Fleiri fréttir

Annar sigur XY í röð

17. umferð Ljósleiðaradeildarinnar hélt áfram á föstudagskvöldið þegar XY mætti Fylki. XY vann 16–8.

Anton Sveinn náði aftur EM og HM lág­mörkum

Sundkappinn Anton Sveinn McKee hefur heldur betur átt góða undanfarna daga. Hann tryggði sig fyrst inn á bæði EM og HM í 100 metra bringusundi og gerði í nótt slíkt hið sama í 200 metra bringusundi.

Seinni bylgjan: „Stjörnu­menn neituðu bara að koma sér inn í leikinn“

Fyrir leik Vals og Stjörnunnar í Olís-deild karla í handbolta var búist við öruggum sigri Valsmanna þar sem þeir höfðu unnið fjóra leiki í röð á meðan Stjarnan hafði tapað fjórum í röð. Að því sögðu hafði Patrekur Jóhannesson unnið Snorra Stein Guðjónsson í síðustu níu leikjum þeirra.

Talið að Ron­aldo missi af Manchester-slagnum

Cristiano Ronaldo var hvergi sjáanlegur er leikmenn Manchester United hittust á Lowry-hótelinu í gærkvöld til að undirbúa sig fyrir stórleik dagsins er þeir mæta Englandsmeisturum Manchester City á Etihad-vellinum. Alls vantaði fjóra leikmenn sem væru öllu jafna í hóp liðsins.

Stór­feng­legur LeBron setti met er Lakers vann loks leik

Alls fóru sex leikir fram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Einn bar höfuð og herðar yfir aðra en Los Angeles Lakers vann Golden State Warriors þökk sé lygilegri frammistöðu LeBron James. Þá steig Spence Dinwiddie upp hjá Dallas Mavericks í fjarveru Luka Dončić.

Ótrúlegt sjálfsmark Phils Döhler

„Það var mark skorað í þessum leik. Mark tímabilsins,“ sagði stjórnandi Seinni bylgjunnar, Stefán Árni Pálsson, um sjálfsmarkið sem Phil Döhler skoraði í leik FH gegn KA í gær.

Tvö töp í seinustu þrem hjá PSG

Franska stórveldið Paris Saint-Germain hafði ekki tapað leik í fyrstu 24 deildarleikjum sínum á tímabilinu, en eftir 1-0 tap gegn Nice í kvöld hefur liðið nú tapað tveimur af seinustu þrem.

Jón Axel og félagar töpuðu naumlega

Jón Axel Guðmundsson og félagar hans í Crailsheim Merlins máttu þola naumt fimm stiga tap, 101-96, er liðið heimsótti Bonn í þýsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld.

Viðar kom inn af bekknum í góðum sigri

Viðar Ari Jónsson og félagar hans í Honvéd unnu góðan 4-2 sigur er liðið tók á móti Debrecen í ungversku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld.

Liverpool vann sjöunda deildarleikinn í röð

Liverpool heldur sigurgöngu sinni í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta áfram, en liðið hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð eftir 1-0 sigur gegn West Ham í kvöld.

Pavel: Þakið á þessu liði er mjög hátt

Pavel Ermolinskij var sýnilega mjög ánægður með sína menn í dag og úrslitin sem Valur náði í gegn Keflvíkingum. Valsmenn voru með undirtökin lengi vel í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik og uppskáru að lokum 88-74 sigur sem lyftir þeim upp í fjórða sæti deildarinnar og nær Keflavík.

Þýsku meistararnir töpuðu stigum

Þýskalandsmeistarar Bayern München þurftu að sætta sig við 1-1 jafntefli er liðið tók á móti Bayer Leverkusen í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag.

Bardagi Gunnars í óvissu vegna meiðsla andstæðings

Gunnar Nelson átti að berjast við Claudio Silva þann 19. mars í London en þá fer fram bardagakvöld UFC í borginni. Þessi áform eru nú í uppnámi eftir að Silva meiddist. dauðaleit fer nú fram eftir nýjum andstæðing fyrir Gunnar.

ÍA vann Fjölni í Lengjubikranum

ÍA fékk Fjölnismenn í heimsókn á Akranes í riðli númer 2 í A deild nú fyrr í dag. Skemmst er frá því að segja að Akurnesingar sigruðu nágranna sína úr Grafarvogi með þremur mörkum gegn einu.

Leeds tapaði fyrsta leiknum undir stjórn Marcsh

Leicester City vann góðan sigur, 1-0, á Leeds United í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar í dag. Leikurinn var sá fyrsti sem Leeds leikur undir stjórn hins nýráðna kanttspyrnustjóra, Jesse Marsch.

Bæjarar horfa áfram til ensku B-deildarinnar

Þýskalandsmeistarar Bayern München hafa tök á að sækja leikmenn í nær hvaða lið sem þeim dettur í hug, slíkt er aðdráttarafl félagsins. Það vekur því athygli að Bæjarar horfi nú í annað sinn á skömmum tíma í ensku B-deildina í leit að leikmönnum.

Lék sem framherji til þrettán ára aldurs

Caoimhín Kelleher, markvörður Liverpool, var hetjan – að vissu leyti allavega – er Liverpool vann enska deildarbikarinn um síðustu helgi. Það hefur eflaust hjálpað kauða að hann lék sem framherji til 13 ára aldurs.

Mikil gæði á Kópavogsvelli en þunn­skipaðir fram á við

Þó enn sé töluvert í að knattspyrnusumarið hér á landi fari af stað þá er aldrei of snemmt að spá í spilin. Breiðablik rétt missti af Íslandsmeistaratitlinum á síðustu leiktíð, markmið sumarsins er því einkar einfalt: landa báðum titlunum sem í boði eru.

Óvíst hvenær Ben Simmons verður klár

Mikið fjaðrafok myndaðist á lokadegi félagaskiptagluggans í NBA-deildinni í körfubolta þegar Ben Simmons færði sig loks um set frá Philadelphia 76ers til Brooklyn Nets. Simmons hefur hins vegar ekki enn spilað vegna meiðsla og er óvist hvenær hann snýr aftur.

Fékk tæp­lega eina og hálfa milljón í sekt því dómarinn mis­skildi hann

Aron Jóhannesson, framherji Vals, mætti í hlaðvarps- og spjallþáttinn Chess After Dark á dögunum. Framherjinn ræddi atvinnumannaferil sinn ásamt mörgu öðru. Þar kom í ljós að hæsta sekt sem hann hefur þurft að greiða fyrir atvik á knattspyrnuvellinum hljóðaði upp á 10 þúsund pund eða 1,4 milljón íslenskra króna, á núverandi gengi.

Roberto Carlos mætti til leiks með ensku bumbuliði

Árið 2002 varð Roberto Carlos heimsmeistari með brasilíska landsliðinu í fótbolta, en í gær þurfti hann að sætta sig við tap með bumbuliðinu Bull In The Barne FC frá Shropshire á Englandi.

Klopp: Ekki í stuði fyrir eltingaleik

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segist varla vera nógu gáfaður til að hugsa um næsta leik, hvað þá að hann geti verið að einbetia sér að ná Manchester City í kapphlaupinu um enska deildarmeistaratitilinn.

Sjá næstu 50 fréttir