Fleiri fréttir Ætluðum okkur meira í sumar „Mér fannst við spila gríðarlega vel lengst af í þessum leik og þess vegna eru þessi úrslit mjög særandi,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, í samtali við Fréttablaðið eftir leik. 24.9.2006 12:00 Jafntefli hjá Víking og ÍA og allir skildu sáttir Víkingur og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Víkinni í gær og tryggðu þannig sæti sín í Landsbankadeildinni. ÍA hafnaði í sjötta sæti deildarinnar og Víkingur í því sjöunda og geta bæði lið verið sátt með þá niðurstöðu. 24.9.2006 11:30 Marel varð markakóngur Marel Jóhann Baldvinsson vann gullskóinn í Landsbankadeild karla í ár en hann skoraði ellefu mörk í þrettán leikjum fyrir Breiðablik. Hann hélt svo til Noregs áður en tímabilinu lauk en varð markakóngur þrátt fyrir það. Björgólfur Takefusa úr KR fær silfurskóinn og Jóhann Þórhallsson, Grindavík, bronsskóinn. 24.9.2006 11:15 Grindvíkingar sjálfum sér verstir Grindvíkingar geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa fallið í 1. deild í gær. Liðið óð í færum en klaufaskapur framherjanna var með ólíkindum. Þegar á reyndi var liðið síðan kraftlaust. 24.9.2006 10:45 Liverpool valtaði yfir Tottenham Liverpool rúllaði yfir vonlaust lið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og virðist vera búið að finna taktinn. Chelsea endurheimti toppsætið og þá vann Arsenal sinn fyrsta heimasigur á leiktíðinni. 24.9.2006 10:30 Ótrúleg dramatík þegar KR tryggði annað sætið Guðmundur Pétursson, nítján ára Breiðhyltingur, reyndist hetja KR gegn Val í gær þegar hann tryggði liði sínu 2-2 jafntefli með því að skora á lokamínútunni. Markið tryggði KR 2. sæti deildarinnar og sæti í Evrópukeppni félagsliða. 24.9.2006 10:15 Vantaði rétta hugarfarið Jónas Guðni Sævarsson var fyrirliði Keflavíkur í gær. "Við vorum með hugann við bikarúrslitaleikinn um næstu helgi og því fór þetta svona. Þetta er klárlega ekki leikurinn sem við ætluðum að taka með okkur í þá baráttu. Það var ekkert að ganga hjá okkur og við þurfum að skoða hvað við ætlum að gera fyrir leikinn gegn KR," sagði Jónas Guðni eftir tapið gegn Breiðabliki. 24.9.2006 10:00 Framtíðin er óákveðin Framherjinn Jóhann Þórhallsson var með böggum hildar eftir leikinn en hann klúðraði mörgum góðum færum í leiknum. Hann vildi ekki staðfesta að hann léki með Grindavík í 1. deildinni en þar lék Jóhann með Þór á síðasta ári. 24.9.2006 10:00 Markmiðinu náð Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, tók við liðinu í fallsæti en náði því markmiði að halda liðinu uppi. Hann segir það óráðið hvort hann verði áfram. „Miðað við þessa niðurstöðu hef ég vissulega áhuga á því. Ég sest niður með stjórninni eftir helgi og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Ólafur, sem var ánægður með leik sinna manna. 24.9.2006 09:45 Eigum heima í þessari deild „Við höfum alltaf haldið í þá trú að við séum með lið sem eigi heima í úrvalsdeildinni,“ sagði miðjumaðurinn Arnar Grétarsson eftir sigur Breiðabliks í gær. „Við höfum verið að spila vel í undanförnum leikjum og fyrir hönd félagsins er ég mjög ánægður. Við erum með marga unga og efnilega leikmenn og framtíðin er björt.“ 24.9.2006 09:15 Við gefumst aldrei upp Teitur Þórðarson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með að hafa náð 2. sæti Landsbankadeildarinnar með jafnteflinu í gær. "Við vissum það að jafntefli nægði okkur og við gerðum það sem þurfti. Það stóð vissulega tæpt en ég hafði alltaf trú á mínum mönnum. Nú förum við í bikarúrslitin vitandi það að við erum öruggir í Evrópukeppnina og það léttir mikilli pressu af okkur," sagði Teitur eftir leikinn. 24.9.2006 09:15 Þakka FH-ingum kærlega fyrir Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18.umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaumferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV sem höfðu að engu að keppa enda fallnir í 1. deild. 24.9.2006 08:45 Blikar skutust upp í fimmta sætið Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. 24.9.2006 08:30 Við áttum greinilega að falla „Við höfum verið að bjóða hættunni heim síðustu ár og það er ekki þessi leikur hér sem fellir okkur. Þetta byrjaði mikið fyrr,“ sagði fyrirliði Grindvíkinga, Óðinn Árnason, svekktur í leikslok. 24.9.2006 08:30 Jafntefli við Man. Utd Nýliðar Reading eru í sjöunda sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sex leiki en í gær gerði liðið 1-1 jafntefli á heimavelli sínum gegn Manchester United. Ívar Ingimarsson var að sjálfsögðu á sínum stað í vörninni hjá Reading en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. 24.9.2006 07:15 Lyon talaði við Didier Drogba Sóknarmaðurinn Didier Drogba hjá Chelsea sagði í viðtali við Daily Mirror að franska liðið Lyon hefði verið í sambandi við sig í sumar. Með komu Andriy Shevchenko til ensku meistarana var framtíð Drogba talin vera í óvissu og ræddu forráðamenn Lyon við Drogba án leyfis Chelsea. 24.9.2006 07:00 Bayern komst í efsta sætið Bayern München komst á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í gær með því að leggja i Alemannia Aachen 2-1. Gestirnir komust yfir í leiknum en svo skoruðu Claudio Pizarro og Mark van Bommel og tryggðu Bayern stigin þrjú. 24.9.2006 06:15 Áhorfendametið slegið Nýtt áhorfendamet var sett í Landsbankadeild karla þetta sumarið en alls mættu 98.026 manns á leikina 90 í ár, eða að meðaltali 1.089 manns á leik. Eldra metið var sett 2001 þegar 96.850 manns mættu á leikina í deildinni. 24.9.2006 06:00 Er enn í fríi Alan Curbishley segist ekki ætla að snúa aftur sem knattspyrnustjóri fyrr en í fyrsta lagi í lok október. Curbishley er 48 ára en hann hefur verið í fríi síðan fimmtán ára veru hans hjá Charlton Athletic lauk í lok síðasta tímabils. Hann er nú staddur á Nýja-Sjálandi en hann hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Leeds United og West Bromwich Albion að undanförnu. 24.9.2006 06:00 Reading náði baráttustigi gegn United Leikmenn Reading börðust eins og ljón gegn sterku liði Manchester United þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í dag. Kevin Doyle skoraði úr vítaspyrnu á 48. mínútu fyrir Reading en Cristiano Ronaldo skoraði fyrir United á 73. mínútu. United sótti svo án afláts eftir markið, en allt kom fyrir ekki. Þessi úrslit verða að teljast frábær fyrir nýliðana í Reading en að sama skapi ekki nógu góð fyrir stórliðið Manchester United. 23.9.2006 18:12 Evrópumenn komir í 10-5 Paul Casey sló holu í höggi í Ryder bikarnum í dag en það er fyrsta draumahöggið í keppninni síðan 1995. Casey og David Howell sigruðu Stewart Cink og Zach Johnson í dag og juku forystu Evrópumanna. 23.9.2006 17:13 Chelsea á toppinn Búið er að flauta til leiksloka í flestum leikjum í ensku deildinni. Chelsea sigraði Fulham 2-0 með mörkum frá Frank Lampard. Arsenal, Liverpool, Aston Villa, Manchester City og Blackburn hrósuðu öll sigri í dag. 23.9.2006 16:00 Grindvíkingar fallnir, KR í 2. sæti Grindavík gerði 1-1 jafntefli gegn FH í Grindavík í dag. Það dugði ekki til því þeir þurftu nauðsynlega að vinna leikinn til þess að halda sér uppi í deildinni. Þeir leika því í fyrstu deild á næstu leiktíð ásamt ÍBV. KR-ingar tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni með 2-2 jafntefli við Val. 23.9.2006 15:46 Grindvíkingar jafna Nú er spennan orðin gríðarleg því Grindvíkingar voru að jafna leikinn gegn FH-ingum þegar fimm mínútur eru eftir og uppbótartími. Óskar Örn Hauksson skoraði eftir sendingu frá Jóhanni Þórhallssyni. 23.9.2006 15:40 Víkingar jafna og FH-ingar skora Viktor Bjarki átti gott skot í stöng en Rodney G. Perry fylgdi vel á eftir og skoraði af stuttu færi eftir góða sókn Víkinga. FH-ingar eru komnir í 1-0 gegn Grindavík og útlitið því heldur betur orðið dökkt fyrir Grindavík. 23.9.2006 15:24 Valur 2-1 KR Fyrrverandi leikmaður KR-inga Garðar Jóhannsson hefur skorað gegn sínum gömlu félögum í KR. Hann fékk boltann á markteig og gat hreinlega ekki annað en skorað. Rétt áður voru KR-ingar æfir eftir að Egill Már Markússon sýndi Kjartani Sturlusyni aðeins gult spjald eftir að hafa brotið á Grétari Hjartarsyni þegar hann var sloppinn í gegn. Grétar fékk sendingu inn fyrir og var á undan Kjartani í boltann sem síðan felldi hann. Brotið var utan teigs og Grétar var ekki á leið í átt að marki en ljóst er að einhverjir dómarar hefðu vikið Kjartani af velli. 23.9.2006 15:11 Spáð í spilin Eins og staðan er nú í hálfleik eru Grindvíkingar í fallsæti með ÍBV en það þarf ekki mikið til að það breytist. Sigri Grindvíkingar FH og ekkert annað breytist þá falla Víkingar. Ef Víkingar hins vegar gera jafntefli við ÍA og Grindavík vinnur FH og annað breytist ekki þá falla Fylkismenn. Breiðablik og ÍA eru með bestu stöðuna í hálfleik. 23.9.2006 14:51 Staðan í leikjunum Nú er kominn hálfleikur í leikjum dagsins í lokaumferð Landsbankadeildarinnar. Leikirnir eru allir fjörugir og mörg mörk hafa verið skoruð. Hjá Val og KR er staðan 1-1, Breiðablik er 2-0 yfir gegn Keflavík, ÍBV er 2-0 yfir gegn Fylki, ÍA er 1-0 yfir gegn Víkingi og hjá Grindvík og FH er markalaust. 23.9.2006 14:44 Blikar og Eyjamenn komnir í 2-0 Það lítur út fyrir að Breiðablik leiki í úrvalsdeildinni að ári því þeir eru komnir 2-0 gegn Keflavík. Það var Arnar Grétarsson sem skoraði úr vítaspyrnu. Eyjamenn eru komir í 2-0 gegn Fylki, Ingi Rafn Ingibergsson með markið. Fylkismenn eru komir óþægilega nálægt fallinu. KR-ingar hafa jafnað gegn Val Grétar Ólafur Hjartarson skorar. 23.9.2006 14:34 Skagamenn skora Skagamenn eru komnir í 1-0 í Víkinni gegn Víkingum það var Bjarki Gunnlaugsson sem skoraði. Eyjamenn eru líka komnir yfir gegn Fylki þar var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skoraði. Grindvíkingar sækja án afláts og mikið mæðir á vörn FH. 23.9.2006 14:27 Blikar og Valsmenn skora Breiðablik er komið 1-0 yfir gegn Keflavík Magnús Páll Gunnarsson skoraði. Valsmenn eru komir í 1-0 gegn KR þar var það Pálmi Rafn Pálmason sem skoraði. Rétt í þessu var Jóhann Þórhallsson að klúðra úrvalsmarktækifæri fyrir Grindavík en þeir eru mun líklegri heldur en FH. Við minnum á boltavaktina sem er vel með á nótunum. 23.9.2006 14:18 Lokaumferðin hafin Lokaumferð Landsbankadeildarinnar er hafin og reikna má með mikilli spennu. Fimm lið eru í fallhættu en KR og Valur berjast um Evrópusæti. Vísir er með góða menn á öllum völlum og fylgist grannt með gangi mála. Allir leikirnir eru í járnum en þó byrjar leikur Grindavíkur og FH mjög fjörlega þar sem bæði lið skiptast á að sækja. 23.9.2006 14:03 Tottenham steinlá á Anfield Liverpool var rétt í þessu að leggja Tottenham 3-0 á heimvelli sínum Anfield Road. Mörkin komu öll í seinni hálfleik og það voru þeir Mark Gonzalez, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool, Dirk Kuyt og Luis Garcia sem skoruðu mörkin. 23.9.2006 13:54 Þáttur BBC var eintómar nornaveiðar Arsene Wenger hefur ekki mikið álit á vinnubrögðum manna í sjónvarpsþættinum Panorama sem sýndur var á BBC í vikunni og gerði allt vitlaust í ensku knattspyrnunni. Wenger líkir ásetningi framleiðandanna við nornaveiðar. 22.9.2006 21:45 Skorar á áhorfendur að hylla Woodgate Gareth Southgate hefur nú enn og aftur skorað á stuðningsmenn Middlesbrough að taka vel og hressilega á móti varnarmanninum Jonathan Woodgate þegar hann spilar sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið á morgun. 22.9.2006 20:03 Wayne Rooney er enn ekki kominn í leikform Aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United segir að framherjinn Wayne Rooney þurfi fleiri leiki til að ná sínu besta formi með liðinu, en hann var sem kunnugt er lengi frá keppni vegna fótbrots í sumar. Rooney hefur ekki náð sér á strik það sem af er leiktíðinni með Manchester United og Queiroz segir hann aðeins þurfa nokkra leiki til viðbótar til að ná sínu besta. 22.9.2006 19:50 Verðum að taka hart á Chelsea Chris Coleman gerir sér fulla grein fyrir því að hans menn í Fulham eiga erfitt verkefni fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Englandsmeisturum Chelsea í úrvalsdeildinni. Fulham náði að vinna Chelsea 1-0 á heimavelli sínum í fyrra og það var fyrsti sigur liðsins á grönnum sínum í 27 ár. 22.9.2006 15:30 Lokaumferðin í Landsbankadeildinni á morgun Það verður mikið um dýrðir á Sýn um helgina þar sem úrslit ráðast í lokaumferð Landsbankadeildar karla. Fimm lið geta enn fallið úr deildinni og þá verður slagur Vals og KR um annað sætið á Laugardalsvellinum. Einnig verður nóg um að vera í spænska boltanum, þar sem Eiður Smári og félagar í Barcelona mæta Valencia í stórleik helgarinnar. 22.9.2006 13:54 Kemur Bellamy til varnar Rafa Benitez hefur nú komið framherja sínum Craig Bellamy til varnar eftir að aðstoðarstjóri Newcastle klagaði hann fyrir kjaftbrúk eftir leik Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið. Terry McDermott kallaði Bellamy strigakjaft og sagði að hann væri byrjaður með sömu stæla hjá Liverpool og hefðu gert hann útlægan hjá Newcastle á sínum tíma. 22.9.2006 13:45 Babayaro kærður fyrir að slá til mótherja Celestine Babayaro hjá Newcastle á nú yfir höfði sér leikbann eftir að hafa verið kærður fyrir að slá til hollenska framherjans Dirk Kuyt hjá Liverpool í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið. Babayaro mun að öllu óbreyttu taka út þriggja leikja bann eftir að atvikið var skoðað á myndbandi, en hann hefur frest fram yfir helgina til að svara fyrir sig. 22.9.2006 13:40 Hefur enn ekki fengið gögn frá BBC Breska knattspyrnusambandið hefur lýst yfir óánægju sinni með breska sjónvarpið í kjölfar þess að sambandinu hafa enn ekki borist gögn frá sjónvarpinu svo hægt sé að fara á fullu í að rannsaka ásakanir á hendur stjórum og leikmönnum sem fram komu í þættinum Panorama á dögunum. 22.9.2006 13:34 Falleg knattspyrna er arfleifð Arsene Wenger Thierry Henry fer fögrum orðum um knattspyrnustjóra sinn Arsene Wenger í viðtali í dag og segir að stjórans verði minnst fyrir þá fallegu knattspyrnu sem liðið hefur spilað undir hans stjórn síðan hann tók við fyrir bráðum áratug. 21.9.2006 22:00 Fjórar milljónir ljósára í Evrópusætið Martin O´Neill segir að alla hjá Aston Villa dreymi vissulega um að koma liðinu í Evrópukeppnina á ný, þar sem liðið hefur ekki látið að sér kveða síðan árið 1982 þegar liðið vann sigur í Evrópukeppninni. O´Neill er þó hógvær á möguleika liðsins og segir Evrópusætið fjórar milljónir ljósára í burtu á þessum tímapunkti. 21.9.2006 21:05 Rooney verður betri en George Best Breska dagblaðið Sun heldur áfram að birta kafla úr bók Rio Ferdinand sem enn er óútkomin, en að þessu sinni er tekinn fyrir kafli helgaður framherjanum sterka Wayne Rooney. Ferdinand segir Rooney hafa óbilandi sjálfstraust og ætli sér að verða besti knattspyrnumaður í sögu Manchester United. 21.9.2006 20:33 Óvænt úrslit í bikarnum Mjög óvænt úrslit urðu í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld þegar lið Sandefjord burstaði Rosenborg 5-2 á útivelli og tryggði sér þar með sæti í úrslitum keppninnar. Sandefjord mætir Fredrikstad í úrslitaleik, en Fredrikstad lagði Start í hinum undanúrslitaleiknum í gær. 21.9.2006 20:03 Sjá næstu 50 fréttir
Ætluðum okkur meira í sumar „Mér fannst við spila gríðarlega vel lengst af í þessum leik og þess vegna eru þessi úrslit mjög særandi,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Vals, í samtali við Fréttablaðið eftir leik. 24.9.2006 12:00
Jafntefli hjá Víking og ÍA og allir skildu sáttir Víkingur og ÍA gerðu 1-1 jafntefli í Víkinni í gær og tryggðu þannig sæti sín í Landsbankadeildinni. ÍA hafnaði í sjötta sæti deildarinnar og Víkingur í því sjöunda og geta bæði lið verið sátt með þá niðurstöðu. 24.9.2006 11:30
Marel varð markakóngur Marel Jóhann Baldvinsson vann gullskóinn í Landsbankadeild karla í ár en hann skoraði ellefu mörk í þrettán leikjum fyrir Breiðablik. Hann hélt svo til Noregs áður en tímabilinu lauk en varð markakóngur þrátt fyrir það. Björgólfur Takefusa úr KR fær silfurskóinn og Jóhann Þórhallsson, Grindavík, bronsskóinn. 24.9.2006 11:15
Grindvíkingar sjálfum sér verstir Grindvíkingar geta engum nema sjálfum sér um kennt að hafa fallið í 1. deild í gær. Liðið óð í færum en klaufaskapur framherjanna var með ólíkindum. Þegar á reyndi var liðið síðan kraftlaust. 24.9.2006 10:45
Liverpool valtaði yfir Tottenham Liverpool rúllaði yfir vonlaust lið Tottenham í ensku úrvalsdeildinni og virðist vera búið að finna taktinn. Chelsea endurheimti toppsætið og þá vann Arsenal sinn fyrsta heimasigur á leiktíðinni. 24.9.2006 10:30
Ótrúleg dramatík þegar KR tryggði annað sætið Guðmundur Pétursson, nítján ára Breiðhyltingur, reyndist hetja KR gegn Val í gær þegar hann tryggði liði sínu 2-2 jafntefli með því að skora á lokamínútunni. Markið tryggði KR 2. sæti deildarinnar og sæti í Evrópukeppni félagsliða. 24.9.2006 10:15
Vantaði rétta hugarfarið Jónas Guðni Sævarsson var fyrirliði Keflavíkur í gær. "Við vorum með hugann við bikarúrslitaleikinn um næstu helgi og því fór þetta svona. Þetta er klárlega ekki leikurinn sem við ætluðum að taka með okkur í þá baráttu. Það var ekkert að ganga hjá okkur og við þurfum að skoða hvað við ætlum að gera fyrir leikinn gegn KR," sagði Jónas Guðni eftir tapið gegn Breiðabliki. 24.9.2006 10:00
Framtíðin er óákveðin Framherjinn Jóhann Þórhallsson var með böggum hildar eftir leikinn en hann klúðraði mörgum góðum færum í leiknum. Hann vildi ekki staðfesta að hann léki með Grindavík í 1. deildinni en þar lék Jóhann með Þór á síðasta ári. 24.9.2006 10:00
Markmiðinu náð Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, tók við liðinu í fallsæti en náði því markmiði að halda liðinu uppi. Hann segir það óráðið hvort hann verði áfram. „Miðað við þessa niðurstöðu hef ég vissulega áhuga á því. Ég sest niður með stjórninni eftir helgi og þá kemur þetta í ljós,“ sagði Ólafur, sem var ánægður með leik sinna manna. 24.9.2006 09:45
Eigum heima í þessari deild „Við höfum alltaf haldið í þá trú að við séum með lið sem eigi heima í úrvalsdeildinni,“ sagði miðjumaðurinn Arnar Grétarsson eftir sigur Breiðabliks í gær. „Við höfum verið að spila vel í undanförnum leikjum og fyrir hönd félagsins er ég mjög ánægður. Við erum með marga unga og efnilega leikmenn og framtíðin er björt.“ 24.9.2006 09:15
Við gefumst aldrei upp Teitur Þórðarson, þjálfari KR, var að vonum ánægður með að hafa náð 2. sæti Landsbankadeildarinnar með jafnteflinu í gær. "Við vissum það að jafntefli nægði okkur og við gerðum það sem þurfti. Það stóð vissulega tæpt en ég hafði alltaf trú á mínum mönnum. Nú förum við í bikarúrslitin vitandi það að við erum öruggir í Evrópukeppnina og það léttir mikilli pressu af okkur," sagði Teitur eftir leikinn. 24.9.2006 09:15
Þakka FH-ingum kærlega fyrir Þrátt fyrir að vera í fimmta sæti fyrir 18.umferð Landsbankadeildarinnar gátu Fylkismenn mögulega fallið ef úrslitin spiluðust þannig í lokaumferðinni. Árbæjarliðið þurfti því að mæta ákveðið til leiks gegn ÍBV sem höfðu að engu að keppa enda fallnir í 1. deild. 24.9.2006 08:45
Blikar skutust upp í fimmta sætið Fyrir lokaumferðina í Landsbankadeildinni í gær var ljóst að Breiðablik væri öruggt með sæti sitt ef liðinu tækist að sigra Keflavík á heimavelli sínum. Sú varð raunin og Blikar unnu góðan og mjög svo verðskuldaðan 2-1 sigur. Gestirnir höfðu ekki að neinu að keppa í leiknum því ljóst var að liðið myndi enda í fjórða sætinu, sama hvernig færi á Kópavogsvelli. Þeir leika bikarúrslitaleik um næstu helgi og hvíldu þeir fyrirliða sinn, Guðmund Steinarsson, í þessum leik en hann er einu spjaldi frá því að fara í leikbann. 24.9.2006 08:30
Við áttum greinilega að falla „Við höfum verið að bjóða hættunni heim síðustu ár og það er ekki þessi leikur hér sem fellir okkur. Þetta byrjaði mikið fyrr,“ sagði fyrirliði Grindvíkinga, Óðinn Árnason, svekktur í leikslok. 24.9.2006 08:30
Jafntefli við Man. Utd Nýliðar Reading eru í sjöunda sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir sex leiki en í gær gerði liðið 1-1 jafntefli á heimavelli sínum gegn Manchester United. Ívar Ingimarsson var að sjálfsögðu á sínum stað í vörninni hjá Reading en Brynjar Björn Gunnarsson kom inn á sem varamaður þegar um stundarfjórðungur var eftir af leiknum. 24.9.2006 07:15
Lyon talaði við Didier Drogba Sóknarmaðurinn Didier Drogba hjá Chelsea sagði í viðtali við Daily Mirror að franska liðið Lyon hefði verið í sambandi við sig í sumar. Með komu Andriy Shevchenko til ensku meistarana var framtíð Drogba talin vera í óvissu og ræddu forráðamenn Lyon við Drogba án leyfis Chelsea. 24.9.2006 07:00
Bayern komst í efsta sætið Bayern München komst á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í gær með því að leggja i Alemannia Aachen 2-1. Gestirnir komust yfir í leiknum en svo skoruðu Claudio Pizarro og Mark van Bommel og tryggðu Bayern stigin þrjú. 24.9.2006 06:15
Áhorfendametið slegið Nýtt áhorfendamet var sett í Landsbankadeild karla þetta sumarið en alls mættu 98.026 manns á leikina 90 í ár, eða að meðaltali 1.089 manns á leik. Eldra metið var sett 2001 þegar 96.850 manns mættu á leikina í deildinni. 24.9.2006 06:00
Er enn í fríi Alan Curbishley segist ekki ætla að snúa aftur sem knattspyrnustjóri fyrr en í fyrsta lagi í lok október. Curbishley er 48 ára en hann hefur verið í fríi síðan fimmtán ára veru hans hjá Charlton Athletic lauk í lok síðasta tímabils. Hann er nú staddur á Nýja-Sjálandi en hann hefur verið orðaður við knattspyrnustjórastöðuna hjá Leeds United og West Bromwich Albion að undanförnu. 24.9.2006 06:00
Reading náði baráttustigi gegn United Leikmenn Reading börðust eins og ljón gegn sterku liði Manchester United þegar liðin gerðu 1-1 jafntefli í dag. Kevin Doyle skoraði úr vítaspyrnu á 48. mínútu fyrir Reading en Cristiano Ronaldo skoraði fyrir United á 73. mínútu. United sótti svo án afláts eftir markið, en allt kom fyrir ekki. Þessi úrslit verða að teljast frábær fyrir nýliðana í Reading en að sama skapi ekki nógu góð fyrir stórliðið Manchester United. 23.9.2006 18:12
Evrópumenn komir í 10-5 Paul Casey sló holu í höggi í Ryder bikarnum í dag en það er fyrsta draumahöggið í keppninni síðan 1995. Casey og David Howell sigruðu Stewart Cink og Zach Johnson í dag og juku forystu Evrópumanna. 23.9.2006 17:13
Chelsea á toppinn Búið er að flauta til leiksloka í flestum leikjum í ensku deildinni. Chelsea sigraði Fulham 2-0 með mörkum frá Frank Lampard. Arsenal, Liverpool, Aston Villa, Manchester City og Blackburn hrósuðu öll sigri í dag. 23.9.2006 16:00
Grindvíkingar fallnir, KR í 2. sæti Grindavík gerði 1-1 jafntefli gegn FH í Grindavík í dag. Það dugði ekki til því þeir þurftu nauðsynlega að vinna leikinn til þess að halda sér uppi í deildinni. Þeir leika því í fyrstu deild á næstu leiktíð ásamt ÍBV. KR-ingar tryggðu sér þátttökurétt í Evrópukeppni með 2-2 jafntefli við Val. 23.9.2006 15:46
Grindvíkingar jafna Nú er spennan orðin gríðarleg því Grindvíkingar voru að jafna leikinn gegn FH-ingum þegar fimm mínútur eru eftir og uppbótartími. Óskar Örn Hauksson skoraði eftir sendingu frá Jóhanni Þórhallssyni. 23.9.2006 15:40
Víkingar jafna og FH-ingar skora Viktor Bjarki átti gott skot í stöng en Rodney G. Perry fylgdi vel á eftir og skoraði af stuttu færi eftir góða sókn Víkinga. FH-ingar eru komnir í 1-0 gegn Grindavík og útlitið því heldur betur orðið dökkt fyrir Grindavík. 23.9.2006 15:24
Valur 2-1 KR Fyrrverandi leikmaður KR-inga Garðar Jóhannsson hefur skorað gegn sínum gömlu félögum í KR. Hann fékk boltann á markteig og gat hreinlega ekki annað en skorað. Rétt áður voru KR-ingar æfir eftir að Egill Már Markússon sýndi Kjartani Sturlusyni aðeins gult spjald eftir að hafa brotið á Grétari Hjartarsyni þegar hann var sloppinn í gegn. Grétar fékk sendingu inn fyrir og var á undan Kjartani í boltann sem síðan felldi hann. Brotið var utan teigs og Grétar var ekki á leið í átt að marki en ljóst er að einhverjir dómarar hefðu vikið Kjartani af velli. 23.9.2006 15:11
Spáð í spilin Eins og staðan er nú í hálfleik eru Grindvíkingar í fallsæti með ÍBV en það þarf ekki mikið til að það breytist. Sigri Grindvíkingar FH og ekkert annað breytist þá falla Víkingar. Ef Víkingar hins vegar gera jafntefli við ÍA og Grindavík vinnur FH og annað breytist ekki þá falla Fylkismenn. Breiðablik og ÍA eru með bestu stöðuna í hálfleik. 23.9.2006 14:51
Staðan í leikjunum Nú er kominn hálfleikur í leikjum dagsins í lokaumferð Landsbankadeildarinnar. Leikirnir eru allir fjörugir og mörg mörk hafa verið skoruð. Hjá Val og KR er staðan 1-1, Breiðablik er 2-0 yfir gegn Keflavík, ÍBV er 2-0 yfir gegn Fylki, ÍA er 1-0 yfir gegn Víkingi og hjá Grindvík og FH er markalaust. 23.9.2006 14:44
Blikar og Eyjamenn komnir í 2-0 Það lítur út fyrir að Breiðablik leiki í úrvalsdeildinni að ári því þeir eru komnir 2-0 gegn Keflavík. Það var Arnar Grétarsson sem skoraði úr vítaspyrnu. Eyjamenn eru komir í 2-0 gegn Fylki, Ingi Rafn Ingibergsson með markið. Fylkismenn eru komir óþægilega nálægt fallinu. KR-ingar hafa jafnað gegn Val Grétar Ólafur Hjartarson skorar. 23.9.2006 14:34
Skagamenn skora Skagamenn eru komnir í 1-0 í Víkinni gegn Víkingum það var Bjarki Gunnlaugsson sem skoraði. Eyjamenn eru líka komnir yfir gegn Fylki þar var það Bjarni Rúnar Einarsson sem skoraði. Grindvíkingar sækja án afláts og mikið mæðir á vörn FH. 23.9.2006 14:27
Blikar og Valsmenn skora Breiðablik er komið 1-0 yfir gegn Keflavík Magnús Páll Gunnarsson skoraði. Valsmenn eru komir í 1-0 gegn KR þar var það Pálmi Rafn Pálmason sem skoraði. Rétt í þessu var Jóhann Þórhallsson að klúðra úrvalsmarktækifæri fyrir Grindavík en þeir eru mun líklegri heldur en FH. Við minnum á boltavaktina sem er vel með á nótunum. 23.9.2006 14:18
Lokaumferðin hafin Lokaumferð Landsbankadeildarinnar er hafin og reikna má með mikilli spennu. Fimm lið eru í fallhættu en KR og Valur berjast um Evrópusæti. Vísir er með góða menn á öllum völlum og fylgist grannt með gangi mála. Allir leikirnir eru í járnum en þó byrjar leikur Grindavíkur og FH mjög fjörlega þar sem bæði lið skiptast á að sækja. 23.9.2006 14:03
Tottenham steinlá á Anfield Liverpool var rétt í þessu að leggja Tottenham 3-0 á heimvelli sínum Anfield Road. Mörkin komu öll í seinni hálfleik og það voru þeir Mark Gonzalez, sem skoraði sitt fyrsta mark fyrir Liverpool, Dirk Kuyt og Luis Garcia sem skoruðu mörkin. 23.9.2006 13:54
Þáttur BBC var eintómar nornaveiðar Arsene Wenger hefur ekki mikið álit á vinnubrögðum manna í sjónvarpsþættinum Panorama sem sýndur var á BBC í vikunni og gerði allt vitlaust í ensku knattspyrnunni. Wenger líkir ásetningi framleiðandanna við nornaveiðar. 22.9.2006 21:45
Skorar á áhorfendur að hylla Woodgate Gareth Southgate hefur nú enn og aftur skorað á stuðningsmenn Middlesbrough að taka vel og hressilega á móti varnarmanninum Jonathan Woodgate þegar hann spilar sinn fyrsta heimaleik fyrir félagið á morgun. 22.9.2006 20:03
Wayne Rooney er enn ekki kominn í leikform Aðstoðarknattspyrnustjóri Manchester United segir að framherjinn Wayne Rooney þurfi fleiri leiki til að ná sínu besta formi með liðinu, en hann var sem kunnugt er lengi frá keppni vegna fótbrots í sumar. Rooney hefur ekki náð sér á strik það sem af er leiktíðinni með Manchester United og Queiroz segir hann aðeins þurfa nokkra leiki til viðbótar til að ná sínu besta. 22.9.2006 19:50
Verðum að taka hart á Chelsea Chris Coleman gerir sér fulla grein fyrir því að hans menn í Fulham eiga erfitt verkefni fyrir höndum á morgun þegar liðið mætir Englandsmeisturum Chelsea í úrvalsdeildinni. Fulham náði að vinna Chelsea 1-0 á heimavelli sínum í fyrra og það var fyrsti sigur liðsins á grönnum sínum í 27 ár. 22.9.2006 15:30
Lokaumferðin í Landsbankadeildinni á morgun Það verður mikið um dýrðir á Sýn um helgina þar sem úrslit ráðast í lokaumferð Landsbankadeildar karla. Fimm lið geta enn fallið úr deildinni og þá verður slagur Vals og KR um annað sætið á Laugardalsvellinum. Einnig verður nóg um að vera í spænska boltanum, þar sem Eiður Smári og félagar í Barcelona mæta Valencia í stórleik helgarinnar. 22.9.2006 13:54
Kemur Bellamy til varnar Rafa Benitez hefur nú komið framherja sínum Craig Bellamy til varnar eftir að aðstoðarstjóri Newcastle klagaði hann fyrir kjaftbrúk eftir leik Liverpool og Newcastle í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið. Terry McDermott kallaði Bellamy strigakjaft og sagði að hann væri byrjaður með sömu stæla hjá Liverpool og hefðu gert hann útlægan hjá Newcastle á sínum tíma. 22.9.2006 13:45
Babayaro kærður fyrir að slá til mótherja Celestine Babayaro hjá Newcastle á nú yfir höfði sér leikbann eftir að hafa verið kærður fyrir að slá til hollenska framherjans Dirk Kuyt hjá Liverpool í leik liðanna í ensku úrvalsdeildinni á miðvikudagskvöldið. Babayaro mun að öllu óbreyttu taka út þriggja leikja bann eftir að atvikið var skoðað á myndbandi, en hann hefur frest fram yfir helgina til að svara fyrir sig. 22.9.2006 13:40
Hefur enn ekki fengið gögn frá BBC Breska knattspyrnusambandið hefur lýst yfir óánægju sinni með breska sjónvarpið í kjölfar þess að sambandinu hafa enn ekki borist gögn frá sjónvarpinu svo hægt sé að fara á fullu í að rannsaka ásakanir á hendur stjórum og leikmönnum sem fram komu í þættinum Panorama á dögunum. 22.9.2006 13:34
Falleg knattspyrna er arfleifð Arsene Wenger Thierry Henry fer fögrum orðum um knattspyrnustjóra sinn Arsene Wenger í viðtali í dag og segir að stjórans verði minnst fyrir þá fallegu knattspyrnu sem liðið hefur spilað undir hans stjórn síðan hann tók við fyrir bráðum áratug. 21.9.2006 22:00
Fjórar milljónir ljósára í Evrópusætið Martin O´Neill segir að alla hjá Aston Villa dreymi vissulega um að koma liðinu í Evrópukeppnina á ný, þar sem liðið hefur ekki látið að sér kveða síðan árið 1982 þegar liðið vann sigur í Evrópukeppninni. O´Neill er þó hógvær á möguleika liðsins og segir Evrópusætið fjórar milljónir ljósára í burtu á þessum tímapunkti. 21.9.2006 21:05
Rooney verður betri en George Best Breska dagblaðið Sun heldur áfram að birta kafla úr bók Rio Ferdinand sem enn er óútkomin, en að þessu sinni er tekinn fyrir kafli helgaður framherjanum sterka Wayne Rooney. Ferdinand segir Rooney hafa óbilandi sjálfstraust og ætli sér að verða besti knattspyrnumaður í sögu Manchester United. 21.9.2006 20:33
Óvænt úrslit í bikarnum Mjög óvænt úrslit urðu í norsku bikarkeppninni í knattspyrnu í kvöld þegar lið Sandefjord burstaði Rosenborg 5-2 á útivelli og tryggði sér þar með sæti í úrslitum keppninnar. Sandefjord mætir Fredrikstad í úrslitaleik, en Fredrikstad lagði Start í hinum undanúrslitaleiknum í gær. 21.9.2006 20:03