Fleiri fréttir

Torres ekki með gegn Atletico

Spænski sóknarmaðurinn Fernando Torres leikur ekki með Liverpool gegn sínum fyrrum félögum í Atletico Madrid í kvöld. Meiðsli gera það að verkum að hann er ekki einu sinni á bekknum.

Mourinho og Adriano vinir á ný

Vandræðagemlingurinn Adriano hefur náð sáttum við þjálfara sinn hjá Inter, Jose Mourinho. Þetta sagði Gilmar Rinaldi, umboðsmaður leikmannsins, í dag.

Wenger reiður vegna tæklinga leikmanna Stoke

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, er allt annað en sáttur við leikstíl Stoke og segir liðið spila grófan fótbolta. Tveir leikmenn Arsenal meiddust í tapleiknum gegn Stoke á laugardag.

Ben Foster í markið hjá United

Ben Foster mun leika sinn fyrsta Meistaradeildarleik á morgun þegar hann ver mark Manchester United gegn Celtic í Skotlandi. Edwin van der Sar er hvíldur og ferðast ekki með Evrópumeisturunum yfir til Skotlands.

Hrefna Huld í Stjörnuna

Hrefna Huld Jóhannesdóttir er gengin til liðs við Stjörnuna og skrifaði hún undir þriggja ára samning við félagið í dag.

Ólafur: Vildi finna nýja áskorun

Ólafur Stefánsson gekk í gær frá þriggja ára samningi við danska C-deildarliðið AG Håndbold. Hann sagði í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson í útvarpsþættinum Skjálfanda að hann vildi finna sér nýja áskorun.

Ólafur tekur eitt tímabil til með Fylki

Ólafur Ingi Stígsson er hættur við að hætta og býst fastlega við því að leika með Fylki á næsta tímabili í efstu deild karla í fótbolta.

Blikar vilja halda samningslausum leikmönnum

Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, segir að félagið hafi boðið flestum þeirra leikmanna sem eru að klára sína samninga hjá Blikum nýjan samning en á breyttum forsendum.

Eftirminnilegasti leikurinn 5-3 sigur á Tottenham

Sir Alex Ferguson fagnar á fimmtudaginn 22 ára starfsafmæli hjá Manchester United. Hann segir að eftirminnilegasti leikurinn á ferlinum sé 5-3 sigur liðsins á Tottenham í september 2001.

Diouf á djamminu skömmu fyrir leik

Enska götublaðið The Sun birti í morgun mynd sem sýndi El-Hadji Diouf, leikmann Sunderland, á skemmtistað. Blaðið segir að myndin sé tekin á fimmtudagskvöldið en á laugardaginn tapaði Sunderland 5-0 fyrir Chelsea.

Guðbjörg á leið í atvinnumennsku

Guðbjörg Gunnarsdóttir, markvörður Íslandsmeistara Vals, hefur tilkynnt forráðamönnum félagsins að hún stefni á að spila erlendis á næsta tímabili.

Bruno Senna prófar Honda

Frændi hins fræga Ayrton Senna, Bruno Senna mun prófa Honda Formúlu 1 bíl á æfingum um miðjan nóvember. Hann á möguleika á sæti hjá liðinu 2009.

Liverpool undir í hálfleik

Kominn er hálfleikur í leikjum kvöldsins í Meistaradeild Evrópu. Liverpool er að tapa 0-1 fyrir Atletico Madrid en Maxi Rodriguez skoraði markið.

Attwell kallaður á fund Hackett

Enski knattspyrnudómarinn Stuart Attwell mun á morgun hitta Keith Hackett, yfirmann dómaramála á Englandi, og ræða um frammistöðu sína í viðureign Derby og Nottingham Forest um nýliðna helgi.

Obafemi Martins kom Newcastle af botninum

Einn leikur var í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Newcastle vann 2-0 sigur á Aston Villa. Obafemi Martins skoraði bæði mörk leiksins í seinni hálfleik.

Coventry vann Birmingham

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Coventry sem vann virkilega sterkan 1-0 útisigur á Birmingham í kvöld. Clinton Morrison skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks.

Cech hefur haldið marki Chelsea hreinu 100 sinnum

Markvörðurinn Petr Cech er í skýjunum með að hafa haldið marki Chelsea hreinu í hundraðasta sinn. Hann hefur aðeins leikið 180 leiki fyrir félagið en haldið marki þess hreinu í hundrað þeirra.

Breiðablik vann stigalausa ÍR-inga

Breiðablik vann ÍR 75-71 í Iceland Express deildinni í kvöld. Þetta var annar sigur Blika í röð en þeir sitja í fjórða sæti deildarinnar. Breiðhyltingar eru hinsvegar enn stigalausir á botninum.

Gautaborg vann Djurgården

Næst síðustu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar lauk í kvöld með þremur leikjum. Ragnar Sigurðsson og Hjálmar Jónsson léku allan tímann í vörn Gautaborgar sem vann Sigurð Jónsson og lærisveina hans í Djurgården 3-1.

Boothroyd hættur með Watford

Adrian Boothroyd er hættur sem knattspyrnustjóri Watford. Ástæðan er lélegt gengi liðsins í ensku 1. deildinni nú í upphafi tímabils.

Helgin á Englandi - Myndir

Það rigndi duglega á Englandi um helgina en það stöðvaði þó ekki knattspyrnumennina í ensku úrvalsdeildinni. Nóg var af athyglisverðum úrslitum þessa helgina.

ESPN: Allen Iverson á leið til Detroit

ESPN sjónvarpsstöðin í Bandaríkjunum greinir frá því nú síðdegis að Denver Nuggets og Detroit Pistons hafi samþykkt að gera með sér áhugaverð leikmannaskipti.

Wenger: Nauðsynlegt að vinna United

Arsene Wenger segir að það komi ekkert annað til greina hjá Arsenal en að vinna Manchester United næsta laugardag. Arsenal hefur þegar tapað þremur leikjum á leiktíðinni og virðist Wenger meðvitaður um að titilvonirnar séu að fjarlægjast.

Bent: Léttir að vera laus við Ramos

Darren Bent, sóknarmaður Tottenham, segir að lífið hjá félaginu hafi verið mjög erfitt undir stjórn Juande Ramos. Hann segir að Ramos hafi átt erfitt með samskipti við leikmenn vekna slakrar enskukunnáttu.

Mihajlovic ráðinn stjóri Bologna

Sinisa Mihajlovic hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri ítalska úrvalsdeildarliðsins Bologna í stað Daniele Arrigoni sem var rekinn í dag.

Meiðsli Guðjóns Vals ekki alvarleg

Guðjón Valur Sigurðsson, landsliðsmaður í handbolta, segist vongóður um að meiðslin sem hann varð fyrir í leik Noregs og Íslands um helgina séu ekki alvarleg.

Allan Dyring að flytja til Danmerkur

Allan Dyring hefur leikið sinn síðasta knattspyrnuleik á Íslandi en hann mun í vikunni flytja aftur til Danmerkur með fjölskyldu sinni.

Guðmundur Benediktsson aftur í KR

Guðmundur Benediktsson hefur ákveðið að ganga aftur til liðs við KR eftir að hafa verið í herbúðum Vals undanfarin fjögur ár.

Mathiesen ekki áfram hjá Keflavík

Samningur Hans Mathiesen við Keflavík verður ekki endurnýjaður og þá ganga samningaviðræður Þórarins Brynjars Kristjánssonar við félagið hægt.

Ferrari stjórinn stoltur af Massa

Ferrari liðið landaði meistaratitila bílasmíða og Stefano Domenicali framkvæmdarstjóri Ferrari liðsins var ánægður með framgöngu Felipe Massa í brautinnni.

Litlar breytingar á leikmannahópi FH

Útlit er fyrir að litlar breytingar verði á leikmannahópi FH fyrir næsta keppnistímabil. Þó er ekki búið að ganga frá samningum við Dennis Siim og Jónas Grana Garðarsson.

Sjá næstu 50 fréttir