Fleiri fréttir

ÍBV fær ó­væntan liðs­styrk: Spilaði síðast 2018

ÍBV tilkynnti í dag að tveir leikmenn hefðu skrifað undir samning hjá félaginu og munu leika með liðinu í Bestu deild kvenna í sumar. Um að ræða þær Kristínu Ernu Sigurlásdóttur og Þórhildi Ólafsdóttur. Þær eru báðar uppaldar hjá félaginu.

Kristian kom Jong Ajax til bjargar

Íslenski U-21 landsliðsmaðurinn Kristian Hlynsson var allt í öllu í endurkomu Jong Ajax er liðið gerði 3-3 jafntefli við Dordrecht í hollensku B-deildinni í knattspyrnu í kvöld.

KR í undan­úr­slit | Fjölnir án sigurs

Alls fóru fjórir leikir fram í Lengjubikar karla og kvenna í knattspyrnu í kvöld. KR er komið í undanúrslit í karlaflokki, Fjölnir tapaði fimmta leiknum í röð og þá vann Afturelding 2-0 sigur á Fylki í kvennaflokki.

Lærisveinar Guðjóns Vals áfram á sigurbraut

Það virðist einungis tímaspursmál hvenær Gummersbach tryggir sér sæti í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta. Liðið vann Emsdetten með þremur mörgum í Íslendingaslag í kvöld, lokatölur 32-29.

SönderjyskE á­fram á botninum

Íslendingalið SönderjyskE er áfram á botni dönsku úrvalsdeildarinnar eftir 1-1 jafntefli við Nordsjælland í kvöld.

Banka­reikningum Chelsea lokað tíma­bundið

Bankareikningum enska knattspyrnufélagsins Chelsea hjá Barclays-bankanum hefur verið lokað tímabundið. Er þetta enn eitt höggið sem félagið verður fyrir eftir að breska ríkisstjórnin ákvað að banna Roman Abramovich, rússneskum eiganda félagsins, að eiga í viðskiptum innan Bretlands.

Víkingur í undanúrslit með fullt hús stiga

Íslands- og bikarmeistarar Víkings áttu í vandræðum með nýliða ÍBV er liðin mættust í riðli 1 í A-deild Lengjubikars karla í knattspyrnu. Lauk leiknum þó á endanum með 2-0 sigri Víkinga.

Kláraði á spretti og slapp aftur við að vakna snemma

Englendingurinn Ian Poulter virtist ekki hafa neinn áhuga á því að þurfa að vakna snemma í dag til að slá örfá högg á The Players risamótinu í golfi. Þess vegna lauk þessi 46 ára kylfingur leik í gær á harðaspretti.

Rútuferðir og ódýr hótel fyrir stjörnurnar?

Stjörnurnar í knattspyrnuliði Chelsea gætu þurft að ferðast með áætlunarflugi eða rútu og gista á ódýrum hótelum til að spila útileiki, vegna ákvörðunar bresku ríkisstjórnarinnar um að frysta eigur Romans Abramovich.

Hraunuðu yfir Simmons en enduðu á að baula á eigið lið

Það er óhætt að segja að það hafi verið fjandsamlegt andrúmsloft og hiti í áhorfendum og leikmönnum í Philadelphiu í gærkvöld þegar heimamenn í 76ers mættu Brooklyn Nets í fyrsta leik liðanna eftir að þau skiptu á stórstjörnum.

UEFA rannsakar hegðun forráðamanna PSG

Evrópska knattspyrnusambandið UEFA rannsakar nú hegðun forseta Paris Saint-Germain, Nasser Al-Khelaifi, og íþróttastjóra liðsins, Leonardo, eftir að þeir félagar létu öllum illum látum eftir að liðið féll úr leik í Meistaradeild Evrópu á miðvikudagskvöldið.

Newcastle ekki tapað í seinustu níu | Enn eitt tapið hjá Leeds

Newcastle United vann góðan 2-1 sigur gegn Southampton er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og liðið hefur nú ekki tapað deildarleik síðan fyrir jól. Þá vann Aston Villa öruggan 3-0 sigur gegn Leeds, en þeir síðarnefndu hafa tapað sjö af seinustu átta deildarleikjum sínum.

Chelsea vann öruggan sigur gegn botnliðinu

Leikmennn Chelsea létu fréttir af eiganda félagsins ekki hafa áhrif á sig er liðið heimsótti botnlið Norwich í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Chelsea tók forystuna snemma leiks og vann að lokum öruggan 3-1 sigur.

Sjá næstu 50 fréttir