Umfjöllun og viðtöl: Fram - Valur 18-17 | Stella tryggði Fram oddaleik Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Safamýri skrifar 9. maí 2012 12:36 mynd/stefán Stella Sigurðardóttir var hetja Framara í kvöld þegar Framkonur tryggðu sér oddaleik á móti Val í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna í handbolta. Fram vann leikinn 18-17 og jafnaði þar með einvígið í 2-2. Stella skoraði níu mörk í leiknum - þar á meðal sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Stella endaði líka fyrri hálfleikinn á því að skora beint úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn og náði þá að minnka muninn í 8-7 en Valsliðið var 8-5 yfir þegar rúm mínúta var til hálfleiks. Valsliðið var 16-14 yfir þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en Fram sýndi karakter og tryggði sér fimmta leikinn með góðum endaspretti þar sem Guðrún Ósk Maríasdóttir varði frábærlega í markinu. Heilt yfir var boðið upp á frábæra skemmtun og flottan handbolta í Safamýrinni í kvöld. Varnarleikur og markvarsla voru í aðalhlutverki eins og áður í þessari rimmu en bæði lið héldu sig við 6-0 varnir sem voru oft á tíðum frábærar. Sást það einna best á því að Valur skoraði sitt fyrsta mark gegn uppstilltri vörn Fram á 27. mínútu leiksins. Valur spilaði líka frábæra vörn og markverðir beggja liða - þær Guðrún Ósk og Guðný Jenný Ásmundsdóttir - voru í essinu sínu. Seinni hálfleikur var í meira jafnvægi og eftir því sem leikmenn þreyttust urðu mörkin fjölbreyttari. Liðin skiptust á að vera í forystu en Fram gerði það sem þurfti á hárréttum tíma. Valur hélt sér inni í leiknum með því að sækja hratt á andstæðinginn þegar færi gafst en þær voru líka afar öflugar í því að koma sér til baka og loka á nánast allar hraðaupphlaupsaðgerðir Framara. Heimamenn skoruðu aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi allan leikinn - þrátt fyrir að hafa spilað frábæra vörn og fengið góða markvörslu. Framarar þurfa líklega að vera duglegri að refsa fyrir mistök Vals í oddaleiknum ætli þeir sér að taka titilinn með sér heim í Safamýrina. Valskonur hafa margsinnis sýnt hversu öflugar þær eru á ögurstundu, sér í lagi á heimavelli. En miðað við leiki liðanna í rimmunni hingað til er von á öllu í oddaleiknum, sem verður á laugardaginn næstkomandi.Stella: Ekki hægt að biðja um meira „Þetta var geðveikur sigur og ekki hægt að biðja um meira fyrir áhorfendur en að fá sigurmark á lokasekúndunum. Þetta var mjög sætt," sagði Stella Sigurðardóttir, hetja Framara í kvöld. Hún skoraði níu mörk í kvöld, þar af sigurmarkið þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. „Mér fannst okkur ganga vel, heilt yfir. Varnarleikurinn var fínn á köflum, þó svo að við hefðum misst einbeitinguna aðeins inn á milli. Það má ekki gegn liði eins og Val." „Nú verðum við bara að halda áfram að spila okkar bolta - og öflugan varnarleik. Við þurfum líka að vera duglegri í að keyra á þær en það að er ljóst að þetta verður erfitt í oddaleiknum." Stella segist ekki vera þreytt þrátt fyrir allt álagið. „Nei, nei. Ég var aðeins tognuð í síðasta leik en var í góðu lagi í kvöld."Einar: Loksins datt þetta okkar megin „Þetta var alveg svakalega sætt," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Stella sagði í leikhlénu [fyrir lokasóknina] að hún myndi skora og hún gerði það. Það var alveg rosalega ljúft að sjá boltann liggja í netinu. Loksins datt þetta okkar megin eftir öll þau skipti sem þetta hefur legið fyrir Valsmönnum." Stella skoraði einnig mark í lok fyrri hálfleiks, en þá beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. „Ég var nú búinn að gleyma því marki," sagði Einar og brosti. „En það taldi aldeilis. Hún gerði þetta mjög vel." „En það eru allir að tala um Stellu. Það má ekki gleyma því að ég er með marga frábæra leikmenn og við spilum sem heild. Við spiluðum frábæran varnarleik og það er það sem skiptir máli," sagði hann. „Það voru margir að tala um eftir síðasta leik að við vorum léleg þá. En við skoruðum bara einu marki meira í kvöld. Þetta snýst aðallega um mörk og varnarleik og við vorum góð í kvöld." Fram spilaði glimrandi góðan varnarleik í fyrri hálfleik. Valur skoraði ekki gegn uppstilltri vörn Fram fyrr en fáar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. „En við vorum sem óánægð með fyrri hálfleik að mörgu leyti. Við gerðum of mikið af mistökum. Við nýttum færin okkar illa, hentum boltanum í þeirra hendur og þær náðu að skora. Varnarleikurinn var þó góður." „Við áttum mikið inni fyrir þennan leik og ég held að við eigum enn töluvert inni. Við getum enn bætt okkur og ég tel að við séum ekki búin að toppa."Stefán: Flottur leikur Stefán Arnarssson, þjálfari Vals, var óánægður með tapið í kvöld en sáttur við margt í leik sinna manna. „Bæði lið fóru hægt af stað í sókninni en spiluðu góða vörn," sagði hann. „Þetta var heilt yfir flottur leikur. Það eina sem ég er svekktur með er að hafa tapað honum." Hann var óánægður með lokamínúturnar í báðum hálfleikjum. „Í fyrri hálfleik vorum við með þriggja marka forystu, 8-5, en fáum svo tvö mörk á okkur á lokamínútununni. Við vorum svo tveimur mörkum yfir þegar stutt var eftir en missum það líka niður og töpum svo leiknum á lokasekúndunum." „Vörn og markvarsla var góð hjá báðum liðum og það mun ráða úrslitum í þessari rimmu ásamt öðru - til dæmis hvort liðið skorar fleiri mörk úr hraðaupphlaupum. Við skoruðum til dæmis eingöngu mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgjum fyrstu 25 mínúturnar í leiknum." „Við ræddum það svo í hálfleiknum og við löguðum það. Þá spiluðum við betri sóknarleik."Kristín: Verður áfram spennandi „Við vildum klára þetta í kvöld. En svona eru þessir leikir - þessi lið eru hnífjöfn," sagði leikstjórnandinn Kristín Guðmundsdóttir hjá Val eftir leikinn. Lítið var skorað í upphafi leiks en bæði lið léku öflugan varnarleik. „Það var smá stress í báðum liðum og auðvitað hefði sóknarleikurinn mátt vera betri. En svona verður þetta áfram og ég held að oddaleikurinn verði rosalegur. Síðustu leikir hafa verið gríðarlega spennandi og ég á ekki von á öðru en einhverju svipuðu á laugardaginn." Olís-deild kvenna Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Stella Sigurðardóttir var hetja Framara í kvöld þegar Framkonur tryggðu sér oddaleik á móti Val í úrslitaeinvígi N1 deildar kvenna í handbolta. Fram vann leikinn 18-17 og jafnaði þar með einvígið í 2-2. Stella skoraði níu mörk í leiknum - þar á meðal sigurmarkið nokkrum sekúndum fyrir leikslok. Stella endaði líka fyrri hálfleikinn á því að skora beint úr aukakasti þegar leiktíminn var liðinn og náði þá að minnka muninn í 8-7 en Valsliðið var 8-5 yfir þegar rúm mínúta var til hálfleiks. Valsliðið var 16-14 yfir þegar tíu mínútur voru eftir af leiknum en Fram sýndi karakter og tryggði sér fimmta leikinn með góðum endaspretti þar sem Guðrún Ósk Maríasdóttir varði frábærlega í markinu. Heilt yfir var boðið upp á frábæra skemmtun og flottan handbolta í Safamýrinni í kvöld. Varnarleikur og markvarsla voru í aðalhlutverki eins og áður í þessari rimmu en bæði lið héldu sig við 6-0 varnir sem voru oft á tíðum frábærar. Sást það einna best á því að Valur skoraði sitt fyrsta mark gegn uppstilltri vörn Fram á 27. mínútu leiksins. Valur spilaði líka frábæra vörn og markverðir beggja liða - þær Guðrún Ósk og Guðný Jenný Ásmundsdóttir - voru í essinu sínu. Seinni hálfleikur var í meira jafnvægi og eftir því sem leikmenn þreyttust urðu mörkin fjölbreyttari. Liðin skiptust á að vera í forystu en Fram gerði það sem þurfti á hárréttum tíma. Valur hélt sér inni í leiknum með því að sækja hratt á andstæðinginn þegar færi gafst en þær voru líka afar öflugar í því að koma sér til baka og loka á nánast allar hraðaupphlaupsaðgerðir Framara. Heimamenn skoruðu aðeins eitt mark úr hraðaupphlaupi allan leikinn - þrátt fyrir að hafa spilað frábæra vörn og fengið góða markvörslu. Framarar þurfa líklega að vera duglegri að refsa fyrir mistök Vals í oddaleiknum ætli þeir sér að taka titilinn með sér heim í Safamýrina. Valskonur hafa margsinnis sýnt hversu öflugar þær eru á ögurstundu, sér í lagi á heimavelli. En miðað við leiki liðanna í rimmunni hingað til er von á öllu í oddaleiknum, sem verður á laugardaginn næstkomandi.Stella: Ekki hægt að biðja um meira „Þetta var geðveikur sigur og ekki hægt að biðja um meira fyrir áhorfendur en að fá sigurmark á lokasekúndunum. Þetta var mjög sætt," sagði Stella Sigurðardóttir, hetja Framara í kvöld. Hún skoraði níu mörk í kvöld, þar af sigurmarkið þegar þrjár sekúndur voru eftir af leiknum. „Mér fannst okkur ganga vel, heilt yfir. Varnarleikurinn var fínn á köflum, þó svo að við hefðum misst einbeitinguna aðeins inn á milli. Það má ekki gegn liði eins og Val." „Nú verðum við bara að halda áfram að spila okkar bolta - og öflugan varnarleik. Við þurfum líka að vera duglegri í að keyra á þær en það að er ljóst að þetta verður erfitt í oddaleiknum." Stella segist ekki vera þreytt þrátt fyrir allt álagið. „Nei, nei. Ég var aðeins tognuð í síðasta leik en var í góðu lagi í kvöld."Einar: Loksins datt þetta okkar megin „Þetta var alveg svakalega sætt," sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn. „Stella sagði í leikhlénu [fyrir lokasóknina] að hún myndi skora og hún gerði það. Það var alveg rosalega ljúft að sjá boltann liggja í netinu. Loksins datt þetta okkar megin eftir öll þau skipti sem þetta hefur legið fyrir Valsmönnum." Stella skoraði einnig mark í lok fyrri hálfleiks, en þá beint úr aukakasti eftir að leiktíminn var liðinn. „Ég var nú búinn að gleyma því marki," sagði Einar og brosti. „En það taldi aldeilis. Hún gerði þetta mjög vel." „En það eru allir að tala um Stellu. Það má ekki gleyma því að ég er með marga frábæra leikmenn og við spilum sem heild. Við spiluðum frábæran varnarleik og það er það sem skiptir máli," sagði hann. „Það voru margir að tala um eftir síðasta leik að við vorum léleg þá. En við skoruðum bara einu marki meira í kvöld. Þetta snýst aðallega um mörk og varnarleik og við vorum góð í kvöld." Fram spilaði glimrandi góðan varnarleik í fyrri hálfleik. Valur skoraði ekki gegn uppstilltri vörn Fram fyrr en fáar mínútur voru eftir af fyrri hálfleik. „En við vorum sem óánægð með fyrri hálfleik að mörgu leyti. Við gerðum of mikið af mistökum. Við nýttum færin okkar illa, hentum boltanum í þeirra hendur og þær náðu að skora. Varnarleikurinn var þó góður." „Við áttum mikið inni fyrir þennan leik og ég held að við eigum enn töluvert inni. Við getum enn bætt okkur og ég tel að við séum ekki búin að toppa."Stefán: Flottur leikur Stefán Arnarssson, þjálfari Vals, var óánægður með tapið í kvöld en sáttur við margt í leik sinna manna. „Bæði lið fóru hægt af stað í sókninni en spiluðu góða vörn," sagði hann. „Þetta var heilt yfir flottur leikur. Það eina sem ég er svekktur með er að hafa tapað honum." Hann var óánægður með lokamínúturnar í báðum hálfleikjum. „Í fyrri hálfleik vorum við með þriggja marka forystu, 8-5, en fáum svo tvö mörk á okkur á lokamínútununni. Við vorum svo tveimur mörkum yfir þegar stutt var eftir en missum það líka niður og töpum svo leiknum á lokasekúndunum." „Vörn og markvarsla var góð hjá báðum liðum og það mun ráða úrslitum í þessari rimmu ásamt öðru - til dæmis hvort liðið skorar fleiri mörk úr hraðaupphlaupum. Við skoruðum til dæmis eingöngu mörk úr hraðaupphlaupum og seinni bylgjum fyrstu 25 mínúturnar í leiknum." „Við ræddum það svo í hálfleiknum og við löguðum það. Þá spiluðum við betri sóknarleik."Kristín: Verður áfram spennandi „Við vildum klára þetta í kvöld. En svona eru þessir leikir - þessi lið eru hnífjöfn," sagði leikstjórnandinn Kristín Guðmundsdóttir hjá Val eftir leikinn. Lítið var skorað í upphafi leiks en bæði lið léku öflugan varnarleik. „Það var smá stress í báðum liðum og auðvitað hefði sóknarleikurinn mátt vera betri. En svona verður þetta áfram og ég held að oddaleikurinn verði rosalegur. Síðustu leikir hafa verið gríðarlega spennandi og ég á ekki von á öðru en einhverju svipuðu á laugardaginn."
Olís-deild kvenna Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira