Fleiri fréttir

Daily Mail fullyrðir að De Gea fari til United

Enska dagblaðið Daily Mail fullyrðir á vefsíðu sinni í kvöld að Manchester United hafi komist að samkomulagi við Atletico Madrid um kaup á markverðinum David De Gea fyrir 17,8 milljónir punda.

Reynir: Sérstaklega hægir sóknarlega

„Þeir voru töluvert sterkari en við í þessum leik,“ sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. Fram tapaði örugglega fyrir FH í Kaplakrikanum í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum Íslandsmótsins.

Fannar: Mættum allir klárir í kvöld

„Þetta var virkilega flottur leikur þar sem tvö góð lið mættust,“ sagði Fannar Helgason, leikmaður Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld.

Marvin: Vildum sýna okkar rétta andlit

„Við vildum sýna fólki í kvöld að við værum ekki svona lélegir eins og í síðasta leik,“ sagði Marvin Valdimarsson, leikmaður Stjörnunnar, eftir dýrmætan sigur gegn KR-ingum í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn.

Hrafn: Maður er hundsvekktur eftir svona tap

„Ég er bara hundsvekktur eftir þetta tap,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Stjörnunni, 107-105, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin eigast aftur við á sunnudaginn í DHL-höllinni. „Ég er bara hundsvekktur eftir þetta tap,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir að lið hans hafði tapað fyrir Stjörnunni, 107-105, í öðrum leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn. Staðan í einvíginu er því 1-1 og liðin eigast aftur við á sunnudaginn í DHL-höllinni.

Teitur: Sviðsskrekkurinn er núna farinn

„Núna mætti þessi sterka liðsheild okkar sem var búin að koma okkur þetta langt í mótinu,“ sagði Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn á KR í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn. Stjarnan vann KR 107-15 í hörku spennandi leik og jafnaði því einvígið 1-1.

Akureyringar komnir í 1-0 gegn HK

Deildarmeistarar Akureyringar unnu í kvöld þriggja marka sigur á HK í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla, 26-23

Öruggur sigur FH gegn Fram

Fyrsti leikur FH og Fram í undanúrslitum Íslandsmótsins í handbolta endaði með öruggum heimasigri í Kaplakrika 29-22.

Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Stjörnunni

Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1.

Giggs: Chicharito dregur í sundur varnir mótherjanna

Ryan Giggs er ánægður með Mexíkóbúann Javier Hernandez sem hefur slegið í gegn hjá Manchester United á þessu tímabili. Hernandez skoraði fyrra mark United í 2-1 sigri á Chelsea í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar og kom það eftir glæsilega stoðsendingu frá Giggs. Það var 18 mark Hernandez á leiktíðinni.

Miðinn á enska bikarúrslitaleikinn hækkar um 22 prósent

Enska knattspyrnusambandið hefur ákveðið að hækka miðaverðið á úrslitaleik enska bikarsins sem fer fram á Wembley 14. maí síðastliðinn. Dýrasti miðinn á leikinn kostar nú 115 pund eða rúmlega 21 þúsund íslenskar krónur.

Fjögur af átta liðum hafa komið til baka eftir skell í fyrsta leik

Fjögur af átta liðum sem hafa fengið skell í fyrsta leik í úrslitaeinvígi karla (+20 stiga tap) hafa svarað því með því að jafna einvígið í næsta leik. Stjarnan tekur á móti KR í Ásgarði í kvöld en KR-ingar unnu fyrsta leikinn með 30 stiga mun í DHL-höllinni. Leikurinn hefst klukkan 19.15 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

Logi verður með FH í kvöld

Úrslitakeppni N1-deildar karla hefst í kvöld og er búist við afar hörðum slag á milli FH og Fram í Kaplakrika. FH-ingar hafa styrkst fyrir leikinn því Logi Geirsson verður á skýrslu hjá FH-ingum.

Japanir verða með í Suður-Ameríkukeppninni eftir allt saman

Japanska fótboltalandsliðið verður með í Suður-Ameríkukeppninni sem fram fer í Argentínu í sumar en Japanir höfðu áður hætt við þátttöku vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar heima fyrir sem kostuðu þúsundir manns lífið í síðasta mánuði.

Sautján ára kvennalandslið Íslands: Sex leikir, sex sigrar og 37 mörk

Íslenska 17 ára landsliðið í fótbolta hélt sigurgöngu sinni áfram í undankeppni EM með því að vinna 4-1 sigur á Svíum í lokaleik sínum í millirliði sínum í Póllandi í dag. Stelpurnar höfðu áður tryggt sér sæti úrslitakeppninni með sigri á Englandi og Póllandi í fyrstu tveimur leikjunum.

Teitur: Verðum ekki yfirspenntir í kvöld

KR-ingar tóku lærisveina Teits Örlygssonar í Stjörnunni í bakaríið í fyrsta leik liðanna í úrslitum Iceland Express-deildar karla. KR vann leikinn með 30 stigum.

De Gea: Ég er ekkert búinn að tala við United

David De Gea, markvörður Atletico Madrid, segir ekkert vera til í þeim sögusögnum að hann sé búinn að vera í viðræðum við Manchester United um að taka við af Hollendingnum Edwin van der Sar sem er að leggja skóna á hilluna í vor.

Vettel: Lánsamir að vera fremstir

Sebastian Vettel telur að mótshelgin í Sjanghæ í Kína verði erfið og veðrið geti haft áhrif á möguleika ökumanna. Vettel var á fréttamannafundi á Sjanghæ brautinni i dag, en hann er með 24 stiga forskot í stigakeppni ökumanna eftir tvö fyrstu mótin.

Atli: Finnst best að vinna mikið á leikdegi

Atli Hilmarsson, þjálfari Akureyrar, var pollrólegur og ekki í neinu stressi þegar Vísir heyrði í honum í dag. Deildarmeistarar Akureyrar taka á móti HK í kvöld í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum N1-deildar karla.

Stefán aðeins sá þriðji sem vinnur tvær úrslitakeppnir í röð

Stefán Arnarson, þjálfari nýkrýndra Íslandsmeistara Vals, komst í hóp með þeim Theódóri Guðfinnssyni og Aðalsteini Jónssyni í gær þegar hann gerði Valsliðið að Íslandsmeisturum annað árið í röð. Valur tryggði sér titilinn með sigri á Fram í vítakeppni í þriðja leiknum í Vodafone-höllinni.

Mourinho fyrir Barcelona-leikina: Æfir liðið í að spila manni færri

Það kunna fáir betur að vinna sálfræðistríð fótboltans en einmitt Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, og nú er kappinn byrjaður að undirbúa sig, liðið sitt og ekki síst knattspyrnuheiminn fyrir leikina á móti Barcelona. Real og Barcelona mætast fjórum sinnum á næstu vikum og þar af eru tveir leikir í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Van Der Sar hljóp 64 metrum meira en Torres

Það var ekki nóg með að Fernando Torres tækist ekki að skora í ellefta leiknum í röð í Chelsea-búningnum þá var ákefð hans ekki mikil í leiknum mikilvæga á móti Manchester United í Meistaradeildinni á þriðjudagskvöldið.

Redknapp vildi ekki gera Gomes að blóraböggli

Harry Redknapp, stjóri Tottenham, neitaði að gagnrýna brasilíska markvörðinn Heurelho Gomes, þrátt fyrir að hann hafi fengið á sig mikið klaufamark í 0-1 tapi Tottenham á móti Real Madrid í gær í seinni leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Tevez frá í þrjár til fjórar vikur - missir af United-leiknum

Manchester City verður án fyrirliða síns Carlos Tevez í undaúrslitaleik enska bikarsins á móti Manchester United á Wembley á laugardaginn. Tevez tognaði aftan í læri 0-3 tapleiknum á móti Liverpool á dögunum og verður frá í þrjár til fjórar vikur.

Fram átti tvo markahæstu leikmennina í úrslitaeinvíginu

Valskomur tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handbolta í gærkvöldi með því að vinna þriðja leikinn í röð á móti bikarmeisturum Fram. Leikurinn sem var frábær skemmtun og líkalega sá besti sem hefur farið fram í kvennahandbolta á Íslandi fór alla leið í vítakeppni eftir að það var búið að framlengja tvisvar.

Rio Ferdinand: Engir fýlupúkar hjá Manchester United

Rio Ferdinand skaut létt á vandamálin í herbúðum Manchester City í viðtali við Guardian í aðdraganda undanúrslitaleiks Manchester-liðanna í enska bikarnum á laugardaginn. Það hefur gengið hjá ýmsu hjá Roberto Mancini, stjóra City-liðsins, að reyna að halda sínum leikmönnum ánægðum og einbeittum.

NBA: Chicago Bulls endaði eitt á toppnum

Chivago Bulls vann sinn 62. leik á tímabilinu og tryggði sér heimavallarrétt út úrslitakeppnina þegar síðustu leikir deildarkeppni NBA-deildarinnar í körfubolta fóru fram í nótt. San Antonio Spurs missti af tækifærinu á því að vera með Chicago í efsta sætinu þegar liðið tapaði fyrir Phoenix Suns. Los Angeles Lakers þurfti framlengingu til þess að vinna Sacramento Kings en tryggði sér með því annað sætið í Vestrinu. Miami Heat vann án þeirra LeBron James, Dwyane Wade og Chris Bosh og Boston Celtics vann New York Knicks í upphitun, án flesta aðalleikaranna, fyrir einvígi liðanna í fyrstu umferð.

Fögnuður Valskvenna í myndum

Valur varð í gær Íslandsmeistari kvenna í handbolta annað árið í röð. Valskonur sópuðu Fram í úrslitaeinvíginu, 3-0, eftir ótrúlegan leik í gær þar sem úrslit réðust ekki fyrr en í vítakastkeppni.

Valskonur meistarar eftir vítakastkeppni

Valur er Íslandsmeistari í handbolta kvenna 2011 eftir hreint ótrúlegan þriðja leik við Fram í einvíginu um titilinn. Valskonur unnu einvígið 3-0 og tryggðu sér Íslandsmeistaratitilinn í kvöld eftir að hafa lagt Fram í sjaldséðri vítakastkeppni að loknum tvíframlengdum leik.

Kobe sektaður um 11 milljónir króna

Kobe Bryant var í dag sektaður um ellefu milljónir króna fyrir að hreyta fúkyrðum að dómara sem gaf honum tæknivillu í leik LA Lakers gegn San Antonio Spurs í gær.

Hrafnhildur: Ég er gömul en aldrei hef ég séð svona

"Ég hef aldrei lent í öðru eins og ég er orðin nokkuð gömul í þessum bransa,“ sagði Hrafnhildur Skúladóttir, leikmaður Vals, eftir leikinn í kvöld. Valur vann Fram 37-35 eftir tvíframlengdan leik og vítakastkeppni. Þetta var þriðji leikur liðanna og Valur vann einvígið því 3-0.

Kristín: Mögnuð upplifun

„Þetta var hreinlega geggjað og rosaleg upplifun,“ sagði Kristín Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir að Valur hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. Valur vann Fram eftir tvíframlengdan leik, en eftir það var að grípa til vítakastkeppni.

Anna: Vonandi jafn skemmtilegt fyrir áhorfendur og okkur

"Þetta var algjör snilld og ég vona að þetta hafi verið jafn skemmtilegt fyrir áhorfendur og okkur leikmennina,“ sagði Anna Úrsúla Guðmundsdóttir, leikmaður Vals, eftir að hún hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í N1-deild kvenna.

Jenný: Aldrei upplifað svona spennu

"Þetta var hörku leikur og gríðarleg spenna,“ sagði Guðný Jenný Ásmundsdóttir, markvörður Vals, eftir magnaðan sigur á Fram en leikur fór í vítakastkeppni þar sem Jenný varði eitt víti.

Einar: Stoltur af stelpunum

"Þetta var alveg hreint frábær handboltaleikur,“ sagði Einar Jónsson, þjálfari Fram, eftir leikinn í kvöld. Fram tapaði fyrir Val í þriðja leik liðanna um Íslandsmeistaratitilinn , en Valsstúlkur tryggðu sér titilinn eftir vítakastkeppni.

Stefán: Ekkert sem toppar þetta

Það getur fátt toppað svona leik,“ sagði Stefán Arnarsson, þjálfari Vals, eftir að lið hans varð Íslandsmeistari í N1-deild kvenna eftir ótrúlegan þriðja leik sem endaði í vítakastkeppni“.

Mourinho ver liðsval sitt

Jose Mourinho segir að það hafi verið rétt hjá sér að stilla upp sínu sterkasta liði gegn Tottenham í Meistaradeild Evrópu í kvöld.

Sjá næstu 50 fréttir