
Orðsporið er varanlega skaðað Sam Allardyce, stjóri Bolton í ensku úrvalsdeildinni, telur að sú mynd sem birtist af honum í spillingarþættinum hafi komið varanlegum skaða á orðspor sitt. Allardyce var sterklega orðaður við enska landsliðið í vor og var almennt talinn einn af heitustu knattspyrnustjórunum í landinu. 25.9.2006 10:15
Þetta hefur verið versti tími lífs míns Craig Allardyce, sonur Sam Allardyce hjá Bolton og umboðsmaðurinn sem var í aðalhlutverki í spillingarþætti BBC um ensku knattspyrnuna í síðustu viku, segist aldrei geta fyrirgefið sjálfum sér fyrir að bregðast föður sínum og allri fjölskyldu sinni með framkomu sinni í þættinum. 25.9.2006 09:45
Létu mikið að sér kveða Íslenskir leikmenn settu mark sitt á norska boltann um helgina en Marel Baldvinsson og Veigar Páll Gunnarsson voru báðir á skotskónum. Marel opnaði markareikning sinn hjá Molde með því að skora fyrra mark liðsins í 2-0 sigri á Lilleström. Sigurinn var afar dýrmætur því með honum kom Molde sér af mesta fallsvæðinu. Veigar Páll heldur áfram að spila eins og engill og í gær skoraði hann sigurmark Stabæk gegn Fredriksstad þar sem lokatölur urðu 3-2. 25.9.2006 09:30
Inter skaust á toppinn Ítalíumeistararnir í Inter unnu 4-3 sigur á Chievo í gær í ótrúlegum leik á heimavelli sínum. Með þessum sigri komst Inter á toppinn en það munaði litlu að liðið glopraði niður forskoti sínu eftir að hafa komist í 4-0. Á seinasta stundarfjórðungi leiksins skoraði Chievo þrjú mörk og fékk færi í viðbótartíma til að ná jafntefli. 25.9.2006 09:00
Hugsaði út í það að hætta David James segist hafa íhugað það alvarlega að leggja hanskana á hilluna þegar hann missti sæti sitt í enska landsliðinu. Hann var tekinn út úr liðinu eftir að hafa gert hrikaleg mistök í leik gegn Austurríki í september 2004. James er nú hjá Portsmouth en á þessum tíma lék hann fyrir Manchester City. 25.9.2006 07:30
Fallhlífarstökk í auglýsingu Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, er fleira til lista lagt en að búa til góð fótboltalið. Nýlega lék hann í sjónvarpsauglýsingu fyrir BPI-bankann í Portúgal þar sem hann stekkur úr flugvél í jakkafötum en opnar síðan fallhíf þegar hann nálgast jörðina. Mourinho þykir minna um margt á sjálfan James Bond þegar hann lendir fullkomnlega í bakgarði glæsilegs einbýlishúss í Portúgal. En Mourinho hefur nú viðurkennt að það hafi ekki verið hann sjálfur sem stökk úr flugvélinni. 25.9.2006 07:00
Árangurinn var óásættanlegur Hreinn Hringsson, fyrirliði knattspyrnuliðs KA, er mjög óánægður með spilamennsku liðsins í sumar og segir árangurinn á tímabilinu vera óásættanlegan. Þetta segir hann í viðtali við heimasíðu KA. „Sumarið fótboltalega séð var engan veginn nógu gott og árangur sumarsins þar af leiðandi slakur og óásættanlegur,“ segir Hreinn meðal annars en bætir því við að væntingarnar til liðsins hafi ef til vill verið of miklar, enda hafi miklar breytingar verið gerðar á liðinu frá því í fyrra. 25.9.2006 06:30
Ég er ekki svona rosalega góður Síðan Sigþór Júlíusson kom til KR frá Völsungi hinn 31. júlí sl. hefur verið mikill uppgangur á spilamennsku liðsins. Liðið hefur unnið sex leiki, gert tvö jafntefli og engum leik tapað. 25.9.2006 05:30
Barcelona 1-1 Valencia Barcelona og Valencia gerðu 1-1 jafntefli á Camp Nou leikvanginum í Barcelona. Það var David Villa sem skoraði fyrir Valencia en Andres Iniesta jafnaði metin fyrir Barcelona. Eiður Smári Guðjohnsen sat á bekknum og kom ekki inn á. Önnur úrslit á Spáni: 24.9.2006 20:57