Fleiri fréttir

EM í dag: Nice í Nice

Það er leikdagur. Ísland - England í 16-liða úrslitum EM og það á frönsku rivíerunni.

Tuttugu punda maríulax úr Víðidalsá

Það bíða sumir lengi eftir fyrsta laxinum sínum sem er í daglegu tali kallaður Maríulax og auðvitað óska flestir sér hraustlega vaxinn fisk.

EM-dagbókin: Af hverju getur Ísland ekki unnið England?

Ég stóð uppi í stúku á Allianz Riviera-vellinum, eða Hreiðrinu eins og við köllum það, og fylgdist með æfingu íslenska liðsins eftir blaðamannafundinn í Nice í gær. Menn voru bara að skokka í hringi eins og alltaf á þessum opnu fimmtán mínútum.

Lið framtíðarinnar í vandræðum

Þrjátíu ár af sárindum var sungið í laginu Three Lions (Football's Coming Home) þegar það var samið fyrir EM 1996 sem haldið var á Englandi. Þar tapaði liðið í vítaspyrnukeppni í undanúrslitum gegn Þýskalandi sem jók á sársaukann. Tuttugu ár eru liðin og enska liðið þekkir ekkert nema sárindi á stórmótum. Svo mikinn að í dag er textinn "No more years of hurt“.

Nú mega lömbin sparka

England og Ísland mætast í fyrsta mótsleik þjóðanna í sögunni á EM 2016 í Nice í kvöld. Í boði er farseðill í átta liða úrslitin á Evrópumótinu í Frakklandi. Síðast mættust liðin í vináttuleik á Manchester-stadium fyrir tólf árum þegar strákarnir okkar voru notaðir sem boxpúðar sem máttu ekki slá á móti.

United að ganga frá kaupum á Mkhitaryan

Manchester United er nálægt því að ganga frá samkomulagi við Dortmund um kaup á miðjumanninum Henrikh Mkhitaryan, en hann er talinn kosta 38 milljónir punda.

Dagný kom inná og bjargaði málunum | Sjáðu markið

Dagný Brynjarsdóttir var á skotskónum fyrir Portland Thorns í bandarísku NWSL-deildinni í knattspyrnu, en Dagný og félagar í Portland eru taplausar á toppi deildarinnar eftir 2-1 sigur á Orlando Pride.

Mane í læknisskoðun hjá Liverpool

Saido Mane mun undirgangast læknisskoðun hjá Liverpool á morgun, mánudag, eftir að Southampton samþykkti 30 milljóna punda tilboð Liverpool í framherjann.

Rosberg: Ég verð hjá Mercedes í mörg ár í viðbót

Nico Rosberg hefur slökkt á umræðunni um að hann vilji fara frá Mercedes liðinu. Stirð samskipti við liðsfélaga sinn og gríðarlegur launamunur voru taldar ástæður þess að hann vildi fara. Svo virðist ekki vera.

Heimir Guðjóns gestur Harðar í Sumarmessunni í kvöld

Heimir Guðjónsson, þjálfari Íslandsmeistara FH og núverandi toppliðs Pepsi-deildarinnar, verður gestur í Sumarmessunni í kvöld þar sem fjallað verður um EM í Frakklandi og Ameríkukeppnina í Bandaríkjunum.

Willum Þór tekur við KR-liðinu

Willum Þór Þórsson verður næsti þjálfari KR í Pepsi-deild karla í fótbolta og tekur við liðinu af Bjarna Guðjónssyni sem var rekinn í gær. Willum Þór stýrði fyrstu æfingunni hjá KR í kvöld.

Þjóðverjar auðveldlega áfram | Sjáðu mörkin

Þjóðverjar fóru nokkuð auðveldlega áfram í átta liða úrslit Evrópumótsins í Frakklandi, en þeir unnu 3-0 sigur á Slóvakíu í dag. Frakkar mæta annað hvort Ítalíu eða Spánverjum í átta liða úrslitunum.

Töluvert af laxi í Soginu

Sogið hefur sjaldan verið snemma í því að gefa laxa en það stefnir engu að síður í að áin fylgi eftir trendi um góða opnunardaga.

Southampton í viðræðum við nýjan stjóra

Southampton er í viðræðum við Claude Puel, fyrrum stjóra Monaco og Lyon, um að vera arftaki Ronald Koeman sem stjóri Southampton, en þetta herma heimildir Sky Sports.

GK og GR Íslandmeistarar í golfi

Keilir er Íslandsmeistari karla í golfi eftir sigur á Golfklúbbi Garðabæjar og Kópavogs í úrslitaleik í dag í karlaflokki, en leikið var á Korúplfsstaðarvelli. Í kvennaflokki vann Golfklúbbur Reykjavíkur lið Keilis í úrsiltaleiknum, en Keili mistókst að tryggja sér tvennuna.

Jón Daði: Gylfi er ekki með neinar lúxusafsakanir

Jón Daði Böðvarsson var í viðtali á Youtube-síðu Knattspyrnusambands Íslands en hann hefur átt flott Evrópumót og skoraði fyrra mark Íslands í 2-1 sigri á Austurríki í lokaumferð riðlakeppninnar.

Sjá næstu 50 fréttir