Handbolti

Íslendingaliðið hélt upp á deildarmeistaratitilinn með stórsigri

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm mörk fyrir Elverum í kvöld.
Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm mörk fyrir Elverum í kvöld. Sanjin Strukic/Pixsell/MB Media/Getty Images

Íslendingalið Elverum vann öruggan níu marka sigur í fyrsta leik sínum í norsku úrvalsdeildinni í handbolta eftir að liðið tryggði sér deildarmeistaratitilinn. Orri Freyr Þorkelsson skoraði fimm mörk fyrir liðið, en lokatölur urðu 34-25 gegn Halden.

Nokkuð jafnræði var með liðunum í fyrri hálfleik og þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 15-13, Elverum í vil.

Íslendingaliðið náði að hrista Halden af sér í síðari hálfleik og vann að lokum öruggan níu marka sigur, 34-25.

Líkt og áður segir skoraði Orri Freyr Þorkelsson fimm mörk fyrir Elverum og var næst markahæsti maður vallarins. Aron Dagur Pálsson komst ekki á blað.

Elverum hefur unnið alla 22 leiki sína á tímabilinu og er því aðeins fjórum sigrum frá fullkomnu tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×