Fleiri fréttir

McGrath reynir fyrir sér sem söngvari

Fótboltagoðsögnin Paul McGrath reynir fyrir sér á nýjum vettvangi þessa dagana en gamli varnarjálkurinn var að gefa út hugljúft lag.

Ferguson og Dzeko bestir í ágúst

Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, og Edin Dzeko hjá Manchester City voru valdir menn ágústmánaðar í ensku úrvalsdeildinni.

Tevez ekki lengur fyrirliði City

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur tilkynnt Carlos Tevez að hann sé ekki lengur fyrirliði liðsins. Varnarmaðurinn Vincent Kompany hefur nú tekið við því hlutverki.

Keflavík komið með tvo Kana

Keflvíkingar hafa samið við annan bandarískan leikmann en þegar var búið að ganga frá samningum við miðherjann Jarryd Cole. Nýi maðurinn heitir Charles Parker og er bakvörður.

Leverkusen á toppinn í Þýskalandi

Bayer Leverkusen skellti sér á topp þýsku úrvalsdeildarinnar í kvöld með 4-1 sigri á Augsburg. Þó er líklegt að liðið þurfi að láta toppsætið af hendi strax um helgina.

AC Milan hefur titilvörnina á jafntefli

AC Milan gerði í kvöld 2-2 jafntefli við Lazio er keppni í ítölsku úrvalsdeildinni fór loksins af stað eftir verkfallsaðgerðir leikmanna í síðasta mánuði.

Vucinic rændur um hábjartan dag

Mirko Vucinic, framherji Juventus, lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að vera rændur um hábjartan dag í Tórínó. Tveir þjófar á vespu rændu hann öllu sem hann var með á sér.

Þjóðverjar unnu Tyrki og héldu voninni á lífi

Þjóðverjar eiga enn möguleika á því að komast í átta liða úrslitin á EM í körfubolta í Litháen eftir 73-67 sigur á Tyrkjum í æsispennandi leik í milliriðli eitt í dag. Annan leikinn í röð þurftu Tyrkir að sætta sig við að missa niður forskot en þýska liðið skoraði aðeins 6 stig í fyrsta leikhlutanum.

Welbeck byrjar að æfa eftir helgi

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, hefur greint frá því að framherjinn ungi, Danny Welbeck, verði mættur aftur á æfingar hjá félaginu eftir helgina.

Ætlar þú á rjúpu í haust?

Það eru alltaf einhverjir sem fá áhuga á skotveiði þegar vinirnir eru búnir að fara á námskeið og fara í nokkra veiðitúra. Til þess að fá tilskilinn réttindi og fræðslu um meðferð skotvopna, bráð og annað sem tengist veiðinni er skilyrði að sækja námskeið.

Mikil veiði í Breiðdal og annar stórlax úr Hrútafjarðará

Samkvæmt frétt frá Þresti Elliðasyni hjá Strengjum þá eykst bara veiðin í Breiðdalsá þrátt fyrir erfiðar aðstæður, flóð, rok og núna kulda og síðustu tveir dagar hafa gefið tæplega 50 laxa á dag! Og mikið er það nýr smálax sem er að hellast inn í bland við stórlax og er ekkert lát á göngum. Um 1.130 laxar eru komnir á land og stutt í nýtt met frá því í fyrra sem var 1.178 svo reikna má með því að á bilinu 1.500-1.800 laxar verði lokatalan ef ekkert óvænt kemur upp á næstu þrjár vikur til mánaðamóta er veiði lýkur.

Arsene Wenger: Núna byrjar tímabilið hjá Arsenal

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, vonast eftir því að fyrsti sigur liðsins í úrvalsdeildinni komi í hús á móti Swansea City á morgun. Arsenal hefur aðeins fengið eitt stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum og tapað 2-8 á móti Manchester United í síðasta leiknum fyrir landsleikjahléið.

Helena spilar í þröngum búningi í vetur og verður númer 24

Helena Sverrisdóttir og félagar hennar í slóvakíska liðinu Dobri Anjeli Kosice hýsa æfingamót þessa dagana þar sem taka þátt lið frá Slóvakíu, Póllandi, Rúmeníu og Ungverjalandi. Þetta eru fyrstu leikir Helenu með liðinu og fyrstu leikir hennar sem atvinnumaður í körfubolta.

Ráku Kanann sinn 37 dögum fyrir fyrsta leik

Eryk Watson mun ekki spilað með Tindastól í Iceland Express deild karla í körfubolta í vetur því stjórn körfuknattleiksdeildar Tindastóls ákvað að segja upp samningi sínum við Watson þrátt fyrir að það séu enn 37 dagar í fyrsta deildarleik liðsins. Kapinn stóð ekki undir þeim væntingum sem til hans voru gerðar.

Vettel rétt á undan Hamilton á seinni æfingunni

Sebastian Vettel á Red Bull var með besta tíma á seinni æfingu Formúlu 1 liða á Monza brautinni á Ítalíu í dag. Hann varð aðeins 0.036 úr sekúndu á undan Lewis Hamilton á McLaren. Michael Schumacher var þriðji fljótastur á Mercedes, 0.337 úr sekúndu á eftir.

Spánverjar fóru illa með Serba á EM í körfu

Spánverjar unnu sannfærandi 25 stiga sigur á Serbíu, 84-59, í leik liðanna í dag í milliriðli EM í körfubolta í Litháen. Spánverjar unnu alla fjóra leikhlutana og voru með ellefu stiga forskot í hálfleik, 43-32.

Villas-Boas: Ekki hræddur við það að setja Torres og Lampard á bekkinn

André Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur varað Fernando Torres við því að hann gæti misst sæti sitt í liðinu haldi markaleysið hans áfram. Torres er þegar búinn að missa sæti sitt í byrjunarliði spænska landsliðsins og hefur verið á mikilli niðurleið síðan að hann yfirgaf Liverpool fyrir níu mánuðum síðan. Frank Lampard er önnur stórstjarna Chelsea sem missti sæti sitt í landsliðinu á dögunum en Villas-Boas hefur samt engar áhyggjur af þessum hnignandi stórstjörnum sínum.

Fjórtán stiga tap fyrir Kínverjum í fyrri leiknum

Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með fjórtán stigum, 66-80, í fyrri vináttulandsleiknum við Kínverja en leikurinn fór fram í Xuchang City í Kína. Íslenska liðið náði mest átta stiga forskoti í öðrum leikhluta en var 26-30 undir í hálfleik.

Manchester United sendi rússneska félaginu samúðarskeyti

Forráðamenn Manchester United hafa sent samúðarskeyti til rússneska íshokkífélagsins Lokomotiv Yaroslavl sem missti 36 leikmenn og þjálfara í flugslysi í vikunni. Slysið hefur kallað fram gamlar minningar frá Munchen-slysinu þar sem United missti marga frábæra leikmenn.

Red Bull og Renault framlengja samstarf um 5 ár

Formúlu 1 lið Red Bull og Renault, sem hefur séð liðinu fyrir vélum hafa framlengt samstarfssamning sín á milli um 5 ár. Samskonar vélar verða notaðar næstu tvö ár í Formúlu 1 og eru nú notaðar, en árið 2014 verða 1.6 lítra V-6 vélar notaðar.

Eru KSÍ og HSÍ að rífast um Birnu Berg?

Birna Berg Haraldsdóttir hefur verið valin í tvö landslið í sitthvorri boltagreininni og í verkefni sem rekast á. Ágúst Þór Jóhannsson A-landsliðsþjálfari í handbolta valdi hana í liðið sitt fyrir æfingamót í Póllandi sem fer fram 23. til 25. september í Póllandi en áður hafi Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna í knattspyrnu, valið hana í hópinn sem leikur í undankeppni EM hér á landi 17. til 22. september.

Anzhi bauð Mourinho fjóra milljarða í árslaun

Samkvæmt frétt sem birtist í spænska dagblaðinu Marca í gær mun rússneska félagið Anzhi Makhachkala boðið Jose Mourinho gull og græna skóga fyrir að taka við stjórn liðsins.

Dagný Skúladóttir valin á ný í kvennalandsliðið í handbolta

Ágúst Þór Jóhannsson landsliðsþjálfari A landsliðs kvenna hefur valið 17 leikmenn til að taka þátt í æfingarmóti í Póllandi helgina 23.-25. September. Liðið leikur þar við Holland, Pólland og Tékkland og er leikið í borginni Chorzow.

Dalglish: Coates fær tíma til að aðlagast

Kenny Dalglish segir að varnarmaðurinn Sebastian Coates fái nægan tíma til að aðlagast sínu nýja lífi hjá Liverpool í Englandi. Félagið keypti Coates á dögunum frá Nacional í heimalandi hans, Úrúgvæ.

Hamilton fremstur í flokki á Monza

Lewis Hamilton hjá McLaren náði besta tíma á fyrstu æfingu Formúlu 1 liða á Monza brautinni Ítalíu í dag, en keppt verður á brautinni á sunnudaginn í þrettándu umferð meistaramótsins í Formúlu 1.

Topp 10 listinn yfir aflahæstu árnar

Nýjar tölur frá Landssambandi Veiðifélaga liggja fyrir og staðan breytist lítið milli vikna. Systurnar Eystri og Ytri Rangá skiptast á sætum en að öðru leiti breytist staðan lítið. Það má þó sjá að Norðurá verður nálægt sínum lokatölum 2010, Miðfjarðará og Blanda töluvert undir og sama með Þverá/Kjarrá. Selá á töluvert inni og það verður líklega bara veður sem kemur til með að hafa áhrif á síðustu daga veiðitímans þar.

Fyrstu árnar að loka

Nú hefur veiði verið lokið í Elliðaánum og eru lokatölur úr henni 1150 laxar sem er ekki nema 14 löxum minna en í fyrra. Áin er full af laxi frá stíflu og upp að Höfuðhyl þannig að nóg er eftir af laxi í ánni til að hrygna.

Umhverfisslys við Ytri Rangá

Guðbrandur Einarsson yfirleiðsögumaður í Ytri-Rangá segir losun úrgangs úr kjúklingasláturhúsi Reykjagarðs í ánna verulega óviðunandi. Fréttastofa RÚV sagði frá því í gærkvöld að úrgangur úr sláturhúsinu hefði flætt niður ánna í fyrradag, en Sigurður Árni Geirsson framleiðslustjóri Reykjagarðs sagði að um óhapp hefði verið að ræða og sér væri ekki kunnugt um að slíkt hefði gerst áður

Öll félög í vandræðum

„Við erum að glíma við lausafjárvanda. Valur er ekki í greiðslustöðvun. Nú erum við að ganga í samningamál við okkar leikmenn,“ segir Friðjón R. Friðjónsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, um þau vandræði sem félagið glímir við þessa dagana.

Edda hjálpar liðinu úr stúkunni

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, kynnti í gær 22 manna hóp fyrir komandi leiki við Noreg og Belgíu í undankeppni EM. Mesta athygli vekur að lykilmaðurinn Edda Garðarsdóttir getur ekki spilað þessa leiki vegna meiðsla og að Laufey Ólafsdóttir er komin aftur inn í landsliðið eftir fimm ára fjarveru.

116 sm laxinn í Kjarrá engin lygasaga

Við hjá Veiðivísi höfum fengið mjög áræðanlegar heimildir fyrir 116 sm laxinum sem veiddist um daginn í Kjarrá og það sem meira er, fengið staðfestingu á að laxinn hafi verið myndaður.

Sjá næstu 50 fréttir