Fleiri fréttir

Chris Bosh frá í ótilgreindan tíma

Miami Heat tilkynnti í dag að Chris Bosh muni ekki spila með liðinu á næstunni vegna meiðsla. Óvitað er hvenær hann geti spilað á ný.

Martin Skrtel bestur hjá Liverpool á tímabilinu

Stuðningsmenn Liverpool hafa kosið Martin Skrtel besta leikmann liðsins á þessu tímabili en slóvakíski miðvörðurinn vann sér fast sæti í miðri vörn Liverpool á tímabilinu og spilaði alls 45 leiki með liðinu. Skrtel fékk 44 prósent atkvæða en næstur honum kom framherjinn Luis Suarez með 33 prósent atkvæða. Daniel Agger varð síðan í þriðja sæti.

Árni Þór semur við Friesenheim

Örvhenta skyttan Árni Þór Sigtryggsson mun enn á ný söðla um í Þýskalandi í sumar en hann hefur nú skrifað undir eins árs samning við B-deildarliðið Friesenheim.

Lagerbäck: FIFA-listinn skiptir engu máli fyrr en eftir tvö ár

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari Íslands í knattspyrnu, hitti Hörð Magnússon, íþróttafréttamann á Stöð 2 Sport, í dag og ræddi málefni íslenska landsliðsins en Lagerbäck tilkynnti í dag hóp sinn fyrir komandi vináttulandsleiki við Frakka og Svía. Það er nú hægt að nálgast þetta viðtal á Vísi.

Andrei Arshavin verður fyrirliði Rússa á EM í sumar

Dick Advocaat, þjálfari Rússa, er búinn að gefa það út að Andrei Arshavin verði fyrirliði rússneska landsliðsins á EM í sumar. Þetta verður síðasta verkefni Advocaat með rússneska liðið en hann mun fara til PSV Eindhoven eftir mótið.

Alex McLeish rekinn frá Aston Villa

Alex McLeish hefur verið rekinn sem þjálfari Aston Villa en liðið rétt slapp við fall úr ensku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. McLeish var á sínu fyrsta tímabili með Aston Villa en fyrir ári síðan hætti hann sem stjóri nágrannanna í Birmingham City.

Valskonur stigalausar í fyrsta sinn í sjö ár

Valskonur byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni því þær töpuðu 2-4 fyrir ÍBV í 1. umferðinni í gær. Þetta er í fyrsta sinn síðan 2005 sem Valsliðið vinnur ekki fyrsta leikinn sinn á Íslandsmótinu.

Lars ætlar að funda með Eiði Smára í sumar

Lars Lagerbäck, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, valdi Eið Smára Guðjohnsen ekki í landsliðshóp sinn fyrir vináttuleiki við Frakka og Svía þrátt fyrir að Eiður Smári sé byrjaður að spila á ný með AEK Aþenu eftir að hann fótbrotnaði í október.

Noel Gallagher: Ég grét eins og barn þegar Aguero skoraði

Noel Gallagher, einn af þekktustu stuðningsmönnum Manchester City, missti af leiknum á móti QPR í gær þar sem hann er á hljómleikaferð í Suður-Ameríku. Bróðir hans Liam var þó mættur í stúkuna og sást sprauta úr kampavínsflösku þegar titillinn var í höfn.

Van Nistelrooy leggur skóna á hilluna

Ruud van Nistelrooy hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en hann er 35 ára gamall og á að baki farsælan feril með liðum eins og Manchester United og Real Madrid. Van Nistelrooy endaði ferilinn hjá spænska liðinu Malaga.

Tveir nýliðar í hópnum hjá Lagerbäck

Lars Lagerbäck, landsliðsþjálfari karla í knattspyrnu, tilkynnti í dag leikmannahóp sinn fyrir vináttulandsleiki gegn Frakklandi og Svíþjóð sem fram fara síðar í mánuðinum.

Gott síðdegi á urriðaslóð

Vorveiðin á urriða í efsta hluta Elliðaánna mun hafa verið undir meðallagi það sem af er vertíðinni sem stendur yfir í maí. Síðdegis síðastliðinn föstudag stóð tíðindamaður Veiðivísis þar á bakkanum ásamt öðrum og tók fyrstu fluguköst sumarsins.

Örn Ingi hættur í FH og farinn í Aftureldingu

Örn Ingi Bjarkason, leikmaður í úrvalsliði N1 deildar karla í handbolta, hefur gert tveggja ára samning við Aftureldingu en þetta kemur fram á heimasíðu félagsins. Örn Ingi hefur spilað stórt hlutverk hjá FH undanfarin ár og varð Íslandsmeistari með liðinu 2011. Örn er sonur Bjarka Sigurðssonar, fyrrverandi landsliðsmanns.

Tvær frá Pittsburgh Panthers til KR

Bandarísku leikmennirnir Liz Carroll og Katelyn Ruhe komu til landsins í gær en þær ætla að spila með KR í Pepsi-deild kvenna í sumar. Þær Liz og Katelyn léku þó ekki gegn Selfossi í gær enda ekki komnar með leikheimild. Þetta kemur fram á heimasíðu KR.

Redknapp: Scott Parker gæti misst af EM í sumar

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, óttast það að hásinarmeiðsli Scott Parker gætu kostað hann Evrópumótið í sumar. Parker missti af leik Tottenham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina en liðið tryggði sér þá fjórða sætið í deildinni með 2-0 sigri á Fulham.

FH-ingar búnir semja við einn örfættan og eldfljótann

FH-ingar hafa ákveðið að semja við hinn 31 árs gamla Danny Thomas en leikmaðurinn hefur verið undanfarið á reynslu hjá félaginu. Thomas er þó ekki kominn með leikheimild og verður því ekki með á móti Selfoss í kvöld. Þetta kemur fram á á Fhingar.net.

Leikmaður Stabæk fannst látinn á byggingarsvæði

Tor-Marius Gromstad, tuttugu og tveggja ára leikmaður Stabæk í norsku úrvalsdeildinni, fannst látinn í morgun á byggingarsvæði í Osló. Hans hafði verið saknað frá því á laugardagsmorgun eftir að hann yfirgaf heimili bróður síns.

Kompany: Hungraður í fleiri titla

Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, hefur þegar sett stefnuna á að vinna fleiri titla en City tryggði sér enska meistaratitilinn í gær í fyrsta sinn í 44 ár. City tryggði sér titilinn með tveimur dramatískum mörkum í uppbótartíma og varð enskur meistari á markatölu.

Kuchar vann Players-meistaramótið í golfi - fær 217 milljónir

Bandaríkjamaðurinn Matt Kuchar tryggði sér sigur á Players-meistaramótið í golfi í gær en mótið fór fram á Ponte Vedra Beach í Flórída. Players-meistaramótið greiðir út hæstu sigurlaunin af öllum golfmótunum og er stundum talað um það sem fimmta risamótið.

Margrét Lára á förum frá Turbine Potsdam

Flest bendir til þess að landsliðskonan Margrét Lára Viðarsdóttir sé á leið frá þýska félaginu Turbine Potsdam. Markadrottningin er orðuð við sitt gamla félag Kristianstad í Kristianstadsbladed í dag.

Kyrie Irving nýliði ársins í NBA-deildinni

Bandarískir fjölmiðlar hafa grafið það upp að Kyrie Irving, leikmaður Cleveland Cavaliers, verði í vikunni útnefndur besti nýliði tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta.

Nelson útskrifast fimmtíu árum of seint úr háskóla

Fyrir fimmtíu árum síðan yfirgaf Don Nelson háskólann í Iowa þó svo hann ætti mjög lítið eftir af skólanum. Nú hefur skólinn loksins ákveðið að útskrifa þennan sigursælasta þjálfara í sögu NBA-deildarinnar.

Mikel: Ég vissi aldrei hvar ég hafði Villas-Boas

John Obi Mikel, leikmaður Chelsea, telur að lítil samskipti milli leikmanna og Andre Villas-Boas, fyrrverandi knattspyrnustjóra Chelsea, sé ástæðan fyrir því að stjórinn hafi ekki náð árangri.

Jafnt í Kópavoginum - myndir

Pepsi-deild kvenna fer vel af stað. Óvænt úrslit í fyrstu umferð sem gefa vonir og væntingar um að mótið í ár verði talsvert jafnara en síðustu ár.

Clippers vann oddaleikinn gegn Memphis

LA Clippers er komið áfram í 2. umferð í úrslitakeppni NBA eftir magnaðan sigur, 82-72, á Memphis Grizzlies í oddaleik liðanna í kvöld.

Alfreð og Indriði á skotskónum

Helsingborg vann fínan sigur, 3-2, á Hacken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en Alfreð Finnbogason skoraði fyrsta mark leiksins.

Owen Coyle: Við förum beint aftur upp

Owen Coyle, knattspyrnustjóri Bolton, var að vonum niðurlútur eftir loka umferðina í ensku úrvalsdeildinni en Bolton féll niður í ensku Championsship deildina eftir 2-2 jafntefli við Stoke.

Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Fylkir 1-1

Breiðablik og Fylkir gerðu jafntefli, 1-1, gegn Fylki í fyrstu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu á Kópavogsvelli í kvöld. Rakel Hönnudóttir skoraði eina mark Blika í leiknum en Hrafnhildur Hekla Eiríksdóttir gerði mark Fylkis.

Sjá næstu 50 fréttir