Fleiri fréttir

Kristinn Jónasson til Stjörnunnar

Stjörnumenn sendu frá sér tilkynningu skömmu fyrir leik liðsins á móti Grindavík í Meistarakeppni KKÍ í kvöld þar sem kemur fram að framherjinn Kristinn Jónasson muni spila með Garðabæjarliðinu í vetur.

Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 25-26

Sterkur kafli í seinni hálfleik tryggði Frömurum nauman sigur á Valsmönnum í Vodafone höllinni í kvöld. Eftir að hafa verið fimm mörkum undir um miðbik seinni hálfleiks settu Framarar í lás, unnu lokamínútur leiksins 7-1 og skiluðu sigri.

Stórt tap hjá Ólafi Inga og félögum í Rússlandi

Ólafur Ingi Skúlason og félagar hans í belgíska liðinu Zulte-Waregem urðu að sætta sig við 0-4 tap á móti Rubin Kazan í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld. Rubin Kazan er búið að vinna tvo fyrstu leiki sína með markatölunni 9-2.

Coleman velur Bale en mun ekki láta hann spila

Chris Coleman, landsliðsþjálfari Wales, hefur valið dýrasta knattspyrnumann sögunar Gareth Bale fyrir leik liðsins gegn Makedóníu og Belgíu í undankeppni heimsmeistaramótsins.

Þorlákur: Ég hef ekki talað við nein félög

Þorlákur Árnason tilkynnti í dag að hann væri hættur að þjálfa kvennalið Stjörnunnar í knattspyrnu. Hann getur gengið stoltur frá borði enda varð lið hans Íslandsmeistari í sumar með fullt hús stiga.

Frábær innkoma Jóhanns Bergs dugði næstum því

AZ Alkmaar og PAOK eru jöfn á toppnum í L-riðli Evrópudeildarinnar eftir 1-1 jafntefli í Hollandi í kvöld. AZ virtist hafa tryggt sér sigurinn í leiknum þegar Grikkirnir jöfnuðu í uppbótartíma.

Gylfi spilaði í 20 mínútur í öruggum sigri Tottenham

Tottenham er í flottum málum í sínum riðli í Evrópudeildinni í fótbolta eftir 2-0 útisigur á rússneska liðinu AZhi í Moskvu í kvöld. Bæði mörk Tottenham-manna komu í fyrri hálfleiknum.Boltavakt Vísis er með beina lýsingu frá viðureign Anzhi og Tottenham í riðla keppni Evrópudeildarinnar í knattspyrnu.

Hólmbert til reynslu hjá Heracles

Hólmbert Aron Friðjónsson, leikmaður Fram, mun á næstum dögum fara til reynslu til hollenska úrvalsdeildarliðsins Heracles og gæti framherjinn einnig farið til annarra liða en þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Sigurður fullkomnar þríeykið

Sigurður Haraldsson, formaður mannvirkjanefndar FRÍ, lauk í byrjun september námskeiði og prófi sem veitir honum alþjóðleg dómararéttindi í frjálsíþróttum.

Edda verður áfram hjá Val

Edda Garðarsdóttir skrifaði í gær undir 2 ára samning við Val sem aðstoðarþjálfari meistaraflokks kvenna í knattspyrnu. Hún verður Helenu Ólafsdóttur til halds og trausts.

Ég bjóst við meiri mótspyrnu frá City

Arjen Robben, leikmaður Bayern Munchen, var sáttur eftir sigurinn gegn Manchester City í gær en liðið vann 3-1 í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en leikurinn fór fram í Manchester-borg.

Helen í 25. sæti í Berlínarmaraþoninu

Helen Ólafsdóttir úr ÍR náði næstbesta árangri íslenskra kvenna frá upphafi þegar hún kom í mark á 2:52,30 klukkustundum í Berlínarmaraþoninu á sunnudaginn. Hún hafnaði í 25. sæti í kvennaflokki.

Ferguson: Rooney fór fram á sölu

Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, hefur nú staðfest að Wayne Rooney, leikmaður United, hafi farið fram á sölu í lok síðasta tímabils.

Torres frá í þrjár vikur

Fernando Torres, leikmaður Chelsea, mun missa af næstu þremur vikum með liðinu en leikmaðurinn meiddist á hné í leik gegn Steaua Búkarest í Meistaradeild Evrópu á þriðjudagskvöld.

Lokauppgjör Grindavíkur og Stjörnunnar á árinu 2013

Meistarakeppni KKÍ fer fram í kvöld þegar Íslandsmeistarar Grindavíkur og bikarmeistarar Stjörnunnar mætast í Röstinni í Grindavík en þessi árlegi leikur fer alltaf fram á heimavelli Íslandsmeistaranna.

Garðar: Geri bara eins og Grétar Sigfinnur

Stjórn knattspyrnudeildar ÍA tjáði Skagamanninum Garðari Gunnlaugssyni daginn fyrir lokaleik í Pepsi-deildinni að hans þjónustu væri ekki lengur óskað hjá ÍA. Tíðindin komu Garðari í opna skjöldu og hann segir vinnubrögð stjórnar vera ófagmannleg. Hann vi

Hafnarfjarðarslagur á Ásvöllum

Þrír leikir fara fram í Olís-deild karla í kvöld. HK tekur á móti ÍR í Digranesi og Fram heimsækir Val í Vodafonehöllina. Þessir leikir hefjast klukkan 19.30.

Præst sá sem Stjarnan þurfti

Henrik Bödker, aðstoðarþjálfari karlaliðs Stjörnunnar, hrósar löndum sínum í liðinu, þeim Michael Præst, Kennie Chopart og Martin Rauschenberg, í hástert í viðtali við Bold.dk. Stjarnan náði sínum besta árangri frá upphafi með því að lenda í þriðja sæti.

Brenndu treyju Schaub úti á bílastæði

Það er farið að hitna undir Matt Schaub, leikstjórnanda Houston Texans í NFL-deildinni, og fyrrum stuðningsmenn hans hafa nú snúið baki við honum.

FH fær 40 þúsund króna sekt vegna ummæla formanns og varaformanns

Aga- og úrskurðarnefnd Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum að sekta knattspyrnudeild FH um 40.000 krónur vegna ummæla formanns og varaformanns FH eftir leik FH og Vals í Pepsi-deild karla þann 16. september síðastliðinn. Þetta kemur fram á heimasíðu sambandsins í kvöld.

Pellegrini: Við spiluðum skelfilega en Bæjarar voru frábærir

Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri Manchester City, horfði upp á sína menn steinliggja 1-3 á heimavelli á móti frábæru liði Bayern Munchen. Bæjarar yfirspiluðu City-menn stærsta hluta leiksins en enska liðið náði að laga stöðuna undir lokin.

Robben: Spiluðum stórkostlega fyrstu 70 mínúturnar

Arjen Robben og félagar í Bayern Munchen fóru illa með Manchester City á Etihad-leikvanginum í kvöld og hollenski vængmaðurinn var óviðráðanlegur á hægri kantinum í 3-1 sigri. Bayern hefði getað skorað miklu fleiri mörk þegar liðið yfirspilaði City-menn fram eftir leik en undir lok leiksins náði enska liðið aðeins að bíta frá sér.

Moyes var óánægður með slakar sendingar í kvöld

Danny Welbeck skoraði mark Manchester United í 1-1 jafntefli á móti Shakhtar Donetsk í Úkraínu í kvöld. United var yfir í 58 mínútur en sá á eftir tveimur stigum í lokin. BBC talaði við Danny Welbeck og David Moyes eftir leikinn.

Samstarfinu við Bubba lokið

Björn Kr. Björnsson þjálfari og HK/Víkingur hafa orðið ásátt að um ljúka samstarfi sínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Margrét Lára skoraði tvö mörk í kvöld

Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði tvö mörk fyrir Kristianstad þegar stelpurnar hennar Elísabetar Gunnarsdóttur unnu 4-1 útisigur á botnliði Sunnanå í sænsku kvennadeildinni í kvöld. Kristianstad komst upp í sjöunda sætið með þessum sigri.

Heimir Óli með fimm mörk í sigri Guif

Kristján Andrésson og strákarnir hans í Eskilstuna Guif unnu tveggja marka útisigur á IFK Skövde HK í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld. Guif-liðið hefur náð í fjögur stig í fyrstu þremur umferðunum sem skilar liðinu í fjórða sætið tveimur stigum á eftir toppliði Hammarby.

Zlatan með tvö mörk fyrir PSG - Úrslitin í Meistaradeildinni í kvöld

Franska liðið Paris Saint-Germain er í miklum ham í meistaradeildinni en liðið er með sex stig og sjö mörk eftir fyrstu tvo leikina. PSG vann 3-0 sigur á Benfica í kvöld í uppgjöri efstu liða riðilsins. PSG er eitt af þremur liðum í riðlum A til D sem er með fullt hús eftir tvær umferðir en hin eru Bayern München og Real Madrid. Öll hafa þessi þrjú lið sýnd snilldartilþrif í fyrstu tveimur umferðum keppninnar.

Sjá næstu 50 fréttir