Fleiri fréttir Di Matteo: Hefði ekki getað beðið um betri úrslit Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, var mjög ánægður eftir 1-0 sigur á portúgalska liðinu Bendica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en spilað var á heimavelli Benfica í Portúgal. 27.3.2012 21:39 Björgvin Páll og félagar teknir í kennslustund - Löwen vann Wetzlar Björgvin Páll Gústavsson og félagar í SC Magdeburg fengu slæman skell í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar Magdeburg-liðið tapaði með 11 mörkum á útivelli á móti Flensburg. Rhein-Neckar Löwen vann á sama tíma þriggja marka heimasigur á Wetzlar í slag tveggja Íslendingaliða. 27.3.2012 19:47 Sundsvall tapaði í framlengdum leik | Einu tapi frá sumafríi Svíþjóðameistararnir í Sundsvall Dragons eru komnir með bakið upp að vegg eftir tap á heimavelli í framlengdum leik á móti LF Basket í kvöld. Þetta var þriðji leikur liðanna í átta liða úrslitum sænska körfuboltans. LF Basket vann þarna sinn annan leik í röð og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. 27.3.2012 19:13 Helgi Már stigahæstur en 08 Stockholm tapaði Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR töpuðu með tíu stiga mun fyrir Norrköping Dolphins í kvöld, 67-77, og eru því 1-2 undir í einvígi liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Norrköping Dolphins vann einnig fyrsta leikinn en 08 Stockholm HR svaraði með sigri á heimavelli. 27.3.2012 18:52 Liverpool-liðin mætast á Wembley - Everton vann Sunderland 2-0 Everton tryggði sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins eftir 2-0 sigur á Sunderland í kvöld í endurteknum leik liðanna í átta liða úrslitunum ensku bikarkeppninnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Goodison Park. 27.3.2012 18:45 Salomon Kalou tryggði Chelsea sigur í Portúgal Chelsea er í fínum málum eftir 1-0 útisigur á portúgalska liðinu Bendica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en spilað var á heimavelli Portúgal. Chelsea fer bæði með sigur og útivallarmark heim til Englands. Þetta var fyrsti útisigur Chelsea í Meistaradeildinni á tímabilinu. 27.3.2012 18:15 Kaka kom inná og kláraði leikinn | Real Madrid í frábærum málum Brasilíumaðurinn Kaka var maðurinn á bak við 3-0 útisigur Real Madrid á kýpverska liðinu APOEL Nicosia í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Real Madrid er komið með annan fótinn í undanúrslitin og ævintýri kraftaverkaliðsins frá Kýpur er svo gott sem á enda. 27.3.2012 18:15 Tottenham í undanúrslit enska bikarsins - vann Bolton 3-1 Tottenham tryggði sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins eftir 3-1 sigur á Bolton í leik liðanna í átta liða úrslitunum á White Hart Lane í kvöld. Leikurinn var endurtekinn eftir að fyrri leikurinn var flautaður af þegar Fabrice Muamba hneig niður rétt fyrir hálfleik í stöðunni 1-1. Tottenham mætir Chelsea í undanúrslitaleiknum sem fer fram á Wembley. 27.3.2012 18:00 Loksins kom að því að Federer tapaði Eftir að hafa unnið sextán leiki í röð á þessu ári kom að því að Roger Federer tapaði tennisleik. Það var Andy Roddick sem stöðvaði hann á Miami Masters í þrem settum. 27.3.2012 17:30 Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 93 - 85 Njarðvík komust í 2-1 í undanúrslitarimmu sinni við Snæfell í Ljónagryfjunni í kvöld. Eftir hörkuspennu allan leikinn fengu Njarðvíkustúlkur fjölda vítakasta undir lok leiksins sem þær nýttu vel og tryggði það að lokum 93 - 85 sigur. 27.3.2012 14:05 Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur aftur upp í úrvalsdeild Skallagrímsmenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deild karla með öruggum 22 stiga sigri á nágrönnum sínum í ÍA, 89-67, í oddaleik um sæti úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Borganesi í kvöld. 27.3.2012 13:24 IEX-deildin: KR – Tindastóll | upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport í gærkvöld. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign Íslandsmestaraliðs KR og Tindastóls. KR endaði í öðru sæti deildarinnar en Tindastóll í því sjöunda. Tvo sigra þarf til þess að komast í undanúrslit. 27.3.2012 16:45 Jesus ætlar að þagga niður í Drogba Jorge Jesus, þjálfari Benfica, hefur lofað því að þagga niður í Didier Drogba, framherja Chelsea, er liðin mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 27.3.2012 16:00 Ágætis árangur á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í ólympískum lyftingum í Borgarnesi. Rúmlega 20 keppendur tóku þátt í mótinu og þar af fjölmargir ungir keppendur sem voru að þreyta frumraun sína í íþróttinni. 27.3.2012 15:45 IEX-deildin: Grindavík – Njarðvík | upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport í gærkvöld. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign deildameistaraliðs Grindavíkur og Njarðvíkur. 27.3.2012 15:15 Sauber-liðið í skýjunum með annað sætið Liðsmenn Sauber liðsins í Formúlu 1 sér enga ástæðu til að vera vonsviknir eftir að hafa misst af fyrsta sætinu í malasíska kappakstrinum um síðastliðna helgi. 27.3.2012 14:45 Cruyff: Madridingar eru tapsárir fýlupúkar Hollenska goðsögnin Johan Cruyff gefur ekki mikið fyrir vælið í Real Madrid um að dómarar á Spáni séu á móti þeim. Svo ósáttir voru allir hjá Real með dómgæsluna að leikmenn og þjálfari voru settir í vikulangt fjölmiðlabann. 27.3.2012 14:30 Allt á suðupunkti fyrir Vesturlandsslaginn | Oddaleikur í Fjósinu Í kvöld fer fram oddaleikur á milli Skallagríms úr Borgarnesi og ÍA frá Akranesi um hvort liðið leikur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik á næsta tímabili. Staðan er 1-1 en báðir leikirnir hafa verið æsispennandi og heimaliðin hafa haft betur í báðum leikjum. Pálmi Blængsson formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms var í viðtali í Boltanum á X-977 í morgun þar sem að Valtýr Björn Valtýsson ræddi við hann um Vesturlandsslaginn sem hefst kl. 19.15 í kvöld. 27.3.2012 14:15 Neymar: Þarf ekki að fara til Evrópu til að bæta mig Brasilíska undrið Neymar er ekki sammála þeirri gagnrýni að hann þurfi að fara til Evrópu til þess að bæta sig sem leikmaður. Hann segist vel geta haldið áfram að dafna sem leikmaður í Suður-Ameríku. 27.3.2012 13:45 Hannes Þór líklega lánaður til Brann Allar líkur eru á því að Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, verði lánaður til norska félagsins Brann út apríl-mánuð. 27.3.2012 13:39 Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld þar sem að Meistaradeild Evrópu og enska bikarkeppnin eru í aðalhlutverki. Upphitun fyrir Meistaradeildarleikina í 8-liða úrslitunum hefst kl. 18:00 þar sem Þorsteinn J fer yfir málin með sérfræðingum þáttarins. Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. 27.3.2012 13:00 Mourinho: Fjölmiðlabannið kom ekki frá mér Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er kominn úr vikulöngu fjölmiðlabanni sem náði bæði yfir hann sem og leikmenn félagsins. 27.3.2012 12:15 Hnýtingarnámskeið með Sigurði Pálssyni Sigurður Pálsson fluguhnýtari heldur námskeið fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í hnýtingum. Nemendum verða kennd undirstöðuatriðin í hnýtingu, að lesa fluguuppskriftir og allt um efni og áhöld. Námskeiðið eru fjögur kvöld og innifalið er efni og áhöld. 27.3.2012 12:02 Nýr 10 ára samningur um leigu á Minnivallalæk Um helgina var gerður nýr 10 ára samningur um áframhaldandi leigu Strengja á Minnivallalæk í Landssveit sem þegar hafa haft hann í leigu í 20 ár svo þarna stefnir í 30 ára samningstíma! Samstarfið við Veiðifélag Minnivallalækjar hefur verið gott og fjöldi erlendra veiðimanna farinn að venja komur sínar í ánna. 27.3.2012 11:56 Silva fær fyrirliðabandið hjá Milan AC Milan sér fram á mikinn slag við að halda varnarmanninum Thiago Silva hjá félaginu. Barcelona er enn á eftir honum og er sagt ætla að gera nýtt tilboð í hann í sumar. 27.3.2012 11:30 Tebow segist ekki vera í neinu stríði við Sanchez Leikstjórnandinn Tim Tebow var kynntur til leiks sem nýr leikmaður NY Jets í gær. Hinn brosmildi Tebow mætti einsamall með grænt bindi á blaðamannafund og svaraði spurningum af kurteisi í hálftíma. 27.3.2012 10:45 AG mætir Barcelona í Meistaradeildinni Nú morgun var dregið í átta lið úrslit Meistaradeildar Evrópu. Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn fékk heldur betur risavaxið verkefni enda mætir AG spænska stórliðinu Barcelona. 27.3.2012 10:02 Parker: Leikmenn ættu að vera búnir að jafna sig Scott Parker, miðjumaður Tottenham, segir að leikmenn Spurs og Bolton ættu að vera búnir að jafna sig eftir áfallið er Fabrice Muamba fékk hjartaáfall í leik liðanna á dögunum. 27.3.2012 10:00 Chelsea vill fá að spila bikarleik á föstudegi Chelsea mun fara fram á það við enska knattspyrnusambandið að það fái að spila undanúrslitaleikinn í bikarkeppninni á föstudagi fari svo að Chelsea komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar. 27.3.2012 09:15 Miami fékk skell gegn Indiana Stjörnulið Miami Heat er eitthvað að gefa eftir í NBA-deildinni þessa dagana því liðið tapaði stórt annan leikinn í röð í nótt. Að þessu sinni gegn Indiana. 27.3.2012 09:00 Gylfi náði ekki meti Eiðs Smára Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki fyrir Swansea um helgina og náði því ekki sínu fimmta marki í mars sem hefði jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. 27.3.2012 07:00 Eyðimerkurgöngu Tigers lauk loksins Eftir 923 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því um helgina að Tiger Woods vann golfmót. Það sem meira er þá vann hann mótið með yfirburðum og glans. 27.3.2012 06:00 Körfubolti og Meistaradeildin í aðalhlutverki í Boltanum á X977 Meistaradeildin í knattspyrnu og körfubolti verða aðalumræðuefni í Boltanum í dag á X-inu 977 á milli 11-12. Valtýr Björn Valtýsson er umsjónarmaður þáttarins í dag. Hann fær formann Körfuknattleiksdeildar Skallagríms í heimsókn en í kvöld fer fram oddaleikur á milli Skallagríms og ÍA um laust sæti í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Meistaradeildin verður einnig áberandi þar sem Heimir Guðjónsson sérfræðingur Stöðvar 2 sport fer yfir leiki kvöldsins. 27.3.2012 10:39 Lögregluhundur beit leikmann Afar óvenjulegt atvik átti sér stað í brasilíska boltanum um helgina þegar lögregluhundur beit leikmann í lærið. 26.3.2012 23:45 Stuðningsmaður Millwall dæmdur í tíu ára heimaleikjabann Stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Millwall eru alræmdir í heimalandinu og slæmt orð hefur fylgt þeim um árabil. Orðspor þeirra skánaði ekki mikið um helgina þegar einn þeirra flaggaði tyrkneska fánanum með ljótum skilaboðum til stuðningsmanna Leeds. 26.3.2012 23:15 Gibbs: Það er enginn betri vængmaður í Englandi en Walcott Kieran Gibbs, varnarmaður Arsenal, er ánægður með liðsfélaga sinn Theo Walcott og sparar ekki hrósið í viðtali á heimasíðu Arsenal í dag. Walcott skoraði eitt marka Arsenal í 3-0 sigri á Aston Villa um helgina. 26.3.2012 22:45 Cisse í fjögurra leikja bann en Heiðar fékk grænt ljós Djibril Cisse var í kvöld dæmdur í fjögurra leikja bann í ensku úrvalsdeildinni en það er mikið áfall fyrir Queens Park Rangers sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Jákvæðu fréttir dagsins eru þó þær að íslenski framherjinn Heiðar Helguson má aftur byrja að æfa aftur á fullu. 26.3.2012 22:05 Haukakonur í lykilstöðu á móti Íslandsmeisturunum - myndir Haukakonur eru komnar í frábæra stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir 73-68 sigur í kvöld. Haukaliðið vann einnig fyrsta leikinn í Keflavík og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. 26.3.2012 21:51 Íris fór úr hnjálið í sigri Hauka Haukakonur eru komnar í 2-0 á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur eftir 73-68 sigur í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Haukar náðu að landa sigrinum þrátt fyrir að missa einn sinn besta leikmann upp á sjúkrahús í fyrri hálfleik og vantar nú aðeins einn sigur til þess að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 26.3.2012 21:43 Sir Alex Ferguson: Fulham átti að fá víti í lokin Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá sína menn ná þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna Fulham 1-0 á Old Trafford í kvöld. United var miklu sterkara liðið framan af leik en tókst ekki að bæta við marki og slapp síðan með skrekkinn í lokin. 26.3.2012 21:36 Inter búið að reka Claudio Ranieri Claudio Ranieri var rekinn í kvöld en hann hefur verið þjálfari ítalska liðsins Inter Milan síðan í september. Það hefur ekkert gengið hjá liðinu eftir áramót, Inter datt út úr Meistaradeildinni og hefur einnig hrunið niður töfluna í ítölsku deildinni. 26.3.2012 20:37 Fabrice Muamba farinn að hreyfa sig úr rúminu Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, heldur áfram að braggast eftir að hafa orðið fyrir hjartastoppi í bikarleik Bolton og Tottenham fyrir rúmri viku. Muamba er farinn að geta hreyft sig úr rúminu sínu á sjúkrahúsinu en bata hans hefur verið líkt við kraftaverk. 26.3.2012 20:15 Laporta: Sér fyrir sér að Xavi taki við liði Barcelona af Guardiola Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, er viss um að Pep Guardiola verði næsti forseti FC Barcelona og að Xavi Hernandez taki við af honum sem þjálfari spænska liðsins. Menn eru enn að velta fyrir sér framtíð Guardiola sem hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning. 26.3.2012 19:45 Alexander ekki með íslenska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna Alexander Petersson, leikmaður þýska liðsins Füchse Berlin, gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið í handbolta sem tekur þátt í undankeppni Ólympíuleikana um páskana. Fjarvera Alexanders veikir íslenska landsliðið sem þarf að ná tveimur efstu sætunum í riðlinum í keppni við Króatíu, Japan og Síle. 26.3.2012 19:07 Logi og félagar komnir í sumarfrí Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings eru úr leik í úrslitakeppni sænska körfuboltans eftir sjö stiga tap á móti Södertälje Kings í kvöld, 83-76. Södertälje vann alla þrjá leiki liðanna og er því komið í undanúrslitin fyrst allra liða. 26.3.2012 19:04 Sjá næstu 50 fréttir
Di Matteo: Hefði ekki getað beðið um betri úrslit Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, var mjög ánægður eftir 1-0 sigur á portúgalska liðinu Bendica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld en spilað var á heimavelli Benfica í Portúgal. 27.3.2012 21:39
Björgvin Páll og félagar teknir í kennslustund - Löwen vann Wetzlar Björgvin Páll Gústavsson og félagar í SC Magdeburg fengu slæman skell í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld þegar Magdeburg-liðið tapaði með 11 mörkum á útivelli á móti Flensburg. Rhein-Neckar Löwen vann á sama tíma þriggja marka heimasigur á Wetzlar í slag tveggja Íslendingaliða. 27.3.2012 19:47
Sundsvall tapaði í framlengdum leik | Einu tapi frá sumafríi Svíþjóðameistararnir í Sundsvall Dragons eru komnir með bakið upp að vegg eftir tap á heimavelli í framlengdum leik á móti LF Basket í kvöld. Þetta var þriðji leikur liðanna í átta liða úrslitum sænska körfuboltans. LF Basket vann þarna sinn annan leik í röð og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. 27.3.2012 19:13
Helgi Már stigahæstur en 08 Stockholm tapaði Helgi Már Magnússon og félagar í 08 Stockholm HR töpuðu með tíu stiga mun fyrir Norrköping Dolphins í kvöld, 67-77, og eru því 1-2 undir í einvígi liðanna í átta liða úrslitum sænsku úrvalsdeildarinnar. Norrköping Dolphins vann einnig fyrsta leikinn en 08 Stockholm HR svaraði með sigri á heimavelli. 27.3.2012 18:52
Liverpool-liðin mætast á Wembley - Everton vann Sunderland 2-0 Everton tryggði sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins eftir 2-0 sigur á Sunderland í kvöld í endurteknum leik liðanna í átta liða úrslitunum ensku bikarkeppninnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Goodison Park. 27.3.2012 18:45
Salomon Kalou tryggði Chelsea sigur í Portúgal Chelsea er í fínum málum eftir 1-0 útisigur á portúgalska liðinu Bendica í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar en spilað var á heimavelli Portúgal. Chelsea fer bæði með sigur og útivallarmark heim til Englands. Þetta var fyrsti útisigur Chelsea í Meistaradeildinni á tímabilinu. 27.3.2012 18:15
Kaka kom inná og kláraði leikinn | Real Madrid í frábærum málum Brasilíumaðurinn Kaka var maðurinn á bak við 3-0 útisigur Real Madrid á kýpverska liðinu APOEL Nicosia í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Real Madrid er komið með annan fótinn í undanúrslitin og ævintýri kraftaverkaliðsins frá Kýpur er svo gott sem á enda. 27.3.2012 18:15
Tottenham í undanúrslit enska bikarsins - vann Bolton 3-1 Tottenham tryggði sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins eftir 3-1 sigur á Bolton í leik liðanna í átta liða úrslitunum á White Hart Lane í kvöld. Leikurinn var endurtekinn eftir að fyrri leikurinn var flautaður af þegar Fabrice Muamba hneig niður rétt fyrir hálfleik í stöðunni 1-1. Tottenham mætir Chelsea í undanúrslitaleiknum sem fer fram á Wembley. 27.3.2012 18:00
Loksins kom að því að Federer tapaði Eftir að hafa unnið sextán leiki í röð á þessu ári kom að því að Roger Federer tapaði tennisleik. Það var Andy Roddick sem stöðvaði hann á Miami Masters í þrem settum. 27.3.2012 17:30
Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Snæfell 93 - 85 Njarðvík komust í 2-1 í undanúrslitarimmu sinni við Snæfell í Ljónagryfjunni í kvöld. Eftir hörkuspennu allan leikinn fengu Njarðvíkustúlkur fjölda vítakasta undir lok leiksins sem þær nýttu vel og tryggði það að lokum 93 - 85 sigur. 27.3.2012 14:05
Umfjöllun og viðtöl: Skallagrímur aftur upp í úrvalsdeild Skallagrímsmenn tryggðu sér sæti í Iceland Express deild karla með öruggum 22 stiga sigri á nágrönnum sínum í ÍA, 89-67, í oddaleik um sæti úrvalsdeildinni en leikurinn fór fram fyrir troðfullu húsi í Borganesi í kvöld. 27.3.2012 13:24
IEX-deildin: KR – Tindastóll | upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport í gærkvöld. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign Íslandsmestaraliðs KR og Tindastóls. KR endaði í öðru sæti deildarinnar en Tindastóll í því sjöunda. Tvo sigra þarf til þess að komast í undanúrslit. 27.3.2012 16:45
Jesus ætlar að þagga niður í Drogba Jorge Jesus, þjálfari Benfica, hefur lofað því að þagga niður í Didier Drogba, framherja Chelsea, er liðin mætast í Meistaradeild Evrópu í kvöld. 27.3.2012 16:00
Ágætis árangur á Íslandsmótinu í ólympískum lyftingum Um helgina fór fram Íslandsmeistaramótið í ólympískum lyftingum í Borgarnesi. Rúmlega 20 keppendur tóku þátt í mótinu og þar af fjölmargir ungir keppendur sem voru að þreyta frumraun sína í íþróttinni. 27.3.2012 15:45
IEX-deildin: Grindavík – Njarðvík | upphitunarþáttur Stöðvar 2 sport Úrslitakeppnin í Iceland Express deild karla hefst á fimmtudaginn með tveimur leikjum. Sérfræðingar Stöðvar 2 sport fóru yfir málin með Arnari Björnssyni í upphitunarþætti sem sýndur var á Stöð 2 sport í gærkvöld. Í þessu innslagi fara þeir Guðmundur Bragason og Svali Björgvinsson yfir viðureign deildameistaraliðs Grindavíkur og Njarðvíkur. 27.3.2012 15:15
Sauber-liðið í skýjunum með annað sætið Liðsmenn Sauber liðsins í Formúlu 1 sér enga ástæðu til að vera vonsviknir eftir að hafa misst af fyrsta sætinu í malasíska kappakstrinum um síðastliðna helgi. 27.3.2012 14:45
Cruyff: Madridingar eru tapsárir fýlupúkar Hollenska goðsögnin Johan Cruyff gefur ekki mikið fyrir vælið í Real Madrid um að dómarar á Spáni séu á móti þeim. Svo ósáttir voru allir hjá Real með dómgæsluna að leikmenn og þjálfari voru settir í vikulangt fjölmiðlabann. 27.3.2012 14:30
Allt á suðupunkti fyrir Vesturlandsslaginn | Oddaleikur í Fjósinu Í kvöld fer fram oddaleikur á milli Skallagríms úr Borgarnesi og ÍA frá Akranesi um hvort liðið leikur í Iceland Express deild karla í körfuknattleik á næsta tímabili. Staðan er 1-1 en báðir leikirnir hafa verið æsispennandi og heimaliðin hafa haft betur í báðum leikjum. Pálmi Blængsson formaður körfuknattleiksdeildar Skallagríms var í viðtali í Boltanum á X-977 í morgun þar sem að Valtýr Björn Valtýsson ræddi við hann um Vesturlandsslaginn sem hefst kl. 19.15 í kvöld. 27.3.2012 14:15
Neymar: Þarf ekki að fara til Evrópu til að bæta mig Brasilíska undrið Neymar er ekki sammála þeirri gagnrýni að hann þurfi að fara til Evrópu til þess að bæta sig sem leikmaður. Hann segist vel geta haldið áfram að dafna sem leikmaður í Suður-Ameríku. 27.3.2012 13:45
Hannes Þór líklega lánaður til Brann Allar líkur eru á því að Hannes Þór Halldórsson, markvörður KR, verði lánaður til norska félagsins Brann út apríl-mánuð. 27.3.2012 13:39
Hvað er um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld? Það er nóg um að vera á sportstöðvum Stöðvar 2 í kvöld þar sem að Meistaradeild Evrópu og enska bikarkeppnin eru í aðalhlutverki. Upphitun fyrir Meistaradeildarleikina í 8-liða úrslitunum hefst kl. 18:00 þar sem Þorsteinn J fer yfir málin með sérfræðingum þáttarins. Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum ensku bikarkeppninnar. 27.3.2012 13:00
Mourinho: Fjölmiðlabannið kom ekki frá mér Jose Mourinho, þjálfari Real Madrid, er kominn úr vikulöngu fjölmiðlabanni sem náði bæði yfir hann sem og leikmenn félagsins. 27.3.2012 12:15
Hnýtingarnámskeið með Sigurði Pálssyni Sigurður Pálsson fluguhnýtari heldur námskeið fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin í hnýtingum. Nemendum verða kennd undirstöðuatriðin í hnýtingu, að lesa fluguuppskriftir og allt um efni og áhöld. Námskeiðið eru fjögur kvöld og innifalið er efni og áhöld. 27.3.2012 12:02
Nýr 10 ára samningur um leigu á Minnivallalæk Um helgina var gerður nýr 10 ára samningur um áframhaldandi leigu Strengja á Minnivallalæk í Landssveit sem þegar hafa haft hann í leigu í 20 ár svo þarna stefnir í 30 ára samningstíma! Samstarfið við Veiðifélag Minnivallalækjar hefur verið gott og fjöldi erlendra veiðimanna farinn að venja komur sínar í ánna. 27.3.2012 11:56
Silva fær fyrirliðabandið hjá Milan AC Milan sér fram á mikinn slag við að halda varnarmanninum Thiago Silva hjá félaginu. Barcelona er enn á eftir honum og er sagt ætla að gera nýtt tilboð í hann í sumar. 27.3.2012 11:30
Tebow segist ekki vera í neinu stríði við Sanchez Leikstjórnandinn Tim Tebow var kynntur til leiks sem nýr leikmaður NY Jets í gær. Hinn brosmildi Tebow mætti einsamall með grænt bindi á blaðamannafund og svaraði spurningum af kurteisi í hálftíma. 27.3.2012 10:45
AG mætir Barcelona í Meistaradeildinni Nú morgun var dregið í átta lið úrslit Meistaradeildar Evrópu. Íslendingaliðið AG frá Kaupmannahöfn fékk heldur betur risavaxið verkefni enda mætir AG spænska stórliðinu Barcelona. 27.3.2012 10:02
Parker: Leikmenn ættu að vera búnir að jafna sig Scott Parker, miðjumaður Tottenham, segir að leikmenn Spurs og Bolton ættu að vera búnir að jafna sig eftir áfallið er Fabrice Muamba fékk hjartaáfall í leik liðanna á dögunum. 27.3.2012 10:00
Chelsea vill fá að spila bikarleik á föstudegi Chelsea mun fara fram á það við enska knattspyrnusambandið að það fái að spila undanúrslitaleikinn í bikarkeppninni á föstudagi fari svo að Chelsea komist í undanúrslit Meistaradeildarinnar. 27.3.2012 09:15
Miami fékk skell gegn Indiana Stjörnulið Miami Heat er eitthvað að gefa eftir í NBA-deildinni þessa dagana því liðið tapaði stórt annan leikinn í röð í nótt. Að þessu sinni gegn Indiana. 27.3.2012 09:00
Gylfi náði ekki meti Eiðs Smára Gylfi Þór Sigurðsson skoraði ekki fyrir Swansea um helgina og náði því ekki sínu fimmta marki í mars sem hefði jafnað markamet Eiðs Smára Guðjohnsen. 27.3.2012 07:00
Eyðimerkurgöngu Tigers lauk loksins Eftir 923 daga eyðimerkurgöngu kom loksins að því um helgina að Tiger Woods vann golfmót. Það sem meira er þá vann hann mótið með yfirburðum og glans. 27.3.2012 06:00
Körfubolti og Meistaradeildin í aðalhlutverki í Boltanum á X977 Meistaradeildin í knattspyrnu og körfubolti verða aðalumræðuefni í Boltanum í dag á X-inu 977 á milli 11-12. Valtýr Björn Valtýsson er umsjónarmaður þáttarins í dag. Hann fær formann Körfuknattleiksdeildar Skallagríms í heimsókn en í kvöld fer fram oddaleikur á milli Skallagríms og ÍA um laust sæti í Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Meistaradeildin verður einnig áberandi þar sem Heimir Guðjónsson sérfræðingur Stöðvar 2 sport fer yfir leiki kvöldsins. 27.3.2012 10:39
Lögregluhundur beit leikmann Afar óvenjulegt atvik átti sér stað í brasilíska boltanum um helgina þegar lögregluhundur beit leikmann í lærið. 26.3.2012 23:45
Stuðningsmaður Millwall dæmdur í tíu ára heimaleikjabann Stuðningsmenn enska knattspyrnuliðsins Millwall eru alræmdir í heimalandinu og slæmt orð hefur fylgt þeim um árabil. Orðspor þeirra skánaði ekki mikið um helgina þegar einn þeirra flaggaði tyrkneska fánanum með ljótum skilaboðum til stuðningsmanna Leeds. 26.3.2012 23:15
Gibbs: Það er enginn betri vængmaður í Englandi en Walcott Kieran Gibbs, varnarmaður Arsenal, er ánægður með liðsfélaga sinn Theo Walcott og sparar ekki hrósið í viðtali á heimasíðu Arsenal í dag. Walcott skoraði eitt marka Arsenal í 3-0 sigri á Aston Villa um helgina. 26.3.2012 22:45
Cisse í fjögurra leikja bann en Heiðar fékk grænt ljós Djibril Cisse var í kvöld dæmdur í fjögurra leikja bann í ensku úrvalsdeildinni en það er mikið áfall fyrir Queens Park Rangers sem er að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Jákvæðu fréttir dagsins eru þó þær að íslenski framherjinn Heiðar Helguson má aftur byrja að æfa aftur á fullu. 26.3.2012 22:05
Haukakonur í lykilstöðu á móti Íslandsmeisturunum - myndir Haukakonur eru komnar í frábæra stöðu í undanúrslitaeinvígi sínu á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deild kvenna í körfubolta eftir 73-68 sigur í kvöld. Haukaliðið vann einnig fyrsta leikinn í Keflavík og vantar nú aðeins einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu. 26.3.2012 21:51
Íris fór úr hnjálið í sigri Hauka Haukakonur eru komnar í 2-0 á móti Íslands- og deildarmeisturum Keflavíkur eftir 73-68 sigur í öðrum undanúrslitaleik liðanna í Iceland Express deild kvenna í kvöld. Haukar náðu að landa sigrinum þrátt fyrir að missa einn sinn besta leikmann upp á sjúkrahús í fyrri hálfleik og vantar nú aðeins einn sigur til þess að komast í úrslitaeinvígið um Íslandsmeistaratitilinn. 26.3.2012 21:43
Sir Alex Ferguson: Fulham átti að fá víti í lokin Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, sá sína menn ná þriggja stiga forskoti á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með því að vinna Fulham 1-0 á Old Trafford í kvöld. United var miklu sterkara liðið framan af leik en tókst ekki að bæta við marki og slapp síðan með skrekkinn í lokin. 26.3.2012 21:36
Inter búið að reka Claudio Ranieri Claudio Ranieri var rekinn í kvöld en hann hefur verið þjálfari ítalska liðsins Inter Milan síðan í september. Það hefur ekkert gengið hjá liðinu eftir áramót, Inter datt út úr Meistaradeildinni og hefur einnig hrunið niður töfluna í ítölsku deildinni. 26.3.2012 20:37
Fabrice Muamba farinn að hreyfa sig úr rúminu Fabrice Muamba, leikmaður Bolton, heldur áfram að braggast eftir að hafa orðið fyrir hjartastoppi í bikarleik Bolton og Tottenham fyrir rúmri viku. Muamba er farinn að geta hreyft sig úr rúminu sínu á sjúkrahúsinu en bata hans hefur verið líkt við kraftaverk. 26.3.2012 20:15
Laporta: Sér fyrir sér að Xavi taki við liði Barcelona af Guardiola Joan Laporta, fyrrum forseti Barcelona, er viss um að Pep Guardiola verði næsti forseti FC Barcelona og að Xavi Hernandez taki við af honum sem þjálfari spænska liðsins. Menn eru enn að velta fyrir sér framtíð Guardiola sem hefur ekki enn skrifað undir nýjan samning. 26.3.2012 19:45
Alexander ekki með íslenska landsliðinu í forkeppni Ólympíuleikanna Alexander Petersson, leikmaður þýska liðsins Füchse Berlin, gefur ekki kost á sér í íslenska landsliðið í handbolta sem tekur þátt í undankeppni Ólympíuleikana um páskana. Fjarvera Alexanders veikir íslenska landsliðið sem þarf að ná tveimur efstu sætunum í riðlinum í keppni við Króatíu, Japan og Síle. 26.3.2012 19:07
Logi og félagar komnir í sumarfrí Logi Gunnarsson og félagar í Solna Vikings eru úr leik í úrslitakeppni sænska körfuboltans eftir sjö stiga tap á móti Södertälje Kings í kvöld, 83-76. Södertälje vann alla þrjá leiki liðanna og er því komið í undanúrslitin fyrst allra liða. 26.3.2012 19:04
Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn í sögu félagsins Íslenski boltinn