Fleiri fréttir

Rio vill fá greiða frá litla bróður

Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, hefur hringt reglulega í bróðir sinn, Anton sem spilar með QPR, og hvatt hann til dáða fyrir leikinn gegn Man. City á sunnudag.

O'Shea ekki ánægður með Mancini

John O'Shea, varnarmaður Sunderland og fyrrum leikmaður Man. Utd, er ekki ánægður með þau ummæli Roberto Mancini, stjóra Man. City, að Man. Utd eigi fram undan auðveldan leik gegn Sunderland á sunnudag.

King á leið undir hnífinn

Hnévandræði Ledley King, varnarmanns Tottenham, virðast ekki ætla að taka neinn enda og hann þarf að fara í enn eina aðgerðina í sumar.

Hernandez spilar ekki með Mexíkó á ÓL í sumar

Manchester United hefur náð samkomulagi við knattspyrnusamband Mexíkó um að hvíla framherjann Javier Hernandez í sumar. Hann mun því ekki spila með Mexíkó á Ólympíuleikunum í sumar.

Urriðaflugan sem gleymdist

Stórar straumflugur hafa verið að gefa vel í urriðaveiðinni í vor og ekki síst draugarnir Black Ghost og Gray Ghost í stærri númerum.

Pepsi-mörkin extra: Jói Kalli hitti ekki Hjörvar Hafliðason

Hjörvar Hafliðason hitti fyrirliða ÍA og KR og ræddi við þá um stórleik kvöldsins í Pepsideild karla. Bræðurnir Jóhannes Karl og Bjarni Guðjónssynir hafa frá ýmsum að segja og "Jói Kalli" var hársbreidd frá því að skjóta boltanum í Hjörvar í miðri kynningu. Þórður Guðjónsson framkvæmdastjóri ÍA kemur einnig við sögu í þessu "bræðrainnslagi".

Moses vill spila með stærra félagi

Hinn magnaði framherji Wigan, Victor Moses, ætlar að yfirgefa félagið í sumar. Umboðsmaður hans segir að leikmaðurinn sé tilbúinn fyrir næsta skref á sínum ferli.

Carroll þakkar Dalglish traustið

Framherji Liverpool, Andy Carroll er þakklátur stjóra sínum, Kenny Dalglish, fyrir að standa með sér í vetur þó svo hann hafi átt mjög erfitt uppdráttar.

Enginn "hanaslagur“ hjá bræðrunum

Bjarni og Jóhannes Karl mætast sem fyrirliðar í stórleik ÍA og KR í Pepsi-deild karla í kvöld en bræðurnir hafa aldrei mæst áður sem mótherjar. Eftirvænting og spenna ríkir í fjölskyldunni, enda Jóhannes Karl að spila heimaleik á Akranesvelli í fyrsta sinn í fjórtán ár.

Hver verður fyrstur í 100 sigurleiki?

Guðjón Þórðarson (þjálfari Grindavíkur), Bjarni Jóhannsson (þjálfari Stjörnunnar) og Logi Ólafsson (þjálfari Selfoss) verða í sviðsljósinu með lið sín í 2. umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Messi: Það var engin pressa á mér að faðma Guardiola

Það vakti heimsathygli þegar Lionel Messi faðmaði Pep Guardiola eftir að hann skoraði fjórða mark sitt í 4-0 sigri Barcelona á Espanyol í spænsku deildinni um síðustu helgi en þetta var síðasti heimaleikur Barca undir stjórn Guardiola.

Pepsimörkin í beinni á Vísi

Leikjum kvöldsins í Pepsi-deild karla verða gerð skil í Pepsimörkunum á Stöð 2 Sport og verður hægt að sjá þáttinn í beinni útsendingu hér á Vísi. Þátturinn hefst klukkan 22.00.

Sverrir Þór tekur við Grindavíkurliðinu

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Íslandsmeistara kvenna hjá Njarðvík og íslenska kvennalandsliðsins í körfubolta, verður næsti þjálfari Íslandsmeistara Grindavíkur. Grindvikingar voru fljótir að ganga frá eftirmanni Helga Jónasar Guðfinnssonar sem hætti með liðið í gær. Þetta kemur fram á karfan.is í kvöld.

Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 18-17 | Stella tryggði Fram oddaleik

Stella Sigurðardóttir var hetja Framara í kvöld þegar Framkonur tryggðu sér oddaleik á móti Val í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna í handbolta. Fram vann leikinn 18-17 og jafnaði þar með einvígið í 2-2. Stella skoraði níu mörk í leiknum þar á meðal sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok.

Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina

Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár.

Mancini: Yaya Toure eins og Ruud Gullit

Roberto Mancini, stjóri Manchester City, hefur líkt Fílbeinsstrendingnum Yaya Toure við Ruud Gullit þegar sá síðarnefndi var upp á sitt besta með AC Milan og hollenska landsliðinu. Yaya Toure hefur spilað stórt hlutverk hjá City í vetur og skoraði bæði mörkin í mikilvægum sigri á Newcastle um síðustu helgi.

Oddaleikur framundan hjá Fram og Val - myndir

Valur og Fram munu spila hreinan úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í handbolta kvenna í Vodfone-höllinni á laugardaginn en það var ljóst eftir að Fram vann 18-17 sigur í fjórða leik liðanna í Safamýrinni í kvöld. Stelka Sigurðardóttir tryggði Fram sigurinn nokkrum sekúndum fyrir leikslok með sínu níunda marki í leiknum.

Blackpool í úrslitaleikinn á móti West Ham

Blackpool tryggði sér í kvöld sæti í úrslitaleiknum um laust sæti í ensku úrvalsdeildinni á næsta tímabili þegar náði 2-2 janftefli á útivelli á móti Birmingham í seinni leik liðanna í undanúrslitunum umspilsins í ensku b-deildinni. Blackpool komst í 2-0 og þar með í 3-0 samanlagt en Birmingham setti spennu í leikinn með því að jafna metin. Birmingham þurfti hinsvegar að skora tvö mörk til viðbótar en það tókst ekki og Blackpool komst áfram.

Guðmundur og Matthías á skotskónum með Start

Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson voru báðir á skotskónum þegar Start vann 5-0 stórsigur á Vard Haugesund í 2. umferð norsku bikarkeppninnar í kvöld. Guðmundur skoraði tvö mörk og Mathhías skoraði eitt og lagði upp annað.

Falcao afgreiddi Athletic Bilbao - Atlético Madrid vann Evrópudeildina

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao tryggði Atlético Madrid sigur í Evrópudeildinni og sér sérkafla í sögu keppninnar þegar hann skoraði tvö mörk í 3-0 sigri Atlético Madrid á Athletic Bilbao í uppgjör tveggja spænskra liða í úrslitaleik Evrópudeildarinnar sem fram fór í Búkarest í kvöld.

Félagi vísað úr íslensku 3. deildinni - grunur um erlent veðmálabrask

Vefsíðan Fótbolti.net segir frá því í dag að FFR, Fótboltafélaginu Fjólunni Reykjavík, hafi verið vísað úr keppni í þriðju deild karla og bikarkeppni KSÍ. Íslenskir aðilar stofnuðu félagið í vetur en fljótlega tóku erlendir aðilar við stjórn félagsins. Grunur er um að hér sér veðmálabrask í gangi og þykir svipa til máls sem kom upp í Finnlandi fyrir nokkrum árum.

Ótæmandi fjársjóðskista fyrir veiðimenn

Veiðimálastofnun hefur opnað dyrnar að ótæmandi fjársjóðskistu fyrir veiðimenn. Alls eru nú 1.750 skýrslur aðgengilegar á heimasíðu stofnunarinnar. Þær elstu frá miðri síðustu öld.

Villeneuve ók Ferrari-bíl föður síns

Kanadamaðurinn Jacques Villeneuve ók Ferrari-bíl föður síns frá 1979 á tilraunabraut Ferrari í Maranello á Ítalíu í gær. Þrjátíu ár eru liðin síðan Gilles Villeneuve fórst í tímatökum fyrir belgíska kappaksturinn í Zolder.

Falcao getur tryggt sér sögulega tvennu í kvöld

Kólumbíumaðurinn Radamel Falcao getur skrifað nafn sitt í sögubækurnar í kvöld takist honum að vinna Evrópudeildina með félögum sínum í Atletico Madrid. Spænsku liðin Atletico Madrid og Athletic Bilbao mætast þá í úrslitaleik Evrópudeildarinnar í Búkarest en leikurinn verður sýndir beint á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 18.45.

1. deild karla á SportTV í sumar

Vefsíðan SportTV.is mun í sumar sýna frá leikjum í 1. deild karla. Í dag var tilkynnt að samkomulag hefði náðst á milli KSÍ og SportTV þess efnis.

Þorgrímur Smári semur við Val

Valsmenn hafa fengið fínan liðsstyrk í handboltanum því miðjumaðurinn Þorgrímur Smári Ólafsson er genginn í raðir félagsins frá Gróttu.

Tvíburar á stórlaxaveiðum í sjónvarpinu

Fyrir síðustu jól var rýnt í myndina um Leitina að stórlaxinum í Fréttablaðinu. Í tilefni þess að upp úr myndinni hefur nú verð unnin sjónvarpsþáttaröð sem hefst í kvöld á RÚV birtir Veiðivísir þessa gagnrýni úr Fréttablaðinu.

Neymar gæti unnið óskarsverðlaun ef hann vildi

Luis Alvaro Ribeiro, forseti brasilíska liðsins Santos, er orðinn þreyttur á stanslausu tali um að Neymar sé á leið til Barcelona þó svo hann sé búinn að skrifa undir samning við Santos til ársins 2014.

Grindvíkingar vilja ganga frá þjálfaramálum sínum sem fyrst

"Ég vissi það ekki fyrr en á mánudagskvöldið að Helgi ætlaði sér að hætta. Þá hringdi hann í mig og bað um fund. Mig grunaði strax um hvað sá fundur ætti að vera," sagði Magnús Andri Hjaltason, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur, en Grindvíkingar eru þjálfaralausir þar sem Helgi Jónas Guðfinnsson er hættur.

Sjóbleikjan komin í Breiðdalsá

Fyrir nokkrum dögum veiddust fyrstu sjóbleikjurnar á silungasvæði Breiðdalsár. Þetta kemur fram á heimasíðu Strengja.

Wilkins tekinn ölvaður undir stýri

Ray Wilkins, fyrrum knattspyrnustjarna sem er sérfræðingur hjá Sky-sjónvarpsstöðinni í dag, er í ekkert allt of góðum málum eftir að hann var tekinn ölvaður undir stýri.

Barton: Get ekki beðið eftir að mæta Man. City

Ef Man. City ætlar að verða enskur meistari um helgina þá þarf liðið fyrst að komast í gegnum Joey Barton sem ætlar heldur betur að láta sitt gamla félag hafa fyrir hlutunum.

Juve dreymir enn um Van Persie

Áhugi ítölsku meistaranna í Juventus á fyrirliða Arsenal, Robin van Persie, hefur ekkert dvínað þó svo félagið sé ekki enn búið að gera tilboð í Hollendinginn.

Mancini: VIð erum með tvo putta á titlinum

Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur loksins viðurkennt að Man. City sé í frábærri stöðu til þess að vinna enska meistaratitilinn. Skal svo sem engan undra þar sem sigur á QPR tryggir City titilinn.

Ísland stendur í stað á FIFA-listanum

Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu situr sem fastast í 131. sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í dag. Ísland er í 47. sæti á Evrópulistanum.

Orlando í sumarfrí | Chicago gefst ekki upp

Indiana er komið áfram í úrslitakeppni NBA-deildarinnar en Orlando er komið í frí. Atlanta, Chicago og Denver neituðu aftur á móti að fara í frí og héldu lífi í sínum rimmum í nótt.

Ingó Veðurguð: Fótboltinn er kominn í forgang

Ingólfur Þórarinsson er leikmaður 1. umferðar Pepsi-deildar karla hjá Fréttablaðinu. Ingólfur, eða Ingó Veðurguð eins og margir þekkja hann, er búinn að setja fótboltann í fyrsta sæti en tónlistina í annað. Hann gefur frá sér mörg atvinnutækifæri og segist borga helling með sér til þess að spila fótbolta.

Sjá næstu 50 fréttir