Kláraði á spretti og slapp aftur við að vakna snemma Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2022 12:00 James Walton, kylfusveinn Ians Poulter, heldur á regnhlífinni fyrir hann á fyrsta hringnum á The Players í Flórída í gær. Getty/Jared C. Tilton Englendingurinn Ian Poulter virtist ekki hafa neinn áhuga á því að þurfa að vakna snemma í dag til að slá örfá högg á The Players risamótinu í golfi. Þess vegna lauk þessi 46 ára kylfingur leik í gær á harðaspretti. Úrhelli og þrumuveður setti stórt strik í reikninginn á fyrsta keppnisdegi The Players í Flórída í gær og að lokum varð að stöðva leik þó að ýmsir ættu eftir að klára sinn hring, þar sem farið var að rökkva. Ian Poulter vissi hvernig reglurnar eru og vildi ólmur klára sinn hring. Hann náði fugli á sautjándu holu á undaverðum hraða og hljóp svo yfir að átjánda teig til að ná teighöggi áður en flautan gall til merkis um að leik yrði hætt. Þannig fékk Poulter og hans holl að klára hringinn. Speed golf. @IanJamesPoulter with the fastest birdie you'll see on 17. He's racing the sunlight and wants to finish. pic.twitter.com/gWvFohgEJs— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Poulter lék svo lokaholuna á pari þrátt fyrir smáerfiðleika. Hann lék hringinn hins vegar á höggi yfir pari en efstu menn eru á sex höggum undir pari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Poulter hefur hlaupið til að geta klárað hring, og þannig losnað við að vakna snemma til að klárað hringinn daginn eftir. Það gerði hann einnig á The Players árið 2011, þá reyndar ellefu árum yngri og aðeins léttari á fæti. It wasn't Poulter's first race around the island. pic.twitter.com/7OWMNj4lNk— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum. Golf Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Úrhelli og þrumuveður setti stórt strik í reikninginn á fyrsta keppnisdegi The Players í Flórída í gær og að lokum varð að stöðva leik þó að ýmsir ættu eftir að klára sinn hring, þar sem farið var að rökkva. Ian Poulter vissi hvernig reglurnar eru og vildi ólmur klára sinn hring. Hann náði fugli á sautjándu holu á undaverðum hraða og hljóp svo yfir að átjánda teig til að ná teighöggi áður en flautan gall til merkis um að leik yrði hætt. Þannig fékk Poulter og hans holl að klára hringinn. Speed golf. @IanJamesPoulter with the fastest birdie you'll see on 17. He's racing the sunlight and wants to finish. pic.twitter.com/gWvFohgEJs— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Poulter lék svo lokaholuna á pari þrátt fyrir smáerfiðleika. Hann lék hringinn hins vegar á höggi yfir pari en efstu menn eru á sex höggum undir pari. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Poulter hefur hlaupið til að geta klárað hring, og þannig losnað við að vakna snemma til að klárað hringinn daginn eftir. Það gerði hann einnig á The Players árið 2011, þá reyndar ellefu árum yngri og aðeins léttari á fæti. It wasn't Poulter's first race around the island. pic.twitter.com/7OWMNj4lNk— PGA TOUR (@PGATOUR) March 10, 2022 Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Öll stærstu golfmótin eru á Stöð 2 Golf en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Stöð 2 Golf kostar 3.990 krónur á mánuði en er einnig hluti af Sportpakkanum.
Golf Mest lesið Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Handbolti Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira