Fleiri fréttir

Ekkert grín hjá Jókernum eftir hléið

Serbinn Nikola Jokic hélt áfram að fara á kostum í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann náði þrefaldri tvennu í 131-124 sigri Denver Nuggets á Golden State Warriors.

„Mér gæti ekki verið meira sama“

Fyrir tveimur árum var landsliðsmaðurinn fyrrverandi Gunnar Heiðar Þorvaldsson ekkert sérlega áhugasamur um að gerast fótboltaþjálfari. Hann fékk hins vegar bakteríuna heima í Vestmannaeyjum og hefur nú tekið við Vestra á Ísafirði eftir að félaginu mistókst að krækja í þungavigtarmenn á þjálfaramarkaðnum.

Rangnick segir leik­menn sína skorta and­legan styrk

Ralf Rangnick hefur þurft að glíma við ýmis vandamál síðan hann tók við sem þjálfari Manchester United. Hann telur leikmenn sína skorta andlegan styrk en liðið tapaði 4-1 fyrir nágrönnum sínum í Man City um helgina.

Telur að nýju leik­menn Vals verði bestu leik­menn Bestu deildarinnar

Farið var yfir hvaða fimm leikmenn ættu að vera bestir í Bestu deildinni í síðasta þætti af Lengjubikarsmörkunum. Albert Brynjar Ingason, framherji Fylkis í Lengjudeildinni, setti listann saman og athygli vakti að tveir af nýjum leikmönnum Vals voru þar efstir á blaði.

Pétur Rúnar: Þurftum að taka til varnarlega

Tindastóll vann mikilvægan sigur á KR á heimavelli. Lokatölur 89-80. Pétur Rúnar Birgisson, leikmaður Tindastóls átti ljómandi góðan leik, hann skilaði 14 stigum, 5 fráköstum, 3 stoðsendingum og 2 stolnum boltum.

Pétur hefur enn trú: „Við förum í alla leiki til að vinna”

Vestri vann stórsigur á Þór Akureyri, 73-117, í Íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld í frestuðum leik í Subway deild karla. Vestra menn voru betri allan leikinn og gengu á lagið í seinni hálfleik og kafsigldu heimamenn og unnu að lokum auðveldan 45 stiga sigur.

Mikael skoraði er AGF glutraði niður for­ystu undir lok leiks

Íslenski landsliðsmaðurinn Mikael Neville Anderson skoraði síðara marka AGF í 2-3 tapi liðsins gegn Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Mikael lék allan leikinn og þá lék Jón Dagur Þorsteinsson 81 mínútu í liði AGF.

Mbappé meiddist á æfingu: Gæti misst af stór­leiknum gegn Real

Kylian Mbappé meiddist á æfingu París Saint-Germain í dag. Alls óvíst er hvort hann nái síðari leik liðsins gegn Real Madríd í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. PSG leiðir 1-0 í einvíginu eftir að Mbappé skoraði sigurmarkið í fyrri leik liðanna.

Félagarnir undrandi á fjarveru Ronaldos

Cristiano Ronaldo var ekki með Manchester United í borgarslagnum gegn Manchester City í gær, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta. Samkvæmt frétt The Athletic var hann ekki einu sinni í borginni.

Hataði menninguna í bandaríska kvennalandsliðnu

Einn besti leikmaður bandaríska kvennalandsliðsins í fótbolta til margra ára lagði nýverið landsliðsskóna á hilluna og hún ber menningunni í besta liði heims ekki góða sögu.

Treyjur Aftureldingar seldar um allan heim

Afturelding gæti verið að eignast mun fleiri stuðningsmenn, um allan heim, því treyjur knattspyrnuliðs félagsins verða til sölu á tónleikum hljómsveitarinnar Kaleo í ár.

Jókerinn gerði nokkuð sem enginn hafði áður afrekað

Verðmætasti leikmaður síðustu leiktíðar, Serbinn Nikola Jokic, sýndi hvers hann er megnugur í gær þegar hann bar Denver Nuggets á herðunum yfir erfiðan hjalla og tryggði liðinu sigur gegn New Orleans Pelicans í NBA-deildinni í körfubolta.

Rússneski Formúlu 1 ökumaðurinn Nikita Mazepin rekinn

Samningi Nikita Mazepin um sæti hjá Haas F1 liðinu í Formúlu 1 hefur verið rift og tekur riftunin gildi samstundis. Riftunin kemur í kjölfar innrásar Rússa inn í Úkraínu. Sömuleiðis hefur samningi Uralkali, aðalstyrktaraðila Haas liðsins verið rift. Uralkali er að miklu leyti í eigu föður Nikita Mazepin, Dmitry Mazepin.

Gunnar Heiðar tekur við Vestra

Vestri frá Ísafirði hefur ráðir Eyjamanninn Gunnar Heiðar Þorvaldsson sem þjálfara liðsins fyrir komandi átök í Lengjudeild karla í fótbolta.

Rúnar og félagar án sigurs í seinustu þrem

Rúnar Alex Rúnarsson og félagar hans í OH Leuven eru nú án sigurs í seinustu þrem deildarleikjum sínum í belgísku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 3-1 tap gegn Eupen í kvöld.

Bjarni: Grindavík var bara að gera okkur erfitt fyrir á löngum köflum

Haukar lönduðu þegar upp var staðið nokkuð öruggum sigri í Grindavík í kvöld, en það var þó ekki fyrr en rétt síðustu fimm mínúturnar eða svo sem gestirnir náðu að slíta sig almennilega frá heimakonum í Grindavík, staðan 71-75 þegar 5:32 lifðu leiks. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, tók undir þá greiningu blaðamanns að þær hefðu þurft að hafa töluvert fyrir sigrinum í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir