Fleiri fréttir

Rijkaard tekur við Galatasaray

Hollendingurinn Frank Rijkaard hefur verið ráðinn þjálfari hjá tyrkneska stórliðinu Galatasaray. Rijkaard mun skrifa undir tveggja ára samning við félagið.

Risatap eigenda Liverpool

Móðurfélag enska úrvalsdeildarfélagsins Liverpool, sem er í eigu Bandaríkjamannanna Tom Hicks og George Gillett, tapaði háum fjárhæðum fyrri hluta síðasta árs.

Framtíð Valencia svört

Óhætt er að segja að framtíð spænska úrvalsdeildarfélagsins Valencia sé allt annað en björt en félagið er sagt skulda um 400 milljónir punda eða tæpa 79 milljarða króna.

Lakers fór létt með Orlando

LA Lakers átti ekki í miklum vandræðum með Orlando Magic í fyrsta leik liðanna í lokaúrslitum NBA-deildarinnar í nótt. Lakers vann, 100-75.

Rosberg stal tímanum af Hamilton

Nico Rosberg frá Þýsklandi náði besta tíma á fyrstu æfingu keppnisliða í Istanbúl í morgun. Hann stal besta tíma á síðustu mínútu æfingarinnar af Lewis Hamilton á McLaren. Var munurinn á milli þeirra 0.311 sekúndur.

Berlusconi tilbúinn að berjast um Ronaldo

Silvio Berlusconi, eigandi AC Milan, er þekktur fyrir að hafa munninn fyrir neðan nefið en hann tilkynnti í viðtali á sjónvarpsstöðinni Mediaset í kvöld að hann væri tilbúinn að berjast við Real Madrid um kaup á Portúgalanum Cristiano Ronaldo hjá Manchester United.

AC Milan ekki rætt við Arsenal vegna Adebayor

Umboðsmaður framherjans Emmanuel Adebayor hefur neitað því að AC Milan hafi sett sig í samband við Arsenal vegna mögulegra félagsskipta Tógó-mannsins til Ítalíu.

Birgir Leifur á tveimur undir pari á Opna-velska

Atvinnukylfingurinn Birgir Leifur Hafþórsson úr GKG lék fyrsta hringinn á Opna Velska mótinu á 69 höggum eða tveimur höggum undir pari Celtic Manor vallarins. Birgir Leifur fékk fjóra fugla og tvo skolla á hringnum í dag.

Massa spaír Button meistaratitlinum

Felipe Massa hjá Ferrari telur allar líkur á því að Jenson Button og Brawn liðið verði heimsmeistari í Formúlu 1 í ár. Hann hefur unnið mótið í Tyrklandi þrjú ár í röð, en keppt er í Istanbúl um helgina.

Diego Forlan ánægður á Vicente Calderon

Framherjinn Diego Forlan hjá Atletico Madrid átti frábært tímabil á nýafstaðinni leiktíð þar sem hann varð markakóngur í spænsku úrvalsdeildinni með 32 mörk og flest stórlið Evrópu sögð á höttunum eftir honum.

Lampard ánægður með Ancelotti

Frank Lampard vonast til þess að Chelsea hafi duttið í lukkupottinn þegar að félagið réð Carlo Ancelotti sem knattspyrnustjóra félagsins nú fyrr í vikunni.

Mourinho bara rétt að byrja á leikmannamarkaðnum

Ítalska úrvalsdeildarfélagið Inter frá Mílanóborg hefur þegar tryggt sér þjónustu leikmannanna Thiago Motta og Diego Milito fyrir næsta keppnistímabil, en knattspyrnustjórinn José Mourinho staðfesti í viðtali við Gazzetta dello Sport að hann vilji fá alla vega þrjá leikmenn til viðbótar í sumar.

Martinez tekur við sem knattspyrnustjóri Wigan

Enska úrvalsdeildarfélagið Wigan hefur staðfest að Roberto Martinez verði brátt kynntur sem nýr knattspyrnustjóri félagsins en hann tekur við af Steve Bruce sem fór sem kunnugt er til Sunderland.

Mikið breytt íslenskt landslið

Guðmundur Guðmundsson tilkynnti í dag íslenska landsliðshópinn fyrir leikina sem eru framundan í undankeppni EM 2010.

Fyrsti KSÍ-leikur Gróttu og KR

Grótta mætir KR í 32-liða úrslitum VISA-bikarkeppni karla en dregið var í dag. Þetta er í fyrsta sinn sem þessi grannlið mætast í leik á vegum KSÍ.

Perez vill Kaka og Ronaldo til Real Madrid

Florentino Perez, nýskipaður foreseti Real Madrid, hefur lýst því yfir að hann ætli að gera allt sem í sínu valdi stendur til að fá Brasilíumanninn Kaka og Cristiano Ronaldo til félagsins.

FIA sendir Formúlu liðum tóninn

Max Mosley, forseti FIA hefur sent núverandi Formúlu 1 liðum tóninn m eð því að segja að þau geti stofnað eigin mótaröð ef þau eru ósátt við reglur sem keppa á eftir árið 2010.

Distin í stað Hyypia?

Það hefur lítið farið fyrir slúðri í kringum Liverpool-liðið það sem af er sumri en þar á bæ eru menn samt vafalaust að vinna á bakvið tjöldin eins og annars staðar.

Carew bjartsýnn fyrir næsta tímabil

Norðmaðurinn John Carew, leikmaður Aston Villa, er á því að Villa geti komist í hóp fjögurra bestu liða Englands á næstu leiktíð.

Shaq heldur með Kobe

Samband þeirra Shaquille O´Neal og Kobe Bryant hefur löngum verið stormasamt þó svo samvinna þeirra á vellinum hafi fært Lakers titla á sínum tíma.

Real með tilboð í Xabi?

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Real Madrid sé búið að hafa samband við Liverpool og vilji kaupa Xabi Alonso frá félaginu.

Ekki útilokað að Pato fari til Chelsea

Umboðsmaður Brasilíumannsins Pato neitar að loka á það að skjólstæðingur sinn verði seldur til Chelsea í sumar þó svo félag hans, AC Milan, segi að hann verði ekki seldur.

Kaká færist nær Real

Adriano Galliani, framkvæmdastjóri AC Milan, segir að Real Madrid sé eina liðið sem sé að reyna að kaupa Kaká frá Milan. Sögusagnir voru uppi um risatilboð frá Chelsea í gær en þær eiga ekki við rök að styðjast.

Ólafur dæmir Formúlu 1 í Tyrklandi

Ólafur Guðmundsson verður einn þriggja dómara á Formúlu 1 mótinu í Istanbúl Í Tyrklandi um helgina. Hann verður á brautinni í dag að skoða aðstæður fyrir mótið sem Felipe Massa hefur unnið þrjú mót í röð.

Barry sendir opið bréf til stuðningsmanna Aston Villa

Miðjumaðurinn Gareth Barry, sem gekk í raðir Manchester City í gær frá Aston Villa á 12 milljónir punda, hefur sent stuðningsmönnum Aston Villa opið bréf sem birt var í breskum fjölmiðlum í dag.

Anna Björg: Hrikalega svekkjandi

Anna Björg Björnsdóttir, leikmaður Fylkis, leyndi ekki vonbrigðum sínum með að hafa tapað fyrsta leik sumarsins er liðið tapaði fyrir Val í kvöld, 3-2.

Freyr: Gott að komast á toppinn

Freyr Alexandersson, þjálfari Vals, var hæstánægður með sigur síns liðs á Fylki í toppslag Pepsi-deildar kvenna í kvöld.

Stelpurnar náðu að hefna gegn Portúgal

Kvennalandslið Íslands í handbolta vann 31-23 stórsigur á Portúgal í seinni vináttulandsleik þjóðanna úti í Portúgal í dag en staðan í hálfleik var 15-10 fyrir Íslandi.

Pietrus ætlar ekki að spila í Kobe-skónum

Orlando-maðurinn Mickael Pietrus mun skipta um skó fyrir leikina gegn LA Lakers í úrslitum NBA-deildarinnar enda hefur hann verið að leika í Kobe Bryant-skóm hingað til.

Eiður Smári: Tek ekki ákvörðun um framhaldið fyrr en líður á sumar

Landsliðsframherjinn Eiður Smári Guðjohnsen er mættur á klakann til að taka þátt í landsleiknum gegn Hollandi á Laugardalsvelli á laugardag. Miklar vangaveltur hafa verið um framtíð kappans í boltanum en spænskir og breskir fjölmiðlar telja næsta víst að hann færi sig um set fyrir næsta keppnistímabil.

Umfjöllun: Valur hirti toppsætið af Fylki

Valur skellti sér á topp Pepsi-deildar kvenna í kvöld með 3-2 sigri á Fylki í Árbænum. Það mátti reyndar litlu muna að heimamenn næðu að jafna metin eftir að hafa lent 3-0 undir.

Neill á leið frá West Ham

Lucas Neill, fyrirliði West Ham, hefur hafnað nýju samningstilboði frá félaginu og hefur það staðfest að hann sé nú að leita sér að nýju félagi.

Obama spáir Lakers titlinum

Barack Obama Bandaríkjaforseti er mikill áhugamaður um körfubolta og þykir liðtækur spilari sjálfur. Blaðamenn ytra eru þess utan duglegir að spyrja hann spurninga um íþróttalífið í landinu og að sjálfsögðu er búið að spyrja hann að því hverju hann spái í úrslitarimmu Lakers og Magic.

Sjá næstu 50 fréttir