Handbolti

Ómar Ingi fór á kostum í Evrópudeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ómar Ingi Magnússon skoraði 12 mörk á átti fimm stoðsendingar.
Ómar Ingi Magnússon skoraði 12 mörk á átti fimm stoðsendingar. vísir/daníel

Ómar Ingi Magnússon átti stórleik þegar að lið hans Magdeburg vann góðan sex marka sigur gegn Kristianstad í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í handbolta. Lokatölur 34-28, og Magdeburg því í góðum málum fyrir seinni leikinn í Þýskalandi.

Ómar Ingi gerði sér lítið fyrir og skoraði 12 mörk ásamt því að leggja upp fimm fyrir liðsfélaga sína. Gísli Þorgeir Kristjánsson er einnig á mála hjá Magdeburg, en hann er frá vegna meiðsla.

Teitur Örn Einarsson og Ólafur Andrés Guðmundsson leika með Kristianstad. Teitur skoraði tvö mörk í leiknum og Ólafur eitt.

GOG frá Danmörku, með Viktor Gísla Hallgrímsson í rammanum, fengu Wisla Plock frá Póllandi í heimsókn. Viktor Gísli og félagar höfðu þar betur 30-27 þar sem Viktor Gísli varði 13 skot, þar af tvö víti.

Ýmir Örn Gíslason var í leikmannahópi Rhein-Neckar Löwen sem heimsótti Chek­hovskiye Med­vedi frá Rússlandi. Ýmir komst ekki á blað og fór það svo að að Rússarnir kláruðu eins marks sigur. Lokatölur 32-33 og ljónin þurfa því á sigri að halda á heimavelli.

Seinni leikirnir fara fram næstkomandi þriðjudag.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.