Fleiri fréttir

Wales hefur yfir í hálfleik

Wales hefur yfir 1-0 gegn Íslandi þegar flautað hefur verið til hálfleiks í vináttuleik liðanna á Laugardalsvelli.

Ísland hefur forystuna í Serbíu

Ísland hefur 1-0 forystu gegn Serbíu ytra í leik liðanna í undankeppni EM 2009. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði markið strax á fjórðu mínútu.

120,000 manns kvöddu Kahn

Markvörðurinn Oliver Kahn spilaði í kvöld sinn síðasta leik á ferlinum með Bayern Munchen þegar lið hans lagði lið Mohun Bagan 3-0 í æfingaleik í Kalkútta á Indlandi fyrir framan 120,000 manns.

Dos Santos orðaður við Tottenham

Mexíkóska undrabarnið Giovani dos Santos gæti verið á leið til Tottenham á Englandi. Sky fréttastofan greinir frá þessu í kvöld.

Roma í úrslit á Ítalíu

Jón Arnór Stefánsson og félagar í Lottomatica Roma tryggðu sér í kvöld sæti í úrslitaeinvíginu í ítölsku A-deildinni þegar þeir lögðu Air Avellino 77-70 í þriðja leik liðanna í undanúrslitunum.

FIFA afléttir hæðartakmörkunum

Alþjóða Knattspyrnusambandið, FIFA, tilkynnti í dag að hæðartakmörkunum í alþjóðakeppnum hefði verið aflétt. Þetta eru góð tíðindi fyrir nokkrar af þjóðum Suður-Ameríku sem spila heimaleiki sína í mikilli hæð yfir sjávarmáli.

Odom og Gasol hafa lítið sofið

Fjórði leikur San Antonio Spurs og LA Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar í NBA verður sýndur beint á Stöð 2 Sport klukkan eitt í nótt.

Pétur Pétursson í 10 bestu í kvöld

Í kvöld hefst umfjöllun um 10 bestu knattspyrnumenn Íslands í þættinum 10 bestu á Stöð 2 Sport 2. Fyrsti þátturinn var á dagskrá fyrir viku og þar var sérstök upphitun, en í kvöld verður fjallað um markaskorarann Pétur Pétursson.

Birkir Már í landsliðshópinn

Valsmaðurinn Birkir Már Sævarsson var í dag kallaður inn í landsliðshóp Ólafs Jóhannessonar fyrir leik Íslands og Wales sem fram fer á Laugardalsvelli annað kvöld.

Þrír leikmenn í eins leiks bann

Aganefnd KSÍ kom saman í kvöld og í kjölfar fundarins voru þrír leikmenn í Landsbankadeild karla dæmdir í eins leiks bann.

Zdravevski að fá íslenskt ríkisfang

Körfuboltamaðurinn Jovan Zdravevski hjá Stjörnunni er nú við það að fá íslenskan ríkisborgararétt. Zdravevski hefur leikið með Skallagrími og KR en gekk í raðir Stjörnunnar á síðustu leiktíð.

United hótar að kæra Real Madrid

Forráðamenn Manchester United hafa nú hótað að kæra kollega sína hjá Real Madrid á Spáni vegna sífelldra yfirlýsinga spænskra tengdum vængmanninum Cristiano Ronaldo.

Ancelotti sagður hafa fundað með Abramovich

Ítalska dagblaðið La Repubblica greinir frá því í dag að þeir Roman Abramovich, eigandi Chelsea, og Carlo Ancelotti, knattspyrnustjóri AC Milan, hafi fundað í Sviss.

Valur tekur við Njarðvík

Valur Ingimundarson mun taka við þjálfun Njarðvíkur í efstu deild karla í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag.

Skiptar skoðanir um brottvísun Stefáns

Mikill fjöldi lesenda Vísis tók þátt í könnun þar sem spurt var hvort að Stefán Þórðarson, leikmaður ÍA, átti skilið að fá rauða spjaldið í leik gegn Keflavík á sunnudagskvöldið.

FIFA styður tillögu Blatter

Framkvæmdarstjórn FIFA mun styðja tillögu Sepp Blatter, forseta sambandsins, um að takmarka fjölda erlendra leikmanna í knattspyrnuliðum.

Terry fyrirliði Englands á morgun

John Terry verður fyrirliði enska landsliðsins á morgun er það tekur á móti Bandaríkjamönnum í vináttulandsleik á Wembley.

ÍA áfrýjaði rauða spjaldi Stefáns

ÍA hefur áfrýjað rauða spjaldinu sem Stefán Þór Þórðarson fékk í leik Keflavíkur og ÍA á sunnudagskvöldið. Þetta staðfesti Gísli Gíslason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá ÍA.

Flest mörk í einum leik í sex ár

Níu mörk voru skoruð í leik Breiðabliks og Grindavíkur í gær en ekki hafa verið skoruð fleiri mörk í leik í efstu deild hér á landi undanfarin sex ár.

Deschamps segist vera á óskalista Chelsea

Didier Deschamps sagði í útvarpsviðtali að hann væri einn þriggja eða fjögurra knattspyrnustjóra á óskalista Chelsea sem rak Avram Grant nú um helgina.

NBA: Detroit jafnaði metin

Detroit vann í nótt öruggan nítján stiga sigur á Boston í fjórða leik liðanna í úrslitum Vesturdeildarinnar í úrslitakeppni NBA-deildarinnar í nótt. Þar með er staðan 2-2 í rimmu liðanna.

Arnar: Vorum ekki til staðar

Arnar Grétarsson, fyrirliði Breiðabliks, kunni enga skýringar á leik liðsins í fyrri hálfleik. Liðið var 1-5 undir gegn Grindavík en leikurinn endaði 3-6. Fyrsta tap Blika í sumar staðreynd.

Erum ekki bara Scott Ramsey

Það var boðið upp á stórskemmtilegan leik á Kópavogsvelli í kvöld þar sem Grindavík vann 6-3 sigur á Breiðabliki. Milan Stefán Jankovic, þjálfari Grindavíkur, var skælbrosandi í leikslok enda fyrstu stig liðsins komin í hús.

Svíþjóð vann Slóveníu

Tveir vináttulandsleikir fóru fram í kvöld. Svíþjóð vann Slóveníu 1-0 á heimavelli en Tobias Linderoth skoraði eina mark leiksins í fyrri hálfleik.

Veigar skoraði fyrir Stabæk

Veigar Páll Gunnarsson skoraði fyrir Stabæk sem vann 2-1 sigur á Álasundi í norsku úrvalsdeildinni í kvöld. Stabæk var með tveggja marka forskot í hálfleik en Veigar skoraði fyrra markið.

Viktor og Kristján kepptu í Bretlandi

Sebastian Hohenthal vann sinn annan sigur í Formúlu 3 mótaröðinni í Bretlandi í dag. Hann kom fyrstur í endamark í síðari umferðinni á Rockingham brautinni.

Mancini vill vera áfram hjá Inter

Umboðsmaður þjálfarans Roberto Mancini segir að Mancini vilji gjarnan halda áfram sem þjálfari Inter. Framtíð Mancini er í mikilli óvissu og talað um að Jose Mourinho taki sæti hans.

Hetjunum fagnað í Hull

Yfir 100.000 stuðningsmenn Hull fylltu götur bæjarins í dag til að hylla hetjurnar sínar. Hull komst upp í úrvalsdeildina um helgina og keyrði um á þaklausum strætisvagni í dag.

Hiddink myndi hafna Chelsea

Umboðsmaður hollenska knattspyrnustjórans Guus Hiddink segir að hann myndi hafna Chelsea ef honum yrði boðin staða knattspyrnustjóra hjá félaginu.

Barcelona semur við Keita

Barcelona hefur samið til fjögurra ára við Seydou Keita sem félagið keypti frá Sevilla fyrir fjórtán milljónir evra.

Arnar á leið aftur til Belgíu

Arnar Þór Viðarsson segir 99 prósent öruggt að hann muni í dag eða á morgun ganga til liðs við belgíska úrvalsdeildarfélagið Cercle Brugge.

Sjá næstu 50 fréttir