Fleiri fréttir Vieira kominn til Inter á 6,5 milljónir punda Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal hefur gengið til liðs við Inter Milan frá Juventus á Ítalíu fyrir 6,5 milljónir punda og þar með bundið enda á vonir Manchester United um að fá leikmanninn. 2.8.2006 15:42 Gravesen á leið aftur í enska boltann? Umboðsmaður Tomas Gravesen hefur viðurkennt að Real Madrid vilji losna við þennan fyrrum leikmann Everton og að endurkoma í ensku úrvalsdeildina sé líkleg. 2.8.2006 15:37 Eiður og félagar í æfingabúðum í Mexíkó Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Evrópumeistaraliði Barcelona komu saman á æfingu í Katalóníu í gær eftir vel heppnaða ferð til Danmerkur. Þeir halda á morgun í æfingabúðir til Mexíkó og Bandaríkjanna. 2.8.2006 15:23 Draumur að ganga í raðir Real Madrid Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy gekk formlega í raðir spænska stórliðsins Real Madrid í dag og lýsti félagaskiptunum sem draumi sem hefði orðið að veruleika. Hann kallaði Real Madrid stærsta félagslið í heiminum og segist ekki geta beðið eftir að leika við hlið fyrrum félaga síns David Beckham. 28.7.2006 19:30 Glórulaust að fara til Ísrael Rafa Benitez segir það glórulaust að ætlast til þess að lið Liverpool fari til Ísrael til að spila í forkeppni meistaradeildarinnar á þeim ófriðartímum sem geysa í landinu. Benitez hefur biðlað til stjórnar evrópska knattspyrnusambandsins að láta í sér heyra sem fyrst, því hann segist ekki eiga von á því að leikmenn sínir né stuðningsmenn vilji fara til lands að spila þar sem ástandið sé svo eldfimt. 28.7.2006 16:38 Stuðningsmenn Liverpool smeykir við að fara til Ísrael Formaður alþjóðlegs stuðningsmannaklúbbs Liverpool er lítt hrifinn af því að liðið neyðist til að spila síðari leik sinni í þriðju umferð forkeppni meistaradeildarinnar í Ísrael, en mikill ófriður hefur verið í landinu að undanförnu. Liverpool mætir liði Maccabi Haifa frá Ísrael og á að spila útileik sinn í Haifa þann 22. eða 23. ágúst. 28.7.2006 14:36 Stóðst læknisskoðun hjá Real Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hefur nú staðist læknisskoðun hjá spænska stórliðinu Real Madrid og verður kynntur formlega sem nýr leikmaður félagsins undir síðla dags. 28.7.2006 13:18 FH færi til Úkraínu Í morgun var dregið í þriðju umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu og fari svo að Íslandsmeisturum FH takist að slá út pólska liðið Legia Varsjá, mæta þeir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk í næstu umferð. 28.7.2006 13:12 Real segist vera búið að kaupa Nistelrooy Real Madrid hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að félagið hafi gengið frá kaupum á hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy. Sagt er að leikmaðurinn hafi samþykkt að undirrita þriggja ára samning og er kaupverðið sagt vera um 15 milljónir evra. Nistelrooy mun að sögn félagsins gangast undir læknisskoðun á morgun. 27.7.2006 17:55 Seljum ekki fleiri leikmenn Didier Deschamps, nýráðinn þjálfari Juventus á Ítalíu, segir að ekki komi til greina að selja fleiri leikmenn frá félaginu þó það leiki í B-deildinni á næstu leiktíð. Félagið hefur þegar selt fjóra mjög sterka leikmenn og er markvörðurinn Gianluigi Buffon sá sem líklegastur þykir til að yfirgefa félagið af þeim sem eftir eru. 27.7.2006 14:05 Framtíð Milan í meistaradeild ræðst fljótlega Knattspyrnusamband Evrópu mun taka ákvörðun um framtíð AC Milan í meistaradeildinni þann 2. ágúst nk, en þá verður gefið endanlegt svar um það hvort liðið fær að taka þátt í keppninni. Þangaði til annað kemur í ljós verða það því Milan, Inter, Chievo og Roma sem verða fulltrúar Ítala í keppninni. 27.7.2006 14:00 Inter er meistari 2006 Inter Milan hefur verið sæmt ítalska meistaratitlinum árið 2006 vegna þáttar AC Milan og Juventus í spillingarmálinu fræga. Juventust, Lazio og Fiorentina ætla öll að áfrýja nýjasta úrskurði dómstóla og una ekki niðurstöðunni þó hún hafi verið milduð umtalsvert frá því sem upphaflega stóð til. 26.7.2006 21:15 Súrt tap FH fyrir Legia Varsjá Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum gegn pólska liðinu Legia Varsjá 1-0 í Kaplakrika í kvöld. Markið skoraði Brasilíumaðurinn Elton undir lok leiksins og því bíður Hafnfirðinga afar erfitt verkefni úti í Póllandi eftir viku þegar liðin spila síðari leik sinn í annari umferð forkeppni meistaradeildarinnar. Bæði lið fengu raunar fín marktækifæri í kvöld en aðeins einstaklingsframtak varamanns Pólverjanna skildi að í lokin. 26.7.2006 20:34 Markalaust í hálfleik í Kaplakrika Staðan í leik FH og Legia Varsjá í forkeppni meistaradeildarinnar er markalaus 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Bæði lið hafa fengið nokkur góð færi og fékk Tryggvi Guðmundsson besta færi Hafnfirðinga undir lok hálfleiksins. Pólska liðið er vel stutt af fjölda landa sinna sem mættir eru í stemminguna í Kaplakrika. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 26.7.2006 19:15 FH - Legia Varsjá í beinni á Sýn Nú styttist í að fyrri leikur FH og pólska liðsins Legia Varsjá í annari umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu hefjist á Kaplakrikavelli og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Útsending hefst klukkan 18:15. Búist er við gríðarlegri stemmingu á vellinum og fregnir herma að miðasala hafi gengið vonum framar. Búist er við hundruðum Pólverja á leikinn í kvöld, en eins og flestir vita er fjöldi Pólverja búsettur hérlendis og því má eiga von á líflegri stemmingu á pöllunum. 26.7.2006 17:52 Lazio og Fiorentina áfram í A-deild - AC Milan í meistaradeild Lazio og Fiorentina halda sæti sínu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu, en Juventus verður áfram í B-deildinni. Þetta var úrskurður áfrýjunardómstóls á Ítalíu sem tilkynnti þessa niðurstöðu í kvöld. Juventus fær þó örlítið mildari refsingu en á dögunum, því dregin verða 17 stig af liðinu í upphafi leiktíðar í stað 30. Stig verða einnig dregin af Lazio og Fiorentina í A-deildinni. 25.7.2006 19:09 Niðurstöðu að vænta í kvöld Síðar í kvöld er að vænta niðurstöðu áfrýjunar liðanna fjögurra sem fengu refsingu í knattspyrnuskandalnum á Ítalíu á dögunum, en Reuters-fréttastofan telur sig hafa heimildir fyrir því að refsingar liðanna verði mildaðar umtalsvert. Ekki er búist við að niðurstaðan í kvöld verði fyllilega rökstudd fyrr en síðar, en ljóst er að vænta má áhugaverðra tíðinda í kvöld. Nánar verður greint frá niðurstöðum hér á Vísi um leið og fréttir berast. 25.7.2006 15:31 Ég fer ekki frá Atletico Madrid Framherjinn Fernando Torres hjá spænska liðinu Atletico Madrid gaf út sérstaka yfirlýsingu á blaðamannafundi í dag þar sem hann undirstrikaði að hann færi ekki frá félaginu. Þessi frábæri 22 ára gamli framherji hefur verið einhver eftirsóttasti og umtalaðasti leikmaður Evrópu á liðnum árum, en þó hann sé hvað eftir annað orðaður við lið eins og Manchester United, virðist hann ætla að klára ferilinn með uppeldisfélagi sínu. 25.7.2006 14:16 Útsendarar enskra liða fylgdust með Veigari Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að útsendarar þriggja enskra úrvalsdeildarfélaga hafi fylgst með Veigari Páli Gunnarssyni í gærkvöld þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 sigri Stabæk á Tromsö í norsku úrvalsdeildinni. 25.7.2006 14:06 Veigar á skotskónum í sigri Stabæk Veigar Páll Gunnarsson skoraði síðasta mark norska liðsins Stabæk í 3-1 sigri þess á Tromsö í leik kvöldsins í norska boltanum. Veigar átti auk þess þátt í öðru marki liðsins og er markahæsti leikmaður deildarinnar um þessar mundir. Stabæk er í öðru sæti deildarinnar. 24.7.2006 22:05 Casiraghi og Zola ráðnir þjálfarar Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið gömlu kempurnar Pierluigi Casiraghi og Gianfranco Zola til starfa sem þjálfara U21 árs landsliðsins. Casiraghi lék síðast með liði Chelsea, en þurfti að hætta vegna meiðsla. Zola lagði skóna á hilluna í fyrra eftir glæsilegan feril þar sem hann lék einnig lengi með Chelsea. 24.7.2006 16:19 Vieira á leið til Inter Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira er sagður vera nálægt því að ganga í raðir Inter Milan fyrir um 9 milljónir punda. Roberto Mancini, þjálfari Inter, er mjög hrifinn af hinum þrítuga Vieira, en segir liðið væntanlega breyta nokkuð um stíl á næstu leiktíð ef af kaupum þessum verður. "Við missum væntanlega einhverja tækni og útsjónasemi þegar Veron fer, en í stað þess fáum við kraft og styrk í formi Vieira," sagði Mancini. 24.7.2006 15:46 Vieira er velkominn hingað Serbneski varnarmaðurinn Sinisa Mihajlovic hjá Inter Milan á Ítalíu, segist muni bjóða Patrick Vieira velkominn ef hann kjósi að ganga í raðir Inter eins og orðrómur hefur verið á kreiki um að undanförnu. Mihajlovic var dæmdur í sex leikja bann árið 2000 fyrir að ausa Vieira kynþáttaníð í leik í meistaradeildinni. 23.7.2006 16:15 Hundfúll yfir að vera fallinn úr Evrópukeppninni Manuel Pellegrini, þjálfari spænska liðsins Villarreal, var mjög óhress með að liðið félli óvænt úr Intertoto keppninni gegn slóvenska liðinu NK Maribor í gær. Pellegrini gagnrýndi leikmenn liðsins harðlega eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Slóvenana á útivelli og féll því úr keppni eftir að hafa tapað heimaleiknum 2-1. 23.7.2006 15:30 Lögmaður Juventus biðst vægðar Cesare Zaccone, lögmaður ítalska stórliðsins Juventus, baðst vægðar fyrir hönd félagsins þegar réttarhöldin héldu áfram í dag. Zaccone segir að refsingin sem Juventus var fengin sé allt of þung og eigi eftir að hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir félagið. 23.7.2006 15:00 Del Horno skrifar undir hjá Valencia Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno skrifaði í dag undir sex ára samning við Valencia í heimalandi sínu, en félagið keypti hann frá Englandsmeisturum Chelsea á dögunum. Talið er að kaupverðið sé tæpar fimm milljónir punda. 22.7.2006 15:26 Laporta gefur aftur kost á sér Joan Laporta ætlar að gefa aftur kost á sér sem forseti Evrópumeistara Barcelona, en á stjórnarfundi á föstudag var ákveðið að boða til forsetakosninga hjá félaginu eftir að í ljós kom að kjörtímabil Laporta væri úti þó hann hefði í raun aðeins setið í þrjú ár í valdastóli. Laporta segist gefa kost á sér í áframhaldandi embætti því hann beri hagsmuni félagsins í brjósti. 22.7.2006 15:00 Ég er kominn til Real Madrid til að vinna Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro segist ekki skilja hvernig standi á því að stórlið Real Madrid hafi ekki unnið titil í þrjú ár, en segist staðráðinn í að gera sitt til að breyta því á næstu leiktíð. Cannavara gekki í raðir spænska liðsins frá Juventus á dögunum og leikur nú undir stjórn gamla stjóra síns frá því hjá Juventus, Fabio Capello. 22.7.2006 14:17 Zambrotta og Thuram til Barcelona Evrópumeistarar Barcelona hafa gefið það út að félagið sé búið að ná samningi við þá Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram frá ítalska liðinu Juventus. Zambrotta er 29 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning og Thuram, sem er 34 ára, hefur skrifað undir tveggja ára samning. Samanlagt kaupverð þeirra er sagt vera um 19 milljónir evra. 21.7.2006 14:36 Refsing Materazzi setur slæmt fordæmi Giacinto Faccetti, forseti Inter Milan, telur að leikbannið og sektin sem Marco Materazzi leikmaður liðsins fékk fyrir að storka Zinedine Zidane í úrslitaleiknum á HM, geti átt eftir að setja slæmt fordæmi í knattspyrnunni í nánustu framtíð og gæti orðið til þess að hleypa af stað aragrúa erfiðra klögunarmála. 21.7.2006 13:44 Forsetakosningar framundan hjá Barcelona Boðað hefur verið til fundar hjá stjórn Evrópumeistara Barcelona á morgun, þar sem ákveðið verður hvenær forsetakosningar verða haldnar hjá félaginu. Joan Laporta hefur gegnt embætti forseta síðan 2003 og hefur skilað frábærum árangri, en er engu að síður gríðarlega umdeildur. Hann hefur skilað tveimur meistaratitlum og einum Evróputitli í hús, en hefur þótt harður húsbóndi. 20.7.2006 18:00 Bayern að undirbúa tilboð? Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa enn ekki sagt sitt síðasta orð í máli Ruud Van Nistelrooy og nú berast þær fregnir frá Englandi að Bayern hafi í hyggju að bjóða enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves auk peningaupphæðar til að landa hollenska framherjanum. 20.7.2006 17:21 Ætlum að kaupa þrjá leikmenn í viðbót Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, segir að félagið hafi lagt upp með að kaupa fimm leikmenn í sumar og því sé félagið enn á höttunum eftir þremur leikmönnum. Capello segir að aðaláherslan hafi verið lögð á að ná í varnarmann og miðjumann og sú þörf hafi þegar verið leyst með þeim Fabio Cannavaro og Emerson. 20.7.2006 16:22 Del Piero og Nedved áfram hjá Juve? Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro del Piero hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að yfirgefa herbúðir Juventus þrátt fyrir að liðið hafi á dögunum verið fellt í B-deildina með 30 stig í mínus. Hann segir að tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved ætli að gera slíkt hið sama, en Nedved hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham á liðnum dögum. 20.7.2006 16:19 Vonast til að landa Zambrotta og Thuram Evrópumeistarar Barcelona halda því fram í dag að samningaviðræður gangi vel við forráðamenn Juventus um að kaupa varnarmennina Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta. Því er haldið fram að kaupin gætu farið fram í upphafi næstu viku og að Zambrotta muni kosta 13,5 milljónir punda og Thuram 3,5 milljónir punda. 20.7.2006 16:15 Real Madrid kaupir Cannavaro og Emerson Spænska stórliðið Real Madrid festi í kvöld kaup á þeim Fabio Cannavaro og Emerson frá ítalska liðinu Juventus. Spænskir fjölmiðlar halda því fram að kaupverðið sé tæpar 14 milljónir punda og munu leikmennirnir báðir skrifa undir tveggja ára samninga með möguleika á þriðja árinu. Hjá Real hitta þeir fyrir fyrrum stjóra sinn hjá Juventus, Fabio Capello. 19.7.2006 21:11 Tilboði Real Madrid í Nistelrooy hafnað Sir Alex Ferguson staðfesti í kvöld að Manchester United hefði neitað kauptilboði spænska stórliðsins Real Madrid í framherjann Ruud Van Nistelrooy. Fyrr í kvöld gengu þær fréttir fjöllum hærra að framherjinn gengi í raðir Real Madrid á morgun, en nú er útlit fyrir að ekkert verði af því. 18.7.2006 21:57 Áfrýjun hefst 22. júlí Juventus, Lazio, Fiorentina og AC Milan munu hefja áfrýjunarmál sitt fyrir dómstóli frá og með laugardeginum 22. júlí að sögn breska sjónvarpsins. Milan mun áfrýja ákvörðun dóms um stigafrádrátt sinn í A-deild á næsta ári, en hin liðin þrjú áfrýja stigafrádrætti og því að vera felld niður um deild. Ólíklegt er talið að Milan hafi nægan tíma til að áfrýja banninu á þáttöku í meistaradeildinni og verði því að sætta sig við að taka ekki þátt á næstu leiktíð. 18.7.2006 17:06 Engin útsala fyrirhuguð Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa gefið það út að engar af stórstjörnum félagsins verði settar á sölulista þó ljóst þyki að liðið eigi litla möguleika á að vinna meistaratitilinn á næstu leiktíð eftir að hafa fengið stigarefsinguna á dögunum. Liðið fær ekki heldur að taka þátt í meistaradeildinni, en það þýðir ekki að árar verði lagðar í bát í Mílanó. 18.7.2006 16:57 Magath framlengir samning sinn Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa framlengt samning þjálfarans Felix Magath um eitt ár og mun hann því stýra liðinu út árið 2008. Magath hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við því árið 2004 og hefur stýrt því til sigurs í bæði deild og bikar bæði tímabilin sem hann hefur verið við stjórn. 18.7.2006 16:43 Engin tilboð komin í Torres Forseti spænska félagsins Atletico Madrid segir að sér hafi engin tilboð borist í framherjann sterka Fernando Torres, þrátt fyrir þrálátan orðróm um að félög á borð við Manchester United séu á höttunum eftir honum. Hinn 22 ára gamli Torres hefur verið talinn einn besti og efnilegasti framherji í Evrópu um árabil og er reglulega orðaður hvert stórliðið á fætur öðru. 18.7.2006 15:30 Við höfum ekki efni á leikmönnum Juventus Arsene Wenger gefur lítið út á þann orðróm að Arsenal sé á höttunum eftir einhverjum af stórstjörnum Juventus sem væntanlega munu yfirgefa ítalska félagið á næstu mánuðum, því hann segir að Arsenal hafi einfaldlega ekki efni á að borga þeim laun. 18.7.2006 14:58 AC Milan þykir líklegast til að hreppa Zambrotta Eins og búast mátti við í kjölfar ófara Juventus á síðustu dögum, hafa stórlið Evrópu nú rennt hýru auga til bestu leikmanna félagsins. Hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta er þar engin undantekning, en Sky-sjónvarpsstöðin heldur því fram að AC Milan sé líklegasta félagið til að landa honum. 18.7.2006 14:29 Juventus dæmt niður og svipt tveimur titlum Ítalska stórliðið Juventus hefur verið dæmt niður í B-deildina þar í landi og verður svipt meistaratitlunum tveimur sem liðið vann í ár og í fyrra. Þá hafa lið Lazio og Fiorentina einnig verið dæmd niður um deild. Fjórða liðið sem lá undir grun í málinu, AC Milan, heldur sæti sínu í A-deildinni en dregin verða 15 stig af liðinu í byrjun tímabils. 14.7.2006 19:01 Úrskurðar að vænta seinna í dag Nú styttist í að dómur falli í stóra spillingarmálinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum og seinnipartinn í dag kemur í ljóst hvort stórliðin Juventus, AC Milan, Lazio og Fiorentina verða dæmd niður um deild í refsingarskyni. 14.7.2006 14:33 Sjá næstu 50 fréttir
Vieira kominn til Inter á 6,5 milljónir punda Patrick Vieira, fyrrum leikmaður Arsenal hefur gengið til liðs við Inter Milan frá Juventus á Ítalíu fyrir 6,5 milljónir punda og þar með bundið enda á vonir Manchester United um að fá leikmanninn. 2.8.2006 15:42
Gravesen á leið aftur í enska boltann? Umboðsmaður Tomas Gravesen hefur viðurkennt að Real Madrid vilji losna við þennan fyrrum leikmann Everton og að endurkoma í ensku úrvalsdeildina sé líkleg. 2.8.2006 15:37
Eiður og félagar í æfingabúðum í Mexíkó Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Evrópumeistaraliði Barcelona komu saman á æfingu í Katalóníu í gær eftir vel heppnaða ferð til Danmerkur. Þeir halda á morgun í æfingabúðir til Mexíkó og Bandaríkjanna. 2.8.2006 15:23
Draumur að ganga í raðir Real Madrid Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy gekk formlega í raðir spænska stórliðsins Real Madrid í dag og lýsti félagaskiptunum sem draumi sem hefði orðið að veruleika. Hann kallaði Real Madrid stærsta félagslið í heiminum og segist ekki geta beðið eftir að leika við hlið fyrrum félaga síns David Beckham. 28.7.2006 19:30
Glórulaust að fara til Ísrael Rafa Benitez segir það glórulaust að ætlast til þess að lið Liverpool fari til Ísrael til að spila í forkeppni meistaradeildarinnar á þeim ófriðartímum sem geysa í landinu. Benitez hefur biðlað til stjórnar evrópska knattspyrnusambandsins að láta í sér heyra sem fyrst, því hann segist ekki eiga von á því að leikmenn sínir né stuðningsmenn vilji fara til lands að spila þar sem ástandið sé svo eldfimt. 28.7.2006 16:38
Stuðningsmenn Liverpool smeykir við að fara til Ísrael Formaður alþjóðlegs stuðningsmannaklúbbs Liverpool er lítt hrifinn af því að liðið neyðist til að spila síðari leik sinni í þriðju umferð forkeppni meistaradeildarinnar í Ísrael, en mikill ófriður hefur verið í landinu að undanförnu. Liverpool mætir liði Maccabi Haifa frá Ísrael og á að spila útileik sinn í Haifa þann 22. eða 23. ágúst. 28.7.2006 14:36
Stóðst læknisskoðun hjá Real Hollenski framherjinn Ruud Van Nistelrooy hefur nú staðist læknisskoðun hjá spænska stórliðinu Real Madrid og verður kynntur formlega sem nýr leikmaður félagsins undir síðla dags. 28.7.2006 13:18
FH færi til Úkraínu Í morgun var dregið í þriðju umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu og fari svo að Íslandsmeisturum FH takist að slá út pólska liðið Legia Varsjá, mæta þeir úkraínska liðinu Shakhtar Donetsk í næstu umferð. 28.7.2006 13:12
Real segist vera búið að kaupa Nistelrooy Real Madrid hefur sent frá sér fréttatilkynningu þar sem fram kemur að félagið hafi gengið frá kaupum á hollenska framherjanum Ruud Van Nistelrooy. Sagt er að leikmaðurinn hafi samþykkt að undirrita þriggja ára samning og er kaupverðið sagt vera um 15 milljónir evra. Nistelrooy mun að sögn félagsins gangast undir læknisskoðun á morgun. 27.7.2006 17:55
Seljum ekki fleiri leikmenn Didier Deschamps, nýráðinn þjálfari Juventus á Ítalíu, segir að ekki komi til greina að selja fleiri leikmenn frá félaginu þó það leiki í B-deildinni á næstu leiktíð. Félagið hefur þegar selt fjóra mjög sterka leikmenn og er markvörðurinn Gianluigi Buffon sá sem líklegastur þykir til að yfirgefa félagið af þeim sem eftir eru. 27.7.2006 14:05
Framtíð Milan í meistaradeild ræðst fljótlega Knattspyrnusamband Evrópu mun taka ákvörðun um framtíð AC Milan í meistaradeildinni þann 2. ágúst nk, en þá verður gefið endanlegt svar um það hvort liðið fær að taka þátt í keppninni. Þangaði til annað kemur í ljós verða það því Milan, Inter, Chievo og Roma sem verða fulltrúar Ítala í keppninni. 27.7.2006 14:00
Inter er meistari 2006 Inter Milan hefur verið sæmt ítalska meistaratitlinum árið 2006 vegna þáttar AC Milan og Juventus í spillingarmálinu fræga. Juventust, Lazio og Fiorentina ætla öll að áfrýja nýjasta úrskurði dómstóla og una ekki niðurstöðunni þó hún hafi verið milduð umtalsvert frá því sem upphaflega stóð til. 26.7.2006 21:15
Súrt tap FH fyrir Legia Varsjá Íslandsmeistarar FH töpuðu fyrri leik sínum gegn pólska liðinu Legia Varsjá 1-0 í Kaplakrika í kvöld. Markið skoraði Brasilíumaðurinn Elton undir lok leiksins og því bíður Hafnfirðinga afar erfitt verkefni úti í Póllandi eftir viku þegar liðin spila síðari leik sinn í annari umferð forkeppni meistaradeildarinnar. Bæði lið fengu raunar fín marktækifæri í kvöld en aðeins einstaklingsframtak varamanns Pólverjanna skildi að í lokin. 26.7.2006 20:34
Markalaust í hálfleik í Kaplakrika Staðan í leik FH og Legia Varsjá í forkeppni meistaradeildarinnar er markalaus 0-0 þegar flautað hefur verið til hálfleiks. Bæði lið hafa fengið nokkur góð færi og fékk Tryggvi Guðmundsson besta færi Hafnfirðinga undir lok hálfleiksins. Pólska liðið er vel stutt af fjölda landa sinna sem mættir eru í stemminguna í Kaplakrika. Leikurinn er sýndur beint á Sýn. 26.7.2006 19:15
FH - Legia Varsjá í beinni á Sýn Nú styttist í að fyrri leikur FH og pólska liðsins Legia Varsjá í annari umferð forkeppni meistaradeildar Evrópu hefjist á Kaplakrikavelli og verður leikurinn sýndur beint á Sýn. Útsending hefst klukkan 18:15. Búist er við gríðarlegri stemmingu á vellinum og fregnir herma að miðasala hafi gengið vonum framar. Búist er við hundruðum Pólverja á leikinn í kvöld, en eins og flestir vita er fjöldi Pólverja búsettur hérlendis og því má eiga von á líflegri stemmingu á pöllunum. 26.7.2006 17:52
Lazio og Fiorentina áfram í A-deild - AC Milan í meistaradeild Lazio og Fiorentina halda sæti sínu í ítölsku A-deildinni í knattspyrnu, en Juventus verður áfram í B-deildinni. Þetta var úrskurður áfrýjunardómstóls á Ítalíu sem tilkynnti þessa niðurstöðu í kvöld. Juventus fær þó örlítið mildari refsingu en á dögunum, því dregin verða 17 stig af liðinu í upphafi leiktíðar í stað 30. Stig verða einnig dregin af Lazio og Fiorentina í A-deildinni. 25.7.2006 19:09
Niðurstöðu að vænta í kvöld Síðar í kvöld er að vænta niðurstöðu áfrýjunar liðanna fjögurra sem fengu refsingu í knattspyrnuskandalnum á Ítalíu á dögunum, en Reuters-fréttastofan telur sig hafa heimildir fyrir því að refsingar liðanna verði mildaðar umtalsvert. Ekki er búist við að niðurstaðan í kvöld verði fyllilega rökstudd fyrr en síðar, en ljóst er að vænta má áhugaverðra tíðinda í kvöld. Nánar verður greint frá niðurstöðum hér á Vísi um leið og fréttir berast. 25.7.2006 15:31
Ég fer ekki frá Atletico Madrid Framherjinn Fernando Torres hjá spænska liðinu Atletico Madrid gaf út sérstaka yfirlýsingu á blaðamannafundi í dag þar sem hann undirstrikaði að hann færi ekki frá félaginu. Þessi frábæri 22 ára gamli framherji hefur verið einhver eftirsóttasti og umtalaðasti leikmaður Evrópu á liðnum árum, en þó hann sé hvað eftir annað orðaður við lið eins og Manchester United, virðist hann ætla að klára ferilinn með uppeldisfélagi sínu. 25.7.2006 14:16
Útsendarar enskra liða fylgdust með Veigari Norskir fjölmiðlar greina frá því í dag að útsendarar þriggja enskra úrvalsdeildarfélaga hafi fylgst með Veigari Páli Gunnarssyni í gærkvöld þegar hann skoraði eitt mark og lagði upp annað í 3-1 sigri Stabæk á Tromsö í norsku úrvalsdeildinni. 25.7.2006 14:06
Veigar á skotskónum í sigri Stabæk Veigar Páll Gunnarsson skoraði síðasta mark norska liðsins Stabæk í 3-1 sigri þess á Tromsö í leik kvöldsins í norska boltanum. Veigar átti auk þess þátt í öðru marki liðsins og er markahæsti leikmaður deildarinnar um þessar mundir. Stabæk er í öðru sæti deildarinnar. 24.7.2006 22:05
Casiraghi og Zola ráðnir þjálfarar Ítalska knattspyrnusambandið hefur ráðið gömlu kempurnar Pierluigi Casiraghi og Gianfranco Zola til starfa sem þjálfara U21 árs landsliðsins. Casiraghi lék síðast með liði Chelsea, en þurfti að hætta vegna meiðsla. Zola lagði skóna á hilluna í fyrra eftir glæsilegan feril þar sem hann lék einnig lengi með Chelsea. 24.7.2006 16:19
Vieira á leið til Inter Franski landsliðsmaðurinn Patrick Vieira er sagður vera nálægt því að ganga í raðir Inter Milan fyrir um 9 milljónir punda. Roberto Mancini, þjálfari Inter, er mjög hrifinn af hinum þrítuga Vieira, en segir liðið væntanlega breyta nokkuð um stíl á næstu leiktíð ef af kaupum þessum verður. "Við missum væntanlega einhverja tækni og útsjónasemi þegar Veron fer, en í stað þess fáum við kraft og styrk í formi Vieira," sagði Mancini. 24.7.2006 15:46
Vieira er velkominn hingað Serbneski varnarmaðurinn Sinisa Mihajlovic hjá Inter Milan á Ítalíu, segist muni bjóða Patrick Vieira velkominn ef hann kjósi að ganga í raðir Inter eins og orðrómur hefur verið á kreiki um að undanförnu. Mihajlovic var dæmdur í sex leikja bann árið 2000 fyrir að ausa Vieira kynþáttaníð í leik í meistaradeildinni. 23.7.2006 16:15
Hundfúll yfir að vera fallinn úr Evrópukeppninni Manuel Pellegrini, þjálfari spænska liðsins Villarreal, var mjög óhress með að liðið félli óvænt úr Intertoto keppninni gegn slóvenska liðinu NK Maribor í gær. Pellegrini gagnrýndi leikmenn liðsins harðlega eftir að liðið gerði 1-1 jafntefli við Slóvenana á útivelli og féll því úr keppni eftir að hafa tapað heimaleiknum 2-1. 23.7.2006 15:30
Lögmaður Juventus biðst vægðar Cesare Zaccone, lögmaður ítalska stórliðsins Juventus, baðst vægðar fyrir hönd félagsins þegar réttarhöldin héldu áfram í dag. Zaccone segir að refsingin sem Juventus var fengin sé allt of þung og eigi eftir að hafa gríðarlega alvarlegar afleiðingar í för með sér fyrir félagið. 23.7.2006 15:00
Del Horno skrifar undir hjá Valencia Spænski landsliðsmaðurinn Asier del Horno skrifaði í dag undir sex ára samning við Valencia í heimalandi sínu, en félagið keypti hann frá Englandsmeisturum Chelsea á dögunum. Talið er að kaupverðið sé tæpar fimm milljónir punda. 22.7.2006 15:26
Laporta gefur aftur kost á sér Joan Laporta ætlar að gefa aftur kost á sér sem forseti Evrópumeistara Barcelona, en á stjórnarfundi á föstudag var ákveðið að boða til forsetakosninga hjá félaginu eftir að í ljós kom að kjörtímabil Laporta væri úti þó hann hefði í raun aðeins setið í þrjú ár í valdastóli. Laporta segist gefa kost á sér í áframhaldandi embætti því hann beri hagsmuni félagsins í brjósti. 22.7.2006 15:00
Ég er kominn til Real Madrid til að vinna Ítalski varnarmaðurinn Fabio Cannavaro segist ekki skilja hvernig standi á því að stórlið Real Madrid hafi ekki unnið titil í þrjú ár, en segist staðráðinn í að gera sitt til að breyta því á næstu leiktíð. Cannavara gekki í raðir spænska liðsins frá Juventus á dögunum og leikur nú undir stjórn gamla stjóra síns frá því hjá Juventus, Fabio Capello. 22.7.2006 14:17
Zambrotta og Thuram til Barcelona Evrópumeistarar Barcelona hafa gefið það út að félagið sé búið að ná samningi við þá Gianluca Zambrotta og Lilian Thuram frá ítalska liðinu Juventus. Zambrotta er 29 ára og hefur skrifað undir fjögurra ára samning og Thuram, sem er 34 ára, hefur skrifað undir tveggja ára samning. Samanlagt kaupverð þeirra er sagt vera um 19 milljónir evra. 21.7.2006 14:36
Refsing Materazzi setur slæmt fordæmi Giacinto Faccetti, forseti Inter Milan, telur að leikbannið og sektin sem Marco Materazzi leikmaður liðsins fékk fyrir að storka Zinedine Zidane í úrslitaleiknum á HM, geti átt eftir að setja slæmt fordæmi í knattspyrnunni í nánustu framtíð og gæti orðið til þess að hleypa af stað aragrúa erfiðra klögunarmála. 21.7.2006 13:44
Forsetakosningar framundan hjá Barcelona Boðað hefur verið til fundar hjá stjórn Evrópumeistara Barcelona á morgun, þar sem ákveðið verður hvenær forsetakosningar verða haldnar hjá félaginu. Joan Laporta hefur gegnt embætti forseta síðan 2003 og hefur skilað frábærum árangri, en er engu að síður gríðarlega umdeildur. Hann hefur skilað tveimur meistaratitlum og einum Evróputitli í hús, en hefur þótt harður húsbóndi. 20.7.2006 18:00
Bayern að undirbúa tilboð? Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa enn ekki sagt sitt síðasta orð í máli Ruud Van Nistelrooy og nú berast þær fregnir frá Englandi að Bayern hafi í hyggju að bjóða enska landsliðsmanninn Owen Hargreaves auk peningaupphæðar til að landa hollenska framherjanum. 20.7.2006 17:21
Ætlum að kaupa þrjá leikmenn í viðbót Fabio Capello, þjálfari Real Madrid, segir að félagið hafi lagt upp með að kaupa fimm leikmenn í sumar og því sé félagið enn á höttunum eftir þremur leikmönnum. Capello segir að aðaláherslan hafi verið lögð á að ná í varnarmann og miðjumann og sú þörf hafi þegar verið leyst með þeim Fabio Cannavaro og Emerson. 20.7.2006 16:22
Del Piero og Nedved áfram hjá Juve? Ítalski landsliðsmaðurinn Alessandro del Piero hefur þegar gefið það út að hann ætli sér ekki að yfirgefa herbúðir Juventus þrátt fyrir að liðið hafi á dögunum verið fellt í B-deildina með 30 stig í mínus. Hann segir að tékkneski miðjumaðurinn Pavel Nedved ætli að gera slíkt hið sama, en Nedved hefur verið orðaður við enska úrvalsdeildarfélagið Tottenham á liðnum dögum. 20.7.2006 16:19
Vonast til að landa Zambrotta og Thuram Evrópumeistarar Barcelona halda því fram í dag að samningaviðræður gangi vel við forráðamenn Juventus um að kaupa varnarmennina Lilian Thuram og Gianluca Zambrotta. Því er haldið fram að kaupin gætu farið fram í upphafi næstu viku og að Zambrotta muni kosta 13,5 milljónir punda og Thuram 3,5 milljónir punda. 20.7.2006 16:15
Real Madrid kaupir Cannavaro og Emerson Spænska stórliðið Real Madrid festi í kvöld kaup á þeim Fabio Cannavaro og Emerson frá ítalska liðinu Juventus. Spænskir fjölmiðlar halda því fram að kaupverðið sé tæpar 14 milljónir punda og munu leikmennirnir báðir skrifa undir tveggja ára samninga með möguleika á þriðja árinu. Hjá Real hitta þeir fyrir fyrrum stjóra sinn hjá Juventus, Fabio Capello. 19.7.2006 21:11
Tilboði Real Madrid í Nistelrooy hafnað Sir Alex Ferguson staðfesti í kvöld að Manchester United hefði neitað kauptilboði spænska stórliðsins Real Madrid í framherjann Ruud Van Nistelrooy. Fyrr í kvöld gengu þær fréttir fjöllum hærra að framherjinn gengi í raðir Real Madrid á morgun, en nú er útlit fyrir að ekkert verði af því. 18.7.2006 21:57
Áfrýjun hefst 22. júlí Juventus, Lazio, Fiorentina og AC Milan munu hefja áfrýjunarmál sitt fyrir dómstóli frá og með laugardeginum 22. júlí að sögn breska sjónvarpsins. Milan mun áfrýja ákvörðun dóms um stigafrádrátt sinn í A-deild á næsta ári, en hin liðin þrjú áfrýja stigafrádrætti og því að vera felld niður um deild. Ólíklegt er talið að Milan hafi nægan tíma til að áfrýja banninu á þáttöku í meistaradeildinni og verði því að sætta sig við að taka ekki þátt á næstu leiktíð. 18.7.2006 17:06
Engin útsala fyrirhuguð Forráðamenn ítalska stórliðsins AC Milan hafa gefið það út að engar af stórstjörnum félagsins verði settar á sölulista þó ljóst þyki að liðið eigi litla möguleika á að vinna meistaratitilinn á næstu leiktíð eftir að hafa fengið stigarefsinguna á dögunum. Liðið fær ekki heldur að taka þátt í meistaradeildinni, en það þýðir ekki að árar verði lagðar í bát í Mílanó. 18.7.2006 16:57
Magath framlengir samning sinn Þýskalandsmeistarar Bayern Munchen hafa framlengt samning þjálfarans Felix Magath um eitt ár og mun hann því stýra liðinu út árið 2008. Magath hefur náð frábærum árangri með liðið síðan hann tók við því árið 2004 og hefur stýrt því til sigurs í bæði deild og bikar bæði tímabilin sem hann hefur verið við stjórn. 18.7.2006 16:43
Engin tilboð komin í Torres Forseti spænska félagsins Atletico Madrid segir að sér hafi engin tilboð borist í framherjann sterka Fernando Torres, þrátt fyrir þrálátan orðróm um að félög á borð við Manchester United séu á höttunum eftir honum. Hinn 22 ára gamli Torres hefur verið talinn einn besti og efnilegasti framherji í Evrópu um árabil og er reglulega orðaður hvert stórliðið á fætur öðru. 18.7.2006 15:30
Við höfum ekki efni á leikmönnum Juventus Arsene Wenger gefur lítið út á þann orðróm að Arsenal sé á höttunum eftir einhverjum af stórstjörnum Juventus sem væntanlega munu yfirgefa ítalska félagið á næstu mánuðum, því hann segir að Arsenal hafi einfaldlega ekki efni á að borga þeim laun. 18.7.2006 14:58
AC Milan þykir líklegast til að hreppa Zambrotta Eins og búast mátti við í kjölfar ófara Juventus á síðustu dögum, hafa stórlið Evrópu nú rennt hýru auga til bestu leikmanna félagsins. Hinn fjölhæfi Gianluca Zambrotta er þar engin undantekning, en Sky-sjónvarpsstöðin heldur því fram að AC Milan sé líklegasta félagið til að landa honum. 18.7.2006 14:29
Juventus dæmt niður og svipt tveimur titlum Ítalska stórliðið Juventus hefur verið dæmt niður í B-deildina þar í landi og verður svipt meistaratitlunum tveimur sem liðið vann í ár og í fyrra. Þá hafa lið Lazio og Fiorentina einnig verið dæmd niður um deild. Fjórða liðið sem lá undir grun í málinu, AC Milan, heldur sæti sínu í A-deildinni en dregin verða 15 stig af liðinu í byrjun tímabils. 14.7.2006 19:01
Úrskurðar að vænta seinna í dag Nú styttist í að dómur falli í stóra spillingarmálinu sem riðið hefur yfir ítalska knattspyrnu á síðustu vikum og seinnipartinn í dag kemur í ljóst hvort stórliðin Juventus, AC Milan, Lazio og Fiorentina verða dæmd niður um deild í refsingarskyni. 14.7.2006 14:33