Fleiri fréttir

Vonir Den­ver dvína með meiðslum Murray

Ekki nóg með að Denver Nuggets hafi tapað gegn Golden State Warriors á aðfaranótt þriðjudags heldur hefur liðið misst aðra af stjörnum sínum í meiðsli, og það til lengri tíma.

Kom ekki heim til sín í mánuð

Rut Jónsdóttir, leikmaður KA/Þór í Olís-deild kvenna og íslenska landsliðsins, hefur ekki komið heim til sín síðan í byrjun mars vegna anna með landsliðinu, æfingabanns hér á landi og fleira.

Íslenska kvennalandsliðið í fjórða styrkleikaflokki á EM

Seinustu umspilsleikirnir fyrir lokakeppni EM 2022 sem fram fer á Englandi kláruðust nú fyrr í kvöld. Úrslit kvöldsins þýða að íslenska liðið verður í fjórða og neðsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla.

PSG í undanúrslit og Evrópumeistararnir úr leik

Paris Saint-Germain eru komnir í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu eftir bráðfjörugan leik gegn Bayern München á heimavelli. Lokatölur 0-1 fyrir Bayern, en PSG fer áfram á útivallarmörkum eftir 2-3 sigur í München.

Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap

Chelsea er komið í undanúrslit Meistaradeildarinnar eftir 1-0 tap gegn Porto í Kvöld. Chelsea vann fyrri leikinn 2-0 og voru því í góðum málum fyrir leikinn í kvöld.

Ómar Ingi fór á kostum í Evrópudeildinni

Ómar Ingi Magnússon átti stórleik þegar að lið hans Magdeburg vann góðan sex marka sigur gegn Kristianstad í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. Lokatölur 34-28, og Magdeburg því í góðum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi.

Lilja Alfreðsdóttir: „Þetta er mér mikið hjartansmál“

Fyrr í dag var það staðfest að æfingar og keppni í íþróttum yrði leyft á nýjan leik næstkomandi fimmtudag. Skömmu seinna kom tilkynning um að dregin hefði verið til baka sú ákvörðun að banna áhorfendur á íþróttaviðburðum og munu hundrað manns geta komið saman á pöllum íþróttamannvirkja landsins. Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra segir þetta mikið fagnaðarefni.

Aron og félagar nálgast titilinn í spænska handboltanum

Aron Pálmarsson og liðsfélagar hans í Barcelona tóku stórt skref í átt að enn einum deildarmeistaratitlinum í spæska handboltanum þegar þeir lögðu CD Bidasoa Irun, 35-27 í dag. Barcelona hefur nú 11 stiga forskot á Bidasoa sem situr í öðru sæti.

Leyfa áhorfendur á íþróttaviðburðum

Yfirvöld hafa dregið til baka ákvörðun um áhorfendabann á íþróttaleikjum og munu hundrað manns geta komið saman í stúku á leikjum næstu þrjár vikurnar.

„Góð svör í báðum leikjum“

„Mér finnst margt í ferðinni hafa gengið upp og við náð að innprenta ákveðna hluti í leikmannahópinn,“ segir Þorsteinn Halldórsson eftir fyrstu tvo leiki sína sem landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta.

„Sagði engin neitt þegar hún lá þarna“

Þorsteinn Halldórsson landsliðsþjálfari segir enga í ítalska liðinu hafa kvartað yfir jöfnunarmarki Íslands í vináttulandsleiknum í dag, þó að leikmaður liðsins hafi legið á vellinum vegna smávægilegra meiðsla.

Rússar komust á EM

Rússland bættist í dag í hóp með Íslandi og öðrum þjóðum sem tryggt hafa sér sæti á Evrópumóti kvenna í fótbolta sem fram fer sumarið 2022.

Reiknar með að spila á­fram í Moskvu þrátt fyrir meiðslin

Hörður Björgvin, leikmaður CSKA Moskvu í Rússlandi og íslenska landsliðsins, verður frá næstu mánuðina eftir að hafa slitið hásin. Hann telur þó að meiðslin hafi ekki áhrif á samningsstöðu sína en hann verður samningslaus á næsta ári.

Gull­drengurinn Mbappé

Brasilíumaðurinn Neymar heldur vart vatni yfir samherja sínum Kylian Mbappé og hrósaði honum út í eitt er hann ræddi við fjölmiðla fyrir leikinn gegn Bayern München í kvöld.

Fyrstu fótboltaleikirnir ekki um helgina en fljótlega

Birkir Sveinsson mótastjóri KSÍ vinnur nú að tillögum fyrir stjórn sambandsins um það hvenær Íslandsmótið í fótbolta muni hefjast nú þegar ljóst er að íþróttabanni verður aflétt á fimmtudaginn.

Íþróttir leyfðar að nýju

Æfingar og keppni í íþróttum verður að nýju leyfð á fimmtudag samkvæmt nýrri reglugerð heilbrigðisráðherra um sóttvarnaaðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins.

Ætla sér að slá út „besta lið heims“ í kvöld

Mauricio Pochettino segir að PSG þurfi að slá út „besta lið heims“ í kvöld til að komast áfram í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Ljóst er að Bayern München þarf að skora tvö mörk í París í kvöld, eftir að PSG vann leikinn í Þýskalandi 3-2.

Sergio Ramos er með veiruna

Sergio Ramos, fyrirliði Real Madrid, er með kórónuveiruna. Frá þessu var greint nú rétt í þessu.

Á­fall fyrir Úlfana

Lið Wolves í ensku úrvalsdeildinni hefur orðið fyrir enn einu áfallinu á leiktíðinni. Nú er ljóst að Pedro Neto verður ekki meira með liðinu á þessari leiktíð og þá er miðjumaðurinn öflugi Rúben Neves með kórónuveiruna.

Sjá næstu 50 fréttir