Fleiri fréttir Mancini veit ekkert hvað verður um Carlos Tevez Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segist ekki vita hvort að Carlos Tevez muni spila aftur fyrirr City en annars var enskum blaðamönnum tilkynnt um það að þeir mættu ekki spyrja um mál tengdum argentínska framherjanum þegar Mancini mætti til að ræða um leik City og Aston Villa sem fram fer í ensku úrvalsdeildinni á morgun. 14.10.2011 18:00 Veigar Páll gæti fengið keppnisbann og krefst svara frá Stabæk Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. 14.10.2011 17:15 Lagerbäck: Ísland eini kosturinn sem mér bauðst Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, segir að hann hafi ekki verið með neitt annað atvinnutilboð í höndunum þegar að KSÍ kom að máli við sig. 14.10.2011 16:45 Ferguson segir stuðningsmönnum United að haga sér vel Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur brýnt fyrir stuðningsmönnum liðsins að þeir hagi sér almennilega á Anfield á morgun. Ferguson vill ekki heyra neina söngva um Hillsborough-slysið á leiknum. 14.10.2011 16:30 Geir: Ráðning Lars mun vera íslenskri knattspyrnu til góðs Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði á blaðamannafundi sambandsins í dag að ráðning Lars Lagerbäck í starf landsliðsþjálfara muni gagnast allri íslenskri knattspyrnu, ekki bara A-landsliðið karla. 14.10.2011 16:15 Beckham ákveður sig um jólin David Beckham liggur undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína. Samningur hans við LA Galaxy er að renna út í nóvember og enginn skortur er á tilboðum. 14.10.2011 15:45 Lagerbäck: Eiður Smári er besti leikmaður Íslands Lars Lagerbäck var í dag ráðinn sem þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Svíinn tekur við starfinu með formlegum hætti í janúar en hann hefur náð góðum árangri me landslið Svía á undanförnum árum. Hann telur að Eiður Smári Guðjohnsen sé enn besti leikmaður Íslands en Lagerbäck telur að Ísland hafi verið tiltölulega heppið þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu árið 2014. 14.10.2011 15:08 Stern óttast að það verði engir jólaleikir David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, segist hafa tilfinningu fyrir því að það verði enginn NBA-bolti um jólin að þessu sinni. Hann segir að ef ekki verði búið að semja í deilunni næsta þriðjudag séu jólaleikirnir úr sögunni. 14.10.2011 15:00 Redknapp: Capello á að taka Rooney með á EM Það eru skiptar skoðanir um það í Englandi hvort Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, eigi að taka Wayne Rooney með á EM næsta sumar þar sem hann verður í leikbanni út riðlakeppnina. 14.10.2011 14:15 Dalglish hefur enn tröllatrú á Gerrard Þó svo einhverjir telji að Steven Gerrard sé búinn að ná hápunktinum sem knattspyrnumaður og leiðin liggi nú niður á við efast Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, ekki um að Gerrard eigi eftir að verða prímusmótor Liverpool-liðsins næstu árin. 14.10.2011 13:30 Geir og Þórir hittu Keane Geir Þorsteinsson greindi frá því á blaðamannafundi KSÍ í dag að hann hafi, ásamt Þóri Hákonarsyni, framkvæmdarstjóra KSÍ, hitt Roy Keane að máli um starf landsliðsþjálfara. 14.10.2011 13:07 Geir: Laun Lagerback ekki eins há og haldið er fram Geir Þorsteinsson segir að ekkert sé hæft í þeim fullyrðingum að hinn nýráðni þjálfari, Lars Lagerback, sé að fá yfir 60 milljónir í árslaun hjá sambandinu. 14.10.2011 12:08 Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari - Heimir aðstoðar Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins og verður Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV, aðstoðarmaður hans. 14.10.2011 11:52 Ingi Þór: Höfum æft vel og erum klárir í fyrsta leik "Við erum bara nokkuð vel stemmdir og undirbúningstímabilið er búið að vera gríðarlega langt,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, í samtali við Vísi. 14.10.2011 11:30 Upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina Íslandsmótið í körfuknattleik karla hófst í gær með þremur leikjum í Iceland Express deildinni. Fyrstu umferð lýkur í kvöld með þremur leikjum. Stöð 2 sport sýndi veglegan upphitunarþátt um deildina s.l. miðvikudag og er hægt að sjá þáttinn í heild sinn á Vísir. Þar fór Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður Stöðvar 2 yfir málin með þeim Svala Björgvinssyni og Guðmundi Bragasyni. 14.10.2011 10:45 Hamilton fljótastur í Suður Kóreu Tvær æfingar fór fram hjá Formúlu 1 liðum á Kóreu kappakstursbrautunni í Yenogam í Suður Kóreu í nótt. Rigning var á báðum æfingum, sem voru liður í undirbúningi fyrir kappakstur á brautinni á sunnudaginn. Red Bull á möguleika á að tryggja sér meistaratitil bílasmiða í mótinu, en Sebastian Vettel er þegar orðinn heimsmeistari ökumanna. 14.10.2011 10:00 Lagerbäck líklega klár í bátana - sagður fá 5,4 milljónir í mánaðarlaun KSÍ hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu. Á fundinum verður kynntur til leiks nýr landsliðsþjálfari karla en fastlega má reikna með því að Svíinn Lars Lagerbäck verði staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari á fundinum. KSÍ hefur verið í viðræðum við Sviann um nokkurt skeið og þær viðræður virðast loksins hafa borið árangur. 14.10.2011 09:14 KR slapp með skrekkinn á móti strákunum hans Benna - myndir Íslandsmeistarar KR hófu tililvörnina á naumum sigri á nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn, 90-84, í DHL-höllinni í gærkvöldi en fyrsta umferð Iceland Express deildar karla hófst þá með þremur leikjum. Þór minnkaði muninn í þrjú stig þegar fáar sekúndur voru eftir af leiknum en KR-ingar lönduðu sigrinum. 14.10.2011 07:00 Framarar yfirbuguðu Hlíðarendagrýluna - myndir Framarar eru áfram með fullt hús í N1 deild karla eftir 21-20 sigur á Valsmönnum í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Fram hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína undir stjórn Einars Jónssonar. 14.10.2011 06:00 Barnið í Bebeto-fagninu að æfa með Flamengo Brasilíumaðurinn Bebeto öðlaðist heimsfrægð þegar hann tileinkaði marki sínu gegn Hollandi á HM 1994 nýfæddu barni sínu á eftirminnilegan máta. Sonurinn, Matheus, er nú orðinn sautján ára gamall og byrjaður að æfa með brasilíska liðinu Flamengo. 13.10.2011 23:30 Írar komust í umspilið á ótrúlegu sjálfsmarki Armeninn Valeri Aleksanyan sefur væntanlega ekkert mjög vel þessa dagana enda átti sjálfsmark hans gegn Írum stóran þátt í því að Armenía komst ekki í umspilið í undankeppni EM 2012. 13.10.2011 22:45 Kristinn: Karakter stig hjá báðum liðum Kristinn Guðmundsson þjálfari HK var líkt og kollegi hans hjá FH, Einar Andri, sáttur og ósáttur í senn við 30-30 jafntefli HK og FH í kvöld. 13.10.2011 22:22 Einar Andri: Mikilvægur punktur Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, fagnaði stiginu í lok leik HK og FH en bölvaði á sama tíma að taka ekki bæði stigin í frábærum leik í Digranesi í kvöld þar sem HK og FH skildu jöfn 30-30. 13.10.2011 22:20 Einar Jónsson: Við eigum mikið inni „Við erum með 100% árangur það sem af er og að mínu mati erum við nokkuð á áætlun. Ég er ánægður með það. Þetta er eitthvað sem ekki allir áttu von á fyrir mót,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. 13.10.2011 22:17 Tillögum Liverpool um skiptingu sjónvarpstekna mætt af mikilli andstöðu Forráðamenn minni félaganna í ensku úrvalsdeildinni hafa margir lýst yfir mikilli óánægju sinni með ummæli Ian Ayre, framkvæmdarstjóra Liverpool, um skiptingu sjónvarpstekna. 13.10.2011 22:00 Hreggviður: Erum einfaldlega með betra lið „Þetta var glæsilegur sigur á móti vel spilandi Þórsliði,“ sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. 13.10.2011 21:59 Benedikt: Drullusvekktur með þetta tap „Það var ekki mikill munur á liðunum en nægilega mikill til að tapa leiknum og það er ég drullusvekktur með,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. 13.10.2011 21:53 Hrafn: Mikilvægt fyrir okkur að byrja á sigri „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur þar sem við vissum alveg að Þórsarar kæmu brjálaðir hingað,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. 13.10.2011 21:48 Óskar Bjarni: Framarar eru líklegastir Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deildinni en þeir unnu fjórða leik sinn í kvöld þegar þeir lögðu Val með einu marki. Lengi stefndi í nokkuð öruggan sigur þeirra en Valsmenn hleyptu spennu í leikinn í lokin. 13.10.2011 21:40 Umfjöllun: Íslandsmeistararnir byrja á sigri gegn nýliðunum KR vann nokkuð sannfærandi sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn 90-84 í DHL-höllinni í kvöld, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Iceland-Express deild karla á tímabilinu. Mikill haustbragur var á leik liðanna og greinilegt að þau eru ekki komin í nægilega góða leikæfingu. Nýliðarnir frá Þorlákshöfn stóðu samt vel í KR-ingunum allan leikinn og fá hrós fyrir það. 13.10.2011 21:12 Framarar unnu á Hlíðarenda og eru áfram með fullt hús Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir fjórar umferðir en í kvöld unnu þeir sterkan útsigur á Val á Hlíðarenda 21-20. Í upphafi seinni hálfleiks hélt blaðamaður að þessi leikur myndi ekki bjóða upp á neina spennu en sú varð ekki raunin. 13.10.2011 21:06 Grindavík stakk Keflavík af í þriðja leikhlutanum Grindvíkingar fylgdu eftir sigri í Meistarakeppni KKÍ um helgina með því að vinna sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík, 86-80, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Grindavík lagði grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta eftir að Keflavík hafði verið með frumkvæðið framan af leik. 13.10.2011 20:58 Umfjöllun: Sanngjarnt jafntefli í Digranesi HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 13.10.2011 20:54 Birkir Ívar: Ég var fyrir í dag „Það er stundum engin mikil kúnst við það að verja víti - kannski meira að vera bara fyrir. Og ég var svolítið fyrir í dag,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, í léttum dúr. Hann átti stóran hlut í sigri sinna manna á Akureyri í kvöld, 23-22. 13.10.2011 20:48 Atli: Dýrt að nýta ekki vítin Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir það erfitt að hafa horft upp á þriðja tapleik sinna manna í röð en liðið tapaði naumlega fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 23-22. 13.10.2011 20:37 Aron: Erum að reyna að minnka sveiflurnar Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur sinna manna á Akureyringum í kvöld. Sigurinn var naumur en lokatölur voru 23-22, heimamönnum í vil. 13.10.2011 20:23 Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13.10.2011 20:11 Umfjöllun: Haukasigur í háspennuleik Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla. 13.10.2011 19:58 Anton og Hlynur dæma stórleik á Spáni Besta handboltadómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, verða á ferðinni í Madrid um helgina þar sem þeir dæma stórleik í Meistaradeildinni. 13.10.2011 19:45 Mikill áhugi erlendis á því að þjálfa Grindavík næsta sumar Mikill áhugi erlendis frá er á þjálfarastarfi karlaliðs Grindavíkur í fótbolta og hafa þegar nokkrar umsóknir borist að utan. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13.10.2011 19:14 Stóri Sam: England þarf ekki Rooney til að komast upp úr riðlinum Sam Allardyce, stjóri West Ham, hefur ekki áhyggjur af því að enska landsliðið komist ekki upp úr sínum riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar þótt að liðið verði þar án Wayne Rooney. 13.10.2011 19:00 Merson lenti í hörðum árekstri - grunaður um ölvunarakstur Gamla brýnið Paul Merson lenti í alvarlegum árekstri í gærmorgun. Hann sofnaði þá undir stýri og mátta þakka fyrir að hafa hvorki drepið sjálfan sig né aðra. 13.10.2011 18:15 Andri tekur við ÍR - Árni Freyr á leið til Fylkis eða ÍBV Andri Marteinsson var í dag ráðinn þjálfari ÍR en félagið hefur þar að auki samþykkt tilboð Fylkis og ÍBV í miðjumanninn Árna Frey Guðnason. 13.10.2011 17:44 Heimir: Væri heiður að starfa með Lars Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV, er í viðtali við sænska netmiðilinn Fotbollskanalen þar sem hann segir að það myndi vera honum heiður að fá að starfa með Lars Lägerback. 13.10.2011 17:35 Tevez var látinn æfa einn Carlos Tevez mætti á sínu fyrstu æfingu hjá Man. City í dag en hann var settur í tveggja vikna verkbann í kjölfar þess að hann neitaði að koma af bekknum í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern. 13.10.2011 17:30 Sjá næstu 50 fréttir
Mancini veit ekkert hvað verður um Carlos Tevez Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segist ekki vita hvort að Carlos Tevez muni spila aftur fyrirr City en annars var enskum blaðamönnum tilkynnt um það að þeir mættu ekki spyrja um mál tengdum argentínska framherjanum þegar Mancini mætti til að ræða um leik City og Aston Villa sem fram fer í ensku úrvalsdeildinni á morgun. 14.10.2011 18:00
Veigar Páll gæti fengið keppnisbann og krefst svara frá Stabæk Veigar Páll Gunnarsson hefur verið mikið í fréttum í Noregi að undanförnu eftir að sjónvarpsstöðin TV2 greindi frá vafasömum atriðum sem upp komu vegna félagaskipta Veigars frá Stabæk til Vålerenga. Veigar segir í viðtali við NRK að hann hafi ekki orðið var við að Stabæk hafi reynt að fela eitthvað í þeim viðskiptum. Norska knattspyrnusambandið mun rannsaka málið og gætu Stabæk, Vålerenga og Veigar Páll fengið harða refsingu sem fæli í sér keppnisbann. 14.10.2011 17:15
Lagerbäck: Ísland eini kosturinn sem mér bauðst Lars Lagerbäck, nýráðinn landsliðsþjálfari Íslands, segir að hann hafi ekki verið með neitt annað atvinnutilboð í höndunum þegar að KSÍ kom að máli við sig. 14.10.2011 16:45
Ferguson segir stuðningsmönnum United að haga sér vel Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur brýnt fyrir stuðningsmönnum liðsins að þeir hagi sér almennilega á Anfield á morgun. Ferguson vill ekki heyra neina söngva um Hillsborough-slysið á leiknum. 14.10.2011 16:30
Geir: Ráðning Lars mun vera íslenskri knattspyrnu til góðs Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sagði á blaðamannafundi sambandsins í dag að ráðning Lars Lagerbäck í starf landsliðsþjálfara muni gagnast allri íslenskri knattspyrnu, ekki bara A-landsliðið karla. 14.10.2011 16:15
Beckham ákveður sig um jólin David Beckham liggur undir feldi þessa dagana og íhugar framtíð sína. Samningur hans við LA Galaxy er að renna út í nóvember og enginn skortur er á tilboðum. 14.10.2011 15:45
Lagerbäck: Eiður Smári er besti leikmaður Íslands Lars Lagerbäck var í dag ráðinn sem þjálfari íslenska landsliðsins í fótbolta. Svíinn tekur við starfinu með formlegum hætti í janúar en hann hefur náð góðum árangri me landslið Svía á undanförnum árum. Hann telur að Eiður Smári Guðjohnsen sé enn besti leikmaður Íslands en Lagerbäck telur að Ísland hafi verið tiltölulega heppið þegar dregið var í riðla fyrir undankeppni HM sem fram fer í Brasilíu árið 2014. 14.10.2011 15:08
Stern óttast að það verði engir jólaleikir David Stern, yfirmaður NBA-deildarinnar, segist hafa tilfinningu fyrir því að það verði enginn NBA-bolti um jólin að þessu sinni. Hann segir að ef ekki verði búið að semja í deilunni næsta þriðjudag séu jólaleikirnir úr sögunni. 14.10.2011 15:00
Redknapp: Capello á að taka Rooney með á EM Það eru skiptar skoðanir um það í Englandi hvort Fabio Capello, landsliðsþjálfari Englands, eigi að taka Wayne Rooney með á EM næsta sumar þar sem hann verður í leikbanni út riðlakeppnina. 14.10.2011 14:15
Dalglish hefur enn tröllatrú á Gerrard Þó svo einhverjir telji að Steven Gerrard sé búinn að ná hápunktinum sem knattspyrnumaður og leiðin liggi nú niður á við efast Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, ekki um að Gerrard eigi eftir að verða prímusmótor Liverpool-liðsins næstu árin. 14.10.2011 13:30
Geir og Þórir hittu Keane Geir Þorsteinsson greindi frá því á blaðamannafundi KSÍ í dag að hann hafi, ásamt Þóri Hákonarsyni, framkvæmdarstjóra KSÍ, hitt Roy Keane að máli um starf landsliðsþjálfara. 14.10.2011 13:07
Geir: Laun Lagerback ekki eins há og haldið er fram Geir Þorsteinsson segir að ekkert sé hæft í þeim fullyrðingum að hinn nýráðni þjálfari, Lars Lagerback, sé að fá yfir 60 milljónir í árslaun hjá sambandinu. 14.10.2011 12:08
Lagerbäck ráðinn landsliðsþjálfari - Heimir aðstoðar Svíinn Lars Lagerbäck hefur verið ráðinn þjálfari íslenska landsliðsins og verður Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV, aðstoðarmaður hans. 14.10.2011 11:52
Ingi Þór: Höfum æft vel og erum klárir í fyrsta leik "Við erum bara nokkuð vel stemmdir og undirbúningstímabilið er búið að vera gríðarlega langt,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, í samtali við Vísi. 14.10.2011 11:30
Upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport um Iceland Express deildina Íslandsmótið í körfuknattleik karla hófst í gær með þremur leikjum í Iceland Express deildinni. Fyrstu umferð lýkur í kvöld með þremur leikjum. Stöð 2 sport sýndi veglegan upphitunarþátt um deildina s.l. miðvikudag og er hægt að sjá þáttinn í heild sinn á Vísir. Þar fór Guðjón Guðmundsson íþróttafréttamaður Stöðvar 2 yfir málin með þeim Svala Björgvinssyni og Guðmundi Bragasyni. 14.10.2011 10:45
Hamilton fljótastur í Suður Kóreu Tvær æfingar fór fram hjá Formúlu 1 liðum á Kóreu kappakstursbrautunni í Yenogam í Suður Kóreu í nótt. Rigning var á báðum æfingum, sem voru liður í undirbúningi fyrir kappakstur á brautinni á sunnudaginn. Red Bull á möguleika á að tryggja sér meistaratitil bílasmiða í mótinu, en Sebastian Vettel er þegar orðinn heimsmeistari ökumanna. 14.10.2011 10:00
Lagerbäck líklega klár í bátana - sagður fá 5,4 milljónir í mánaðarlaun KSÍ hefur boðað til blaðamannafundar í hádeginu. Á fundinum verður kynntur til leiks nýr landsliðsþjálfari karla en fastlega má reikna með því að Svíinn Lars Lagerbäck verði staðfestur sem nýr landsliðsþjálfari á fundinum. KSÍ hefur verið í viðræðum við Sviann um nokkurt skeið og þær viðræður virðast loksins hafa borið árangur. 14.10.2011 09:14
KR slapp með skrekkinn á móti strákunum hans Benna - myndir Íslandsmeistarar KR hófu tililvörnina á naumum sigri á nýliðum Þórs úr Þorlákshöfn, 90-84, í DHL-höllinni í gærkvöldi en fyrsta umferð Iceland Express deildar karla hófst þá með þremur leikjum. Þór minnkaði muninn í þrjú stig þegar fáar sekúndur voru eftir af leiknum en KR-ingar lönduðu sigrinum. 14.10.2011 07:00
Framarar yfirbuguðu Hlíðarendagrýluna - myndir Framarar eru áfram með fullt hús í N1 deild karla eftir 21-20 sigur á Valsmönnum í Vodafonehöllinni á Hlíðarenda í gærkvöldi. Fram hefur unnið fjóra fyrstu leiki sína undir stjórn Einars Jónssonar. 14.10.2011 06:00
Barnið í Bebeto-fagninu að æfa með Flamengo Brasilíumaðurinn Bebeto öðlaðist heimsfrægð þegar hann tileinkaði marki sínu gegn Hollandi á HM 1994 nýfæddu barni sínu á eftirminnilegan máta. Sonurinn, Matheus, er nú orðinn sautján ára gamall og byrjaður að æfa með brasilíska liðinu Flamengo. 13.10.2011 23:30
Írar komust í umspilið á ótrúlegu sjálfsmarki Armeninn Valeri Aleksanyan sefur væntanlega ekkert mjög vel þessa dagana enda átti sjálfsmark hans gegn Írum stóran þátt í því að Armenía komst ekki í umspilið í undankeppni EM 2012. 13.10.2011 22:45
Kristinn: Karakter stig hjá báðum liðum Kristinn Guðmundsson þjálfari HK var líkt og kollegi hans hjá FH, Einar Andri, sáttur og ósáttur í senn við 30-30 jafntefli HK og FH í kvöld. 13.10.2011 22:22
Einar Andri: Mikilvægur punktur Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, fagnaði stiginu í lok leik HK og FH en bölvaði á sama tíma að taka ekki bæði stigin í frábærum leik í Digranesi í kvöld þar sem HK og FH skildu jöfn 30-30. 13.10.2011 22:20
Einar Jónsson: Við eigum mikið inni „Við erum með 100% árangur það sem af er og að mínu mati erum við nokkuð á áætlun. Ég er ánægður með það. Þetta er eitthvað sem ekki allir áttu von á fyrir mót,“ segir Einar Jónsson, þjálfari Fram. 13.10.2011 22:17
Tillögum Liverpool um skiptingu sjónvarpstekna mætt af mikilli andstöðu Forráðamenn minni félaganna í ensku úrvalsdeildinni hafa margir lýst yfir mikilli óánægju sinni með ummæli Ian Ayre, framkvæmdarstjóra Liverpool, um skiptingu sjónvarpstekna. 13.10.2011 22:00
Hreggviður: Erum einfaldlega með betra lið „Þetta var glæsilegur sigur á móti vel spilandi Þórsliði,“ sagði Hreggviður Magnússon, leikmaður KR, eftir sigurinn í kvöld. 13.10.2011 21:59
Benedikt: Drullusvekktur með þetta tap „Það var ekki mikill munur á liðunum en nægilega mikill til að tapa leiknum og það er ég drullusvekktur með,“ sagði Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, eftir leikinn. 13.10.2011 21:53
Hrafn: Mikilvægt fyrir okkur að byrja á sigri „Þetta var gríðarlega mikilvægur sigur hjá okkur þar sem við vissum alveg að Þórsarar kæmu brjálaðir hingað,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. 13.10.2011 21:48
Óskar Bjarni: Framarar eru líklegastir Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deildinni en þeir unnu fjórða leik sinn í kvöld þegar þeir lögðu Val með einu marki. Lengi stefndi í nokkuð öruggan sigur þeirra en Valsmenn hleyptu spennu í leikinn í lokin. 13.10.2011 21:40
Umfjöllun: Íslandsmeistararnir byrja á sigri gegn nýliðunum KR vann nokkuð sannfærandi sigur gegn Þór frá Þorlákshöfn 90-84 í DHL-höllinni í kvöld, en þetta var fyrsti leikur beggja liða í Iceland-Express deild karla á tímabilinu. Mikill haustbragur var á leik liðanna og greinilegt að þau eru ekki komin í nægilega góða leikæfingu. Nýliðarnir frá Þorlákshöfn stóðu samt vel í KR-ingunum allan leikinn og fá hrós fyrir það. 13.10.2011 21:12
Framarar unnu á Hlíðarenda og eru áfram með fullt hús Framarar eru með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir fjórar umferðir en í kvöld unnu þeir sterkan útsigur á Val á Hlíðarenda 21-20. Í upphafi seinni hálfleiks hélt blaðamaður að þessi leikur myndi ekki bjóða upp á neina spennu en sú varð ekki raunin. 13.10.2011 21:06
Grindavík stakk Keflavík af í þriðja leikhlutanum Grindvíkingar fylgdu eftir sigri í Meistarakeppni KKÍ um helgina með því að vinna sex stiga sigur á nágrönnum sínum í Keflavík, 86-80, í fyrstu umferð Iceland Express deildar karla í kvöld. Grindavík lagði grunninn að sigrinum með góðum þriðja leikhluta eftir að Keflavík hafði verið með frumkvæðið framan af leik. 13.10.2011 20:58
Umfjöllun: Sanngjarnt jafntefli í Digranesi HK og FH buðu upp á hina bestu skemmtun í Digranesi í kvöld þegar liðin skildu jöfn 30-30 í frábærum handboltaleik. Bjarki Már Elísson tryggði HK stigið með marki úr vítakasti þegar leiktíminn var liðinn. 13.10.2011 20:54
Birkir Ívar: Ég var fyrir í dag „Það er stundum engin mikil kúnst við það að verja víti - kannski meira að vera bara fyrir. Og ég var svolítið fyrir í dag,“ sagði Birkir Ívar Guðmundsson, markvörður Hauka, í léttum dúr. Hann átti stóran hlut í sigri sinna manna á Akureyri í kvöld, 23-22. 13.10.2011 20:48
Atli: Dýrt að nýta ekki vítin Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, segir það erfitt að hafa horft upp á þriðja tapleik sinna manna í röð en liðið tapaði naumlega fyrir Haukum í Hafnarfirði í kvöld, 23-22. 13.10.2011 20:37
Aron: Erum að reyna að minnka sveiflurnar Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka, var ánægður með sigur sinna manna á Akureyringum í kvöld. Sigurinn var naumur en lokatölur voru 23-22, heimamönnum í vil. 13.10.2011 20:23
Stabæk sveik líka Stjörnuna og KR um milljónir í sölunni á Veigari Svindl Stabæk-manna í sölu félagsins á Veigari Páli Gunnarssyni til Vålerenga á dögunum mun ekki aðeins koma niður á franska félaginu Nancy því íslensk félög hafa einnig misst af milljónum vegna þessa. Stjarnan og KR eru meðal þeirra félaga sem Stabæk hefur svikið um háar fjárhæðir. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13.10.2011 20:11
Umfjöllun: Haukasigur í háspennuleik Línumaðurinn Heimir Óli Heimisson og markvörðurinn Birkir Ívar Guðmundsson tryggðu Haukum nauman sigur á Akureyri, 23-22, í N1-deild karla. 13.10.2011 19:58
Anton og Hlynur dæma stórleik á Spáni Besta handboltadómarapar landsins, Anton Gylfi Pálsson og Hlynur Leifsson, verða á ferðinni í Madrid um helgina þar sem þeir dæma stórleik í Meistaradeildinni. 13.10.2011 19:45
Mikill áhugi erlendis á því að þjálfa Grindavík næsta sumar Mikill áhugi erlendis frá er á þjálfarastarfi karlaliðs Grindavíkur í fótbolta og hafa þegar nokkrar umsóknir borist að utan. Þetta kom fram í kvöldfréttum Stöðvar tvö. 13.10.2011 19:14
Stóri Sam: England þarf ekki Rooney til að komast upp úr riðlinum Sam Allardyce, stjóri West Ham, hefur ekki áhyggjur af því að enska landsliðið komist ekki upp úr sínum riðli í úrslitakeppni Evrópumótsins næsta sumar þótt að liðið verði þar án Wayne Rooney. 13.10.2011 19:00
Merson lenti í hörðum árekstri - grunaður um ölvunarakstur Gamla brýnið Paul Merson lenti í alvarlegum árekstri í gærmorgun. Hann sofnaði þá undir stýri og mátta þakka fyrir að hafa hvorki drepið sjálfan sig né aðra. 13.10.2011 18:15
Andri tekur við ÍR - Árni Freyr á leið til Fylkis eða ÍBV Andri Marteinsson var í dag ráðinn þjálfari ÍR en félagið hefur þar að auki samþykkt tilboð Fylkis og ÍBV í miðjumanninn Árna Frey Guðnason. 13.10.2011 17:44
Heimir: Væri heiður að starfa með Lars Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari ÍBV, er í viðtali við sænska netmiðilinn Fotbollskanalen þar sem hann segir að það myndi vera honum heiður að fá að starfa með Lars Lägerback. 13.10.2011 17:35
Tevez var látinn æfa einn Carlos Tevez mætti á sínu fyrstu æfingu hjá Man. City í dag en hann var settur í tveggja vikna verkbann í kjölfar þess að hann neitaði að koma af bekknum í Meistaradeildarleiknum gegn FC Bayern. 13.10.2011 17:30