Töluvert af laxi í Soginu Karl Lúðvíksson skrifar 26. júní 2016 17:00 Sogið hefur sjaldan verið snemma í því að gefa laxa en það stefnir engu að síður í að áin fylgi eftir trendi um góða opnunardaga. Veiði hófst í Soginu 24. júní og hafa veiðitölur þegar borist af Ásgarði en þar komu alls sjö laxar á land fyrsta daginn sem er óvenjulegt því Sogið er alltaf heldur seint af stað. Ásgarður gefur þó yfirleitt fyrstu laxana og Bíldsfellið fylgir svo gjarnan á eftir og þar sem svæðin eru á sitt hvorum bakkanum þá sjá veiðimenn hvernig öðrum gengur og myndar það oft skemmtilega stemmningu á milli bakka. Laxarnir komu upp af Ásgarðsbreiðu og Símastreng en auk þessara laxa sem veiddust sáust fleiri. Það hafa þegar sést laxar ganga í gegn á Alviðru en það svæði er afskaplega illa stundað þrátt fyrir að hafa í eldri tíð verið aðal svæðið í Soginu. Það gæti breyst í sumar en verðin hafa lækkað mikið frá því sem áður var. Laxar hafa sést á Bíldsfells svæðinu og eins á Syðri Brú svo við bíðum spennt eftir fréttum frá fleiri svæðum í Soginu. Mest lesið Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði
Sogið hefur sjaldan verið snemma í því að gefa laxa en það stefnir engu að síður í að áin fylgi eftir trendi um góða opnunardaga. Veiði hófst í Soginu 24. júní og hafa veiðitölur þegar borist af Ásgarði en þar komu alls sjö laxar á land fyrsta daginn sem er óvenjulegt því Sogið er alltaf heldur seint af stað. Ásgarður gefur þó yfirleitt fyrstu laxana og Bíldsfellið fylgir svo gjarnan á eftir og þar sem svæðin eru á sitt hvorum bakkanum þá sjá veiðimenn hvernig öðrum gengur og myndar það oft skemmtilega stemmningu á milli bakka. Laxarnir komu upp af Ásgarðsbreiðu og Símastreng en auk þessara laxa sem veiddust sáust fleiri. Það hafa þegar sést laxar ganga í gegn á Alviðru en það svæði er afskaplega illa stundað þrátt fyrir að hafa í eldri tíð verið aðal svæðið í Soginu. Það gæti breyst í sumar en verðin hafa lækkað mikið frá því sem áður var. Laxar hafa sést á Bíldsfells svæðinu og eins á Syðri Brú svo við bíðum spennt eftir fréttum frá fleiri svæðum í Soginu.
Mest lesið Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði