Umfjöllun: Dramatískur sigur hjá Stjörnunni Henry Birgir Gunnarsson í Ásgarði skrifar 14. apríl 2011 20:55 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1. Jovan Zdraveski hefur oft gert það gott í svörtu sokkunum í Ásgarði og hann mætti heldur betur tilbúinn í gær. Raðaði niður körfunum, reif niður sóknarfráköst og gerði KR-ingum almennt lífið leitt. Á sama tíma voru KR-ingar kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en skotin þeirra voru afar léleg. Dómarar síðasta leik voru arfaslakir en þeir Sigmundur Herbertsson og Björgvin Rúnarsson voru með allt aðra og betri línu. Leikurinn fékk því að fljóta. Leiddir af Jovan í stuði voru heimamenn í ágætri stöðu eftir fyrsta leikhlutann, 26-20. Marcus Walker lifnaði við í öðrum leikhluta og hreinlega tók yfir leikinn. Einn og óstuddur kom hann KR inn í leikinn og síðan yfir. Liðin héldust í hendur út annan leikhlutann og þegar flautað var til leikhlés munaði aðeins tveimur stigum á liðinum, 54-52. Jovan var bestur hjá Stjörnunni með 17 stig í hálfleiknum og Justin ágætur með 10. Marcus Walker var í sérflokki hjá KR og skoraði 24 stig í hálfleiknum. KR var alls ekki að spila vel og algjörlega Walker að þakka að liðið var inn í leiknum í hálfleik. Spennan hélt áfram í þriðja leikhluta. Stjarnan var með frumkvæðið en KR elti. Aldrei munaði miklu á liðunum en bæði lið að hitta vel og mikið skorað. Þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan enn með tveimur stigum, 81-79. Það voru gríðarlega mikil og hörð átök í fjórða leikhluta og lá við að syði upp úr. Skal engan undra þar sem það var mikið undir. Sem fyrr var Stjarnan skrefi á undan en KR neitaði að láta sig hverfa. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Jovan sína fimmtu villu og Pavel jafnaði með þriggja stiga skoti, 97-97 og allt á suðupunkti. Þegar ein mínúta var eftir skoraði Daníel afar huggulegu körfu fyrir Stjörnuna með sniðskoti. 104-99 og KR með bakið upp við vegginn. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tók þá leikhlé. Brynjar Þór skoraði þá úr þriggja stiga skoti langt fyrir utan. 104-102. Walker fékk í kjölfarið sína fimmtu villu og Shouse fór á línuna. Hann var öruggur þar og setti niður bæði skotin. KR gafst ekki upp og Brynjar minnkaði muninn á ný þegar 32 sekúndur voru eftir, 106-104. Fannar Helgason fór næst á línuna fyrir Stjörnuna og klúðraði báðum skotunum. Stjörnumenn brutu á Brynjari þegar 16 sekúndur voru eftir. Brynjar klúðraði fyrra vítinu en setti það seinna niður. 106-105. KR setti Lindmets næst á línuna þegar 11 sekúndur voru eftir. Hann setti niður annað skotið. KR fékk tækifæri til þess að jafna eða klára leikinn. Pavel tók þriggja stiga skot sem misheppnaðist algjörlega. Var langt frá. Garðbæingar fönguðu eins og óðir væru í kjölfarið sætum sigri. Stjarnan-KR 107-105 (54-52)Stjarnan: Jovan Zdravevski 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 11, Fannar Freyr Helgason 10, Kjartan Atli Kjartansson 3, Guðjón Lárusson 2.KR: Marcus Walker 34/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 32, Finnur Atli Magnússon 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/14 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3. Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira
Það verður ekkert af því að KR sópi Stjörnunni í úrslitaeinvígi Iceland Express-deildar karla. Stjörnumenn svöruðu fyrir sig á heimavelli í kvöld, unnu leikinn, 107-105, og jöfnuðu þar með einvígið í 1-1. Jovan Zdraveski hefur oft gert það gott í svörtu sokkunum í Ásgarði og hann mætti heldur betur tilbúinn í gær. Raðaði niður körfunum, reif niður sóknarfráköst og gerði KR-ingum almennt lífið leitt. Á sama tíma voru KR-ingar kaldir fyrir utan þriggja stiga línuna en skotin þeirra voru afar léleg. Dómarar síðasta leik voru arfaslakir en þeir Sigmundur Herbertsson og Björgvin Rúnarsson voru með allt aðra og betri línu. Leikurinn fékk því að fljóta. Leiddir af Jovan í stuði voru heimamenn í ágætri stöðu eftir fyrsta leikhlutann, 26-20. Marcus Walker lifnaði við í öðrum leikhluta og hreinlega tók yfir leikinn. Einn og óstuddur kom hann KR inn í leikinn og síðan yfir. Liðin héldust í hendur út annan leikhlutann og þegar flautað var til leikhlés munaði aðeins tveimur stigum á liðinum, 54-52. Jovan var bestur hjá Stjörnunni með 17 stig í hálfleiknum og Justin ágætur með 10. Marcus Walker var í sérflokki hjá KR og skoraði 24 stig í hálfleiknum. KR var alls ekki að spila vel og algjörlega Walker að þakka að liðið var inn í leiknum í hálfleik. Spennan hélt áfram í þriðja leikhluta. Stjarnan var með frumkvæðið en KR elti. Aldrei munaði miklu á liðunum en bæði lið að hitta vel og mikið skorað. Þegar einn leikhluti var eftir leiddi Stjarnan enn með tveimur stigum, 81-79. Það voru gríðarlega mikil og hörð átök í fjórða leikhluta og lá við að syði upp úr. Skal engan undra þar sem það var mikið undir. Sem fyrr var Stjarnan skrefi á undan en KR neitaði að láta sig hverfa. Þegar þrjár mínútur voru eftir fékk Jovan sína fimmtu villu og Pavel jafnaði með þriggja stiga skoti, 97-97 og allt á suðupunkti. Þegar ein mínúta var eftir skoraði Daníel afar huggulegu körfu fyrir Stjörnuna með sniðskoti. 104-99 og KR með bakið upp við vegginn. Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, tók þá leikhlé. Brynjar Þór skoraði þá úr þriggja stiga skoti langt fyrir utan. 104-102. Walker fékk í kjölfarið sína fimmtu villu og Shouse fór á línuna. Hann var öruggur þar og setti niður bæði skotin. KR gafst ekki upp og Brynjar minnkaði muninn á ný þegar 32 sekúndur voru eftir, 106-104. Fannar Helgason fór næst á línuna fyrir Stjörnuna og klúðraði báðum skotunum. Stjörnumenn brutu á Brynjari þegar 16 sekúndur voru eftir. Brynjar klúðraði fyrra vítinu en setti það seinna niður. 106-105. KR setti Lindmets næst á línuna þegar 11 sekúndur voru eftir. Hann setti niður annað skotið. KR fékk tækifæri til þess að jafna eða klára leikinn. Pavel tók þriggja stiga skot sem misheppnaðist algjörlega. Var langt frá. Garðbæingar fönguðu eins og óðir væru í kjölfarið sætum sigri. Stjarnan-KR 107-105 (54-52)Stjarnan: Jovan Zdravevski 25/8 fráköst/5 stoðsendingar, Justin Shouse 22/5 fráköst/6 stoðsendingar, Renato Lindmets 19/7 fráköst/6 stoðsendingar, Marvin Valdimarsson 15/5 fráköst, Daníel G. Guðmundsson 11, Fannar Freyr Helgason 10, Kjartan Atli Kjartansson 3, Guðjón Lárusson 2.KR: Marcus Walker 34/6 stoðsendingar, Brynjar Þór Björnsson 32, Finnur Atli Magnússon 13/7 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/4 fráköst, Pavel Ermolinskij 8/14 fráköst/6 stoðsendingar, Jón Orri Kristjánsson 6/6 fráköst, Ágúst Angantýsson 3.
Dominos-deild karla Mest lesið Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Óli Jó kallar ráðninguna á Jóa Kalla algjört bull Íslenski boltinn „Hann er með einhverjar Ibiza-myndir af Slot“ Enski boltinn Dæmd í fjögurra ára fangelsi Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Körfubolti Búist við að Salah verði hent úr hóp Enski boltinn Þriggja ára strákur setti heimsmet í skák Sport Langhlauparar í meiri hættu að fá krabbamein Sport Sér bara eina leið fyrir Salah: „Komi og biðjist innilega afsökunar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Botnlið Hamars/Þórs nálægt sigri í Grindavík Böngsum mun rigna á Króknum á föstudaginn Losa sig við goðsögn: „Var að frétta að ég verð sendur heim“ Keishana: Allir sigrar eru yfirlýsing KR með yfirburði í nýliðaslag og Haukar rétt sluppu á Króknum Uppgjör: Valur - Keflavík 92-95 | Keflavík vann toppslaginn á Hlíðarenda Valur fær manninn sem tryggði Tindastóli titilinn á Hlíðarenda Litli bróðir Stephen Curry til Golden State „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Sjá meira